Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP 9 Morgunblaðið/Þorkell „Það er ómögulegt að sofna í sófanum yfir góðkunningjum lögreglunnar." Eg mæli með Fékk myndbandstæki í afmælisgjöf Dalla Jóhannsdóttir dagskrárgerðarmaður á Sjónvarpinu DALLA Jóhannsdóttir var svo heppin að fá myndbandstæki í af- mælisgjöf í fyrra, og hefur notað það heilmikið síðan. Dalla var því fús til að mæla með fjórum kvi- myndum af öllum þeim sem hún hefur séð, og gefa þannig lesend- um Morgunblaðsins nýjar hug- myndir fyrir næstu ferð út í leigu. Góðkunningjar lögreglunnar The Usual Suspects Leikstjóri: Bryan Singer. Stephen Baldwin, Gabriel Byrne og Benicio Del Toro. „Glæponamynd sem heldur athyglinni allan tímann því söguþráðurinn er flókinn og margslunginn. Það er ómögulegt að sofna yfir þessari í sófanum, einbeitingin verður að vera í lagi. Endirinn er óvæntur eins og við á, og það finnst mér voða skemmti- legt.“ Myndin er frá 1995. Brúðkaupsveislan The Wedding Banquet Leikstjóri: Ang Lee. Winston Chao, May Chin og Mitchell Lichtenstein. „Sæt mynd um vandræðagang og misskilning, sem auk þess er bráð- fyndin. Ég mæli með henni fyrir alla sem vilja hlæja með elskunni sinni, eða bara hverjum sem er.“ Þessi mynd var gerð árið 1993. Hatur La Haine Leikstjóri: Mathieu Kassovitz. Vincent Cassel, Hubert Coundé og Said Taghmaoui. „Úthverfisfílingur í París, von- leysi og vesen á þremur strákum einn dag sem verður öðruvísi í annars ömurlegum raunveruleika þeirra. Þetta er raunsönn mynd af lífinu í úthverfunum alræmdu þar sem unga atvinnulausa fólkið reynir að láta tímann líða.“ Fyrsta mynd leikstjórans sem hlaut þrenn Cesar verðlaun á Cannes kvik- myndáhátíðinni 1995, þ.á m. fyrir bestu leikstjórn. Trufluð tilvera Trainspotting Leikstjóri: Danny Boyle. Ewan McGregor, Even Remner og Johnny Lee Miller. „Svolítið klikk- uð mynd og óhugguleg, ekki fyrir viðkvæmar sálir. Flott tónlist og stemmning, og týpurnar eru frá- bærar.“ Frá 1996. SYNINGAR: ÞRIÐJUDAG 8. APRÍL KL 21:00 MIDVIKUDAG 9. APRÍL KL. 17:00 & KL. 2J:00 MIDA- OG BORDAPANTANIR í SÍ'MfA S'68 7111 Carrey stærri en Pitt o g Ford GAMANLEIKARINN Jim Carrey og mynd hans „Liar Liar“ halda sæti sínu á toppi listans yfir að- sóknarmestu myndir í Bandaríkj- unum um síðustu helgi, aðra helg- ina í röð. Stórstjörnunum Harrison Ford og Brad Pitt, sem leika í myndinni „Devil’s Own“ sem frum- sýnd var um helgina, tókst ekki einu sinni að velta Carrey úr sessi og sýnir það vel hve vinsældir leik- arans eru miklar. Alls var greiddur ÁTAKASENA úr myndinni „The Devil’s Own“ sem fór beint í annað sæti listans. aðgangseyrir á „Liar Liar“ 1.778 milljónir króna en „Devil’s Own“ komst ekki nálægt þeirri tölu, að- eins 1.001 milljón króna var greidd inn á hana. Þijár aðrar myndir á listanum voru frumsýndar um helgina og sitja þær allar á neðri hluta list- ans. Körfuknattleiksmyndin frá Disney kvikmyndafyrirtækinu, „The Sixth Man“ situr til dæmis í sjötta sæti listans með 287 millj- ónir króna í innkomu og ný mynd gamanleikarans Roberts Towns- end, „B.A.P.S." situr í níunda sæti. Óskarsverðlaunamyndin „The English Patient" hækkar sig um tvö sæti frá síðustu helgi, situr í áttunda sæti, og nú er aðeins þriðja myndin í stjörnustríðsseríunni inni á listanum, „Return of the Jedi“ situr í fjórða sæti. BI0AÐS0KN í Bandaríkjunum AÐSOKN iaríkjunum BI0AÐS0KN Bandaríkjunum BIOAÐ! Bandarí Titill Síðasta vika 1. (1.) LiarLiar 1.778m.kr. 25,4m.$ 71,0m. $ 2. (-) The Devil's Own 1.001 m.kr. 14,3 m. $ 18,1 m.$ 3. (2.) Selena 427m.kr. 6,1 m.$ 21,7m.$ 4. (3.) Return of the Jedi 315 m.kr. 4,5 m. $ 298,5 m. $ 5. (4.) Jungle 2 Jungle 287m.kr. 4,1 m.$ 42,1 m. $ 6. (-) The6thMan 287m.kr. 4,1 m. $ 4,1 m. $ 7. (-) Turbo: A Power Rangers Movie 231 m.kr. 3,3 m. $ 3,3 m. $ 8. (10.) The English Patient 210 m.kr. 3,0 m. $ 67,6 m. $ 9. (-) B.A.P.S. 189 m.kr. 2,7 m. $ 2,7 m.$ 18.(5.) PrivateParts_________________188 m.kr. 2,4 m. $ 38,2 m. $ .» mm r. Börnin með til Cannes ► BARNAFÓLK getur skeilt sér á næstu Cannes- kvikmyndahátíðina og tekið bömin með. KidsAl- ong, bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í barna- pössun, mun bjóða þjónustu sína annað árið í röð í Cannes. Barnmargir kvik- myndaáhugamenn geta því tekið krakkana með og farið áhyggjulausir í bíó eða sinnt viðskiptum í maí nk. Starfsmenn KidsAlong segjast í kynningu ábyrgj- ast að börnin verði örugg og ánægð hjá þeim. Þeir taka að sér börn frá 6 mán- aða til 8 ára og bjóða mis- munandi skemmti- og fræðsluefni fyrir hvern ald- urshóp. Þetta verkefni Kid- sAlong ber yfirskriftina „Camp Cannes“ og verður í gangi alla hátíðina, frá 8. til 18. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.