Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 61

Morgunblaðið - 08.03.1997, Page 61
I MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. MARZ 1997 61 M YN DBÖN D/KVIKM YN Dl R/ÚTV ARP-S JÓN V ARP Fullkomið ævintýri Frú Winterbourne | (Mrs. Winterbourne) __________ | Grínmynd | ★ ★'/2 Framleiðandi: A & M Films. Leik- stjóri: Richard Benjamin. Handrits- höfundur: Phoef Sutton og Lisa- Maria Radano eftir bók Cornell Woolrich. Kvikmyndataka: Alex Nepomniaschy. Tónlist: Patrick Doyle. Aðalhlutverk: Ricki Lake, Brendan Fraser, Shirley MacLaine (og Miguel Sandovai. 106 mín. Bandaríkin. Tristar Pictures/Skíf- an 1997. Útgáfudagur: 5. mars. I ------------ AUMINGJA Connie Doyle er ólétt eftir aula, og stendur ein og heimilislaus á götunni. Á leiðinni á Sam- hjálp grípa ör- lögin í taumana, hún rekst inn í vitlausa lest og kynnist þar huggulegu pari sem kemur henni til hjálpar. Connie veit ekki fyrr en hún vaknar 8 dögum síðar á sjúkrahúsi, kona einsömul, og heitir Frú Winterbo- urne! Þetta er hið fullkomna ævin- týri, þar sem fátæka góða stúlkan lendir í hamförum sem verða til þess að hún endar í heimi ríka mannsins þar sem hún er umvafin ást og hlýju. Þetta virkar þar sem barnið og réttlætiskenndin blund- ar í okkur flestum enn, og hér er ævintýrið í formi léttrar gaman- myndar. Húmorinn er ósköp sak- leysislegur, eins og myndin öll. Hún er vel gerð á allan hátt og ánægjuleg áhorfunar sem slík, þótt fátt komi hér á óvart. Þetta er fín skemmtun, en hefði mátt vera minna væmin og raunsærri á tíðum. Shirley MacLaine stendur undir drottningartign sinni, og aðrir leikarar standa sig vel í sín- um hlutverkum. Ricki Lake er voðalega krúttleg svona ófullkom- in og heillandi. Hildur Loftsdóttir. Þungur Tarzan snýr aftur LEIKARINN Casper Van Dien, myndunum „The Lover" og sem eitt sinn lék horaðan Jam- „The Color of Night“, en hún es Dean í myndinni „Race With mun leika Jane. Leikstjóri verð- Destiny", hefur bætt á 9ig þón- ur Carl Schenkel. okkrum kílóum fyrir næsta í myndinni verður persónu- hlutverk sitt, Tarzan, í mynd- sköpun Edgars Rice Burroughs, inni „Tarzan and Jane“. höfundar bókanna um Tarzan, Van Dien, sem hefur nýlokið látin halda sér en sagan mun við að leika í mynd Pauls Ver- snúast um það þegar Tarzan hovens, „Starship Troopers“, snýr aftur til Afríku til að heldur til Suður-Afríku 10. bjarga heimalandi sínu og mars næstkomandi ásamt með- þegnum sínum, dýrunum 1 leikkonu sinni, Jane March, sem skóginum. hefur leikið meðal annars í MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Jane Eyre (Powder) ★ ★‘/2 (Jane Eyre) ★ ★ Innrásin Ed (Ed) 'h (TheArrival) ★★ Dauðl og djöfull Umsátrlð á Rubyhryggnum (The Siege at Ruby Ridge) ★ ★ (Diabolique) ★ Draumur sérhverrar konu Barnsgrátur (The Crying Child) ★ (Every Woman’s Dream) ★ ★'/2 Ríkharður þriðji Riddarinn á þakinu (Horseman on the Roof) ★ ★ ★ (RichardlII) ★★★‘/2 Bleika húsið Nœr og nœr (Closer and Closer) ★ ★V2 (La Casa Rosa) ★ ★ Sunset liðið Tíl síðasta manns (SunsetPark) ir'h (Last Man Standing) ★ ★‘/2 \ móðurleit Geímtrukkarnir (Flirting with Disaster) ★ ★ ★ (Space Truckers) ★ ★ Banvænar hetjur Börnin á akrinum (Children ofthe Corn) ★ (Deadly Heroes) Dauður Powder (DeadMan) ★ I 4 ( í i i < ( i i rV Select ALLTAF FERSKT Ostapylsa med kartöflusalati oa 0,5 Itr. av gosi II 195 kr. < ( ( SHCLLSTODIN VESTURLANDSVCCI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.