Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 2

Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ _________________________________FRÉTTIR ________________ Samkomulag milli stj órnarflokkanna um breytingar á lögum um LÍN Endurgreiðsluhlutfall lána lækkað í 4,75% STJÓRNARFLOKKARNIR hafa náð sam- komulagi um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og mun menntamálaráð- herra leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingarnar á Alþingi í dag eða á morgun. Björn Bjarnason menntamálaráðherra segir fulla sátt um málið innan stjórnarflokkanna. Formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands undrast að yfir- lýsingar framsóknarmanna um samtímagreiðsl- ur námslána séu að engu orðnar. Með frumvarpinu er lagt til að endurgreiðslu- hlutfall verði lækkað í 4,75% en samkvæmt núgildandi lögum er það allt að 7%. Endur- greiðsluhlutfallið er afturvirkt, þannig að það gildir einnig fyrir þá sem tóku lán frá 1992 með endurgreiðsluhlutfallinu 5-7%. í frumvarpinu felst einnig að námsmaður hefur rétt til mánaðarlegra greiðslna í gegnum bankakerfið frá upphafi námstíma, án þess að hann þurfi sjálfur að greiða fjármagnskostnað. Til þess að greiða hann verða teknir upp bein- ir styrkir. Þá verður samið við banka um þau skilyrði sem lántakendur með ábyrgð frá LÍN þurfa að uppfylla. Námsmenn ósáttir Haraldur Guðni Eiðsson, formaður Stúdenta- ráðs, kveðst ánægður með lækkun endur- greiðsluhlutfalls, þó að vissulega hefði hann viljað sjá meiri lækkun. Aftur á móti segir hann námsmenn ósátta við hvernig verið sé að færa lánasjóðinn til bankanna. í raun sé ekki verið að taka upp samtímagreiðslur eins og Framsóknarflokkurinn hafi margoft lýst yfír vilja til, heldur séu eftirágreiðslur LÍN enn í fullu gildi. „Námslánin verða eftir sem áður borguð út tvisvar á ári. Námsmenn fá mánaðarlegar út- borganir frá bankanum en í stað þess að fá lán fyrir vöxtum eiga þeir nú að fá styrk. Þetta þýðir í raun að nú fær bankakerfið 50-60 milljónir á ári frá ríkinu. Yfirlýsingar fram- sóknarmanna um samtímagreiðslur eru foknar út í veður og vind, nú kyngja þeir öllu og menntamálaráðherra fær öllu sínu framgengt," segir Haraldur Guðni. Menntamálaráðherra segir að það komi sér á óvart að menn telji það óheppilegt að lánavið- skipti fari í gegnum banka. „Þeir eru nú einu sinni þær stofnanir sem eru best fallnar til að veita slíka þjónustu og eru með bestu aðstöð- una til þess,“ segir ráðherra. Rúmlega 200 milljóna kostnaðarauki á ári Fjölgað verður úr sex í átta í stjóm sjóðs- ins. Iðnnemasamband íslands fær aðalmann í stað áheyrnarfulltrúa áður og menntamálaráð- herra fær einn fulltrúa til viðbótar. Þá er lagt til að sett verði sérstök heimild í lög fyrir stjórn sjóðsins til þess að geta komið til móts við námsmenn sem verða fyrir skakkaföllum vegna veikinda eða skipulags skóla. Aætlaður kostnaður vegna breytinganna nemur um 202-226 milljónum króna á ári og er þá ekki tekið tillit til áhrifa breyttra reglna á eftirspum eftir lánum. Ein umsókn um GSM Bandarísk fyrirtæki að baki um- sókninni ÍSLENSKA farsímafélagið ehf. var eini umsækjandinn um starfsleyfí fyrir GSM-farsíma- þjónustu hér á landi, en um- sóknarfrestur rann út í gær- dag. Aðalhluthafar farsímafé- lagsins, sem var stofnað og skráð í síðustu viku, eru tvö bandarísk stórfyrirtæki; síma- fyrirtækið Western Wireless International og fram- kvæmda- og ráðgjafafýrirtæk- ið The Walter Group. Þriðji aðilinn að farsímafélaginu er Ragnar Aðalsteinsson hrl., en hann er fyrst og fremst lög- fræðilegur aðstoðarmaður fyr- irtækjanna tveggja, að því er hann segir í samtali við Morg- unblaðið. Að sögn Ragnars eru fýrir- tækin með mikinn rekstur á sínu sviði í Bandaríkjunum, en vinna auk þess saman að rekstri GSM-farsímaþjónustu víða um heim, m.a. í Lett- landi, Georgíu og Ghana. Ragnar er eini stjórnarmað- ur farsímafélagsins og segir að fyrirtækin hafí enn sem komið er ekki ástæðu til að færa út kvíamar. „Þau hafa ekki starfað áður á íslandi og eiga sér því enga samstarfsað- ila hér á landi,“ segir hann. Samstarf hugsanlegt „Fái þau hins vegar um- sóknina samþykkta getur vel verið að þau sækist eftir hér- lendum samstarfsaðilum, þótt of snemmt sé að segja til um það með vissu á þessu stigi málsins," segir Ragnar. Mat á umsókninni fer fram hjá sam- gönguráðuneytinu á næstu vikum og er búist við því að starfsleyfi verði gefíð út í júní nk. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins íhugaði Fj'ar- skiptafélagið ehf. að leggja inn umsókn um starfsleyfí, en ákvað að gera það ekki af ótil- greindum ástæðum. Morgunblaðið/Þorkell Ræðumenn úr Rimaskóla sigruðu RIMASKÓLI bar sigur úr býtum í ræðukeppni grunnskóla Reykja- víkur eftir skemmtilega úrslita- keppni við Hagaskóla í Ráðhúsinu í gærkvöldi. Keppendur skólans höfðu með sér öflugt stuðnings- mannalið eins og sjá má á mynd- inni. Ræðumaður kvöldsins var Jón Hjörleifur Stefánsson, Rima- skóla, og umræðuefni kvöldsins var „íhaldssemi". Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhenti verðlaunin að keppni lokinni. Lið sömu skóla kepptu einnig til úrslita i fyrra og þá sigraði Hagaskóli. Verkfalli á Vestfjörðum frestað til 21. apríl VERKFALLI á Vestfjörðum var frestað i gær til 21. apríl eftir að samkomulag tókst um það á milli Alþýðusambands Vestfjarða og vinnuveitenda. Deiluaðilar skrifuðu undir bókun hjá ríkissáttasemjara þar sem þeir lýsa yfir vilja til að gera úttekt á áhrifum þess á fram- leiðni, launakostnað og tekjur launafólks að færa verulegan hluta bónusgreiðslna í fiskvinnslu inn í tímakaupið. „Við teljum mikilvægt að það sé búið að fresta þessu verkfalli og það er aðalatriðið í okkar huga, en þó gerum við okkur grein fyrir því að tíminn er ekki langur til að vinna samningana sjálfa á. Það er þó fyrir öllu núna að atvinnulífíð geti komist í gang aftur og það er þá afstýrt í bili þeim skaða sem vinnustöðvunin þýðir," sagði Einar Jónatansson, formaður Vinnuveitendafélags Vest- fjarða. Sú úttekt sem fyrirhugað er að gera á að leiða í ljós samanburð á bónusgreiðslum í frystihúsum og rækjuverksmiðjum á Vestfjörðum. Markmiðið er að þar komi fram dreifíng bónusgreiðslna milli fyrir- tækja, greiddur meðalbónus og fjöldi bónustíma samanborið við greiddan vinnutfma. Samningsaðilar eru sam- mála um að þessar upplýsingar komi að gagni í viðræðum um framlagðar kröfur ASV. í bókun samningsaðila kemur fram að þeir eru sammála um að leita eftir viðræðum við stjórnvöld um lækkun á kostnaði við húshitun hjá þeim sem búa við hvað hæst orkuverð. Verkfallið á Vestfjörðum náði til verkalýðsfélaganna á ísafírði, Flat- eyri, Suðureyri, Patreksfirði, Bíldu- dal, Hólmavík og Drangsnesi. Verkalýðsfélögin í Bolungarvík og Tálknafirði frestuðu verkfalli um helgina vegna þess að þau töldu að vinnuveitendur myndu ekki, þrátt fyrir verkfall, semja fyrr en búið væri að telja atkvæði um samning Verkamannasambandsins, sem gerður var 24. mars. Talningu um hann lýkur 15. apríl. Talið var að ef samið yrði um meira á Vestfjörð- um en samið var um í VMSÍ samn- ingnum myndi það auka líkur á að VMSÍ samningurinn yrði felldur. Ekkert verkfall var á Þingeyri vegna hins slæma atvinnuástands þar. Þá kom ekki til verkfalls í Súða- vík vegna þess að ekki var staðið löglega að verkfallsboðun. Stjórn- endur Kambs á Flateyri gerðu auk þess athugasemd við verkfallsboðun Verkalýðsfélagsins Skjaldar á Flat- eyri vegna þess að ekki hefur verið kosin lögleg stjórn eða samninga- nefnd í félaginu, en enginn aðalfund- ur var haldinn í félaginu á síðasta ári. Landhelgisgæslan 89 millj- ónir í björgun- arlaun LANDHELGISGÆSLAN hef- ur á undanförnum sex árum fengið rúmar 88,8 milljónir króna í björgunarlaun, þar af fengust í fyrra rúmar 22,4 milljónir króna. Samtals feng- ust á tímabilinu laun vegna björgunar 52 skipa. Þetta kem- ur fram í svari dómsmálaráð- herra við fyrirspurn Svanhildar Árnadóttur alþingismanns. Samkvæmt lögum skiptast björgunarlaunin milli áhafna varðskipanna og Landhelgis- sjóðs, en hann er notaður til kaupa á strandgæsluskipum eða öðrum varanlegum tækjum til þarfa Landhelgisgæslunnar. í hlut áhafna koma 40% heild- arupphæðarinnar, eða sem svarar til rúmlega 32,7 milljóna króna á síðastliðnum sex árum, en afgangurinn, rúmar 49,1 milljón króna, fór til Landhelg- issjóðs. Alþýðu- bandalagið næststærsti flokkurinn ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur fylgi 21% kjósenda og er næst- stærsti flokkurinn á eftir Sjálf- stæðisflokknum, samkvæmt Þjóðarpúls Gallups. Fylgi flokksins hefur aukist hæ'gt og sígandi síðustu mánuði. Sjálfstæðisflokkur er með tæplega 40% fylgi og Fram- sóknarflokkur með 18%. Al- þýðuflokkur og Kvennalisti halda áfram að tapa fylgi. Al- þýðuflokkurinn er með tæp 18% og Kvennalistinn með rösk 3%. Styðja kaup á upplýsingum Samkvæmt könnuninni er rösklega helmingur þjóðarinnar hlynntur því að fíkniefnalög- reglan greiði fyrir mikilvægar upplýsingar og 73% eru hlynnt því að lögreglan sé í samstarfí við aðila tengda fíkniefnaheim- inum ef það ber árangur í bar- áttunni gegn fíkniefnum. Stóriðja nýtur mikils stuðn- ings þjóðarinnar. Þannig eru 72% hlynnt stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar á Grund- artanga en 14% á móti og 62% hlynnt byggingu nýs álvers þar en 27% andvíg. Loks má geta þess að 74% þeirra sem afstöðu tóku telja óeðlilegt að Lands- banki íslands hafi keypt helm- ing hlutafjár í VÍS. Lést í bílslysi LITLA stúlkan, sem lést í bíl- slysi skammt frá Borgarnesi í fyrradag, hét Hildur Harpa Hilmars- dóttir, til heimilis að Engihjaila 13 í Kópa- vogi. Hún var fædd 2. apríl 1991 og hefði því orðið sex ára í gær. Hildur Harpa var einkadóttir Þórhildar Gísladótt- ur og Hilmars Þórs Davíðsson- ar en hann fórst í sjóslysi þeg- ar Hildur Harpa var á fyrsta ári.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.