Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Stofngjald farsíma lækkar HINN 1. apríl tók gildi ný gjald- skrá og nýjar reglur fyrir símaþjón- ustu í samkeppni. í fréttatilkynn- ingu frá Pósti og síma kemur fram að stofngjöld í báðum farsimakerf- um lækki en skráðir farsímar eru nú um 50.000 talsins hér á landi. Stofngjald að NMT kerfinu lækkar um 57% úr 11.691 kronur í 4.980 krónur. Stofngjaldið í GSM kerfínu lækkar um 43% úr 4.358 krónum í 2.490 krónur. Viðtökugjald í NMT kerfinu lækkar um 62%, úr 6.567 krónum í 2.490 kr. og gjald fyrirnú- meraskipti í GSM kerfinu lækkar úr 2.328 krónum í 1.245 krónur. Tveir símar á sama númeri NMT símaeigendum er nú boðið upp á þann möguleika að hafa tvo síma á sama númeri. Þá þurfa eig- endur NMT síma að sækja um núm- eraleynd vilji þeir ekki að númer þeirra sjáist á skjá þeirra sem eru með númerabirti. Meðal nýjunga í GSM kerfinu er að núna er hægt að fá læsingu á símann til útlanda og í símatorg. Unnt er að senda símbréf og tölvu- gögn frá PC ferðatölvu gegnum GSM síma og koma á hópsímtali þar sem allt að sex notendur tengj- ast. Opið fyrir smáskilaboð í öll GSM númer Hægt er að senda smáskilaboð SMS með GSM síma, allt að 160 stafi eða tákn að lengd í annan GSM síma. Opið er fyrir viðtöku smá- skilaboða í öll GSM númer en þeir sem vilja senda boð úr GSM verða að sækja um þá sérþjónustu. Sumir gamlir GSM símar geta ekki tekið við smáskilaboðum. Þá er boðið upp á vistun heimasíðu í háhraðanetinu og þeir sem tengdir eru gagnahólfi geta sent tölvupóst um Inmarsat- gervihnött. Verðkönnun Samkeppnisstofnunar Apótekin Iðufelli og Smiðjuvegi ódýrust „APÓTEKIN Iðufelli og Smiðjuvegi voru að meðaltali með ódýrustu lyf- in í verðkönnun Samkeppnisstofn- unar og næst á eftir þeim komu Lyfjabúð Hagkaups og Breið- holtsapótek," segir Kristín Færseth, deildarstjóri hjá Samkeppnisstofn- un. Margir lesendur hafa haft sam- band og verið að velta fyrir sér hvaða apótek hafi að meðaltali komið best út úr verðkönnun Sam- keppnisstofnunar sem birt var á síðum Morgunblaðsins í síðustu viku. „Hins vegar voru mjög ýmsir lyfsalar sem bentu á að verðið, sem uppgefíð var þann dag sem könnun- in var gerð, væri verð dagsins og það kynni að breytast jafnvel dag- lega.“ Þá bendir Kristín á að könn- unin náði einungis til 32 lyfjateg- unda og það er mjög lítil hluti af þvi sem almennt fæst í apótekum en á móti kemur að lyfin í könnun- inni eru mikið notuð lyf. Kristín segir að um helmingur af þeim apótekum sem voru í könnuninni hafi alltaf verið með leyfilegt há- marksverð á lyfseðilsskyldum lyfj- um og gefíð svo 5-15% afslátt til elli- og örorkulífeyrisþega. Gervineglur átær FYRIR nokkru var haldið námskeið fyrir íslenska fótaaðgerðafræðinga í ásetningu gervinagla á tær. Þýski fótaaðgerðafræðingurinn Axel Pelster hélt námskeiðið sem um 40 fótaaðgerðafræðingar sóttu. Gervineglur koma að notum þeg- ar um sveppasýkingu er að ræða eða þegar tánögl hefur dottið af. Ef um sveppasýkingu er að ræða er nöglin skafín og fræst niður og sýking fjarlægð. Ný nögl er steypt ofan á og sveppurinn er því kæfður. Ef tánögl dettur af vill naglbeð- urinn skreppa saman. Þegar ný nögl vex fram kann hún að vaxa niður og inngróningur að valda óþægindum. Ný nögl er steypt ofan á naglbeðinn meðan náttúrulega nöglin er að vaxa eðlilega fram. ÚRVERINU TÖLVUMYND af hinu nýja húsi SÍF hefur verið sett inn á mynd af hafnarsvæðinu. Hér er horft af hafnarbakkanum til austurs og í baksýn má sjá flotkvína i Hafnarfirði. Bygging nýs húss SIF í Hafnarfirði hafin FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar við nýtt hús SÍF við Hafnarfjarðar- höfn. Húsið er um 3.800 fermetrar að grunnfleti en um 5.000 fetmetr- ar alls, þar sem um helmingur þess verður á tveimur hæðum. í húsinu verður annars vegar kæli- geymsla sem tekur um 3.500 palla af saltfiski og þjónusta við fram- leiðendur, þar sem fiskur verður flokkaður og honum pakkað. Jafn- framt hefur SÍF leitað eftir kaup- um á húsnæði Fiskmarkaðs Hafn- arfjarðar með þurrkun á saltfiski í huga. Róbert B. Agnarsson, formaður byggingarnefndar, segir að þegar SÍF hafi flutt starfsemi sína frá Reykjavík til Hafnarfjarðar hafi verið samið við Hafnarfjarðarbæ um byggingarlóð á hafnarsvæðinu. Jafnframt hafi verið Jögð áherzla á að selja húsnæði SÍF við Keilu- granda í Reykjavík. Það hafí verið orðið óhentugt og auk þess hafi SIF verið með geymslur á tveimur öðrum stöðum, Holtabakka og Vilja einnig kaupa húsnæði Fisk- markaðs Hafnar- fjarðar Sundahöfn. Ætlunin hafí því verið að sameina alla þessa starfsemi á hafnarbakkanum í Hafnarfirði. Húsið tilbúið í nóvember „Við fengum kaupanda að Keilugrandanum eftir áramótin og þegar var farið að undirbúa bygg- ingu hér,“ segir Róbert. „Nú er búið að semja við verktakana Ólaf og Gunnar ehf. og jarðvegsfram- kvæmdir eru hafnar. Áætlaður kostnaður er um 250 milljónir króna miðað við húsið fullgert og öll tæki og tól, sem í því verða. Við búumst við því að húsið verði fullbúið til notkunar um miðjan nóvember á þessu ári en möguleik- ar eru á stækkun þess síðar, verði þess þörf,“ segir Róbert. Róbert segir að í nýja húsinu verði sameinuð starfsemj og kæli- geymslur af þremur stöðum í Reykjavík og af því sé mikið hag- ræði, breytingin verði nánast bylt- ingarkennd. Jafnframt verði það mikill munur að vera á hafnar- bakkanum, en það auðveldi mjög alla affermingu og lestun. Flutn- ingar á fiskinum til og frá verði því minni en áður og meðferð á honum jafnframt betri. Huga að saltfiskþurrkun SÍF hefur einnig hafið viðræður við Hafnarfjarðarbæ um kaup á húsnæði því, sem Fiskmarkaður Hafnarfjarðar er nú í. Það er um 4.000 fermetra húsnæði og er ætl- unin að setja þar upp þurrkun á saltfiski. Þrátt fyrir það mun áfram verða pláss fyrir fiskmarkaðinn í húsinu og er ráð fyrir því gert að svo verði. FMB í nýtt húsnæði NÝTT húsnæði Fiskmarkaðs Breiðafjarðar í Snæfellsbæ hefur verið tekið formlega í notkun. Húsið hcfur verið í byggingu frá því 13. sept. ’96 en þá var tekin fyrsta skóflustungan. Um er að ræða 640 fm hús að grunnfleti, 130 fm á efri hæð fyrir skrifstof- ur og uppboðssal. Sprettur hf. í Grundarfirði sá um bygginguna og var áætlað að byggingin tæki 5 mánuði og stóðst það. Áætlanir stóðust all- ar, þar á meðal kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á 35,6 milljón- ir. Enn á samt eftir að ganga frá lóðinni. Byggingin var fjármögn- uð með hlutafjárútboðum og lán- um og er að fullu greidd. Hönn- uður hússins er Gunnar Indriða- son. FMB er með móttöku á afla í öllum höfnum Breiðafjarðar, Stykkishólmi, Grundarfirði, Ól- afsvík, Rifi og Arnarstapa. Að sögn stjórnarformanns, Páls Ingólfssonar, hefur mark- aðshlutdeild FMB aukist ár frá ári frá því að markaðurinn var stofnaður 1991. Árið 1992 seldusttæp 10.000 tonn en á síðasta ári seldust um 17.300 þrátt fyrir verulegan sam- drátt í bolfiskveiðum á þessu sama tímabili. Framkvæmdasljóri FMB er Tryggvi Leifur Óttarsson. Magir íbúar Snæfellsbæjar, hluthafar og velunnarar markað- arins mættu við opnunina. Léttar veitingar og annað góðmeti var veitt þeim sem mættu. Lúðra- sveit Tónlistarskólans Iék og fyrrverandi félagar úr Rjúk- andakórnum tóku Iagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.