Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 23 LISTIR Harmljóð og flautuleikur TONLIST Listasafni Kópavogs BAROKKTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftír C.P.E. Bach Francois Couperin og J.S. Bach. Flytjendur voru Rannveig Sif Sigurðardóttir, Martial Nardeau, Anna Magnúsdóttir og Ólöf Sesselja Óskarsdóttir. Laugardagurinn 29. mars, 1997. MEÐ TILKOMU hljóðritunar- tækni 20. aldarinnar sköpuðust möguleikar á að geyma alls konar hljóðefni og má líkja áhrifum þess- arar tækni við upphaf prentlistar. Mjög snemma á hljóð-ritöldinni, tóku tónlistarmenn að hugleiða hvað hefði einkennt tónlistarflutn- ing fyrri tíma og hófust menn handa við margvíslegar rannsóknir, sem bæði beindust að bóklegu efni og gerð hljóðfæra en í smíði þeirra hafði nokkrum sinnum orðið mikil breyting, þannig að hver tími átti sín hljóðfæri, fornöldin, endurreisn- in, barokkin, klassíkin, rómantíkin og módernisminn, svo tilgreindir séu aðalflokkarnir.Tónstíllinn breyttist og á síðari árum hefur rafmyndun hljóða komið fram, sem eins konar fylgifiskur hljóðritunar- innar. Það vakti athygli þegar gefin voru út klassísk verk, hljóðrituð með tilbúnum hljóðeftirlíkingum og stór hluti kvikmyndatónlistar varð upp frá því beinlínis samin og hljóð- rituð með svonefndum hljóðgervl- um. Samtímis nýleit í hljóðmyndun varð fornleitin mikilvæg og nú starfa listhópar á öllum sviðum, þar sem reynt er að líkja sem best eft- ir upprunalegum flutningi. Mörgum hefur þótt þessi leit ganga út í öfg- ar og bera merki þess, að í nútíma- tónlist sé ekki að fínna þá fagur- fræði, er fullnægi hinum almenna hlustanda og að tónskáld nútímans séu of upptekin við alls konar til- raunir og frumleikaleit. Tónlistar- flóran er nú ótrúlega margbrotin, svo að nú er vandfundinn mæli- kvarðinn á hvað sé gott og vel gert og í framhaldi af þessum fjölbreyti- leika, er nánast allt kallað list. Á tónleikunum í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, laugardaginn fyrir páska, var flutt barokktónlist, samkvæmt hefð þeirri, sem fræði- menn telja að hafi ráðið mestu á þessu skeiði listasögunnar. Tónleik- arnir hófust á sónötu fyrir flautu og sembal,W-83, eftir C.P.E.Bach ( W stendur fyrir Alfred Camille Wotquenne, belgískan bókasafns- mann). Tvær gerðir eru til af þessu verki, sú fyrri fyrir flautu og semb- al en síðari með continuo-rödd og var seinni gerðin uppfærð að þessu sinni. Flutningurinn var mjög góður og skemmtilegt jafnvægi í hljóm á milli hljóðfæranna. Mjúkur tónn flautunnar féll einkar vel að silfur- tærum tón cembalsins og gamban gaf bassanum „kontrapunktískt" mótvægi við tónvefnað flautunnar og styrkti hljómskipanina. Annað verk tónleikanna Lecons de tenébres, eftir Francois Couper- in, sem samið er yfir Harmljóð Jer- emíasar. Af þessu þriggja þátta verki var annar „lesturinn“ fluttur. Tveir fyrstu lestrarnir eru samdir fyrir sópran og fylgirödd (continuo) en sá þriðji fyrir tvær sópranraddir. Lestrarnir eru meðal bestu söng- verka eftir Couperin og skaði mik- ill, að sex aðrir lestrar, sem vitað er með vissu að hann samdi, hafa ekki varðveist. Hljómbyggingin hjá Couperin er rík af ómstreytum og krómatískum hljómum, eins og lækkuðum sexundarhljómi á öðru sæti og minnkuðum ferhljómum. Þrátt fyrir frjálslegt tónmál, er sterk trúartilfinning ríkjandi, sem oft er sérlega áhrifamikil, t.d. í „vocalisu“ þáttunum á undan hveiju versi en þó sérstaklega í Recordata est (nr.7), sem er þó í ströngu passakalíuformi. Flutningur Rannveigar Sifjar Sigurðardóttur var mjög fallega mótaður og hvergi ofgert í flúri, sem margir flytjendur ofrækta með sér og sama má segja um hljóðfæra- leikinn. Rannveig ætti að flytja alla „lestrana“ og fá til liðs við sig ann- an barokk-lærðan sópran, til að syngja með sér þann þriðja, því hér um að ræða sérlega fagra söngtón- list. Fyrir utan „lestrana" eftir Cou- perin, var e-moll flautusónatan BWV 1034, það bragðbesta á þess- um tónleikum og var leikur Martial Nardeau aldeilis frábær og sama má segja um fylgiraddirnar, sem voru í höndum Onnu og Sesselju. Tvö síðustu söngverkin voru ar- íur úr tveimur kantötum eftir J. S. Bach og verður að segjast eins og er, að þessi vinnuskyldu-verk meistarans eru mörg hver ekki sér- lega áhugaverðar tónsmíðar.t.d. BWV 100, Was Gott tut og BWV 119, Preise, Jerusalem, sem þrátt fyrir ágætan og slysalítinn söng Rannveigar, var ekki merktur þeim glæsileik, sem meistarinn er mest dáður fyrir. Báðar þessar kantötur eru ritaðar fyrir kór, einsöngvara og kammerhljómsveit (blásara, slagverk og strengi) og trúlega fá aríurnar annan svip, sem hluti af stærri heild. í heild voru tónleikarnir vel fram- færðir, leikur og söngur allur hinn vandaðasti. Rannveig Sif Sigurðar- dóttir er efnileg söngkona og hefur lagt sig sérlega eftir flutningi bar- okktónlistar og var söngur hennar í „lestrunum“ eftir Couperin, sér- lega góður, bæði hvað snertir radd- tækni og mótun tónferlis. Verður fróðlegt að fylgjast með þessari ágætu listakonu, þegar hún hefur dregið sér meiri reynslu í átökum við stór o g erfið verkefni barokktón- listarinnar. Jón Ásgeirsson Jazztón- leikar á Jómfrúnni KVINTETT Ólafs Jónssonar og Sigurðar Flosasonar heldur jazz- tónleika á Jómfrúnni á vegum Jazzklúbbsins Múlans, föstudaginn 4. apríl. Á efnisskrá sveitarinnar, sem leikur tveggja lúðra harðbopp eins og það heitir á fagmálinu, eru lög eftir Joe Henderson, Kenny Dor- ham og fleiri sem koma við sögu harðboppsins, sem átti sitt blóma- tímabil 1955-1960. Hrynsveitina skipa Kjartan Valdemarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á kontra- bassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er miðaverð kr. 1.000, en kr. 500 fyrir nemendur og ellilífeyrisþega. KVINTETT Ólafs Jónssonar og Sigurðar Flosasonar. CARE «Easy Care» buxur Vindjakkar Vinnuskyrtur DRESS MANN Ath Sendum i póstkrófu. Grænt númer 800-5730. Simi 562-9730. Fax 562-9731 LAUGAVEGI 18 B - REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.