Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C/D 74. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jihad- menn hand- teknir Gaza. Reuter. PALESTÍNSKA lögreglan hefur handtekið um 30 félaga í íslömsku Jihad, hreyfíngu sem Israelar segja að hafi gert misheppnaða tilraun til að drepa gyðinga á Gaza-svæð- inu í fyrradag. Palestínsk yfirvöld sögðu að mennimir hefðu verið handteknir í nokkmm ahlaupum lögreglunnar í fyrrinótt. ísraelar saka hreyfinguna um að hafa sent tvo Palestínumenn til að gera sjálfsmorðsárásir á byggð gyðinga á Gaza-svæðinu. Mennirnir biðu báðir bana í spreng- ingum en enginn ísraeli særðist. Palestínskir embættismenn höfðu eftir sjónarvottum að annar mannanna hefði beðið bana eftir að sprengju hefði verið kastað úr ísraelskum herjeppa. Talsmaður Jihad sagði ekkert hæft í ásökunum Israela og kvað ísraelsku leyniþjón- ustuna hafa staðið fyrir árásunum til að draga athyglina frá umdeild- um byggingarframkvæmdum ísra- ela við Austur-Jerúsalem, sem hafa valdið óeirðum meðal Patestínu- manna í tvær vikur. Hann kvaðst ekki vita til þess að mennirnir hefðu stutt Jihad. Netanyahu hvikar hvergi Talsmaður Benjamins Netan- yahus, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að hann myndi hvergi hvika frá áformunum um að reisa 6.500 íbúðir fyrir gyðinga við jaðar Austur-Jerúsalem á fyrirhuguðum fundi sínum með Bill Clmton Bandaríkjaforseta á mánudag. ísra- elsstjórn setti það skilyrði fyrir frek- ari viðræðum við leiðtoga Palestínu- manna að þeir gerðu ráðstafanir til að binda enda á hryðjuverk araba. Morgunblaðið LEIÐANGURSMENNIRNIR ganga yfir hengibrú sem liggur yfir á í hlíðum Everestfjalls. KLIFJUM hlaðnir Everestfararnir feta sig eftir hlíðum hæsta fjalls í heimi, sherparnir fremst, en íslendingarnir fyrir aftan þá. Sáu á tind Everest EVERESTFARARNIR sáu á tind fjallsins í fyrsta skipti í gær, en þeir eru núna í 5.170 metra hæð. I dag koma þeir í aðalbækistöðvar sínar, sem eru í 5.300 metra hæð. Ferðin hefur gengið vel fram að þessu. Everestfararnir, Björn Ólafs- son, Einar K. Stefánsson og Hall- grímur Magnússon og aðstoðar- menn þeirra, Hörður Magnússon og Jón Þór Víglundsson, komu í gær til staðar sem heitir Goraks- hep, en það er síðasta byggða bólið sem leiðangursmenn fara um á leið sinni á tindinn. Það sem vakti helst athygli þeirra í Goraks- hep var verð á vöru og þjónustu. Gisting í einu af fjórum húsum í þorpinu kostar 35 krónur, en hins vegar kostar bjórflaskan 300 krón- ur og kókið 200 krónur. Ferðalangarnir voru í talsvert mikilli snjókomu í gær þegar Morgunblaðið talaði við þá. Þeir gengu einungis í tvo til þrjá tíma. Hörður sagði að menn hlökkuðu til að komast í aðalbækistöðvarn- ar og væru ánægðir með að þess- um hluta ferðarinnar væri að verða lokið. Mestur hluti búnaðarins, sem fjallgöngumennirnir ætla að nota við gönguna á tindinn, tafðist í tolli og sagðist Hörður búast við að hann kæmi til þeirra eftir 3-4 daga. Þetta myndi hins vegar ekki tefja þá við undirbúning ferðarinnar á fjallið. Meginverk- efnið núna væri að koma sér fyr- ir í aðalbækistöðvunum og halda áfram að venja líkamann við hæð- ina og þunna loftið. Menn myndu því ganga upp og niður eftir Ever- est næstu daga i samræmi við upphaflega ferðaáætlun. Hægt er að fylgjast með leið- angrinum á alnetinu, en slóðin er: http://www.mbl.is/everest Djúpblá með mannlega þáttinn Yorktown Heights. Reuter. IBM-tölvan Djúpblá hefur skorað öðru sinni á Garrí Kasparov, heimsmeistara í skák, og verður einvígið haldið dagana 3. til 11. maí. Þykist hún vera betur undir það búin nú en þegar fundum þeirra bar saman í fyrra því þótt enginn efist um of- urmannlega reikningskunn- áttu hennar, hefur skort nokk- uð á „hið mannlega innsæi“. Nú hefur verið úr því bætt. I einvíginu í fyrra, sem var sex skákir, sigraði Kasparov en Djúpblá náði þó að vinna eina skák og gera tvö jafn- tefli. Nægði það til að skjóta heimsmeistaranum verulegum skelk í bringu en hann kvaðst óttast, að bráðum yrði vélin manninum fremri. Meiri tilfinning Tölvufræðingarnir hjá IBM og stórmeistarinn Joel Benja- min hafa að undanfömu unnið að því að hressa upp á Djúp- blá, sem er nærri tveggja metra há og með 16 örgjörva, en auk þess að bæta minnið og hraðann, hún getur metið hundruð milljóna staðna á sek- úndu, hafa þeir lagt áherslu á að auka skákþekkingu hennar og tilfínningu fyrir hlutfalls- legu gildi taflmannanna í alls konar stöðum. Einvígið í maí verður einnig sex skákir og fær sigurvegar- inn tæpar 50 milljónir ísl. kr. í sinn hlut og sá sem tapar tæpar 30 millj. Reuter ELLEFU ísraelskir hermenn slösuðust þegar rúta þeirra valt niður brekku og brann eftir að bensinsprengju var kastað á hana nálægt palestínskum flóttamannabúðum á Vesturbakkanum í gær. Samið um ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússlands Sj álfstæðissinnar mótmæla í Minsk Minsk, Moskvu. Reuter. LÖGREGLAN í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, barðist í gær við sjálfstæðissinna sem efndu til mót- mælagöngu eftir að forseti landsins, Alexander Lúkasjenkó, og Borís Jeltsín Rússlandsforseti undirrituðu stytta útgáfu af samningi um að ríkin tvö stofnuðu með sér ríkjasam- band. Þótt almennt sé talið, að í hvor- ugu ríkinu fari mikið fyrir andstöðu við samruna þeirra, efndu um 4.000 andstæðingar slíkrar þróunar til háværra mótmæla í Minsk. Mót- mælagangan var friðsamleg þar til um 2.000 manns héldu í átt að rússneska sendiráðinu. Lögreglan beitti þá kylfum til að aftra fólk- inu frá því að ráðast að sendiráð- inu og nokkrir í hópi mótmælenda hófu að kasta gijóti. Að sögn vitna voru a.m.k 100 þátttakendur í mótmælagöngunni handteknir. Að minnsta kosti þrír blaðamenn voru á meðal hinna hand- teknu. Kommúnistar fagna Markmið Lúkasjenkós að sameina fyrrverandi Sovétlýðveldin tvö náð- ust ekki alveg í samningnum og hrósuðu umbótasinnar í ríkisstjórn Rússlands happi yfir því. Þeir óttast afleiðingar þess að vandamál Hvíta- Rússlands bætist við þau vandamál, sem Rússland sjálft á við að etja. Hvíta-Rússland er orðið einangrað á alþjóðavettvangi vegna stefnu ríkis- stjórnar Lúkasjenkós, sem sökuð er um mannréttindabrot, og efna- hagsumbætur ganga mjög hægt í landinu. Kommúnistar og þjóðernissinnar á rússneska þinginu fögnuðu undir- ritun samningsins, þótt hann gengi ekki eins langt og þeir vildu. ■ Umbótasinnar/19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.