Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 19 Breski Ihaldsflokkurinn birtir stefnuskrána fyrir kosningarnarl. maí Höfðað tíl kjósenda með loforðum um skattalækkun London. Reuter. BRESKI Ihaldsflokkurinn kynnti í gær stefnuskrá sína vegna þingkosninganna 1. maí og heitir þar meðal annars að gera Bretland að „besta stað á jörð“ með skattalækkunum. Samkvæmt skoðana- könnunum hefur nokkuð dregið saman með stóru flokkunum, íhaldsflokknum og Verkamanna- flokknum. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem leggur allt kapp á að sýna, að íhaldsflokkurinn sé ekki orðinn hugmyndafræðilega geldur eftir 18 ár á valdastóli, hét að lækka grunnskattpró- sentuna úr 23% í 20%. Þá lofaði hann skattafrá- drætti fólki, sem yrði heima við gæslu barna sinna eða sjúkra ættingja, og sagði, að það myndi verða til að treysta fjölskylduna. Skoðanakönnun, sem dagblaðið The Guardian birti í gær, sýndi, að Verkamannaflokkurinn hefur nú aðeins 14 prósentustiga forskot á íhaldsflokk- inn og Major var enda mjög léttur á brún þegar hann kynnti stefnuskrána í gær. íhaldsmenn eygja nú von um, að kosningamar geti orðið spennandi eftir allt saman þótt Verkamannaflokkurinn þurfi raunar ekki nema 4,3% fylgisaukningu frá síðustu kosningum 1992 til að sigra. Róttækar breytingar á lífeyriskerfinu Auk skattalækkananna hyggst íhaldsflokkur- inn gera róttækar breytingar á lífeyriskerfinu eða með öðrum orðum að einkavæða það með óháðum lífeyrissjóðum. Þá vill hann einkavæða póstþjón- ustuna að hluta og einnig neðanjarðarlestakerfíð í London og auka framlög til heilbrigðismála. í menntamálum vill íhaldsflokkurinn gera ákveðnar kröfur til skóla og grípa til aðgerða gegn þeim, sem ekki standast þær. Þá á að birta niðurstöður prófa í ríkara mæli en nú er gert og herða kröfur, sem gerðar eru til kennara. Um mesta ágreiningsefnið innan íhaldsflokks- ins, Evrópumálin, er stefnuskráin fremur fáorð og sérstaklega um fyrirhugað efnahags- og mynt- bandalag Evrópusambandsins (EMU). Andstæð- Erlendum fréttamönnum meinaður aðgangur að blaðamannafundi Majors JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, með stefnuskrá íhaldsflokksins. Þar seg- ir, að með skattalækkunum og öðrum ráðstöfunum verði Bretland gert að „besta stað á jörð“. ingar Evrópusamrunans í flokknum krefjast þess, að aðild að því verði útilokuð en í stefnuskránni er aðeins sagt, að engin afstaða verði tekin til hennar á fyrsta þingi nýrrar stjórnar fái íhalds- flokkurinn einhveiju um það ráðið. Saka Major um ábyrgðarleysi íhaldsflokkurinn stóð ekki við kosningaioforð sín frá 1992 um að hækka ekki skatta og Major hafði þann fyrirvara á um skattalækkunarlof- orðin nú, að við þau yrði staðið, reyndist það unnt, en fyrr ekki. Talsmenn Verkamannaflokksins biðu ekki boð- anna í gær með að fordæma stefnuskrá íhalds- flokksins og sérstaklega skattalækkunarloforðin, sem þeir sögðu einstaklega ábyrgðarlaus. „Það er deginum ljósara, jafn ljóst og það mátti vera 1992, að þjóðin treystir ekki íhalds- mönnum í skattamálum," sagði George Brown, talsmaður Verkamannaflokksins í efnahagsmál- um, og hélt því fram, að áætlun Majors myndi kosta 13 milljarða punda árlega. „Hvers vegna vill Major tefla í tvísýnu efna- hagslegri uppsveiflu og ýta undir vaxtahækkun með ábyrgðarlausum og örvæntingarfullum kosn- ingaloforðum?" spurði Brown. Útlendingum bannaður aðgangur Það þótti tíðindum sæta þegar Major kynnti stefnuskrána í gær, að þá var erlendum frétta- mönnum bannaður aðgangur. Olli það mikill gremju í þeirra hópi og höfðu sumir orð á, að nú hefði breski íhaldsflokkurinn endanlega sann- að á sig það orð, sem af honum færi fyrir „smá- sálarskap og einangrunarhyggju". „Fyrir okkur á meginlandinu er um að ræða mikilvægustu kosningar í Evrópu á þessu ári og að sjálfsögðu áttum við að fá að vera viðstödd sem fréttamenn," sagði Theo Zoll, talsmaður þýska sjónvarpsins ZDF. Hann og aðrir þýskir fréttamenn sögðu, að svona nokkuð gæti ekki gerst í Þýskalandi og vantaði þó ekki, að Þjóðverj- um væru eignaðir alls kyns fordómar. Etienne Duval, sem vinnur fyrir sjónvarpsstöðv- ar í Frakklandi, Þýskalandi, Belgíu og Sviss, kvaðst vera hneyksluð en ekki hissa. „Þingmenn íhalds- flokksins segja gjarna, að það séu engir kjósendur í Frakklandi og þegar þeir tala við okkur, heimta þeir peninga fyrir, 5.000 kr. eða meira. Það eru aðeins peningar, sem fá marga þeirra til að tala við okkur meginlandsbúana,“ sagði Duval. Einn aðstoðarmanna Majors sagði, að fundar- herbergið hefði aðeins tekið 300 manns auk þess sem stefnuskrá íhaldsflokksins væri fyrir Breta, breska kjósendur. Erlendu fréttamennirnir báru í gær fram formlega kvörtun við Malcolm Rif- kind, utanríkisráðherra Bretlands. Samningur um samband Rússlands og Hvíta-Rússlands Umbótasinnar knúðu fram frestun á samruna Moskvu. Reuter. FORSETAR Rússlands og Hvíta-Rússlands, Borís Jeltsín og Alexander Lúkasjenkó, undirrituðu í gær drög að samningi um að ríkin tvö, sem áður voru sameinuð í Sovétríkjunum, stofnuðu með sér ríkjasamband. Fijálslyndum mönnum i ríkisstjórn Rússlands hafði á síðustu stundu tek- izt að hindra, að endanlegur sáttmáli ríkjanna fengi staðfestingu þjóðar- leiðtoganna nú, þar sem þeim lízt ekki alls kostar á þær afleiðingar, sem samruni nágrannaríkisins við Rússland myndi hafa í för með sér, með tilliti til hinnar umdeildu stjórnar Lúkasjenkós og þeirra áhrifa sem hann og félagar hans gætu komið til með að hafa á rússnesk stjórnmál. Clinton vill hindra áfengisauglýsingar Washington. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti fól í gær bandarísku alríkisfjar- skiptanefndinni (FCC) að kanna hugsanlegar leiðir til þess að hindra áfengisauglýsingar í sjón- varpi. Áfengisframleiðendur hafa nýverið ákveðið að hætta nær hálfrar aldar sjálfskipuðu banni við slíkum auglýsingum. Við athöfn í Hvíta húsinu, þar sem Clinton kynnti erindisbréf sitt til FCC, sagðist forsetinn vilja að hið óháða eftirlit rann- sakaði hvaða áhrif áfengisaug- lýsingar kynnu hugsanlega að hafa á drykkju unglinga og þá kanna til hvaða aðgerða bæri að grípa. „Áfengi á ekkert erindi til barna og börnin ættu ekki að eiga neitt erindi við áfengi. Áfengis- auglýsingar í sjónvarpi gætu virk- að sem hvatning til drykkju og ungt fólk þarf ekki á boðskap af því tagi að halda. Af því leiðir ekkert gott,“ sagði Clinton. Forsetinn gagnrýndi þá ákvörðun áfengisframleiðenda að aflétta því auglýsingabanni sem þeir settu á sig sjálfir, en það hafði verið í gildi gagnvart sjón- varpi frá árinu 1948 og útvarpi frá 1936. Kvaðst hann vona að þeir myndu endurskoða hug sinn. Samtök útvarps- og sjónvarps- stöðva brugðust hart við boðskap Clintons og lögðust gegn honum á grundvelli fyrsta ákvæðis bandarísku stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. Sögðu þau allar stöðvar sem eitthvað kvæði að hafa hafnað brennivínsauglýs- ingum þrátt fyrir að framleiðend- ur áfengis hefðu ákveðið að af- létta því auglýsingabanni sem þeir settu sér sjálfir. „Ríkjasambandið skapar ekki eitt ríki. Hvor aðili um sig heldur full- veldi sínu. En það skilar samruna landa okkar áfram á nýtt stig,“ sagði Jeltsín að lokinni undirritun- arathöfninni. Ríkjasambandssamningurinn nýi er byggður á svokölluðum „samfé- lagssáttmála", sem þeir Jeltsín og Lúkasjenkó handsöluðu fyrir réttu ári, þegar Jeltsín var að beijast fyrir endurkjöri og höfðaði í kosn- ingabaráttunni til rússneskra kjós- enda, sem enn harma fall Sovétríkj- anna. Lúkasjenko vonsvikinn En samningurinn, sem undirrit- aður var, inniheldur mun minna en Lúkasjenkó hafði gert sér vonir um að yrði nú að veruleika. Hans yfir- lýsti vilji er að Hvíta-Rússland, með sínar 10 milljónir íbúa, fái að sam- einast rússneska sambandsríkinu. Andstaða við sameiningu landanna er lítil í þeim báðum, en meðal stjórnmálamanna í Rússlandi er nú hart deilt um hvort það þjóni hags- munum Rússlands eins og stendur að tengjast landi bræðraböndum, sem vegna mannréttindabrota og hægfara umbóta hefur lent upp á kant við Vesturlönd. Hvíta-Rúss- land er nú eina landið í Evrópu, sem ekki hefur fengið aðild að Evrópu- ráðinu. Samningstextinn, sem undirbú- inn hafði verið, var 17 blaðsíður og fól í sér ýtarlega áætlun um hvernig Hvíta-Rússland skyldi renna saman við rússneska sam- bandsríkið. Þessi texti var hins Reuter NÁLÆGÐIN sem hér er á milli Alexanders Lúkasjen- kós, forseta Hvíta-Rússlands (t.v.) og Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta, má segja að sé táknræn fyrir stefnu þess fyrrnefnda, en hann vill sam- eina land sitt Rússlandi. vegar styttur i þriggja síðna plagg, sem forsetarnir undirrituðu. Um- bótasinnar, sem á síðustu vikum hafa tekið við embættum í ríkis- stjórn Rússlands, gripu inn í samn- ingaferlið og hindruðu að skrefið yrði stigið til fulls á þessari stundu, þó hugur Jeltsíns virðist hafa stað- ið til þess. Megnið af innihaldi upprunalega samningstextans var komið fyrir í fylgiskjali með samningnum sem undirritaður var. Á næstu sex vik- um munu samningamennirnir end- urskoða efni fylgiskjalsins auk þess sem almenningi á að gefast færi á að ræða það. Reuter Vorkalt í Boston SANNKALLAÐ vetrarveður hef- ur verið í norðaustanverðum Bandaríkjunum síðustu daga og vantaði sums staðar lítið upp á, að jafnfallinn snjór væri metra- djúpur. Fóru samgöngur að sjálf- sögðu úr skorðum og viða hefur vinnustöðum, verslunum, skólum og veitingastöðum verið lokað. Hér er vegfarandi að brjótast framhjá sköflunum í Boylston- stræti í Boston en á venjulegu vori er gatan vön að iða af lífi á þessum tíma. ♦ ♦ ♦---- Reynt að ná flótta- báti af hafsbotni Tirana. Reuter. FORSÆTISRÁÐHERRAR Ítalíu og Albaníu, Romano Prodi og Bashkim Fino, áttu í gær fund á yfirráða- svæði skæruliða í suðurhluta Alban- íu. Staðfesti Fino þar alþjóðlegar fyrirætlanir um að senda 5.000 her- lið til Albaníu, sem ítalir munu fara fyrir. Þá heitir ítalska stjórnin því að reyna að ná albönskum bát, sem sökk á Adríahafi í síðustu viku eftir árekstur við ítalskt herskip, upp af hafsbotni en um áttatíu manns fór- ust með honum. Ásakanir hafa verið uppi um að herskipið hafi siglt á bátinn af ásettu ráði en ítalir vísa því á bug. Prodi kom með þyrlu til borgar- innar Gjirokaster, þar sem hann átti fund með Fino. Gætti fjölmennt lið hermanna og öryggisvarða leiðtog- anna en ekki var að merkja neina andúð í garð Prodis, eins og óttast hafði verið. Geysileg reiði ríkir í garð ítala í borginni Vlore, en þaðan voru flestir þeirra sem drukknuðu með albanska skipinu, sem var á leið til Ítalíu. Á fundi Finos og Prodi staðfesti albanski forsætisráðherrann þá ósk albanskra stjórnvalda að herlið á vegum Sameinuðu þjóðanna yrði sent til Albaníu til að hafa eftirlit með matvæla- og lyfjaflutningum til landsins en hjálparstofnanir segja að hundruð þúsunda manna eigi á hættu að verða hungurmorða, verði ekkert að gert. Segir ítali hafa heitið efnahagsaðstoð Fino fullyrti að ítalski forsætisráð- herrann hefði heitið fjölskyldum þeirra sem fórust með albanska bátnum efnahagsaðstoð. ítalir hafa ekki tjáð sig um málið en Prodi hét því á ítalska þinginu í gær að stjórn- völd myndu reyna að ná flaki báts- ins og líkum þeirra sem fórust, upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.