Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ ALEX orðinn stuttklippur og klæddur felulitum bregður á leik með afa sínum. Morgunblaðið/Hrund Hauksdóttir HRUND Hauksdóttir á Gaza-svæðinu klædd að hætti palestínskra kvenna með sjal á höfði. PÍLAGRÍMSFERD ^PALESTÍNO EG sit snemma að morgni mánudagsins 17. mars í kennslustofu Íslamska há- skólans á Gaza. Ég er í dökkgrænum, síðum kufli og með hvíta slæðu vand- lega vafða um höfuðið. Aðains svörtu Reebok skórnir sem gægjast undan kuflinum eru kunnuglegir. Allt annað er framandi. Palestínsk- ar kynsystur mínar eru að læra verkfræði og hlusta af áhuga á fyrirlesarann, sem er karlmaður í vönduðum jakkafötum. Einungis konur eru í bekknum og ég fell inn í fjöldann sem situr þennan sólríka morgun á hörðum trébekkjum og hlýðir á kennarann. Ég þykist fylgj- ast með og skrifa jafnmikið og bekkjarsystur mínar en í raun er ég að „stúdera“ þær í laumi. Ég er heilluð af framandlegu umhverfí mínu og verður hugsað heim. Fólk taldi mig storka örlögunum og vera að ana út í opinn dauðann með því að heimsækja Gazasvæðið, sem ís- lendingar hafa nær einungis kynnst í gegnum blóði drifnar fréttimar. En för mín hingað tengdist ekki aðeins áhuga mínum á málefnum Palestínumanna, heldur var hún einnig af persónulegum toga. Fimm ára gamall sonur minn á palestínsk- an föður, sem hefur ekki stigið fæti á fóstuijörðina síðan hann var sex mánaða gamall og gerður út- lægur ásamt fjölskyldu sinni. í dag erum við fráskilin en höldum vin- skap og þessi ferð til Gaza hafði ávallt verið fjarlægur draumur sem var nú loks orðinn að veruleika. Það gaf svo ferðinni enn meira gildi að hafa son minn með, en hann hefur aldrei getað hitt ömmu sína og afa vegna pólitísks ástands Palestínu- manna. Ferðin til Gaza var því eins konar pílagrímsför. Eins og frásögn mín ber með sér, þá hóf ég að rita þessa grein í fyrrgreindum háskóla. Ég hélt dagbók yfír upplifanir mínar á Gaza og mun í eftirfarandi grein fjalla um það sem fyrir augu bar. En hveijir eru Palestínumenn og fyrir hveiju beijast þeir? Landið þeirra, Palestína, var tekið traustataki og afhent ísraelum árið 1948. Hinir síðarnefndu hafa löngum þráð yfír- ráð yfír landinu helga og höfðu ómælda samúð þjóða heims eftir heimsstyijöldina síðari. Með samúð þessa sem móralskt vopn, ásamt dyggum stuðningi Bandaríkja- manna og annarra þjóða, tóku gyð- ingar Palestínu í sínar hendur og gáfu landinu opinberlega nafnið Israel. Vesturbakkinn tilheyrði reyndar Jórdaníu allt til ársins 1967, en þá hertóku ísraelar hann. Sömu sögu er að segja um Gaza-svæðið, en það var undir stjóm Egyptalands til 1967, er það féll í hendur ísraels. Eftir það var jafnan vísað til Gaza og Vesturbakkans sem hemumdu svæðanna. Þegar Palestínumenn eru nefndir á nafn, vill hugtakið „hryðjuverka- menn“ gjaman skjóta upp kollinum. Fólk sér fyrir sér blóðþyrsta, fúl- skeggjaða araba með AK-47 riffla um öxl og handsprengjur við beltis- stað. Fjölmiðlar hafa í gegnum tíð- ina verið ötulir við að bregða upp þessari mynd af Palestínumönnum og viðhalda fordómum í þeirra garð. Óll athygli æsifréttamennskunnar beindist að því litla broti palestínsku þjóðarinnar er háði blóðuga baráttu fyrir tilvist sinni. Heimurinn sá ekki meirihluta þjóðarinnar, sem bar harm sinn í hljóði. í desember 1988 hófst uppreisnin (Intifada) á Gaza-svæðinu. Er fólk þusti út á götur Gaza með gijót að vopni gegn vopnuðum hermönn- um ísraela, logaði alit í óeirðum. Það var ekki fyrr en Davíð reis upp gegn ofurefli sínu, Golíat, að um- heimurinn varð loks fyllilega með- vitaður um kúgun og mannréttinda- brot ísraela gagnvart Palestínu- mönnum. ísraelar svöruðu upp- reisninni með því að dreifa táragasi úr þyrlum yfír svæðið, fleygðu veiku fólki út af spítölum og skutu á syrgjendur í jarðarförum. Eftir að Intifada hafði staðið yfír í nokkur ár og haft mikið mannfall í för með sér, fengu Palestínumenn loks svo- kallaða „sjálfstjórn" á Gaza og hafa þar með stigið stórt skref í sjálf- stæðisbaráttu sinni. En það er að- eins eitt skref á langri, grýttri leið. Eins og kunnugt er af fréttum hef- ur Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra ísrael, haldið fast við þá ákvörðun sína að byggja 6500 íbúð- ir fyrir gyðinga við Austur-Jerúsal- em, þrátt fyrir áköf mótmæli Pal- estínumanna og fordæmingu flestra þjóða heims. I þeirri umræðu er vert að geta þess miskunnarlausa sannleika að á síðastliðnum 30 árum hafa verið reist 38.000 heim- ili fyrir gyðinga í Jerúsalem en ekki eitt palestinskt! Endurfæðing Intifada Bæði ísraelar og Palestínumenn líta á Jerúsalem sem heilaga borg og báðar þjóðirnar vilja hana sem höf- uðborg sína. Eftir að þokkalega gott samkomulag hefur ríkt á milli þjóðanna um nokkurt skeið, varð málefnið um byggingarfram- kvæmdirnar til þess að ijúfa friðinn og kom sem kjaftshögg í andlit palestínsku þjóðarinnar. Intifada endurfæddist. Það var einmitt á þessum við- kvæma tíma sem við heimsóttum ísrael. Ferðinni var þannig háttað að við flugum frá London til Tel Aviv. Á Heathrow-flugvelli var mjög öflug öryggisgæsla við það hlið er vélin færi frá og þrátt fyrir að hafa farið í gegnum málmleitun- artæki, vorum við líka þukluð hátt og lágt. Jafnvel litli fimm ára sonur minn var látinn glenna í sundur fæturna líkt og ótíndur glæpamaður og hann þreifaður. Það búa tvær þjóðir í Israel... Flugvélin var fullbókuð og biðsal- urinn því þéttsetinn. Yfírgnæfandi meirihluti farþeganna voru gyðing- ar á heimleið; eflaust eru fáir ferða- menn á þessari flugleið á öruggum tímum. Ég fann strax sterklega fyrir óvinveittu viðmóti ísraels- manna á flugvellinum, sem litu Bassam (bamsföður minn) horn- auga og á mig með fyrirlitningu. Hann var eini Palestínumaðurinn á leið til Tel Aviv þetta kvöldið. Er við vorum sest um borð héldu flug- freyjurnar sinn staðlaða fyrirlestur um öryggi farþega og þjónustu um borð. Þærtöluðu ensku og... hebr- esku. Mér varð hugsað til þess að við værum ekki enn komin í loftið og ég fékk strax smjörþefinn af því sem koma skyldi. Ég gat ekki stillt mig um að hnippa í flugfreyjuna og spurði hreint út: „Hvers vegna talið þið ekki arabísku líka?“ Flug- freyjan skipti litum og horfði á tærnar á sér. Ekkert svar. „Það búa tvær þjóðir í Israel," hélt ég æst áfram, „eða er British Airways ekki meðvitað um það?“ Hún brosti vandræðalega, sagðist þurfa að undirbúa brottför og hvarf. Því skal ekki neitað að íslenska hjartað mitt tók nokur aukaslög er við gengum inn á Ben Gurion flug- stöðina í Tel Aviv. Þótt Bassam sé bandarískur ríkisborgari og búi í Bandaríkjunum að staðaldri, þá er hann engu að síður Palestínumað- ur. Hann er fæddur á Gaza og hef- ur ekki verið kleift fyrr að koma heim vegna pólitísks ástands er hélt Palestínumönnum í útlegð. Ég átti von á því versta á flugvellinum og sérstaklega vegna nýjasta ágreiningsmálsins um Jerúsalem, sem hafði hleyypt illu blóði í óvina- þjóðirnar. Nálarauga útlendingaeftirlitsins Farþegarnir flykktust inn í flug- stöðvarbygginguna í hundraða tali og Bassam hafði vart tekið tvö skref þegar vopnaður öryggisvörður sveif á hann og dró hann afsíðis. Það myndaðist kuldaleg þögn í salnum. Ég velti fyrir mér hvert flugvallar- starfsmenn í Tel Aviv hafí vitað af komu hans þar sem þeir hafa jú aðgang að farþegaskrá og viðbrögð- in voru svo ótrúlega snögg. Ég var ekki sátt við þessar aðgerðir, nálgað- ist vörðinn og spurði kurteislega en ákveðið hvers vegna við færum ekki beint í vegabréfsskoðunina og fengj- umst við málið þar. Einnig benti ég honum á að hér væri bandarískur ríkisborgari á ferð. Vörðurinn virti athugasemdir mínar að vettugi og ég var rekin ásamt Alex syni okkar í röðina. Við tvö flugum snurðulaust í gegnum nálarauga útlendingaeftir- litsins en urðum að bíða dijúga stund eftir Bassam. Ég sá til hans og þar sem ég þekki manninn mjög vel, sá ég að honum var alls ekki rótt. Fleiri ör- yggisverðir bættust í hópinn og ég sá að spumingaflóðið dundi á hon- um. Eftir að þeir loksins hleyptu honum í gegn, tók við ýtarleg rann- sókn á farangri okkar. ísraelsku öryggisverðimir leituðu af sér allan grun, báðust dræmlega afsökunar á töfinni og við vomm fijáls ferða okkar. Það var okkur ákveðinn létt- ir að inngöngu í landið var lokið, en þessar stirðu móttökur, sem í raun vefengdu tilgang farar okkar, sköpuðu undarlega tilfínningu í bijósti mér. Ég upplifði mig ekki sem venjulegan ferðamann heldur frekar óvin, sem gæti ógnað öryggi fólks. Við dvöldum eina nótt í Tel Aviv og skoðuðum okkur aðeins um í borginni næsta dag. Við vorum heft af andrúmsloftinu og kuldalegri kurteisi af hálfu hótelstarfsmanna, verslunarfólks og annarra sem við þurftum að eiga samskipti við. Við urðum að sama skapi áþreifanlega vör við að nær engir Arabar era í þessari borg. Við vorum meðal ann- ars á rölti á því svæði sem Hamas- samtökin sprengdu kaffíhús einung- is fímm dögum síðar. Okkur leið ekki vel í Tel Aviv og vorum óþreyjufull að komast til Gaza. Hvorugt okkar hafði hug- mynd um hvað biði okkar; hvorki hvernig Gaza kæmi fyrir sjónir né heldur hversu vel eða illa amma og afi hefðu komið sér fyrir á gömlu landareign ljölskyldunnar. Ég reyndi að stappa í mig stálinu og sannfærði sjálfa mig um að það væri lélegur félagsfræðinemi og blaðamaður sem gæti ekki harkað af sér Gaza-svæðið í 10 daga. Við pöntuðum leigubíl og bílstjór- inn tjáði okkur að hraðbrautinni væri lokað tímabundið vegna heim- sóknar Husseins Jórdaníukonungs. Svo það voru greinilega fleiri en við að fara á þessar slóðir! Leigubíllinn reyndist vera óvenju langur, svartur Benz, með svörtum gluggatjöldum. Mér varð hugsað til vina minna heima á íslandi sem höfðu gantast með að þeir myndu skrifa fallegar minningargreinar um mig eftir þessa ferð. Þar sem ég sat inni í þessum bíl með svört tjöldin dregin fyrir, laumaðist að mér sú hrollvekjandi hugsun hvort ég væri nú í líkbílnum á leiðinni í gröfina á Gaza ... Gullna hliðið á Gaza Til að komast inn á Gaza-svæðið þarf að fara í gegnum þijú hlið, hvert á fætur öðru. Þó nokkur spöl- ur er þó á milli þeirra. ísraelskir hermenn í fullum herklæðum tóku á móti okkur í fyrsta hliðinu og varð Alex mínum starsýnt á vél- byssurnar og rifflana sem héngu kæruleysislega með síðum þeirra. Þeir skoðuðu vegabréf okkar vand- lega og bentu okkur síðan áfram að næsta hliði, en þar varð bílstjór- inn að skilja okkur eftir þar sem hann hafði ekki leyfi til að fara lengra. í þessu hliði fór hið raun- verulega eftirlit og skriffínnska fram. Skrifstofa ísraelska hersins var fátækleg og skítug, búin göml- um stálhúsgögnum. Þarna vorum við yfírheyrð og allar „nauðsynleg- ar“ upplýsingar færðar inn í tölvu. Mér leið eins og ég væri að leika í James Bond-mynd. Óöryggistilfinning gerði vart við sig þegar ég þurfti tímabundið að afhenda hermanni með vélbyssu vegabréfíð mitt. Það var þrúgandi þögn á meðan hermennirnir gengu frá öllum pappírsmálum og þeir virtust hafa nægan tíma til að fara í gegnum öll okkar mál með stó- ískri ró. Einn þeirra teygði sig í gamalt útvarpstæki og skyndilega var þögnin rofin er Macarena lagið glumdi afkáralega í skrifstofu- kompunni. Einn þeirra sló léttilega taktinn í riffilinn sinn, þar sem hann sat valdsmannlegur uppi á öðra skrifborðinu. Andstæðurnar voru vægast sagt grátbroslegar. Eftir að við fengum vegabréfin afhent, fengum við svokallað „Exit- Permit" (útgönguleyfí) sem tryggði okkur að komast aftur út af Gaza. Ég ákvað að gæta þessara dýr- mætu snepla af ýtrustu varúð. Síð- asti áfanginn var svo hlið sem vakt- að er af palestínskum hermönnum. Þeir voru mun afslappaðri á þeim bænum, gáfu okkur súkkulaði og veifuðu okkur brosandi í gegn. Ég hafði á orði við Bassam að Gaza hlyti að vera eftirsóknarverður staður, þar sem inngangan krefst þess að Gullna hliðið sé þrefalt! - Ég sneri mér við og horfði í átt til ísraelsku hliðanna og hermannanna grárra fyrir járnum. Mér varð hugs- að til þess að Palestínumenn eru nú með svokallaða „sjálfstjórn" og því hefur mikið verið haldið á lofti að þeir séu nú lausir undan ánauð ísraels. En aðgengið að Gaza gaf alls ekki þá mynd af ástandinu og um afskaplega takmarkað frelsi er að ræða á meðan ísraelsmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.