Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 9 FRETTIR Innbrot upplýst eftir þýfisfund TVEIR menn voru handteknir að morgni annars í páskum eftir að lögreglan stöðvaði bifreið þeirra í Langarima. Við leit í bifreiðinni fannst 51 myndbandsspóla, mynd- bandstæki, gönguskór og eitthvað af peningum. Mennirnir voru vistaðir í fanga- geymslum og við athugun kom í ljós að þeir höfðu skömmu áður brotist inn í myndbandaleigu við Rangársel og í bifreið við Nökkva- vog. Ekki var talið ólíklegt að þeir ættu fleiri innbrot á samviskunni um helgina, en málið er í rannsókn. Fengu þjónustu fyrir þýfi Þennan morgun handtóku lög- reglumenn einnig fimm menn i bif- reið, sem stöðvuð var við Dalsel. í bifreiðinni fundust munir, sem mennirnir gátu ekki gert grein fyr- ir og voru þeir vistaðir í fanga- geymslunum. í framhaldi af því var farið í húsleit við Laufarima. Þar fannst mikið magn af ætluðu þýfi, sem rekja mátti til innbrota í bifreiðir um nóttina. RLR tók að sér fram- haldsrannsókn málsins. Lögreglumenn í Breiðhoiti hand- tóku einnig nokkra aðila eftir inn- brot um páskana, bæði í hverfum Breikkun Vesturlands- vegar kostar 239 milljónir VERKTAKARNIR Völur hf. og Sveinbjörn Sigurðsson hf. áttu lægsta tilboð í breikkun Vestur- landsvegar frá Elliðaám að Skeiðar- vogi í Reykjavík. Þeir bjóðast til að vinna verkið fyrir rúmar 239 milljónir sem er 16 milljónum undir kostnaðaráætlun. Breikkun Vesturlandsvegar fyrir neðan Elliðaár er þriðji áfangi í breikkun vegarins frá gatnamótun- um við Höfðabakka. Hinir áfang- arnir voru unnir á tveimur síðustu árum. Innifalin í þeim áfanga sem gera á í sumar er bygging nýrrar 65 metra langrar brúar yfir Sæ- braut. Umferð á að komast á nýjan Vesturlandsveg 1. október og verk- inu lýkur að fullu fyrir 1. nóvember. Fjögur tilboð bárust í veginn og voru þau á bilinu 239 til 272 milljón- ir kr. Kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar og Borgarverkfræðingsins í Reykjavík hljóðar upp á 255 millj- ónir kr. og er tilboð lægstbjóðanda því 94% af kostnaðaráætlun. ------♦ ♦ ♦------ 77 umsóknir um þijár stöður ALLS sóttu 77 manns um þrjár stöður viðskiptafulltrúa í utanríkis- þjónustunni, sem voru auglýstar fyrir skömmu. Gengið verður frá ráðningu í stöðurnar í þessari viku eða næstu. Um er að ræða stöður viðskipta- fulltrúa í utanríkisráðuneytinu í Reykjavík og í sendiráðunum í Frakldandi og í Bandaríkjunum. Mikill áhugi var á störfunum og höfðu um 300 manns samband við utanríkisráðuneytið vegna þeirra, en 77 sendu inn umsókn. Utanríkisráðuneytið hefur mark- að stefnu um að nýta sendiráð ís- lands erlendis betur í þágu við- skiptalífsins. Ríkisstjórnin hefur samþykkt 25 milljóna króna fjár- veitingu vegna þessa verkefnis á þessu ári. Markmiðið er að bjóða upp á viðskiptaþjónustu í öllum sendiráðum íslands frá og með 1. september næstkomandi. sínum og annars staðar. í fram- haldi af því upplýstust allnokkur önnur innbrot og þjófnaðir, sem átt hafa sér stað undanfarna mánuði. Athyglisvert er að þjófarnir höfðu m.a. stolið ýmsum verkfær- um og áhöldum, sem rekstraraðilar verkstæða höfðu pantað hjá þeim fyrirfram. í staðinn nutu þeir þjón- ustu verkstæðanna með ýmsum hætti, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Ljósakrónur Smávörur ntíu -Otofnað 19“-* muntr Nýkomnar vörur Antik munir, Klapparstíg 40, sími 552 7977 RYMIN GARSALA __________ v/flutninga Útsaumspakkar, prjónagarn og fleira. /0 afsláttur MIÐBÆ V/HÁALEITISBRAUT Sími 553 7010 I tilefni af 10 ára afmæli verslunarinnar^ veitum við 15% afslátt af öllum vörum, frá 3. apríl til 12. apríl. Eddufelli 2, sími 5571730. SIÐUSTU DAGAR Verslunin hættir - Allt á að seljast - enelt on Laugavegi 97, sími 552 2555 DAvités / I samstarfi við framleiðendur ppsljji og DAvttCS bjóðum við 25% kynningar- afslátt á öllum vörum frá þeim dagana 3.-5. apríl. Laugavegur 74 • Sími 561 7388 Dæmi: Fullt verð 7.290,- Afsláttarverð 5.468,- Peysuvika í COS 20% afsláttur af öllum peysum. Ath.: Sundfötin frá Spáni eru komin. Frábært verð. Póstsendum. M M 1 Glœsibœ, V_^ L/ lJ sími 588 5575. Til sölu Toyota Landcruiser stuttur, diesel turbo ‘87, nýsprautaður. Bein sala. Upplýsingar í símum 567 4949 og 893 1235. Nýtt: Bolirfrá 390. Sumarkjólar frá 3.490. Blússur frá kr. 2.490. Leggings kr. 990 TOPPITIL TÁAR i. Námskeið sem hefiir veitt ótalmörgum konum firábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem berjast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, sjö vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fyrirlestrum um mataræði og hollar lífsvenjur. Heilsufundir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvemig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. TOPPI TIL TÁAR ii. - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram í aðhaldi. Tímar 3x í viku Fundir lx í viku í 7 vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.