Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vetrarleik- ar Glaðs í Dalasýslu HESTAÍÞRÓTTADEILD Glaðs í Dalasýslu hélt sína árlegu vetrar- leika nýverið. Verðlaunagripir allir voru gefnir af VÍS og eru leikarn- ir því kenndir við það félag. Frek- ar kalt var í veðri og þátttaka ekki mikil. Keppt var í tölti í fjórum flokkum og 150 m skeiði með fljót- andi starti. Helstu úrslit voru: Barnaflokkur 1. Auður Guðbjörnsdóttir og Surtur f. Magnússkógum, 2. Sigvaldi Lár- us Guðmundsson og Bifröst f. Hamraendum, 3. Ólafur Andri Guð- mundsson og Biða f. Eyrarbakka og 4. Jónfríður Esther Hólm Frið- jónsdóttir og Hófadynur f. Ásum. Unglingaflokkur 1. Elvar Ágústsson og Þula f. Brautarholti. og 2. Lilja Ágústsdóttir. Kvennaflokkur 1. Iris Hrund Grettisdóttir og Drífandi f. Hrappstöðum, 2. Helga H. Ágústsdóttir og Amor f. Vatni, 3. Monika Backman og Glæðir f. Engihlíð og 4. Sigrún Sigurðar- dóttir og Gustur f. Lyngbrekku. Karlaflokkur 1. Jón Ægisson og Vofa f. Engi- hlíð, 2. Finnur Kristjánsson og Reykur f. Garði, 3. Friðjón Guð- mundsson og Lipurtá f. Ásum, 4. Skjöldur Orri Skjaldarson og Lukka f. Þorbergsstöðum og 5. Harald Ó. Haralds og Gletta f. Engihlíð. 150 m skeið 1. Lína f. Gillastöðum og Jón Ægisson, 2. Gýgjar f. Stangarholti og Skjöldur Örri Skjaldarson og 3. Vofa f. Gillastöðum og Jón Ægisson. Þriðjungrir bæjar- búa á hátíðarfundi HÁTT í 700 manns hlýddu á bæjarsljórnarmenn á afmælisfundinum. LÝST kjöri iþróttamanna USÚ fyrir árið 1996. Höfn - Bæjarstjórnarfundur var haldinn í íþróttahúsinu laugardag- inn 22. mars í tilefni 100 ára byggð- ar á Höfn. Hátt í 700 manns mættu í húsið, hlýddu á bæjarstjórnarmenn og listamenn og drukku að lokum af- mæliskaffi. Lætur því nærri að þriðjungur bæjarbúa hafí tekið þátt í hátíðinni. Afmælisfundurinn hófst með söng Karlakórsins Jökuls sem flutti meðal annars lag Egils Jónssonar, Homafjörður. Sagði bæjarstjórinn, Sturlaugur Þorsteinsson, að vel færi á því að Jökull stigi fyrstur á svið því Vatnajökull væri jú tákn okkar og lagði um leið áherslu á að afmælishátíð á Höfn væri hátíð allra sýslubúa. Hófst þá fundur bæjarstjórnar. Á dagskrá voru tvö mál, úthlutun styrkja til félagasamtaka og átaks- verkefnið „ungt fólk í öndvegi - átak til aldamóta." Samþykkti bæj- arstjórn að leggja sérstaka áherslu á fjölþætt átaksverkefni til alda- móta þar sem hagsmunir unga fólksins eru settir í öndvegi og þannig lagður grunnur að farsælli framtíð Hornafjarðar. Verkefnið felur meðal annars í sér stuðning við félagsstarf unglinga, heilsuefl- ingu, forvarnir í samvinnu við SÁÁ og eflingu framhaldsnáms heima í héraði. Þá var og samþykkt að stofna sérstakan sjóð til styrktar átaksverkefninu. Skal árlegt fram- Morgunblaðið/Stefán Ólafsson TEKINN grunnur að viðbyggingu Hafnarskóla. Á myndinni virða þeir Árni Stefánsson og Heimir Gíslason fyrir sér framkvæmdir. lag bæjarins til sjóðsins vera 1.000.000 króna. Það sem af er afmælisári hafa Hornfirðingum borist margar veg- legar gjafír, meðal annars listaverk o.fl. Á þessum fundi færði Hermann Hansson, bæjarstjómarmaður og stjórnarformaður Islenskra sjávar- afurða, Sýslusafni Austur-Skafta- fellssýslu 250.000 króna gjöf frá Islenskum sjávarafurðum sem renna skulu til sjóminjasafns sem nú er verið að koma fyrir í gamla Pakkhúsinu við höfnina. Að loknum fundi bæjarstjórnar var lýst kjöri íþróttamanna USÚ og ungt fólk flutti tónlistaratriði. Áttu bæjarbú- ar saman notalega stund í íþrótta- húsinu, ungir jafnt sem aldnir. Það fór vel á því að þennan sama dag hófst vinna við viðbyggingu Hafnarskóla sem undirstrikar enn betur vilja Bæjarstjórnar Horna- fjarðar í málefnum unga fólksins. Aldarafmæli byggðar á Höfn Morgunblaðið/Davíð Páskalömb í Skorradal ÞEGAR komið var inn í fjárhúsin á Grund í Skorradal 25. mars hafði orðið fjölgun því ein áin hafði borið um nóttina tveim myndarlegum lömbum, hrút og gimbur. Lömbin voru hin sprækustu eins og sjá má á myndinni, systkinin Guðrún og Guðjón Elías fagna komu þeirra. Morgunblaðið/Davíð Pétursson EINN nemenda Andakíls- skóla nýtur leiðsagnar starfs- manns Ullarselsins við spuna. Námskeið í spuna og flókagerð Grund - Andakílsskóli hefur undan- farin ár haft samstarf við Ullarselið á Hvanneyri um handavinnukennslu. Hafa starfskonur Ullarselsins kennt nemendum Andakílsskóla flókagerð og spuna. Nemendur hafa unnið bandið og pijónað úr því. Smíðar áttæring fyrir kirkju í Norfolk og myllu fyrir landann Þetta er gefandi fyrir athafnasemina Selfossi - „Kallaðu mig bara gamlan fúskara en ég hef haft ánægju af því að smíða bátinn og hver veit nema ég fari í annan bráðlega," sagði Haf- steinn Stefánsson, skipasmiður á Selfossi, sem lauk nýlega við að smiða metralangt líkan af áttæringi fyrir prest nokkurn í Norfolk í Virginíuríki í Bandaríkjunum en hann var á ferð hér á landi í fyrrasumar og langaði að fá áraskip, líkt því sem hangir uppi í Þorláks- hafnarkirkju, til að hengja upp í kirkju sína í Norfolk. Hafsteinn, sem varð 76 ára á páskadag, tók að sér smíð- ina, svona til þess að gleðja prestinn. Hann er athafnasam- ur þrátt fyrir aldurinn, lætur ekki deigan síga við smíðar en heldur sínu striki og Ieggnr áherslu á þá skoðun sína að það eigi að auðvelda eldra fólki að nýta starfsorku sína á reynslusviði hvers og eins. Leikur af fingrum fram „Maður leikur þetta bara af fingrum fram. Smíðin byggist á því að hafa auga fyrirjiví sem maður er að gera. Eg miðaði við 7-8 metra langan áttæring þannig að hann væri gott sjóskip. Þetta er fyrst og fremst dægrastytting sem er gefandi fyrir athafnasemina í manni sjálfum," sagði Hafsteinn. „Ég er lengi búinn að vera í andstöðu við kararstefnuna sem ríkt hefur gagnvart öldruðu fólki og kemur fram í því að menn eru reknir í körina 70 ára þó þeir hafi meiri þekkingu en þeir sem yngri eru og geti unnið áfram. Og láti menn sér detta í hug að vinna er allt hirt af þeim í skatta. Ég vil minna á það að eftir sjötugt hafa menn gert góða hluti og minni á Gunnar Thoroddsen og Konrad Adenauer sem unnu stórvirki eftir sjötugt. Mér finnst að það megi ekki taka það frá mönnum vilji þeir starfa og vera virkir í atvinnulífinu," sagði Hafsteinn. Smíðaði veglega myllu Fínlegu hlutirnir eru ekki eingöngu verkefni Hafsteins því hann er um það bil að ljúka smíði á veglegri myllu með myndarlegum spöðum. Allt virkar fullkomlega eins og á stórmyllum úti í heimi, spaðarnir snúast og mylluhúsið lagar sig eftir vindáttinni. Myllan er augnayndi og tilvalin til skrauts utan dyra. Hafsteinn leggur áherslu á það að án aðstoðar góðvinar síns og staðarsmiðs á Selfossi, Sigfúsar Kristinssonar byggingaverktaka, hefði mylluverkið orðið honum Morgunblaðið/Sig. Jóns. HAFSTEINN Stefánsson með áttæringinn á stofuborðinu heima hjá sér. Hafsteinn og Sigfús Kristins- son við mylluna á verkstæði Sigfúsar. ofviða en mylluna smíðaði hann inni á einu af verkstæðum Sigfúsar. Hins vegar er mylluverkefnið ekki eina samvinnuverk þeirra félaga því Sigfús Kristinsson sýndi á sínum tíma myndarlegt frumkvæði þegar hann keypti gamla Landsbankahúsið á Selfossi og gerði það upp. Hafsteinn var aðalsmiðurinn í því verki og húsið hefur um nokkurra ára skeið verið staðarprýði við Austurveginn á Selfossi gegnt Landsbankaútibúinu á Selfossi. A sama hátt má gera ráð fyrir því að myllan verði staðarprýði hvar sem hún verður sett niður og góður vitnisburður um atorku og snilli þeirra sem eldri eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.