Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BRESTUR í VERK- FALLSBOÐUNUM Alþýðusamband Vestfjarða hefur frestað verkföllum þeim, sem hófust á vegum þess á miðnætti í fyrrinótt. Raun- ar var orðið ljóst, að lítil samstaða var um þessa verkfallsboð- un á Vestfjörðum. Verkalýðsfélögin í Bolungarvík og á Tálknafirði tóku ekki þátt í verkfalli ASV. Á Þingeyri hafði ekki verið boðað verkfall. Þetta þýddi i raun að verkfall Alþýðusambands Vestfjarða hafði takmörkuð áhrif. Forráða- menn ASV hafa nú horfzt í augu við þessar staðreyndir og frestað því verkfalli, sem skollið var á en takmörkuð þátt- taka var í. Eftir þá samninga, sem gerðir hafa verið á hinum al- menna vinnumarkaði er auðvitað alveg ljóst, að vinnuveitend- ur hvorki vilja né geta gert samninga við verkalýðs- og laun- þegafélög, sem enn hafa ekki samið, um önnur kjör en þau, sem samið hefur verið um við þorra almennra launþega í Iandinu. Þess vegna gat verkfall á Vestfjörðum ekki leitt til annars en umtalsverðs fjárhagslegs tjóns fyrir launþega í þeim landshluta. Hið sama á við um aðra starfshópa, sem ósamið er við. Almenningur mun eiga erfitt með að skilja hvers vegna einstakir starfshópar eru ekki tilbúnir að semja um þær kjara- bætur, sem fulltrúar meginþorra launafólks hafa samið um. Þeir starfshópar, sem kynnu að efna til verkfalla úr því, sem komið er, hvort sem um er að ræða bankamenn, flugvirkja, flugmenn eða aðra slíka sérhæfða starfshópa mundu ekki eiga samúð hins almenna borgara í slíkum vinnudeilum, heldur þvert á móti. Þegar litið er á þessa stöðu í heild er þess vegna ekkert vit í öðru fyrir verkalýðsfélögin á Vestfjörðum og aðra starfs- hópa, sem enn hafa ekki gert nýja kjarasamninga en að fylgja þeirri meginlínu, sem lögð hefur verið í samningunum. Það sama á við um opinbera starfsmenn. Þeir munu ekki geta haldið því fram í þeim kjarasamningum, sem framund- an eru, að þeir eigi inni frekari leiðréttingar, en það hefur verið ein höfuðröksemd þeirra í samningaviðræðum á undan- förnum árum. Þvert á móti er ljóst að staða þeirra hefur batnað svo um munar. Lífeyrismál hafa verið töluvert í brennidepli í kjaraviðræð- um. Ekki er ósennilegt að spurningar eigi eftir að vakna um stöðu almennra launþega í lífeyrismálum, þegar menn fara að bera hana saman við lífeyrisréttindi opinberra starfs- manna. SKULDIR HEIMILANNA UNDANFARIN misseri hefur mikið verið rætt um slæma skuldastöðu heimilanna og hafa stjórnvöld gert ýmsar ráðstafanir til þess að aðstoða fólk í fjárhagsvandræðum. Ástandið er mun betra en talið var samkvæmt skýrslu sem Seðlabankinn gerði fyrir félagsmálaráðherra. I skýrslunni kemur fram, að þrátt fyrir miklar skuldir eru yfirleitt til eignir á móti og ástæða skuldasöfnunar er yfirleitt fjárfest- ing í húsnæði eða menntun. Hvorttveggja er af hinu góða og einnig sú staðreynd, að langflestir standa í skilum eða semja um lánin áður en í óefni er komið. Skuldir og vanskil einstaklinga við innlánsstofnanir, lífeyr- issjóði, Húsnæðisstofnun, greiðslukortafyrirtæki og Lánasjóð íslenzkra námsmanna eru áætlaðar 276 milljarðar í árslok 1994. Þar af voru skuldir við banka og sparisjóði 21%, við lífeyrissjóði 13%, námslánaskuldir 14%, húsnæðisskuldir 52% og vanskil á greiðslukortum 0,2%. Meðalskuldir fjölskyldna voru um 1,8 milljónir króna. Til 70% skuldanna var stofnað eftir árið 1990. Sá stöðugleiki i efnahagsmálum, sem ríkt hefur mestan hluta þessa áratugar auðveldar heimilunum mjög að ráða við þessar skuldir. Yfirgnæfandi meirihluti langtímalána er verðtryggður og hin litla verðbólga gerir það að verkum, að höfuðstóll skuldanna hækkar sáralítið a.m.k. ef miðað er við þróunina á síðasta áratug. Þá er ljóst, að þeir kjara- samningar, sem nú hafa verið gerðir gera fólki kleift að gera áætlanir nokkur ár fram í tímann, annars vegar vegna þess, að fyrirsjáanlegt er, hvernig laun hækka næstu þrjú árin og jafnframt að hvaða marki tekjuskattur lækkar á sama tíma. Kauphækkanir og tekjuskattslækkun leiða svo til þess, að kaupmáttur launa fólks eykst verulega og um leið bol- magn þess til að greiða niður skuldir sínar. Það efnahagsum- hverfi, sem smátt og smátt hefur orðið til á þessum áratug er því líklegt til að stuðla að umtalsverðri lækkun skulda bæði fólks og fyrirtækja á næstu árum. 4-- Meðferð tilboða í hverfilsamstæður vegna Nesjavallavirkjunar Ábyrgðaryfirlýsing vegna hreinsunar Háfsfjöru lögð fram í gær UTBOÐ Hitaveitu Reykja- víkur á hverfilsamstæðum í orkuver á Nesjavöllum hefur dregið nokkurn dilk á eftir sér. í fyrstu var gerð athuga- semd við ákvæði um ígildisviðskipti sem spyrða átti við útboðið en fallið var frá þar sem það samræmdist ekki útboðsreglum EES. Eftir að fyr- ir lá tillaga Innkaupastofnunar Reykjavíkur um að taka tilboði frá Mitsubishi kærði umboðsmaður Sumi- tomo málsmeðferðina til fjármála- ráðuneytis og hefur kærunefnd út- boðsmála málið nú til athugunar en þessi tvö japönsku fyrirtæki buðu lægst. Málið var þó ekki stöðvað og fyrir liggur samhljóða samþykki borg- arráðs frá næturfundi annars páska- dags um að ganga að tilboði Mitsu- bishi. Fjögur tilboð bárust í hverfilsam- stæður Nesjavallavirkjunar í lokuðu útboði en fimm aðilum var gefinn kostur á að bjóða. Tilboðin voru opn- uð í Ráðhúsinu 19. febrúar á vegum Innkaupastofnunar Reykjavíkurborg- ar og var tilboð Sumitomo lægst, 1.276 milljónir króna eða 76,1% af kostnaðaráætlun ráðgjafa Hitaveit- unnar. Tilboð Mitsubishi var 1.336 milljónir sem er 79,7% af kóstnaðar- áætlun, tilboð GEC Alsthom í Frakk- landi var 85% af áætluninni og hæst bauð spánska fyrirtækið Ansaldo Energia, 1.657 milljónir sem var 98,8% af áætluninni. Tilboð metin Mikil vinna fór nú í hönd hjá full- trúum Hitaveitunnar og ráðgjafa að meta tilboðin. Kom f ljós að ekkert þeirra var fyllilega í samræmi við útboðslýsingu og var ákveðið að óska viðræðna við þá tvo bjóðendur sem helst komu til greina, Mitsubishi og Sumitomo. Fóru fram viðræður um fjármála- og tæknihlið tilboðanna dagana 7. til 13. mars. Nokkrir full- trúar hinna japönsku framleiðenda tóku þátt í þessum viðræðum, mis- margir í hvert sinn og misjafnlega hátt settir. Fjögur mismunandi tilboð bárust frá Mitsubishi og lá mismunur þeirra m.a. í því að flytja hverflana í stærri einingum til landsins og á virkjunar- stað en ráð var fyrir gert í útboðs- gögnum og í minna umfangi vara- hluta. Verkfræðistofa Guðmundar og Kristjáns hf. og Rafteikning hf. gáfu Hitaveitunni umsögn um japönsku tilboðin og gerðu tillögu um val á framleiðanda. Niðurstaða þeirra var sú 14. mars að báðir væru jafnhæfir og búnaður sambærilegur en að tilboð Mitsubishi væri hagstæðara og lögðu þeir til að því yrði tekið. Hinn 19. mars senda umboðsmenn Sumitomo, Bræðurnir Ormsson ehf., Innkaupastofnun Reykjavíkur at- hugasemdir við samanburð tilboð- anna og óska eftir viðræðum. Jónas Matthíasson verkfræðingur gerir þessar athugasemdir fyrir hönd Bræðranna Ormsson og nefnir atriði eins og meðferð varahlutaþáttar til- boðsins, lækkun vegna stjórnbúnaðar, breytingu á efnisvali keppinautar varðandi eimsvala (kæli- og þéttiturn- ar vegna gufu) þar sem hann hafi fengið að breyta úr ryðfríu stáli í tít- an án þess að viðbótarkostnaður kæmi til og fleira. Villa af ráðnum hug? Um lækkun vegna stjórnbúnaðar segir hann að Mitsubishi hafí reiknað inn í tilboð sitt svonefnt SCADA kerfi sem útboðsgögn segi ótvírætt að eigi ekki að vera með og telur það orka mjög tvímælis en lækkunin nemur rúmum 68 milljónum króna. „Það er enginn kominn til með að fullyrða neitt um það, af eða á, hvort hér hafi MHI af ráðnum hug innbyggt leið fyrir sig til að lækka tilboðið, eftir opnun, ef þurfa þætti eða hagn- ast ella,“ segir verkfræðingurinn. Fulltrúar Sumitomo senda Inn- kaupastofnun fleiri bréf og gera 21. mars athugasemd við þyngd hverfl- anna. Segja þeir að útboðsgögn leyfi aðeins 80 tonna þunga með flutnings- tæki og óska athugunar á hvort þyngd hverfla frá Mitsubishi standist þar sem fyrirtækið hyggist flytja þá samsetta í stærri einingum. Stangast hér á upplýsingar frá umboðsaðilun- um þar sem Hekla hf., umboðsaðili Mitsubishi, staðhæfir að leyfi hafi Kapphlaup borgar og fjár- málaráðuneytis Kæra umboðsmanns Sumitomo á málsmeð- ferð í útboði vegna Nesjavallavirkjunar varð til þess að borgarráð flýtti reglulegum fundi sínum um einn dag og ákvað að taka tilboði Mitsubishi. Jóhannes Tómasson rekur gang mála og sjónarmið aðila. Morgunblaðið/Júlíus FLÓKINN búnaður er í gufuaflsvirkjun og tóku borgaryfirvöld til skoðunar tilboð frá tveimur japönskum framleiðendum, Mitsu- bishi og Sumitomo. fengist frá Vegagerð ríkisins til flutn- ings á þyngri hlut en 80 tonnum en umboðsaðili Sumitomo segir slíkt leyfi ekki liggja fyrir. Tveimur dögum síðar berst Inn- kaupastofnun enn erindi frá Bræðr- unum Ormsson og nú ásamt bréfi frá Othari Erni Petersen lögmanni þar sem farið er nánar í fjölmörg lagaleg atriði varðandi meðferð tilboða og er óskað eftir að greinargerð lögmanns- ins verði lögð fyrir stjórn Innkaupa- stofnunar og að frestað verði af- greiðslu á tillögu Hitaveitunnar um val á framleiðanda. Athugasemdir Sumitomo eru m.a. um lækkun til- boða vegna leiðréttinga á varahlutum sem talin er ótrúleg, lækkun um 68 milljónir sem talin er lækkun á stjórn- búnaði sem svo segi um í bréfi Hita- veitunnar 16. mars:....ennfremur hafa viðræður leitt í ljós leiðréttingu á tilboði í stjórnbúnað þar sem um augljósa mistúlkun útboðsgagna var að ræða.“ Einnig gerir hann athuga- semd við að Mitsubishi skuli leggja fram fleiri tilboð en iesin voru upp við opnun þeirra. Hitaveita Reykjavíkur og ráðgjafar svara þessum athugasemdum með bréfum til Innkaupastofnunar 23. og 25. mars. í samanburðartöflu sem fylgdi síðara bréfinu kemur fram að verð með samræmdum varahluta- birgðum tilboðsgjafa er þannig að Sumitomo býður 1.250 milljónir króna og Mitsubishi 1.236 milljónir, þ.e. til- boð sem nefnt er case 2. Jafnræðis gætt Stjórn Innkaupastofnunar Reykja- víkur óskaði eftir umsögn borgarlög- manns í framhaldi af athugasemdum Bræðranna Ormsson og segir Hjör- leifur Kvaran þar að jafnræðis hafi gætt milli Mitsubishi og Sumitomo við meðferð tilboða. í framhaldi af því samþykkir stjórn Innkaupastofn- unar daginn eftir að leggja til við borgarráð að tekið verði tilboði Mitsubishi og var málið rætt á borg- arráðsfundi þann dag en ákvörðun frestað um viku. Miðvikudaginn 26. mars kærir full- trúi Sumitomo til fjármálaráðuneytis- ins þá ákvörðun Innkaupastofnunar að taka tilboði Mitsubishi. Fjármála- ráðuneytið vísar kærunni sama dag til kærunefndar útboðsmála og fer fram á við Innkaupastofnun Reykja- víkur að hún stöðvi útboðsfram- kvæmdir. Kærunefndin fundar þegar laugardag fyrir páska og kemst að þeirri niðurstöðu að ráðuneytið hafi fulla lögsögu í málinu miðað við kæru- gögn og að því sé rétt af ráðuneytinu að óska strax eftir bráðabirgðastöðv- un fyrirhugaðra lokaaðgerða í tilefni af útboðsgerðinni. Segir að kæru- gögnin gefí réttmætt og fullnægjandi tilefni til efasemda um að fylgt hafi verið grundvallarreglum um jafnræði aðila sem krafist er við útboð á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Segir jafn- framt að upphæðin sem felist í lækk- un tilboðs Mitsubishi sé svo há að þegar af þeirri ástæðu sé réttmætt álitamál hvort það að bjóða hana fram og fallast á tilboðið þannig breytt geti samræmst viðteknum og lög- mæltum reglum um útboðsferli á því sviði sem hér um ræðir. Klukkan 18 annan páskadag hitta Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Magnús Pétursson ráðuneytisstjóri Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borg- arstjóra og Hjörleif Kvaran borgar- lögmann þar sem staðan í málinu er rædd. Ráðherra kveðst hafa lögsögu í málinu og lýsir borgarstjóri sig and- vígan þvi. Upplýsir ráðherra á fundin- um að ákvörðun ráðuneytisins muni liggja fyrir að morgni 1. apríl. I framhaldi af þessum fundi ákveð- ur borgarstjóri að kalla borgarráð saman strax um kvöldið og hófst sá fundur klukkan 22 eftir að tekist hafði að ná til borgarráðsfulltrúa heima eða á heimleið í lok páska. Heyra slíkir kvöldfundir borgarráðs til algerra undantekninga. Var málið þar rætt frá ýmsum hliðum og þar lágu m.a. fyrir bréf ijármálaráðuneyt- is með tilmælum um frestum útboðs- framkvæmda og minnisblað borgar- iögmanns um kæru Sumitomo. Þar segir meðal annars að ljóst sé af lög- um nr. 52/1987 og nr. 55/1993 að kæruheimild til ráðherra sé bundin við að brotin séu ákvæði laganna um útboð á Evrópska efnahagssvæðinu en ljóst sé að borgaryfirvöld hafi ekki brotið þau. Enginn ágreiningur sé um að borgin hafí farið eftir þeim í hví- vetna. „Kærandinn er hins vegar óánægður með að við hann skyldi ekki vera samið og vill bera það und- ir fjármálaráðherra. Til þess er engin lagaheimild. Afskiptavald ráðherra með sveitarstjórninni er vitaskuld stranglega bundið við heimildir þær sem honum eru fengnar í lögunum. Hann hefur ekkert vald til að taka fram fyrir hendur sveitastjórnar við samanburð á tilboðum og ákvörðun um við hvern beri að semja,“ segir í minnisblaði borgarlögmanns. Þriggja tíma næturfundur Borgarráðsfundurinn stóð í þijá tíma. Niðurstaða hans var sú að ekki þætti tilefni til að fallast á tilmæli fjármálaráðuneytis um að stöðva út- boðsframkvæmd um ótiltekinn tíma og féllst borgarráð á tillögu stjórnar Innkaupastofnunar um að taka tilboði Misubishi Corporation, case II. Inn- kaupastofnun borgarinnar hefur þeg- ar tilkynnt Mitsubishi ákvörðun borg- aryfirvalda. Borgarstjóri tilkynnti fjármálaráð- herra þessa ákvörðun borgarráðs með bréfi 1. apríl. Fjármálaráðherra ítrek- ar þá skoðun í bréfi til borgarstjóra 1. apríl að hann hafi lögsögu í mál- inu. Harmar hann að borgaryfirvöld skuli þegar hafa tilkynnt Mitsubishi ákvörðun sína þrátt fyrir tilmæli ráðu- neytisins og segir að þau hljóti að bera alla ábyrgð á afleiðingum þess. Kærunefndin mun í umboði ráð- herra halda áfram efnislegri meðferð málsins og hefur hún sett sér nokkuð þröng tímamörk. Sagði fjármálaráð- herra í gær að borgaryfirvöldum hefði verið tjáð að málið yrði afgreitt á viku til 10 dögum. Þá hafði kærandi getið þess að þótt ný ákvörðun yrði jafnvel ekki tekin fyrr en 21. apríl væri tíminn samt nægur til að standa við tímamörk um gangsetningu Nesjavallavirkjunar 1. október 1998. Umboðslaun eða álit Ágreiningurinn í þessu máli öllu er sá hvort borgaryfirvöld hafi farið nákvæmlega að lögum og reglum varðandi meðferð útboða. Var rétt að meta fleiri en eitt tilboð frá Mitsu- bishi þar sem aðeins eitt var lesið upp við opnunina? Fengu bjóðendur að breyta tilboðunum þegar viðræður um tækniatriði stóðu yfir og nutu báðir jafnræðis? Hafa vopnin verið slegin úr hendi kæranda með næturfundi borgarráðs? Er málið prófmál á fram- kvæmd útboða sem lúta orðið strang- ari lagaákvæðum en ríkt hafa? Verð- ur fjaliað um málið á fundi borgar- stjórnar í kvöld og ákvörðun um kaup á búnaði frá Mitsubishi dregin til baka? Ljóst er að kærunefnd heldur áfram starfi sínu og gefur fjármála- ráðherra efnisleg ráð, jafnvel í næstu viku. Þyki málsmeðferð athugaverð hefur kærandi vart aðrar leiðir en kæru til eftirlitsstofnunar EES, dóm- stólaleið með lögbanni en slíkt myndi þýða kostnað við verulegar trygging- ar sem krafist yrði. Umboðsmenn beggja telja málið fulit eins mikið snúast um að koma búnaði sínum að og að farið sé að öllum leikreglum í útboðinu fremur en að nokkurra millj- óna króna umboðslaun skipti sköpum. -U Krafist verður tímasettrar áætlunar um lok hreinsunar EIGANDI og trygging- arfélag Víkartinds lögðu í gær fram yfir- lýsingu þar sem ábyrgst var gagnvart Djúpár- hreppi og heilbrigðiseftirliti Suðurlands að kostnaður við hreinsun Háfsfjöru yrði greidd- ur, ef hreinsunarstarf teldist ekki fullnægjandi að mati þess- ara aðila. Er miðað við að kostn- aðurinn fari ekki yfir 50 milljón- ir króna. Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra sagði að þessi ábyrgðaryfirlýsing væri mikilvægur áfangi. Hann sagði að á fundi sínum með fulltrúum hreppsins og heilbrigðiseftirlits- ins í gær hefðu menn verið sam- mála um að krefjast tímasettrar áa'Hunar um hvenær hreinsun lyki og jafnframt vildu menn ýta á eftir losun farms úr skip- inu. Þorgeir Örlygsson prófessor telur að eiganda Víkartinds beri að fjarlægja skipsflak og góss af strandstað á sinn kostnað og geti ekki firrt sig ábyrgð á því að fjarlægja farm úr skipinu. Eigandi og tryggjendur Vík- artinds fengu frest til hádegis í gær til að leggja fram 50 millj- óna króna tryggingu vegna hreinsunarstarfsins. I ábyrgðar- yfirlýsingu, sem þeir lögðu fram hjá umhverfisráðuneytinu í gær, kemur fram að ábyrgðin nær til þess ef hætt verður við hreinsunarstarf áður en því telst lokið, eða ef það telst ekki full- nægjandi miðað við íslensk lög. Hollustuvernd er falið að meta hvort hreinsun fjörunnar telst fullnægjandi. Ef eigandi og tryggjendur þurfa að greiða fyr- ir frekari hreinsun er umhverfis- ráðuneytinu falið að hafa milli- göngu um slíkar greiðslur. „Við lítum svo á að hér hafi náðst mikilvægur áfangi í þessu erfiða máli,“ sagði Guðmundur Bjarnason umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við funduðum með fulltrúum Djúpárhrepps, Sambands sveit- arfélaga á Suðurlandi og heil- brigðiseftirlits Suðurlands og það var sameiginlegt álit okkar að það bæri að krefjast tímasettrar framkvæmdaáætlunar um hreinsun- ina, svo við sjáum hvenær ástæða er til að grípa inn í, gangi sú áætlun ekki eftir. Þá teljum við líka að það þurfi að herða á aðilum við að ráð- ast á þann farm sem eftir er í skip- inu, svo ekki berist sífellt meira sorp upp á ströndina. Þar hefur umhverf- isráðuneytið enga lögsögu, svo lög- gæsluyfirvöld þyrftu að koma þar að. Það er hins vegar mikilvægt að það gangi ekki hér eftir eins og hing- að til, lítið eða ekkert.“ Lögin endurskoðuð Á fundi ríkisstjórnarinnar í gær var rætt hvort ástæða væri til að endurskoða núgildandi lög um skips- strönd og vogrek, en þau eru frá 1926. „í ljósi reynslunnar af þessu strandi telur dómsmálaráðherra ástæðu til að endurskoða þau og skýra ákvæði um stjórnvaldsaðgerðir þegar svona kemur upp á,“ sagði Guðmundur. „Umhverfisráðuneytið og sam- gönguráðuneytið munu eiga aðild að þeirri endurskoðun. í ríkisstjórninni kom fram að rétt væri að skipseig- andinn og tryggingafélag hans önn- uðust málið áfram. Menn geta verið klókir eftir á og sagt að það hefði átt að taka forræði málsins af þeim, en þeir lýstu yfir strax í upphafi að þeir ætluðu að hreinsa fjörur, losa farminn, ná olíunni og fjarlægja skipið. Þetta hefur hins vegar allt gengið miklu hægar en okkur hefur þótt viðunandi. Þó virðist ætla að takast að ná olíunni fyrir helgi." Ráðuneytisstjórar dómsmála- ráðuneytis og umhverfisráðu- neytis, þeir Þorsteinn Geirsson og Magnús Jóhannesson, óskuðu < eftir því við Þorgeir Örlygsson prófessor að hann kannaði hver væri réttur og skylda stjórnvalda til íhlutunar og afskipta lögum samkvæmt, þegar skipsstrand verður. Óskuðu þeir eftir að Þorgeir kannaði málið út frá strandi Víkartinds. Þorgeir skilaði áliti sínu fyrir nokkru. Helstu niðurstöður hans eru, að eiganda Víkartinds beri samkvæmt íslenskum lögum að fjarlægja skipsflak og góss af strandstað á sinn kostnað. Hann geti ekki firrt sig ábyrgð af því að fjarlægja farm úr skipinu, svo sem hann hefði haldið fram. Einnig beri skipseiganda sam- ' kvæmt íslenskum lögum að hreinsa olíu og spilliefni, sem stafi frá strandinu, á sinn kostn- að. Þorgeir bendir á, að skipseig- andinn hafi keypt sér ábyrgðar- tryggingn, sem haldi honum skaðlausum af kostnaði þessu samfara. Skip og góss að veði Þá segir Þorgeir, að eigandi skipsins hafi gefið það í skyn, að hann ætli sjálfur að annast-*. björgun skipsins. Hann hafi hins vegar ekki gengið frá samning- um þar að lútandi með sam- þykki lögreglusijóra né heldur sett tryggingar í samræmi við lög um skipsströnd og vogrek. Meðan björgunarsamningur hafí ekki komist á sé forræði skips og góss í höndum lögreglu- stjóra, þar til önnur skipan hafí verið á því gerð. Á meðan svo sé, sé skip og farmur að veði til tryggingar öllum kostnaði, sem af strandi leiði. Verði gerður björgunarsamningur, á grund- velli strandlaganna, beri skips- eiganda að setja lögreglustjóra tryggingu, sem hann meti full- < ~ nægjandi. Þegar slík trygging hafi verið sett, verði að ætla að áðurnefndur veðréttur í skipi og farmi falli niður, enda sé trygging- unni ætlað að koma í stað veðrétt- arins og tryggja hið sama. Hreinsunarstarf gengur vel „Við erum núna að vinna að því að ná saman öllu stærra dóti í fjör- unni, timbri, pappir og fleiru og koma því á urðunarstað. Við förum áreiðanlega langt með þetta í þess- ari viku, en svo tekur við handavinna um helgina við að tína smærra rusl,“ sagði Guðjón Sveinsson, eigandi Vökvavéla hf. á Egilsstöðum. Fyrir- ; tækið sér um hreinsun Háfsfjörunn- ar, sem undirverktaki Skipatækni hf. t Þegar Morgunblaðið hafði tal af Guðjóni um miðjan dag í gær voru átta menn við hreinsunarstarf á vinnuvélum á sandinum. Nokkuð hvasst var og gerði það mönnum erfitt fyrir, en vonast var til að lægði með kvöldinu. Unnið er við hreinsun- ina frá kl. 7.30 á morgnana til kl. 21 á kvöldin. „Við förum með þetta á gamlan urðurnarstað uppi undir Þykkvabæ," sagði Guðjón. „Við erum að ganga frá samningum við björgunarsveitir,^ íþróttafélög, og fleiri hópa, sem vilja taka að sér að ganga um sandinn um helgina og tína smærra ruslið. Skátar hafa þegar tilkynnt að þeir ætli að senda hundrað manna hóp og aðrir svara okkur fyrir helgi. Við verðum bara að vona að veðrið hald- ist skaplegt, því við hreinsum ekki ef hann fer að snjóa.“ ^ Morgunblaðið/Júlíus ANNAR krani Víkartinds hefur verið réttur í lóðrétta stöðu miðað við núver- andi legu skipsins og er björgunarmönnum því ekkert að vanbúnaði að hífa gáma frá borði. Krani Víkartinds réttur við í gær Losun farms hefst innan tíðar „ÉG ER mjög ánægður með ár- angurinn í dag. Ég held að það hafi aldrei áður tekist að gera þetta, enda engum dottið I hug að reisa 100 tonna krana í 37° halla svo hann standi lóðréttur,“ sagði David G. Parrot, forstjóri Titan-björgunarfélagsins, í sam- tali við Morgunblaðið síðdegis í gær. í gær tókst að rétta annan krana Víkartinds við og var hafist handa um kvöldmatarleytið að sjóða hann fastan í nýrri stöðu. Vonast er til að hægt verði að byrja að hífa gáma frá borði í kvöld eða í fyrramálið. David Parot sagði að ekki væri hægt að nota kranann strax eftir að Iogsuðu lyki, því stálið yrði að fá að kólna alveg, ættu festingam- ar að halda. „Skipið getur auðvit- að færst til, en kraninn á að þola 10° halla frá núverandi stöðu og við vonum að það færist aldrei meira en það. Við verðum jafn- framt að vona að veðrið haldist skaplegt, svo við getum náð gám- unum frá borði.“ Veður var gott á strandstað í gær, kalt en bjart og vindur af landi, svo sjórinn var kyrr. „Ég er mjög bjartsýnn á að okkur tak- ist að ná farminum frá borði. Það ætti alla vega að ganga mjög greiðlega með gámana sem enn eru á dekki, en það gengur áreið- anlega seint að ná gámunum í lestunum. Við verðum að tryggja fullkomlega öryggi þeirra sem að þessu vinna, til dæmis manna sem verða að láta sig síga að gámunum til að koma á þá böndum. Við munum ganga eins langt og við getum, en við ætlum ekki að vera með neina fífldirfsku. Ég get því ekki giskað á hve langan tima verkið tekur.“ Dæling olíu sækist vel Haldið var áfram að dæla olíu úr tönkum Víkartinds í gær og sóttist verkið ágætlega. Síðdegis var talið að sjór væri kominn í olíuna og var verkinu frestað. Vonast er til að dælingu olíunnar Ijúki að fullu fyrir helgi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.