Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 13 Tillaga stjórnar KEA á aðalfundi félagsins Slj órnarmönnum verði fækkað um tvo Margir aka of hratt UM 50 ökumenn hafa síðustu daga verið kærðir fyrir of hraðan akstur og segir lög- reglan að þó að um mikinn fjölda sé að ræða sé það ekki einsdæmi að svo margir séu teknir fyrir að aka of hratt á þessum árstíma. Hugsanlega sé um að kenna batnandi akstursskilyrðum og „vorfiðringi" sem virðist grípa suma ökumenn. Lögreglan verður með radarinn á lofti á næstunni, svo sem endranær og bendir því fólki á að varast að aka hraðar en leyfilegt er vilji það sleppa við afskipti lögreglu. Skákþing Norðlendinga á Dalvík SKÁKÞING Norðlendinga 1997 verður haldið á Dalvík dagana 3.-6. apríl nk. og er það Taflfélag Dalvíkur sem sér um framkvæmd þess. Teflt verður í Víkurröst og Dalvík- urskóla. Keppt verður í opnum flokki, kvennaflokki, ungl- ingaflokki og barnaflokki. Keppni í opnum flokki hefst fimmtudaginn 3. apríl kl. 20.00 en í öðrum flokkum laugardaginn 5. apríl kl. 13.00. Hraðskákmót í öllum flokkum verður kl. 14.00 á sunnudag en að því loknu verður verðlaunaafhending og mótsslit. Fyrirlestur um alheims- hugtök DR. SUNITA Gandhi segir frá stofnun sem nefnist Global Concepts eða Alheimshugtök í opnum fyrirlestri sem kenn- aradeild og endurmenntunar- stofnun Háskólans á Akureyri efna til föstudaginn 14. apríl. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku, í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg, og hefst kl. 14. Leika fjór- hent á flygilinn HELGA Bryndís Magnúsdóttir og Jónas Ingimundarson leika íjórhent á nýjan konsertflygil Akureyringa á tónleikum í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju fimmtudagskvöldið 3. apríl kl. 20.30. Einnig mun Heljga leika einleik. A efnisskránni eru eftir Brahms og Dvorák, valsar og ungverskir dansar eftir Brahms og Slavneskir dansar eftir Dvorák en þetta eru með- al vinsælustu verka klassískrar tónlistar og mjög þekkt. Hraðakstur á Akureyri LÖGREGLAN á Akureyri handtók tvo ökumenn fyrir of hraðan akstur aðfaranótt þriðjudagsins. Þeir óku á 130-140 km hraða rétt utan við bæinn þar sem leyfilegur hámarkshraði er 70 km. Að sögn lögreglu á Akureyri voru nokkuð margir teknir fyrir hraðakstur í bæn- um um páskahelgina. AÐALFUNDUR Kaupfélags Eyfirð- inga verður haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri nk. laugardag. Fyrir fundinum liggur tillaga frá stjórn KEA þess efnis að stjórnarmönnum félagsins verði fækkað úr 7 í 5 og að kjörtímabil stjórnarmanna_ verði eitt ár í stað þriggja ára áður. Áfram verða 3 varamenn í stjórn sam- kvæmt iögum. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að kosið verði í stjórn KEA samkvæmt tilnefningu en ekki er ljóst hvort skipuð verður uppstilling- arnefnd er tilnefni menn í stjórn. Verði tillaga stjórnar samþykkt verður kosið samkvæmt henni í stjórn á aðalfundinum á laugardag. Ef hins vegar 20% aðalfundarfull- trúa æskja þess, fer fram margfeld- iskosning í stjórn félagsins. Það þýð- ir að hver fulltrúi hefur yfir að ráða 5 atkvæðum og getur hann þá t.d. látið einn aðila hafa þau öll. Skeglusöngur boðar komu vorsins Grímsey. Morgunblaðið. HÉR áður fyrr þegar mataræði Grímseyinga var fábrotnara en nú er og yfir vetrartímann mest um saltaðan, súrsaðan eða reykt- an mat biðu menn þess með eftir- væntingu að fuglinn settist í bjargið því þá var strax farið að veiða til að fá nýmeti. Hjá rótgrónum eyjarskeggjum er ennþá fylgst með því hvenær fuglinn sest þótt ekki sé hann veiddur, að minnsta kosti í sama mæli og áður fyrr. Nú um pásk- ana var fréttaritari staddur norð- ur á „Eyjarfæti" og sá þá að bjargið er orðið nokkuð setið af skeglu, múkka og svartfugli. FIMM ungmenni viðurkenndu við yfirheyrslur hjá hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Akuipyri í gær að hafa stolið sjö kössum af áfengi og fjórum kössum af bjór af flutningabíl. Lögreglumenn á eftirlitsferð stöðvuðu för ungmennanna laust fyrir kl. 6 í gærmorgun vegna gruns um ölvun við akstur, réttindaleysi ÞRENNT slasaðist í mjög hörðum árekstri tveggja fólksbíla við bæinn Birningsstaði í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu um miðjan dag í gær. Sjúkraflutningamenn frá Ak- ureyri fóru á slysstað á tveimur sjúkrabílum og var fólkið flutt til aðhlynningar á slysadeild FSA. Þar fengust þær upplýsingar undir kvöld að líðan fólksins væri eftir atvikum góð en það var enn í rannsókn. Tvennt var í öðrum bílnum en aðeins ökumaður í hinum. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvistöð- inni á Akureyri, skullu bílarnir, sem voru að mætast, saman af miklu afli og er talið að bílstjórarnir hafi blindast í kófi af flutningabíl sem Einnig liggur fyrir fundinum önn- ur tillaga frá stjórn féiagsins, þar sem lagt er til að fulltrúum á aðal- fundi verði fækkað og að seturétt á aðalfundi hafi 120 fulltrúar í stað 180 eins verið hefur fram að þessu. Þetta þýðir að á bak við hvern full- trúa á aðalfundi standi 75 félags- menn í stað 50 áður en þó hafi aldr- ei færri en einn fulltrúi frá hverri deild innan KEA rétt til setu á aðal- fundi. Þá leggur stjórn KEA til að inngangseyrir í félagið hækki úr 100 krónum í 500 krónur. Eins og komið hefur fram skilaði KEA og dótturfélög um 117 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Þetta er rekstrarbót upp á um 161 milljón króna milli ára en árið 1995 nam rekstrartapið 44 milljónum króna. Þessi afkomubati er að mestu leyti til kominn vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa í Útgerðarfélagi Akur- eyringa hf. í lok síðasta árs. Tap Svartfuglinn og skeglan eru frek- ar seint á ferðinni. Búast má við að lundinn komi um 10. apríl. Nú er kominn skeglu- söngur í björgin og það minnir Grímseyinga á að vorið er í nánd. Grímseyingar fylgjast grannt með fuglalífi og nú nýlega veittu menn því athygli að flækingsfugl við akstur og innbrot. í framhaldi af því gerði rannsóknarlögregla hús- leit heima hjá einum fimmmenning- anna en þar fundust sjö kassar af áfengi og fjórir af bjór. Við yfir- heyrslur viðurkenndu ungmennin að hafa stolið veigunum af flutningabíl sem var að flytja áfengið í útibú ÁTVR á Akureyri. þarna var á ferð. Báðir bílarnir eru taldir ónýtir. Bíll með klippur slökkviliðsins á Akureyri var einnig sendur af stað en honum var fljótlega snúið við aftur, þar sem ekki kom til þess að beita þyrfti þeim búnaði. „Við erum með ágætis búnað til að klippa en höfum hins vegar engan hentugan bíl undir hann og okkur er farið að bráðvanta slíkan bíl. í þessu tilfelli settum við búnaðinn í einkabíl en það er mjög slæmur kostur. Einka- bíll má ekki keyra neyðarakstur og getur heldur ekki tekið allan þann búnað sem fylgir klippunum," sagði Ingimar Eydal, slökkviliðsmaður á Akureyri. af reglulegri starfsemi varð 28 millj- ónir króna í fyrra en tap af reglu- legri starfsemi árið 1995 var 59 milljónir króna. Umtalsverð hækkun hlutabréfa Hlutabréf í KEA, svokölluð B- deildarbréf, hafa hækkað umtalsvert á síðasta ári. Frá því í mars á síð- asta ári og þar til í byijun mars í ár hækkaði gengi bréfanna á Verð- bréfaþingi ísiands úr 2,1 í 4,6 og nemur hækkunin 119%. Nafnverð hlutabréfa í KEA er 102,5 milljónir króna. Stjórn félagsins gerir tillögu um það á aðalfundi að gi-eiddur verði 10% arður af nafnverði bréfanna og að hlutafé verði aukið um 5% með útgáfu jöfnunarhlutabréfa. Jafn- framt er gerð tillaga um að greiddir verði 6% vextir af stofnsjóði félags- manna. var hér á ferð, töldu glöggir fuglaáhugamenn að um skóg- arsnípu væri að ræða. Þeir feðgar Gylfi Gunnarsson og Konráð Gylfason voru á ferðinni um eyna fyrir fáum dögum og rákust þá á sefhænu. Rekur menn ekki minni til að slíkur fugl hafi áður heim- sótt Grímsey. Fegurðardrottning Norðurlands Morgunblaðið/Golli Katrín * Arnadóttir fegurst KATRÍN Árnadóttir, 19 ára stúlka frá Akureyri, var kjörin fegurðardrottning Norðurlands í keppni sem haldin var í Sjallan- um á Akureyri síðastliðið mið- vikudagskvöld. Katrín verður fulltrúi Norðlendinga í Fegurð- arsamkeppni Islands sem fram fer á Hótel Islandi í maímánuði 'næstkomandi. Eva Dögg Jóns- dóttir varð í öðru sæti og Sól- veig Helga Zóphaniusdóttir varð í þriðja sæti. Sólveig Helga var einnig kjörin besta ljós- myndafyrirsætan og þá hlaut hún titilinn „Sportstúlkan ’97“. Alls tóku tólf stúlkur þátt í keppninni og völdu þær Hrönn Bessadóttur vinsælustu stúlk- una i sínum hópi. éé^KAUPÞING NORÐURLANDSHF -Löggilt verðbréfafyrirtæki Aðalfundur Hiutabréfasjóðs Norðurlands hf. 1997 Aðalfundur hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. verður haldinn á Hótel KEA miðvikudaginn 10. apríl nk. og hefst kl. 16.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundartörf skv. 12. grein samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 2. mgr. 5. greinar þannig að hún hljóði þannig: Stjórn félagsins erheimilt að hækka hlutafé félagsins um allt að kr. 493.775.000 með áskrift nýrra hluta, þannig að heildarhlutafé félagsins verði allt að kr. 500.000.000. Heimild þessi gildi til 10. apríl 2002. 3. Að tilmælum hlutafélagaskrár skal. 1. mgr. 5. gr., Hluthafar hafa ekki forkaupsrétt að nýjum hlutum, heldurskulu þeirseldirá almennum markaði, flutt í 4. grein samþykkta. 3. Önnur mál löglega fram borin. Ársreikningur, tillögur og endanleg dagskrá munu liggja frammi á skrifstofu Kaupings Norðurlands frá og með 2. apríl. Akureyri 2. apríl 1997. Stjórn Hlutabréfasjóðs Norðurlands hf. Grímseyingar fylgjast með þegar fuglinn sest í bjargið Morgunblaðið/Hólmfríður Stálu áfengi og bjór af fhitningabíl Harður árekstur í Ljósavatnsskarði Þrennt á sjúkrahús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.