Morgunblaðið - 08.03.1997, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MINNIMGAR
ERLA
G UÐMUNDSDÓTTIR
+ Erla Guðmundsdóttir fædd-
ist á Auðunarstöðum í Vest-
ur-Húnavatnssýslu 28. apríl
1921. Hún andaðist á Landspít-
alanum 24. febrúar siðastliðinn
og fór útför hennar fram frá
Bústaðakirbju 6. mars.
Mér finnst f ara vel á því að senda
Erlu Guðmundsdóttur hinstu
kveðju því að í bemskuminninum
mínum birtist hún ætíð sem uppá-
haldsfrænkan, og þó voru þær
margar vænar. Það voru náin
tengsl milli heimila okkar í Víðid-
alnum, enda voru feður okkar Erlu
bræður og fjölskylda hennar fram-
úrskarandi gestrisin og ljúf í hví-
vetna. Fyrir mér sem bam var það
alltaf ævintýri líkast að heimsælq'a
Auðunarstaði. Pjör og lífsgleði
Auðunarstaðasystkina kom öllum í
gott skap og átti mikinn þátt í að
skapa þessar ljúfu minningar frá
bernskuárunum. Þar var líka
barnaskóli sveitarinnar til húsa á
ámnum fyrir stríð, farskóli tvo
mánuði á ári í fjögur ár. Þetta
þætti nú víst ekki mikill undirbún-
ingur undir framhaldsnám nú á
dögum, en jákvætt og hlýlegt um-
hverfi og traust kennsla bætti úr
og sáði fræjum frekari námsáhuga
sem leiddi mörg okkar býsna langt
síðar meir. Þótt ég tengdist yngri
bræðmnum nánar vegna svipaðs
aldurs, hreifst ég alltaf sérstaklega
af Erlu vegna fegurðar hennar,
tindrandi augna og leiftrandi kímn-
igáfu. Hún hafði líka til að bera
þetta óbilandi traust og tryggð við
vini og kunningja sem einkenndi
alla fjölskyldu hennar.
Þótt leiðir okkar Erlu skildu um
alllangt skeið þegar ég hvarf á
braut til að búa mig frekar undir
lífshlaupið, slitnuðu tengslin aldrei
alveg. Meira að segja mættust göt-
ur okkar norður í Eyjafirði þegar
ég var við nám á Akureyri og Erla
í Húsmæðraskólanum á Lauga-
landi. í minningunni var það ekki
ósvipað því að hitta gamlan vin af
tilviljun á götu í London eða New
York. Þegar Erla var svo orðin
húsmóðir á Auðunarstöðum heim-
sóttum við hjónin og bræður mínir
Erlu og Bjöm og nutum gestrisni
þeirra og vinsemdar, fengum
fregnir af gömulum vinum og
kunningjum í sveitinni og drukkum
af viskubrunni fólks sem hafði hlot-
ið heilbrigt lífsviðhorf í arf og
ávaxtað það með fijórri lífsreynslu
sinni. Er borgarbúar leita uppruna
síns, getur fátt verið yndislegra en
samneyti við fólk með slíka reisn,
glaðværð og hlýhug.
Þegar Erla og Bjöm fluttu til
höfustaðarins voru kynnin end-
umýjuð í umhverfi sem okkur
sveitabömunum er kannski enn
framandi. Fjarlægðir hér syðra
virðast stundum meiri en land-
fræðilegar staðreyndir gefa tilefni
til. Koma þar til ijölskyldubönd
hvers og eins og ýmsar annir. Engu
að síður urðu samkvæmi frænd-
fólksins úr Víðidalnum til að end-
umýja þessi gömlu tengsl við
frænkuna góðu og hennar fólk.
Fyrir allar þessar ánægjustundir
vil ég þakka. Minningin um Erlu
verður ætíð dýrmæt perla sem allir
gömlu vinimir munu varðveita alla
tíð. Bimi og fjölskyldu vottum við
hjónin innilega samúð á sorgar-
stundu.
Sölvi Eysteinsson.
Morgunblaðið/Silli
SVIPMYND frá sveitakeppni Brídsfélag Húsavíkur sem nýlega er lokið.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Brídsfélag SÁÁ
ÞRIÐJUDAGINN 4. mars var spilaður
eins kvölds Mitchell-tvímenningur. 14
pör spiluðu 7 umferðir, 4 spil á milli
para. Meðalskor var 168 og lokastaðan
varð eftirfamdi.
NS
Guðbrandur Guðjohnsen - Magnús Þorkelsson 207
KristinnÓskarsson-ÓskarKristinsson 194
GottskáikGu^jónsson-ÁmiH.Friðriksson 169
AV
GuðlaugurSveinsson-UnnsteinnJónsson 198
Nicolai Þorsteinsson - Sigurður Þorgeirsson 179
Cecil Haraidsson - Sturla Snæbjömsson 172
Keppnisstjóri var að venju Matthías
Þorvaldsson og verður haldið áfram
með eins kvölds tvímenningskeppni
þar sem notuð verða forgefín spil.
Keppt er um verðlaunagripi á hverju
kvöldi og afhending verðlauna fer
fram með formlegum hætti að Lokinni
spilamennsku. Félagið vill hvetja sem
flesta til að niæta, spilað er í húsnæði
Úlfaldans, Ármúla 40 og hefst spila-
mennska stundvíslega klukkan 19.30.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 3. mars byijaði Butler-
tvímenningur félagsins með þátttöku
14 para. Þau spiluðu 4 umferðir með
6 spilum á milli para og efstu pör voru:
Halldór Einarsson - Gunnlaugur Óskarsson +49
Sverrir Jónsson - Ólafur Ingimundarson +43
Guðbrandur Sigurbergsson - Friðþjófur Einarsson
+36
Sigrún Amórsdóttir - Bjöm Höskuldsson +20
Halldór Þórólfsson - Hulda Hjálmarsdóttir +18
Butler-tvímenningnum verður fram
haldið næstu tvö mánudagskvöld. Spil-
að er í félagsálmu Haukahússins með
innkeyrslu frá Flatahrauni. Spila-
mennska byijar kl. 19.30 og eru allir
spilarar velkomnir. Keppnisstjóri er
Sveinn R. Eiríksson.
Þriðjudagsspilamennska BR
Þriðjudaginn 4. mars var spilað eins
kvölds tölvureiknaður Monrad Baró-
meter með forgefnum spilum. 18 pör
spiluðu 7 umferðir með 4 spilum á
milli para. Efstu pör urðu:
Ingimundur Guðmundsson - Friðjón Margeirsson
+40
Maria Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundarson
+31
GuðmundurBaldursson-SævinBjamason +28
Ómar Olgeirsson - Eyþór Jónsson +25
ÞórirLeifsson-EggertBergsson +24
Pörum er boðið upp á að leggja 500
krónur í verðlaunapott, sem síðan
rennur til hæsta parsins sem lagði í
hann. Guðmundur og Sævin unnu
pottinn eftir æsispennandi baráttu við
þá Ómar og Eyþór og Þóri og Egg-
ert. Spilarar sem eru 20 ára og yngri
fá að spila frítt á þriðjudagskvöldum
hjá BR og hefur u.þ.b. eitt par á kvöldi
nýtt sér það. Vonandi er að fleiri ung-
ir spilarar nýti sér þetta tækifæri til
að fá sér spilareynslu sér að kostnað-
arlausu.
Þriðjudagsspilamennska BR er röð
eins kvölds tvímenninga með forgefn-
um spilum. Spilaður eru Mitchell og
Monrad Barómeter tvímenningar til
skiptis. Byijað er að spila kl. 19.30
og eru allir spilarar velkomnir. Keppn-
isstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson.
Bridsfélag Reykjavíkur
Miðvikudaginn 5. mars var spilaður
eins kvölds tölvureiknaður Monrad-
Butler tvímenningur með forgefnum
spilum. 22 pör spiluðu 7 umferðir með
4 spilum á milli para. Efstu pör urðu:
Tryggvi Ingason - Ragnar Torfi Jónasson +38
SigurðurB.Þorsteinsson-HelgiSigurðsson +35
Kjartan Jóhannsson - Helgi Hermannsson +31
Jóhann Magnússon - Rúnar Hauksson +31
Jóhanna Siguijónsdóttir - Una Ámadóttir +25
GuðbjömÞórðarson-GuðmundurGrétarsson +19
Næstu 2 miðvikudagskvöld verða
spilaðir eins kvölds Monrad Butler
tvímenningar. Veitt verða sérstök
verðlaun fyrir besta árangurinn úr 2
af þessum 3 Monrad Butler tvímenn-
ingum. Næsta keppni félagsins er síð-
an Aðaltvímenningur BR 1997.
Brídsfélag Kópavogs
þegar ein umferð er eftir í aðalsvei-
takeppni félagsins er andi. staðan eftirfar-
Tralli 233
Vinir 217
Helgi Víborg 217
Guðmundur Pálsson 212
Júlíus Snorrason 203
Brídsfélag Reyðarfjarðar
og Eskifjarðar
Þriðjudagskvöldið 4. mars var
spiluð síðasta umferðin í aðalsveita-
keppni BRE en sjö sveitir tóku þátt.
Lokastaðan varð á þessa leið:
Sv. Þorbergs Haukssonar 230
Þorbergur, Böðvar, Haukur, Búi
Sv.AðalsteinsJónssonar 206
Aðalsteinn, Gísli, Kristmann, Magnús, Svavar
Sv.JónasarJónssonar 197
Jónas, Guðmundur, Auðbergur, Hafsteinn
Sv. Kristjáns Kristjánssonar _ 195
Kristján, Ásgeir, Jón Ingi, Sigurður, ísak
Sv. Atla Jóhannessonar 194
Atli, Jóhann, Svala, Ragna
Bridsfélag Húsavíkur
Aðalsveitakeppni Bridsfélags Húsa-
víkur er nýlokið og þá keppni sigraði
sveit Þórólfs Jónassonar með 137 stig-
um, í öðru sæti varð sveit Óla Kristins-
sonar með 132 stig og í þriðja sæti
varð sveit Sveins Aðalgeirssonar með
123 stig.
í sigursveitinni auk Þórólfs eru
Ámi Helgason, Hlöðver Pétur Hlöð-
versson, Einar Svansson og Halldór
Gunnarsson.
Sveit Þórólfs hefur oft undanfarin
ár átt í keppni við sveit Óla og Guð-
mundar og verið í öðru sæti, en nú
bar Þórólfur og hans menn sigur úr
býtum.
Alls kepptu 8 sveitir og spilaðar
voru 7 umferðir.
Jón Garðar
efstur á al-
þjóðamóti TR
SKAK
Félagsheimili TR
ALÞJÓÐAMÓT TR
Alþjóðlegt skákmót, haldið 3.-12.
mars i félagsheimÚi Taflfélags
Reykjavíkur í Fákafeni 12.
JÓN Garðar Viðarsson er efst-
ur eftir fjórar umferðir, en á eft-
ir að tefla við stórmeistarana á
mótinu.
Það þarf sex vinninga af níu
mögulegum til að hreppa áfanga
að alþjóðlegum meistaratitli. Jón
Garðar þarf nú tvo og hálfan úr
fimm skákum til að ná sínum
fyrsta áfanga. Eins og margsinn-
is hefur verið bent á hér í skák-
þættinum myndi Jón Garðar bera
nafnbótina með
sóma, en hann hefur
oft verið í svipaðri
stöðu og þessari og
klúðrað málum á
lokasprettinum. Það
er því alltof snemmt
að spá því hver nið-
urstaðan verður.
Mótið var sett á
laggimar samhliða
því að erlendu stór-
meistaramir Mikhail
Ivanov, Rússlandi og
Igors Rausis, Lett-
landi, komu til
landsins til að tefla
fyrir TR í deilda-
keppninni. Til að
nýta komu þeirra
setti TR þetta mót á laggimar
og það veitir upprennandi skák-
mönnum upplagt tækifæri.
Þröstur Þórhallsson er búinn
að gera jafntefli við þá Rausis
og Ivanov og stendur ágætlega
að vígi. Staðan eftir fjórar um-
ferðir af níu er þessi:
1. Jón G. Viðarsson 3‘/z v.
2. Þröstur Þórhallsson 3 v.
3. -6. Mikhail Ivanov, Igors Rausis,
Þorsteinn Þorsteinsson og Daniel V.
Pedersen 2 */* v.
7. Jón Viktor Gunnarsson 1 ‘A v.
8. -9. Bergsteinn Einarsson og Björg-
vin Víglundsson 1 v.
10. James Burden 0 v.
Ungi danski þátttakandinn á
mótinu átti sér einskis ills von
þegar hann hleypti Þresti Þór-
hallssyni út í uppáhaldsafbrigði
sitt í skoska leiknum. En þar tók
hann að sér verkefni sem aðeins
er á valdi reyndustu stórmeist-
ara. Þröstur fléttaði skemmtilega
saman hótanir um allt borð og
vann fljótt. Ávallt gaman að sjá
hann meðhöndla slíkar stöður.
Hvítt: Þröstur Þórhallsson
Svart: Daniel V. Pedersen
Skoski leikurinn
1. e4 - e5 2. Rf3 - Rc6 3. d4
- exd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rxc6
- bxc6 6. e5 - De7 7. De2 -
Rd5 8. c4 - Rb6 9. Rd2 - Bb7
10. b3 - a5 11. Bb2 - a4 12.
Hbl - De6 13. De3 - axb3 14.
axb3 - Bb4 15. Bd3 - 0-0 16.
0-0 - d5 17. Rf3 - f6
SJÁ STÖÐUMYND
Svarta staðan lítur ekki mjög
illa út, en með því að láta nú
hveija hótunina reka aðra leiðir
Þröstur skákina til
lykta:
18. c5 - Rd7 19.
Df4 - Bxc5 20. Bf5
- De7 21. Dh4 -
h6 22. b4 - Bb6
23. e6 - Rb8 24.
Dg4
Svörtu stöðunni
verður ekki bjargað.
Hvítur hótar 25.
Dg6 og svartur
verður því að veikja
kóngsstöðuna.
24. - g5 25. Dh5 -
Ra6
25. - Dg7 26.
Hbel með hótuninni
27. e7 bjargaði
engu.
26. Dxh6 - Dg7 27. Dh5 og
svartur gafst upp.
Skákkeppni stofnana
Búnaðarbanki íslands sigraði
eina ferðina enn í skákkeppni
stofnana og fyrirtækja sem lauk
í vikunni, í þetta sinn með meiri
yfirburðum en oft áður. Heimilt
er nú að hafa lánsmann í hverrri
sveit. Úrsiit í A-flokki:
1. Búnaðarbanki íslands 29 v. af 36
2. VISA ísland 23 'U v.
3. Markaðsmenn, A-sveit 23 v.
4. Iðnskólinn f Reykjavík 21 ‘A v.
5. íslandsbanki 20‘A v.
6. Landsbanki íslands 19‘A v. o.s.frv.
Menntaskólinn í Kópavogi flyst
upp í A-flokk að ári eftir öruggan
sigur í B-flokknum:
1. Menntaskólinn f Kópavogi 20 v.
af 28
2. Búnaðarbanki íslands, B sveit 17 ‘A
v.
3. Auroro 17‘A v.
Hraðskákmót Hellis
Hraðskákmót Hellis verður
haldið mánudaginn 10. mars kl.
20. Tefldar verða 5 mínútna
skákir, 7x2 umferðir eftir
Monrad kerfi. Teflt verður í
félagsheimili Hellis, Þönglabakka
1, Mjóddinni (hjá Bridssam-
bandinu). Þetta mót hefur jafnan
verið eitt vinsælasta skákmót
Hellis. Heildarverðlaun eru kr.
10.000.
Margeir Pétursson
Jón Garðar
Viðarsson
9\c-óen
4
- Gœðavara
GjdfdVdia nidldi ocj kdlfistell.
Allii veróílokkdi.
(/1rv)//^K\\s\V VERSLUNIN
Liiugavegi 52, s. 562 4244.
Heiinsfi tPijii liönnuóir
m.d. Gidiirii Versdte.