Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 52
52 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
MYIMDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
9
Morgunblaðið/Þorkell
„Það er ómögulegt að sofna í sófanum yfir
góðkunningjum lögreglunnar."
Eg mæli með
Fékk myndbandstæki
í afmælisgjöf
Dalla Jóhannsdóttir dagskrárgerðarmaður á Sjónvarpinu
DALLA Jóhannsdóttir var svo
heppin að fá myndbandstæki í af-
mælisgjöf í fyrra, og hefur notað
það heilmikið síðan. Dalla var því
fús til að mæla með fjórum kvi-
myndum af öllum þeim sem hún
hefur séð, og gefa þannig lesend-
um Morgunblaðsins nýjar hug-
myndir fyrir næstu ferð út í leigu.
Góðkunningjar lögreglunnar
The Usual Suspects
Leikstjóri: Bryan Singer. Stephen
Baldwin, Gabriel Byrne og Benicio
Del Toro. „Glæponamynd sem
heldur athyglinni allan tímann því
söguþráðurinn er flókinn og
margslunginn. Það er ómögulegt
að sofna yfir þessari í sófanum,
einbeitingin verður að vera í lagi.
Endirinn er óvæntur eins og við
á, og það finnst mér voða skemmti-
legt.“ Myndin er frá 1995.
Brúðkaupsveislan
The Wedding Banquet
Leikstjóri: Ang Lee. Winston Chao,
May Chin og Mitchell Lichtenstein.
„Sæt mynd um vandræðagang og
misskilning, sem auk þess er bráð-
fyndin. Ég mæli með henni fyrir
alla sem vilja hlæja með elskunni
sinni, eða bara hverjum sem er.“
Þessi mynd var gerð árið 1993.
Hatur
La Haine
Leikstjóri: Mathieu Kassovitz.
Vincent Cassel, Hubert Coundé og
Said Taghmaoui.
„Úthverfisfílingur í París, von-
leysi og vesen á þremur strákum
einn dag sem verður öðruvísi í
annars ömurlegum raunveruleika
þeirra. Þetta er raunsönn mynd
af lífinu í úthverfunum alræmdu
þar sem unga atvinnulausa fólkið
reynir að láta tímann líða.“ Fyrsta
mynd leikstjórans sem hlaut þrenn
Cesar verðlaun á Cannes kvik-
myndáhátíðinni 1995, þ.á m. fyrir
bestu leikstjórn.
Trufluð tilvera
Trainspotting
Leikstjóri: Danny Boyle. Ewan
McGregor, Even Remner og
Johnny Lee Miller. „Svolítið klikk-
uð mynd og óhugguleg, ekki fyrir
viðkvæmar sálir. Flott tónlist og
stemmning, og týpurnar eru frá-
bærar.“ Frá 1996.
SYNINGAR:
ÞRIÐJUDAG 8. APRÍL KL 21:00
MIDVIKUDAG 9. APRÍL KL. 17:00 & KL. 2J:00
MIDA- OG BORDAPANTANIR í SÍ'MfA S'68 7111
Carrey stærri en Pitt o g Ford
GAMANLEIKARINN Jim Carrey
og mynd hans „Liar Liar“ halda
sæti sínu á toppi listans yfir að-
sóknarmestu myndir í Bandaríkj-
unum um síðustu helgi, aðra helg-
ina í röð. Stórstjörnunum Harrison
Ford og Brad Pitt, sem leika í
myndinni „Devil’s Own“ sem frum-
sýnd var um helgina, tókst ekki
einu sinni að velta Carrey úr sessi
og sýnir það vel hve vinsældir leik-
arans eru miklar. Alls var greiddur
ÁTAKASENA úr myndinni
„The Devil’s Own“ sem fór
beint í annað sæti listans.
aðgangseyrir á „Liar Liar“ 1.778
milljónir króna en „Devil’s Own“
komst ekki nálægt þeirri tölu, að-
eins 1.001 milljón króna var greidd
inn á hana.
Þijár aðrar myndir á listanum
voru frumsýndar um helgina og
sitja þær allar á neðri hluta list-
ans. Körfuknattleiksmyndin frá
Disney kvikmyndafyrirtækinu,
„The Sixth Man“ situr til dæmis
í sjötta sæti listans með 287 millj-
ónir króna í innkomu og ný mynd
gamanleikarans Roberts Towns-
end, „B.A.P.S." situr í níunda sæti.
Óskarsverðlaunamyndin „The
English Patient" hækkar sig um
tvö sæti frá síðustu helgi, situr í
áttunda sæti, og nú er aðeins þriðja
myndin í stjörnustríðsseríunni inni
á listanum, „Return of the Jedi“
situr í fjórða sæti.
BI0AÐS0KN
í Bandaríkjunum
AÐSOKN
iaríkjunum
BI0AÐS0KN
Bandaríkjunum
BIOAÐ!
Bandarí
Titill
Síðasta vika
1. (1.) LiarLiar 1.778m.kr. 25,4m.$ 71,0m. $
2. (-) The Devil's Own 1.001 m.kr. 14,3 m. $ 18,1 m.$
3. (2.) Selena 427m.kr. 6,1 m.$ 21,7m.$
4. (3.) Return of the Jedi 315 m.kr. 4,5 m. $ 298,5 m. $
5. (4.) Jungle 2 Jungle 287m.kr. 4,1 m.$ 42,1 m. $
6. (-) The6thMan 287m.kr. 4,1 m. $ 4,1 m. $
7. (-) Turbo: A Power Rangers Movie 231 m.kr. 3,3 m. $ 3,3 m. $
8. (10.) The English Patient 210 m.kr. 3,0 m. $ 67,6 m. $
9. (-) B.A.P.S. 189 m.kr. 2,7 m. $ 2,7 m.$
18.(5.) PrivateParts_________________188 m.kr. 2,4 m. $ 38,2 m. $
.»
mm
r.
Börnin
með til
Cannes
► BARNAFÓLK getur
skeilt sér á næstu Cannes-
kvikmyndahátíðina og
tekið bömin með. KidsAl-
ong, bandarískt fyrirtæki
sem sérhæfir sig í barna-
pössun, mun bjóða þjónustu
sína annað árið í röð í
Cannes. Barnmargir kvik-
myndaáhugamenn geta því
tekið krakkana með og
farið áhyggjulausir í bíó
eða sinnt viðskiptum í
maí nk.
Starfsmenn KidsAlong
segjast í kynningu ábyrgj-
ast að börnin verði örugg
og ánægð hjá þeim. Þeir
taka að sér börn frá 6 mán-
aða til 8 ára og bjóða mis-
munandi skemmti- og
fræðsluefni fyrir hvern ald-
urshóp. Þetta verkefni Kid-
sAlong ber yfirskriftina
„Camp Cannes“ og verður
í gangi alla hátíðina, frá 8.
til 18. maí.