Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 1

Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 1
80 SIÐUR B/C/D 74. TBL. 85. ÁRG. FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Jihad- menn hand- teknir Gaza. Reuter. PALESTÍNSKA lögreglan hefur handtekið um 30 félaga í íslömsku Jihad, hreyfíngu sem Israelar segja að hafi gert misheppnaða tilraun til að drepa gyðinga á Gaza-svæð- inu í fyrradag. Palestínsk yfirvöld sögðu að mennimir hefðu verið handteknir í nokkmm ahlaupum lögreglunnar í fyrrinótt. ísraelar saka hreyfinguna um að hafa sent tvo Palestínumenn til að gera sjálfsmorðsárásir á byggð gyðinga á Gaza-svæðinu. Mennirnir biðu báðir bana í spreng- ingum en enginn ísraeli særðist. Palestínskir embættismenn höfðu eftir sjónarvottum að annar mannanna hefði beðið bana eftir að sprengju hefði verið kastað úr ísraelskum herjeppa. Talsmaður Jihad sagði ekkert hæft í ásökunum Israela og kvað ísraelsku leyniþjón- ustuna hafa staðið fyrir árásunum til að draga athyglina frá umdeild- um byggingarframkvæmdum ísra- ela við Austur-Jerúsalem, sem hafa valdið óeirðum meðal Patestínu- manna í tvær vikur. Hann kvaðst ekki vita til þess að mennirnir hefðu stutt Jihad. Netanyahu hvikar hvergi Talsmaður Benjamins Netan- yahus, forsætisráðherra ísraels, sagði í gær að hann myndi hvergi hvika frá áformunum um að reisa 6.500 íbúðir fyrir gyðinga við jaðar Austur-Jerúsalem á fyrirhuguðum fundi sínum með Bill Clmton Bandaríkjaforseta á mánudag. ísra- elsstjórn setti það skilyrði fyrir frek- ari viðræðum við leiðtoga Palestínu- manna að þeir gerðu ráðstafanir til að binda enda á hryðjuverk araba. Morgunblaðið LEIÐANGURSMENNIRNIR ganga yfir hengibrú sem liggur yfir á í hlíðum Everestfjalls. KLIFJUM hlaðnir Everestfararnir feta sig eftir hlíðum hæsta fjalls í heimi, sherparnir fremst, en íslendingarnir fyrir aftan þá. Sáu á tind Everest EVERESTFARARNIR sáu á tind fjallsins í fyrsta skipti í gær, en þeir eru núna í 5.170 metra hæð. I dag koma þeir í aðalbækistöðvar sínar, sem eru í 5.300 metra hæð. Ferðin hefur gengið vel fram að þessu. Everestfararnir, Björn Ólafs- son, Einar K. Stefánsson og Hall- grímur Magnússon og aðstoðar- menn þeirra, Hörður Magnússon og Jón Þór Víglundsson, komu í gær til staðar sem heitir Goraks- hep, en það er síðasta byggða bólið sem leiðangursmenn fara um á leið sinni á tindinn. Það sem vakti helst athygli þeirra í Goraks- hep var verð á vöru og þjónustu. Gisting í einu af fjórum húsum í þorpinu kostar 35 krónur, en hins vegar kostar bjórflaskan 300 krón- ur og kókið 200 krónur. Ferðalangarnir voru í talsvert mikilli snjókomu í gær þegar Morgunblaðið talaði við þá. Þeir gengu einungis í tvo til þrjá tíma. Hörður sagði að menn hlökkuðu til að komast í aðalbækistöðvarn- ar og væru ánægðir með að þess- um hluta ferðarinnar væri að verða lokið. Mestur hluti búnaðarins, sem fjallgöngumennirnir ætla að nota við gönguna á tindinn, tafðist í tolli og sagðist Hörður búast við að hann kæmi til þeirra eftir 3-4 daga. Þetta myndi hins vegar ekki tefja þá við undirbúning ferðarinnar á fjallið. Meginverk- efnið núna væri að koma sér fyr- ir í aðalbækistöðvunum og halda áfram að venja líkamann við hæð- ina og þunna loftið. Menn myndu því ganga upp og niður eftir Ever- est næstu daga i samræmi við upphaflega ferðaáætlun. Hægt er að fylgjast með leið- angrinum á alnetinu, en slóðin er: http://www.mbl.is/everest Djúpblá með mannlega þáttinn Yorktown Heights. Reuter. IBM-tölvan Djúpblá hefur skorað öðru sinni á Garrí Kasparov, heimsmeistara í skák, og verður einvígið haldið dagana 3. til 11. maí. Þykist hún vera betur undir það búin nú en þegar fundum þeirra bar saman í fyrra því þótt enginn efist um of- urmannlega reikningskunn- áttu hennar, hefur skort nokk- uð á „hið mannlega innsæi“. Nú hefur verið úr því bætt. I einvíginu í fyrra, sem var sex skákir, sigraði Kasparov en Djúpblá náði þó að vinna eina skák og gera tvö jafn- tefli. Nægði það til að skjóta heimsmeistaranum verulegum skelk í bringu en hann kvaðst óttast, að bráðum yrði vélin manninum fremri. Meiri tilfinning Tölvufræðingarnir hjá IBM og stórmeistarinn Joel Benja- min hafa að undanfömu unnið að því að hressa upp á Djúp- blá, sem er nærri tveggja metra há og með 16 örgjörva, en auk þess að bæta minnið og hraðann, hún getur metið hundruð milljóna staðna á sek- úndu, hafa þeir lagt áherslu á að auka skákþekkingu hennar og tilfínningu fyrir hlutfalls- legu gildi taflmannanna í alls konar stöðum. Einvígið í maí verður einnig sex skákir og fær sigurvegar- inn tæpar 50 milljónir ísl. kr. í sinn hlut og sá sem tapar tæpar 30 millj. Reuter ELLEFU ísraelskir hermenn slösuðust þegar rúta þeirra valt niður brekku og brann eftir að bensinsprengju var kastað á hana nálægt palestínskum flóttamannabúðum á Vesturbakkanum í gær. Samið um ríkjasamband Rússlands og Hvíta-Rússlands Sj álfstæðissinnar mótmæla í Minsk Minsk, Moskvu. Reuter. LÖGREGLAN í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, barðist í gær við sjálfstæðissinna sem efndu til mót- mælagöngu eftir að forseti landsins, Alexander Lúkasjenkó, og Borís Jeltsín Rússlandsforseti undirrituðu stytta útgáfu af samningi um að ríkin tvö stofnuðu með sér ríkjasam- band. Þótt almennt sé talið, að í hvor- ugu ríkinu fari mikið fyrir andstöðu við samruna þeirra, efndu um 4.000 andstæðingar slíkrar þróunar til háværra mótmæla í Minsk. Mót- mælagangan var friðsamleg þar til um 2.000 manns héldu í átt að rússneska sendiráðinu. Lögreglan beitti þá kylfum til að aftra fólk- inu frá því að ráðast að sendiráð- inu og nokkrir í hópi mótmælenda hófu að kasta gijóti. Að sögn vitna voru a.m.k 100 þátttakendur í mótmælagöngunni handteknir. Að minnsta kosti þrír blaðamenn voru á meðal hinna hand- teknu. Kommúnistar fagna Markmið Lúkasjenkós að sameina fyrrverandi Sovétlýðveldin tvö náð- ust ekki alveg í samningnum og hrósuðu umbótasinnar í ríkisstjórn Rússlands happi yfir því. Þeir óttast afleiðingar þess að vandamál Hvíta- Rússlands bætist við þau vandamál, sem Rússland sjálft á við að etja. Hvíta-Rússland er orðið einangrað á alþjóðavettvangi vegna stefnu ríkis- stjórnar Lúkasjenkós, sem sökuð er um mannréttindabrot, og efna- hagsumbætur ganga mjög hægt í landinu. Kommúnistar og þjóðernissinnar á rússneska þinginu fögnuðu undir- ritun samningsins, þótt hann gengi ekki eins langt og þeir vildu. ■ Umbótasinnar/19

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.