Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Flokksþing franska hægriflokksins Þjóðfylkingarinnar í Strassborg Frakkar hafi forgang Þjóðfylkingin, flokkur þjóðemissinnans Jean-Marie Le Pens, hélt um helgina flokksþing í Strassborg í Frakklandi þar sem áhersla var lögð á að Frakkar hefðu forgang. Þórunn Þórsdóttir fylgdist með mikilli mótmælagöngu, sem farin var gegn Le Pen í borginni og kynnti sér stefnuskrá flokksins sem nýtur fylgis allt að 15% Frakka. Morgunblaðið/Þórunn Þórsdóttir ANDSTÆÐINGAR þjóðernissinnans Jean-Marie Le Pens mót- mæla í Strassborg, þar sem flokkur hans hélt þing um helgina. ING Þjóðfylkingarinnar (Front National) í Strass- borg um helgina vakti óhug í Frakklandi og var einnig tilefni umfangsmikilla mót- mæla í borginni. Þar var borgarstjór- inn, Catherine Trautmann, fremst í flokki. Á þinginu samþykkti flokkur- inn stefnuskrá, sem kveður á um að Frakkar skuli hafa forgang, og veitti Jean-Marie Le Pen formanni endur- kjör. Deilt var um þá ákvörðun að halda þingið í borginni og Trautmann kvaddi til 2.000 lögregluþjóna til að halda röð og reglu. Hún lét íjarlægja styttu af Jóhönnu af Örk, þjóðhetju og tákni sjálfstæðis Frakka, til að koma í veg fyrir að stuðningsmenn Le Pens söfnuðust þar saman og reyndu að eigna sér hana. Jean-Francois Mancel, fram- kvæmdastjóri Lýðveldisfylkingarinn- ar (RPR), flokks Jacques Chiracs for- seta, var meðal þeirra hægri- og miðjumanna, sem gagnrýndu mót- mælin og sögðu þau vatn á myllu hægriöfgamanna. „Mótmælin eru mikil mistök," sagði hann. „[Flokkur Le Pens] veit að hann getur ekki unnið kosningarnar einn, en það yrði mikill sigur ef íhaldsmenn töpuðu og sósíalistaflokkurinn kæmist til valda á ný. Því mun flokkurinn gera sjálfan sig að einu von hægrimanna gegn vinstriöflunum." Ef næstu þingkosn- ingar færu á þann veg mundi einn flokkur ráða á þingi og í stjóm á meðan annar héldi forsetaembættinu. Þjóðfylkingin hefur 12,4% fylgi í Frakklandi og ríflega 150.000 manns kjósa flokkinn í Elsass, en 1,2 millj- ónir manna búa í héraðinu milli Vog- esafjalla og Rínarfljóts. Le Pen fékk mest fylgi í Elsass í forsetakosning- unum fyrir tveimur ámm og ákvað því að halda þingið í því héraði. Flokk- ur Le Pens mun orðinn helsti verka- mannaflokkur landsins og til að halda því fylgi^ hefur stefnuskránni verið breytt. Á fundinum í Strassborg ræddu 2.200 flokksmenn aðalatriðin. Meðal fundarmanna vora gamlir nas- istar og skoðanabræður frá Italíu og Belgíu. „Frakkar hafí forgang" er lykil- setning Þjóðfylkingarinnar og flokk- urinn vill festa þessa reglu í stjómar- skránni. Fyrst er að nefna atvinnu með loforði um lítillega hækkun lág- markslauna. Laun útlendinga verði sérstaklega skattlögð, minna fyrir Evrópusambandsfólk, mun meira fyr- ir araba, og ákveðin störf verði aug- lýst eingöngu fyrir Frakka. Áhersla er lögð á forgang Frakka að félagslegum íbúðum og aðstoð. Foreldraframlög era meðal boðaðra ráðstafana, til þess að húsmæður helgi sig fjölskyldu og uppeldi bama. Flokkurinn hyggst borga foreldram sem nemur lágmarkslaunum við fyrsta bam og síðan láta í té „ávísan- ir“ sem fólk geti notað til að greiða skólagjöld þar sem það vill hafa böm sín. Flokkurinn vill hafa eftirlit með innihaldi og boðskap námsgagna. Út með útlendinga Flokkurinn telur sig geta minnkað atvinnuleysi úr tæpum 13% í 7% með því að láta innfædda fá þau milljón störf sem útlendingar vinna nú. Fólk frá löndum Evrópusambandsins hefur náð fyrir augum flokksmanna, en þeir boða með ákafa breytta innflytj- endastefnu. Tíu ára dvalarleyfí með sjálfvirkri endumýjun verði afnumin og eins árs kort með endurskoðunar- skilyrði höfð í staðinn. Helst vill flokk- urinn losna við þijár milljónir útlend- inga og það þýðir svo dæmi sé tekið að senda þyrfti úr landi 1.200 manns á dag í sjö ár. Flokksmenn taka lítið mark á ábendingum franskra fjölmiðla um að innflytjendum hafí fækkað um 40% frá 1993 og atvinnuleysi þeirra á meðal sé 20%, aðeins 7% meira en hjá Frökkum almennt. Flokkurinn vill afnema refsilög varðandi kynþáttamismunun. Þjóð- fylkingin telur að þessi lög gegn mis- rétti almennt og andstöðu við gyðinga sérstaklega geti heft tjáningarfrelsi. Boðað er bann við fóstureyðingum og lögleiðing dauðarefsingar, sem lögð var af fyrir aldarfjórðungi. í þessu skyni þyrfti Frakkland að rifta mannréttindasáttmála Evrópu, sem dæmt er eftir í Strassborg. Þjóðfylkingin vill sjá til þess að refsingum verði framfylgt til hlítar, fangelsum fjölgað, lögreglulið styrkt og útlendum afbrotamönnum vísað úr landi. Að mati lögreglu tóku um 50 þús- und manns þátt í göngunni gegn Þjóð- fylkingu Le Pens. Til göngunnar efndu hópar sem tengjast listum og menningu, stjómmálaflokkar frjáls- lyndra og vinstri manna, verkalýðs- hreyfíngar, námsfólk, fólk af erlend- um upprana, fulltrúar kirkjunnar og svo borga og bæja þar sem borið hefur á öfgum til hægri, til að mynda Vitrolles, Orange og Toulon. Athygli vekur að gyðingar, kaþólikkar og mótmælendur í Strassborg gáfu út sameiginlega yfírlýsingu gegn Þjóð- fylkingunni. Breiðfylking gegn Þjóðfylkingnnni Mest var þó í göngunni af almenn- um borgurum, fólki sem kom af eigin sannfæringu um frelsi, jafnrétti og bræðralag, eins og skrifað var á borða og skilti á mörgum tungumálum. Þama voru íbúar Strassborgar, fólk sem hafði komið frá París og sunnan úr landi, frá Marseille og Toulouse og víðar að. Hópar Belga, Hollend- inga, Englendinga, Spánveija, Sviss- lendinga og tjóðveija vora líka áber- andi í göngunni. Að kvöldi laugardagsins kom til illinda á torgi sem kennt er við Klé- ber hershöfðingja. Þar hafði átt að vera dansleikur, því margar hljóm- sveitir og tónlistarmenn studdu mót- mælin. Bið varð á því að byijað væri að spila og þar kom að um tugur uppivöðslusamra ungmenna tók sig til og kveikti í bíl. Krökkt var af lög- reglu en hún hafðist lítið að nokkra hríð. Svo réðst mikið lögreglulið inn á torgið með kylfum og táragasi og vatni úr þrýstislöngum. Þetta olli reiði í mannmergðinni og fleiri skárast í leikinn. Nokkrar rúður verslana vora brotnar og einhveiju mun hafa verið stolið þaðan. Átökin bárast hratt á annað torg, kennt við járnmanninn, og lögregla með hjálma og skildi girti svæðið af. Fólk flúði hávaðann og gasmökkinn. Um tvöleytið hafði látunum linnt að mestu, en lögregla lokaði áfram helstu götum og hljóp eftir drukknum mönnum í uppreisnarhug. Óþefur lá í loftinu og forvitnir borgarar á heim- Ieið spjölluðu um viðburði kvöldsins. Þrír af hveijum fjóram Frökkum segjast óttast áhrif Þjóðfylkingarinn- ar, samkvæmt könnun dagblaðsins Le Monde 20. mars. Mörgum stendur sérstaklega stuggur af væntanlegum arftaka Le Pens, Brano Mégret. Hann er sagður greindari en núverandi for- maður og líklegri til vafasamra af- reka. Auk þess er stutt síðan hert löggjöf um innflytjendur í Frakklandi var í brennidepli og mikið rætt um fordóma og misrétti, mannúð og lær- dóm af hörmungum liðinria áratuga. Mótmælin í Strassborg beindust fyrst og fremst gegn kynþáttahatri. Almennt hafa Frakkar andúð á því, en þeir vilja jafnframt halda í atvinnu og opinbert fé. Þjónn á veit- ingahúsi, bankamaður, húsmóðir og leigubílstjóri sögðu blaðinu í síðustu viku að þeim væri ekkert illa við út- lendinga, þvert á móti auðgaði fólk af öðrum sióðum mannlífíð ef það lagaði sig nokkum veginn að frönsk- um háttum. En svo kemur hikið - það geti verið sárt að sjá eftir skatt- peningum í atvinnuleysisbætur út- lendinga eða horfa á þá vinna þegar þúsundir Frakka fái ekkert að gera. Víst era margir ósammála þessari síðustu setningu og segja hana bera vitni um þekkingarskort eða þröng- sýni. Kreppa atvinnulífs og efnahags hefur ekkert með útlendinga að gera, segja þeir sem era þessarar skoðun- ar, það verður að skrifa hana á stjóm- málamenn og forystu peningamála og launþegahreyfinga. Það er þeirra að bæta úr málunum, lausnin felist ekki í að vísa útlendingum burt. Þess- ar raddir heyrðust skýrt í göngunni. Hægrimenn taka undir með sínum hætti og sætti raunar tíðindum að stjómarflokkamir, RPR og Lýðræð- issambandið, UDF, efndu til eigin mótmælafundar við Evrópuhöllina í Strassborg á Iaugardagsmorgun. Fundurinn var fámennur í saman- burði við síðdegisgönguna, en engu að síður verður æ ljósara að hægri- flokkamir vilja ekkert síður en fá á sig lit öfgamanna. Þeir vara þó oft við öfgum til vinstri í leiðinni, segja harkalegar árásir á íjóðfylkinguna virka öfugt. Og Le Pen hafí sama frelsi til að tjá sig og aðrir. Þó geta þeir ekki um að hann eða hans fólk hefur tilhneigingu til að hefta þetta rómaða frelsi þar sem völdin leyfa. Minnkandi hagvöxtur innan ESB Brussel. Morgunblaðið. VERULEGA hefur hægt á vexti efnahagslífsins í aðildarríkjum Evr- ópusambandsins ef marka má tölur um þróun landsframleiðslu þessara ríkja á síðasta ári, sem hagstofa ESB, Eurostat, birti I gær. Þar mælist hagvöxtur innan ESB að meðaltali 1,59% og dregst hann sam- an um nærri 1% frá árinu 1995, er hann mældist 2,48%. Þetta eru slæmar fréttir fyrir að- ildarríki ESB á lokasprettinum að efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU), sem taka á gildi 1. janúar 1999, en sem kunnugt er verða efna- hagstölur ársins 1997 notaðar til viðmiðunar er tekin verður ákvörðun EVRÓPA^ um hvort þau ríki, sem sækjast eftir aðild að EMU, uppfylli skilyrðin fyr- ir stofnaðild. Þau ríki, sem talið er nauðsynlegt að eigi aðild að evróinu strax frá upphafi svo það hljóti nægilegt traust, þ.e. Frakkland og Þýskaland, hafa í áætlunum sínum m.a. reitt sig á aukinn hagvöxt til að uppfylla skil- yrði um fjárlagahalla. í báðum þessum löndum dró all- nokkuð úr hagvexti á síðasta ári og era þau bæði undir meðaltali ESB. Hagvöxtur í Þýskalandi mældist 1,36% á liðnu ári en var tæp 2% árið 1995 og samdrátturinn er enn meiri í Frakklandi þar sem hagvöxt- urinn mældist 1,34% árið 1996 en 2,22% árið 1995. Þýskaland á í ofanálag við aukið atvinnuleysi að stríða, auk þess sem fyrirsjáanlegt er að hagvöxtur í aust- urhluta landsins verði minni á þessu ári og því næsta, vegna samdráttar í byggingarframkvæmdum. Vöxtur í ítölsku efnahagslífi nær staðnaði á síðasta ári, mældist 0,77% en var 2,97% árið 1995. írland mæl- ist hins vegar með hvað mestan vöxt, eða 7,84% en það er eigi að síður nærri 3% minni hagvöxtur en árið 1995. Einungis þijú af fimmtán að- ildarríkjum ESB mælast með aukinn hagvöxt árið 1996, en það eru Hol- land, Grikkland og Portúgal, sem öll bættu lítillega við sig og mældist hagvöxtur í þeim öllum í kringum 2,5% á síðasta ári. Til samanburðar mældist hagvöxtur í helstu sam- keppnislöndum ESB, þ.e. Bandaríkj- unum og Japan, 2,44% og 3,75%, og jókst hann allnokkuð frá fyrra ári. Friðhelgi starfs- manna SÞ ógnað New York. Reuter. YFIRVÖLD í New York tóku á þriðjudag í gildi hertar reglur um stöðumælabrot starfsmanna sendi- ráða en þar með eru taldir starfs- menn Sameinuðu þjóðanna. Hefur þetta vakið mikla reiði þeirra, þar sem þeir telja reglumar ógnun við friðhelgi sendiráðsstarfsmanna og hefur nefnd á vegum SÞ hótað að taka málið upp á allsheijarþinginu. „Friðhelgi sendiráðsstarfsmanna er eins og meydómur,“ sagði Jose Eduardo Martins Felicio, sendiherra Brasilíu hjá SÞ. „Annaðhvort er fólk hreinar meyjar og sveinar eða ekki. Ég hef aldrei séð hálfhreina mey.“ Nefnd SÞ mun funda að nýju þann 10. apríl og liggi þá ekki fyrir breyt- ingar á reglunum af hálfu Banda- ríkjamanna mun hún líklega grípa til aðgerða. Alit bendir t.d. til þess að nægilega margir séu því með- mæltir að kallað verði til neyðarfund- ar í allsheijarráði SÞ um málið. Nýju reglurnar gera ráð fyrir að draga megi burt bíla sendiráðsstarfs- manna sem lagt hefur verið ólöglega og klippa af þeim númeraplöturnar greiði þeir ekki stöðumælasektir inn- an árs. ------» ♦ ♦----- Watson tekinn í Hollandi Ósló. Morgunblaðið. PAUL Watson, formaður Sea Shep- herd-samtakanna, var handtekinn í Hollandi í fyrra- dag, aðeins nokkr- um klukkustund- um eftir að þýskur dómstóll lét hann lausan og hafnaði beiðni Norðmanna um að hann yrði framseldur vegna skemmdarverka á norskum hvalveiði- bátum. Að sögn norska dagblaðsins Aftenposten hyggst lög- reglan í Ósló óska eftir því við hol- lensk yfirvöld að Watson verði fram- seldur til Noregs og er vongóð um að hann afpláni 120 daga fangels- isdóm í Noregi. ------»--»-♦----- Nýr yfirmað- ur herafla NATO Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt Wesley Clark, hershöfðingja, næsta yfirmanns herafla Atlants- hafsbandalagsins (NATO) í Evrópu. Fastlega er búist við því að önnur aðildarríki NATO muni samþykka skipun Clarks, sem mun þá taka við af landa sínum Ge- orge Joulwan, en Bandaríkjamenn hafa gegnt stöð- unni frá stofnun bandalagsins fyrir 48 árum. Clark, sem er 52 ára, er rússneskumælandi og var í hópi þeirra bandarísku embættis- manna sem áttu stærstan þátt í Dayton-friðarsamkomulaginu í Bos- níu árið 1995. Clark starfar nú í Panama, þar sem hann er yfirmaður bandaríska hersins í Mið-Ámeríku. Watson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.