Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Stofngjald
farsíma lækkar
HINN 1. apríl tók gildi ný gjald-
skrá og nýjar reglur fyrir símaþjón-
ustu í samkeppni. í fréttatilkynn-
ingu frá Pósti og síma kemur fram
að stofngjöld í báðum farsimakerf-
um lækki en skráðir farsímar eru
nú um 50.000 talsins hér á landi.
Stofngjald að NMT kerfinu lækkar
um 57% úr 11.691 kronur í 4.980
krónur. Stofngjaldið í GSM kerfínu
lækkar um 43% úr 4.358 krónum
í 2.490 krónur. Viðtökugjald í NMT
kerfinu lækkar um 62%, úr 6.567
krónum í 2.490 kr. og gjald fyrirnú-
meraskipti í GSM kerfinu lækkar
úr 2.328 krónum í 1.245 krónur.
Tveir símar á sama númeri
NMT símaeigendum er nú boðið
upp á þann möguleika að hafa tvo
síma á sama númeri. Þá þurfa eig-
endur NMT síma að sækja um núm-
eraleynd vilji þeir ekki að númer
þeirra sjáist á skjá þeirra sem eru
með númerabirti.
Meðal nýjunga í GSM kerfinu er
að núna er hægt að fá læsingu á
símann til útlanda og í símatorg.
Unnt er að senda símbréf og tölvu-
gögn frá PC ferðatölvu gegnum
GSM síma og koma á hópsímtali
þar sem allt að sex notendur tengj-
ast.
Opið fyrir smáskilaboð
í öll GSM númer
Hægt er að senda smáskilaboð
SMS með GSM síma, allt að 160
stafi eða tákn að lengd í annan GSM
síma. Opið er fyrir viðtöku smá-
skilaboða í öll GSM númer en þeir
sem vilja senda boð úr GSM verða
að sækja um þá sérþjónustu. Sumir
gamlir GSM símar geta ekki tekið
við smáskilaboðum. Þá er boðið upp
á vistun heimasíðu í háhraðanetinu
og þeir sem tengdir eru gagnahólfi
geta sent tölvupóst um Inmarsat-
gervihnött.
Verðkönnun Samkeppnisstofnunar
Apótekin Iðufelli og
Smiðjuvegi ódýrust
„APÓTEKIN Iðufelli og Smiðjuvegi
voru að meðaltali með ódýrustu lyf-
in í verðkönnun Samkeppnisstofn-
unar og næst á eftir þeim komu
Lyfjabúð Hagkaups og Breið-
holtsapótek," segir Kristín Færseth,
deildarstjóri hjá Samkeppnisstofn-
un. Margir lesendur hafa haft sam-
band og verið að velta fyrir sér
hvaða apótek hafi að meðaltali
komið best út úr verðkönnun Sam-
keppnisstofnunar sem birt var á
síðum Morgunblaðsins í síðustu
viku.
„Hins vegar voru mjög ýmsir
lyfsalar sem bentu á að verðið, sem
uppgefíð var þann dag sem könnun-
in var gerð, væri verð dagsins og
það kynni að breytast jafnvel dag-
lega.“ Þá bendir Kristín á að könn-
unin náði einungis til 32 lyfjateg-
unda og það er mjög lítil hluti af
þvi sem almennt fæst í apótekum
en á móti kemur að lyfin í könnun-
inni eru mikið notuð lyf. Kristín
segir að um helmingur af þeim
apótekum sem voru í könnuninni
hafi alltaf verið með leyfilegt há-
marksverð á lyfseðilsskyldum lyfj-
um og gefíð svo 5-15% afslátt til
elli- og örorkulífeyrisþega.
Gervineglur
átær
FYRIR nokkru var haldið námskeið
fyrir íslenska fótaaðgerðafræðinga
í ásetningu gervinagla á tær. Þýski
fótaaðgerðafræðingurinn Axel
Pelster hélt námskeiðið sem um 40
fótaaðgerðafræðingar sóttu.
Gervineglur koma að notum þeg-
ar um sveppasýkingu er að ræða
eða þegar tánögl hefur dottið af.
Ef um sveppasýkingu er að ræða
er nöglin skafín og fræst niður og
sýking fjarlægð. Ný nögl er steypt
ofan á og sveppurinn er því kæfður.
Ef tánögl dettur af vill naglbeð-
urinn skreppa saman. Þegar ný
nögl vex fram kann hún að vaxa
niður og inngróningur að valda
óþægindum. Ný nögl er steypt ofan
á naglbeðinn meðan náttúrulega
nöglin er að vaxa eðlilega fram.
ÚRVERINU
TÖLVUMYND af hinu nýja húsi SÍF hefur verið sett inn á mynd af hafnarsvæðinu. Hér er horft
af hafnarbakkanum til austurs og í baksýn má sjá flotkvína i Hafnarfirði.
Bygging nýs húss SIF
í Hafnarfirði hafin
FRAMKVÆMDIR eru nú hafnar
við nýtt hús SÍF við Hafnarfjarðar-
höfn. Húsið er um 3.800 fermetrar
að grunnfleti en um 5.000 fetmetr-
ar alls, þar sem um helmingur
þess verður á tveimur hæðum. í
húsinu verður annars vegar kæli-
geymsla sem tekur um 3.500 palla
af saltfiski og þjónusta við fram-
leiðendur, þar sem fiskur verður
flokkaður og honum pakkað. Jafn-
framt hefur SÍF leitað eftir kaup-
um á húsnæði Fiskmarkaðs Hafn-
arfjarðar með þurrkun á saltfiski
í huga.
Róbert B. Agnarsson, formaður
byggingarnefndar, segir að þegar
SÍF hafi flutt starfsemi sína frá
Reykjavík til Hafnarfjarðar hafi
verið samið við Hafnarfjarðarbæ
um byggingarlóð á hafnarsvæðinu.
Jafnframt hafi verið Jögð áherzla
á að selja húsnæði SÍF við Keilu-
granda í Reykjavík. Það hafí verið
orðið óhentugt og auk þess hafi
SIF verið með geymslur á tveimur
öðrum stöðum, Holtabakka og
Vilja einnig kaupa
húsnæði Fisk-
markaðs Hafnar-
fjarðar
Sundahöfn. Ætlunin hafí því verið
að sameina alla þessa starfsemi á
hafnarbakkanum í Hafnarfirði.
Húsið tilbúið
í nóvember
„Við fengum kaupanda að
Keilugrandanum eftir áramótin og
þegar var farið að undirbúa bygg-
ingu hér,“ segir Róbert. „Nú er
búið að semja við verktakana Ólaf
og Gunnar ehf. og jarðvegsfram-
kvæmdir eru hafnar. Áætlaður
kostnaður er um 250 milljónir
króna miðað við húsið fullgert og
öll tæki og tól, sem í því verða.
Við búumst við því að húsið verði
fullbúið til notkunar um miðjan
nóvember á þessu ári en möguleik-
ar eru á stækkun þess síðar, verði
þess þörf,“ segir Róbert.
Róbert segir að í nýja húsinu
verði sameinuð starfsemj og kæli-
geymslur af þremur stöðum í
Reykjavík og af því sé mikið hag-
ræði, breytingin verði nánast bylt-
ingarkennd. Jafnframt verði það
mikill munur að vera á hafnar-
bakkanum, en það auðveldi mjög
alla affermingu og lestun. Flutn-
ingar á fiskinum til og frá verði
því minni en áður og meðferð á
honum jafnframt betri.
Huga að
saltfiskþurrkun
SÍF hefur einnig hafið viðræður
við Hafnarfjarðarbæ um kaup á
húsnæði því, sem Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar er nú í. Það er um
4.000 fermetra húsnæði og er ætl-
unin að setja þar upp þurrkun á
saltfiski. Þrátt fyrir það mun áfram
verða pláss fyrir fiskmarkaðinn í
húsinu og er ráð fyrir því gert að
svo verði.
FMB í nýtt húsnæði
NÝTT húsnæði Fiskmarkaðs
Breiðafjarðar í Snæfellsbæ hefur
verið tekið formlega í notkun.
Húsið hcfur verið í byggingu frá
því 13. sept. ’96 en þá var tekin
fyrsta skóflustungan. Um er að
ræða 640 fm hús að grunnfleti,
130 fm á efri hæð fyrir skrifstof-
ur og uppboðssal.
Sprettur hf. í Grundarfirði sá
um bygginguna og var áætlað
að byggingin tæki 5 mánuði og
stóðst það. Áætlanir stóðust all-
ar, þar á meðal kostnaðaráætlun
sem hljóðaði upp á 35,6 milljón-
ir. Enn á samt eftir að ganga frá
lóðinni. Byggingin var fjármögn-
uð með hlutafjárútboðum og lán-
um og er að fullu greidd. Hönn-
uður hússins er Gunnar Indriða-
son.
FMB er með móttöku á afla í
öllum höfnum Breiðafjarðar,
Stykkishólmi, Grundarfirði, Ól-
afsvík, Rifi og Arnarstapa.
Að sögn stjórnarformanns,
Páls Ingólfssonar, hefur mark-
aðshlutdeild FMB aukist ár frá
ári frá því að markaðurinn var
stofnaður 1991.
Árið 1992 seldusttæp 10.000
tonn en á síðasta ári seldust um
17.300 þrátt fyrir verulegan sam-
drátt í bolfiskveiðum á þessu
sama tímabili.
Framkvæmdasljóri FMB er
Tryggvi Leifur Óttarsson.
Magir íbúar Snæfellsbæjar,
hluthafar og velunnarar markað-
arins mættu við opnunina. Léttar
veitingar og annað góðmeti var
veitt þeim sem mættu. Lúðra-
sveit Tónlistarskólans Iék og
fyrrverandi félagar úr Rjúk-
andakórnum tóku Iagið.