Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MINIMINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN ÞORGEIR JÓNSSON + Jón Þorgeir Jónsson fædd- ist á Jaðri á Akranesi 6. júlí 1914. Hann Iést á Landspítalanum 18. mars síðastlið- inn. Hann var son- ur hjónanna Jóns Jónssonar f. 29. ágúst 1880, d. 29. j apríl 1969, og J Guðnýjar Guðjóns- dóttur, f. 10. apríl 1887, d. 20. okt. 1982. Þau bjuggu á ýmsum stöðum en lengst í 21 ár á Birnhöfða og við þann bæ kennd. Börn þeirra voru fjögur: 1) Helga, f. 30. júlí 1905, d. 7. nóv. 1996, gift Pétri Sigurbjörnssyni sjó- manni á Akranesi, börn þeirra eru sjö, öll búsett á Akranesi. 2) Guðveig, f. 17. mars 1908, gift Eiríki Jónssyni, þau eiga þrjú börn. Guðveig lifir systk- ini sín sem dóu þrjú á sex mánuðum. 3) Jón Þorgeir, sem hér er minnst, kvæntur Guð- rúnu Jónsdóttur, d; 1988. Seinni kona hans er Agústína Elíasdóttir, f. í Bolungarvík. 4) Guðjón Ólafur, f. 7. des. 1916, d. 2. okt. 1996, kvæntur Sigríði Jónsdóttur, þeirra börn eru fjögur. Allt eru þetta Árið 1960 lágu leiðir okkar Jóns Þorgeirs Jónssonar og fjölskyldu minnar fyrst saman, en móðir mín, Ágústina Elíasdóttir, og Þorgeir höfðu gifst árið áður, en þá vorum * við Guðný erlendis. Allt frá fyrstu tíð féll Þorgeir vel inn í fjölskyldu okkar Guðnýj- ar, enda var þar á ferð sérstakt ljúfmenni, þar sem alltaf var grunnt á glettninni. Ekki fórum við Þorgeir mikið á sjóinn saman, en ein ferð er þó eftirminnileg og væri ég ekki að skrifa þessar línur í dag ef Þor- geirs hefði ekki notið við. Það fer ekki milli mála, að Þogeir var snill- ings sjómaður, sem las ólgusjó og hættur hafsins langt fram í tímann og það var það sem bjargaði okkur báðum í það skiptið. Þó Þorgeir væri ekki pólitískur ^ eða málgefinn opinberlega var það alveg ljóst, að hann var vel heima á öllum sviðum þjóðmála, stétt- arfélagsmála og í landsmálapólitík, enda las hann mikið um þau mál. Á þeim sviðum hafði hann einstakt lag á að einfalda hlutina og vinsa úr kjamann frá hisminu. Þegar sá gállinn var á honum var ekkert grín að vera ekki á sama máli og hann. Árið 1984 gekk Þorgeir til liðs við okkur í Steinprýði og vann hjá okkur meðan kraftar leyfðu. Þó var það alltaf hafið sem heillaði og hafði hann frjálsar hendur með að glíma við lúðuna, ýsuna eða grásleppuna þegar á sjóinn gaf og kunni hann vel að meta það. Þor- geir var fljótur að tileinka sér ný vinnubrögð í fyrirtæki okkar, sem voru gjörólík lífsstarfi hans, sjó- mennskunni, og var það ómetan- legt. Eg flyt innilegar kveðjur og þakkir fyrir samstarfið frá þekktir Akurnes- ingar, allir búið hér lengri eða skemmri tíma. Hinn 8. mars 1941 kvæntist Þor- geir Guðrúnu Jóns- dóttur. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson og k.h. Jónína Jónsdóttir. Þau bjuggu á Brekkustíg 8 í Reykjavík, Jónína lést 17. desember 1920. Einkasonur Þorgeirs og Guð- rúnar er Óskar Rafn, f. á Akranesi 15. sept. 1941. Dæt- ur hans eru Guðrún Ósk, f. 30. mars 1975, og Lísa Sigríð- ur kennari, f. 20. júlí 1971. Óskar býr á Akranesi, hann er lærður vélvirki og vélamað- ur og vinnur hér í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni. Jón Þorgeir var sjómaður langa starfsævi, oftast vélsljóri. Hann lauk þrem stigum mó- torfræðinnar. Seinni kona hans er Ágústína Elíasdóttir, þau eru barnlaus. Ibúð þeirra var á Kleppsvegi 26 og þaðan fluttu þau i hjónaibúð á Hrafn- istu í Reykjavík. Utför Jóns fór fram í kyrr- þey að ósk hins látna. starfsfélögum hans í Steinprýði sem óska honum farsællar ferðar um ókunn höf. Við hjónin, börn okkar, tengda- börn og barnabörn þökkum Þor- geiri fyrir allar ánægjustundirnar og samveruna á lífsleiðinni. Við sendum einnig syni Þorgeirs, Ósk- ari, og fjölskyldu hans okkar dýpstu samúðarkveðjur. Við biðjum algóðan Guð að styrkja og styðja Gústu mömmu í hennar miklu sorg og söknuði á þessum erfiðu tímum Guð blessi ykkur öll. Elías Guðmundsson, Guðný og fjölskyldur. Kær vinur og samtíðarmaður hefur kvatt, hann hét fullu nafni Jón Þorgeir, en notaði aðeins Þor- geirsnafnið. Á Akranesi kunnastur sem Geiri frá Bimhöfða, en þar bjuggu foreidrar hans, sem hann heimsótti oft, þegar hann bjó hér og hlé var á sjóróðrum. Hann var sínum sannur vinur og tryggur. Þó að margir heimilisfeður hér á Skaga væru með nokkurn búskap og hefðu notalegar nytjar fyrir heimili sitt af búfé, þá var engu að síður sjávarútvegurinn undir- staðan undir lífsafkomu fólksins. Á þeim árum sem Þorgeir fer að leita sér að skiprúmi er hér líflegur mótorbátaútvegur, iandróðrabát- amir. Það verður að segjast eins og er, að hér var virkilega áhuga- vert athafnalíf við höfnina og á útgerðarstöðvunum. Virkileg spenna, gleði og eftirvænting var í loftinu þegar hátt í 30 landróðra- bátar komu að landi með afla dags- ins, oft góðan. Hér var reyndar mokfískirí á árunum eftir 1930. Bátar komu drekkhlaðnir að landi. Fiskurinn vænn þorskur allur unn- IIIlllllllTl nj N MUÍIl flD OMUfl flD ÍJfl um : Erfidrykkjur ■ ; dátj m P E R L A N flÓIífiOfld “ Sími 562 0200 *riiiiilllX3 MiniiJfUltií • (414-4 Upplýsingar í s: 551 1247 inn í salt, því frystingin var ekki komin. Við að bjarga þessum mikla afla var mikil vinna, sem kostaði vökur og ótakmarkað erfiði. Marg- ur maðurinn úr nærliggjandi sveit- um vann hér á þessum árum hjá útvegsmönnum og kom það báðum aðiljum vel. Gallinn var hve fis- kverðið var í lágu gildi. Þannig var athafnalífið hér á Skipaskaga þegar Þorgeir byijar sitt sjómannsstarf en það var árið 1931, sem hann er lögskráður háseti á mb. Kjartani Olafssyni MB6. Hann er þar um borð til 1933, að hann ræðst II. vélstjóri á mb. Hrefnu MB93 frá sömu útgerð Þórðar Ásmundssonar. Þá hafði hann lokið fyrsta stigi mó- torfræðinnar en það var haustið 1932 sem það námskeið var hald- ið af Fiskifélagi Islands í Reykja- vík. Svonefndu meiraprófi lauk hann vorið 1941 og viðaukanám- skeiði við það árið 1947. Lengst var Þorgeir vélstjóri hér á Skaga- bátum þetta tímabil, á hinum ýmsu skipum, mb. Bánsa, mb. Skírni, mb. Veri og fleiri bátum. Nú þegar stríðið var skollið á þurftu Islendingar að leggja allt kapp á að flytja fisk til Bretlands, því þeirra fiskiskipafloti var kom- inn í herþjónustuna. Því var það að ofurkapp var lagt á að koma öllum notfærum fleytum í flutn- inga á fiski til Bretans. Margur tók gufuvélarnar úr gömlum skip- um og settu nýjar dísilvélar í stað- inn. Við það léttust skipin og báru meiri fisk og fleira var bætt og lagað og lestir stækkaðar í mörg- um skipum, svo þau höfðu mörg lítið borð fyrir báru á eftir og sjó- hæfnin minnkaði, en kappið réð. Nú vantaði meiraprófsmenn við dísilvélarnar. Því voru réttinda- menn eftirsóttir og stóðust ekki góð boð. Þorgeir var einn þeirra sem nú fóru í siglingar á stærra skip. Eg man hann sigla á ms. Narfa haustið 1941, en fljótlega ræður hann sig fyrsta vélstjóra á ms. Rifsnes RE 272. Á því skipi er hann í 15 ár. Og þau urðu fleiri skipin sem hann sigldi á. Hinn 14. desember 1935 varð hann vél- stjóri á Sindra, 15 tn. útilegubát, sem lenti í erfiðu slarki þegar hvellrauk á norðvestan rok og blindbylur, þeir voru komnir suður fyrir malarrif og báturinn undir áföllum svo andæft var upp í veðr- ið út þennan dag og næstu nótt. Þegar slotaði áttuðu þeir sig á því að bátinn hafði rekið afturábak þvert yfir Faxabukt því þeir voru staddir sunnan Reykjaness. Þetta var mannskaðaveður og þeir voru taldir af þegar farið var að leita að týndum skipum, t.d. mb. Kjart- ani Ólafssyni sem fórst í þessu veðri með fjórum mönnum. Form- aðurinn og Þorgeir stóðu allan tímann við vél og stýri. Formaður- inn náði sér víst aldrei og lést á góðum aldri. Þorgeir vildi lítið um þetta ræða. Hann var ekki raup- samur. Þorgeir keypti sér trillubát og reri einn á og fiskaði oft vel. Þetta varð honum ofraun því hann var orðinn lasinn af kransæðaveiki, sem varð hans banamein. Að lækn- isráði hætti hann á sjónum og seldi bátinn. Hann vann stundum á véla- verkstæði í Reykjavík, en síðast í pakkhúsi við verslun sonar seinni konunnar, sem mun vera flugmað- ur að mennt. Honum líkaði það vel. Hann bjó með Ágústínu seinni konu sinni á Kleppsvegi 26, og þaðan fluttu þau á Hrafnistu í Reykjavík. Við spjölluðum stund- um saman og einnig leit hann til okkar. Við áttum oft ánægjulegar samverustundir þegar við vorum saman til sjós og svo var ég heima- gangur á heimili hans og systur minnar hér á Skaganum. Þau fluttu í Hafnarfjörð vorið 1944 og til Reykjavíkur 1949. Þorgeir var mikill dugnaðarmaður og eftirsótt- ur til verka, vinmargur drengskap- armaður sem ég kveð með þökk fyrir löng kynni. Með samúðar- kveðju. Valgarður L. Jónsson. + Bertha Helga Kristinsdóttir fæddist í Hafnar- firði hinn 29. febr- úar 1920. Hún and- aðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni 23. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Kristinn Jóel Magn- ússon, malarameist- ari í Hafnarfirði, f. 25.2. 1893, d. 28.12. 1981 og kona hans, María Albertsdótt- ir, f. 9.11. 1893, d. 29.5. 1979. Bertha Helga var næstelst sjö systkina, en þau voru: Magnús Sigursteinn, f. 18.2. 1917, d. 14.3. 1991, Krist- jana Ósk, f. 3.6. 1921, Gísli Sig- urður Bergvin, f. 27.8. 1922, Sigurbjörn Óskar, f. 5.3. 1924. Albert Júlíus, f. 4.6. 1926 og Þórdís, f. 23.10. 1930. Hinn 25. febrúar 1943 giftist Bertha Helga eftirlifandi eigin- manni sinum, Halldóri Þor- steini Nikulássyni, bílamálara- meistara, f. 20.8. 1918. Börn þeirra eru: 1) Maria, gift Þór- ólfi Friðþjófssyni, búsett á Kær systir hefur kvatt. Árrisul að vanda lagði hún snemma morg- uns upp í sína hinstu för. Hún fékk fallegt ferðaveður þegar hún hélt beint inn í morgunroða pálma- sunnudagsins, en sá dagur var henni kær því hún fermdist einnig þann dag. Bertha var næstelst sjö systkina og er önnur til að kveðja. Magnús, elsti bróðirinn, lést fyrir sex árum. Marta, kona hans, lést tæpum tveimur árum síðar, en sonur þeirra, fyrsta barnabarn foreldra okkar og alnafni föður okkar, lést ári á undan föður sínum aðeins fimmtugur að aldri. Bertha átti fallegar æskuminn- ingar frá Urðarstígnum í Hafnar- firði, en hún hefur verið sex ára þegar foreldrar okkar létu byggja húsið nr. 3 í vinnuskiptum. Urðar- stígurinn, í sínu fagra umhverfi klettanna, var sannkallaður unaðs- reitur fyrir börn að alast upp á. Einn klettanna er nú löngu horfinn en hann skagaði langt út í götuna og kletturinn á móti húsinu okkar var þá einskis manns land og með öllu ógirtur enda var þetta aðalum- hverfi leikja barnanna þar og í næsta nágrenni og er þá Simbatún- ið ónefnt. Frjálsræði til leikja virt- ist óendanlegt og alltaf fannst okkur hafa verið gott veður, en þannig minnast sjálfsagt flestir æskuáranna sem voru svo lánsam- ir að eiga góða foreldra og gott heimili. Minningar bernskunnar voru eins og perlur á fögru bandi og oft skoðaðar í góðra vina hópi. Oft fékk ég lýsingu á flutningum fjölskyldunnar á Urðarstíginn en þá var ég ekki kominn í heiminn, en mér hefur oft fundist að ég hljóti að hafa verið viðstödd, svo líflegar voru lýsingarnar. Eldri systkinin muna heimili móðurfor- eldra okkar í Hafnarfirði og öll munum við yndislegt heimili föður- foreldra okkar í Innri-Njarðvíkum þar sem alltaf var gaman að gista sumarlanga tíð og oft höfum við rifjað upp kynni okkar af því yndis- lega fólki sem þar átti heima í nágrenninu. Bertha fór snemma að vinna fyrir sér. Hún var í vist hjá Svövu og Árna Mathiesen og átti þar góða daga og oft naut ég góðs af sem litla systir hennar. Ég minnist bílferða austur í sveitir og var þá glaðværðin í fyrirrúmi, mikið sung- ið og mikið hlegið, einnig skemmti- legra sumarbústaðaferða og margs fleira. Hún var líka í vist hjá Þor- björgu Skjaldberg, móðursystur okkar, og Sigurði, manni hennar. Raufarhöfn. Þau eiga þijú börn, Halldór Þorstein, Heiðrúnu Helgu og Þórdísi Dröfn. 2) Nikulás Árni, giftur Hafdísi Gunnars- dóttur, búsett í Kópavogi, og eiga þau þrjú börn, Gunni Steinunni, Halldór Þorstein og Steinar Árna. 3) Óskar, giftur Mar- gréti Björgu Hólm- steinsdóttur, búsett í Kópavogi og eiga þau tvær dætur, Hólmfríði Björk og Berthu Kristínu. 4) Halldór Helgi, giftur Sigríði Birnu Hólmsteinsdóttur, búsett í Reykjavík, og eiga þau einn son, Hólmstein Inga. 5) Jóhann Þór, giftur Undínu Sigmunds- dóttur, búsett í Kópavogi og eiga þau þijú börn, Karen, Birgi Þór og Tönju Rún. Barna- barnabörn eru orðin níu. Útför Berthu Helgu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Hafnarfjarð- arkirkjugarði. Þar var líka vistin henni góð í skjóli góðrar frænku. Síðar vann hún í bókbandi hjá frænku okkar, Stein- unni Árnadóttur, og Pétri, manni hennar, en Steinunn var fyrsta konan sem lærði bókband hér á landi. Við systur unnum þar allar þijár en þegar ég var þar var Bert- ha búin að gifta sig og farin að eiga börn og helga sig uppeldi þeirra. Bertha var geislandi ham- ingjusöm þegar hún og Halldór giftust á merkisdegi fjölskyldunn- ar. Hrifning hennar á mannsefninu var auðsæ og auðskilin og var sú hrifning gagnkvæm og reyndist þetta vera þeim gæfuspor. Þau eiga nú stóran hóp afkomenda sem nú saknar hennar og syrgir, en minningar eru eign sem hvorki mölur né ryð fær grandað, hvort heldur þær eru ljúfar eða sárar. Ég á minningu um góða systur sem alltaf var reiðubúin til að rétta mér hjálparhönd og fyrir það er ég þakklát. Mági mínum, börnum og fjölskyldum þeirra sendum við hjónin innilegar samúðarkveðjur og við vitum að þau eiga minning- ar til að orna sér við um ókomin ár. Guð blessi minningu systur minnar. Á kveðjustund, er sála mætir sál, menn sjá það bezt, að sætin auð þau eiga skýrra mál, en annað flest. Og böm og vinir blessa minning þá, sem brosa við þeim þeirra arni hjá. (Kristín Sigfúsdóttir.) Þórdís Kristinsdóttir. Elsku amma. Ef þú bara vissir hvað við söknum þín mikið. Við vonum að þér líði vel núna. Þú varst okkur alltaf svo góð þegar við vorum í sveitinni hjá ykkur afa og þegar þú fórst fyrst með okkur á Skarðshamra þá fylgdirðu okkur um allt og passaðir að ekkert kæmi fyrir okkur. Við munum aldr- ei gleyma ömmu-flatkökunum þín- um með hangikjötinu og möndlu- grautnum á jólunum. Þakka þér fyrir allar Iopapeysurnar, vettling- ana og ullarsokkana sem þú pijón- aðir handa okkur. Þú varst alveg einstök amma og betri ömmu var ekki hægt að fá. Þú verður alltaf í huga okkar. Okkur þykir alveg óskaplega vænt um þig og það mun okkur alltaf þykja. Við munum aldrei gleyma þér. Þín barnabörn Karen, Birgir Þór og Tanja Rún. BERTHA HELGA KRISTINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.