Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 B 31 fæðan skiptist niður í yin og yang þá á sama við um mannfólkið. Yin-manneskja er t.d. óörugg, blikkar gjarnan ótt og títt augnlok- unum, er með þunnt blóð, svefn hennar er oft langur en órólegur, hreyfingar hennar eru mjög hægar og eins viðbrögðin og líkamshitinn er lágur, hún vill sýna sig út á við, skiptir fljótt skapi og klæðist sterkum litum svo eitthvað sé nefnt. Yang-manneskjan er hins vegar mun kraftmeiri, þarf mun minni svefn, en sefur dýpri svefni en yin, blóð hennar er þykkt, hreyf- ingamar mun sneggri og hún er ekki mikið fyrir sætindi eins og yin heldur kýs heldur saltari og súrari fæðu, hún er meira inn á við og sjálfhverf. Eins er hún mun yfirvegaðri en yin-manneskjan. Fleira mætti telja, en þetta eru sem sagt andstæðir pólar og minnir mann á jazzstandardinn „Let’s call the whole thing off“. Þar er annar aðilinn greinilega yin og hinn yang og ekki hægt að koma sér saman um neitt nema ef til vill að hætta við allt saman. Hvað á maður svo að borða? Þumalputtareglurnar eru: Að borða sem náttúrulegasta fæðu, sem er ræktuð eða vex á manns heimaslóðum. - Að borða eins mikið af lífrænt ræktaðri fæðu og unnt er. - Að borða korn, græn- meti og aðrar fæðutegundir sem framkalla hvorki of mikinn hita né kulda í líkamanum. Hér er það hinn gullni meðalvegur sem gildir. - Að borða prótínríkar baunir og mjólkurafurðir sem hliðarfæðu. - Að reyna að láta jafnvægi haldast á milli yin og yang fæðutegunda, og það er ekki svo flókið. Hvað á ekki að borða? Varist mjög heita og ískalda rétti. Sneiðið hjá „plast- réttum“ fullum af alls kyns auka- litar- og gerviefnum. Haldið ykkur sem mest frá hvítum sykri. Vegna plássleysis er hér örlítil uppskrift að náttúrulegum grænmetiskrafti. Lengri „yin og yang- uppskriftir fylgja næst. _____________‘A laukur___________ __________1 tsk. matarolía________ ___________2 bollar vatn__________ ______________tamari______________ Léttsteikið laukinn í olíunni. Bætið vatninu út í kryddið með tamari. fer fram úr. Ég þekki hann, ég fór fram úr honum fyrir fimm kíló- metrum. Hann skal fá að sjá.... ég má ekki skýra frá því hér á prenti að ég hafi farið upp í hundr- að og tuttugu þegar ég fór fram úr honum í seinna skiptið, fengi þá á mig kæru. Eftir seinni fra- múraksturinn keyri ég þannig að hann á þess engan kost að nálgast mig. En ég hef sannað fyrir sjálf- um mér að ég er sterkari en þessi litli karl, og sannað það í augum hans. Lögreglan var víðs fjarri. Og víðs fjarri er sú gullna regla eðlisfræðinnar, að hreyfiorka bíls- ins og þar með hemlunarvega- lengdin vex með öðru veldi hrað- ans, svo að ég þarf að hemla fjór- falt lengur, þurfi ég þess á þessum hraða, 120 km/klst., en hefði ég ekið með 60 km/klst. (sem er vita- skuld stórhættulegur hraði, líka á Hellisheiði. Umferðarsálfræðingar og aðrir sem hafa tekið vísindalega á þess- um vanda eru sannfærðir um að hann sé kynbundinn. Þeir hafa gjarna þá skoðun að umferðar- óhöppum myndi fækka um helm- ing, ef konum einum væri veitt ökuleyfi. Konur hafa ekki sömu þörf þess að sýna vald sitt á götum úti og karlar. Auk þess eru sömu fræðingar farnir að benda á að herferðir gegn einhveijum ósóma í umferðinni séu dæmdar til að mistakast, vegna þess að þær höfða til rökhugsunar. En rök- hugsun er einmitt það sem við karlmenn tökum ekki með okkur í bílstjórasætið. Auk þess tel ég að ég aki vel, en allflestir aðrir karlmenn afar illa. MANNLÍFSSTRAUMAR Vísindi/ Þvíflýgur púflugaf Nýr skilningur á flugi skordýra SAMKVÆMT hefðbundnum lögmálum eðlisfræðinnar eiga flugur ekki að geta flogið. Nútíma loftaflsfræði hefur allgóðan skilning á flugi hluta þar sem vængirnir eru í stöðugri og útréttri stöðu. Árangursríkt flug flug- véla og þyrlna af öllum stærðum byggist fyrst og fremst á framförum á sviði loftaflsfræði svo og aukinni reiknigetu talfna. Aflfræði flugsins grund- vallast á myndun lofthvirfla við endann á flugvélavængnum sem orsakar upp á við þrýsting undir væng vélanna. Flug fiugna hins vegar byggist á hraðri upp og niður hreyfingu vængjanna, iðulega mörg hundruð sinum á sekúndu. Hreyfing vængjanna sem stöðugt breytir stefnu og hraða er eðli sínu samkvæmt óstöðug og enn sem komið er hefur enginn getað gefið sannfærandi skýringu á aflfræði flugs flugna. Nýlega hafa vísinda- menn við dýrafræðideild háskólans í Cambridge varpað nýju ljósi á flug skordýra með því að gera sýnanlegt vindflæði umhverfis vængi svarmfiðr- ilda. Myndir sem þeir hafa tekið af vindflæðinu sýna í nýju ljósi myndun lofthvirfla umhverfis vængi fiðrildanna. Hefðbundin líkön af flugi skor- dýra gera ráð fyrir því að vængnum sé skipt niður í margar smáplötur. Stærstu plöturnar eru næst búknum og hreyfast hægar en smærri plöturn- ar nær vængend- anum. Til að ein- falda líkanið enn frekar var lengi gert ráð fýrir því að krafturinn sem verkaði á hveija plötu væri eins og ef platan væri hluti af stærri væng sem hreyfðist með jöfnum hraða. Að sjálfsögðu er þetta mikil einföldun á raunveru- leikanum, en án frekari gagna um hreyfingu vængja og vindflæði um þá var þetta það besta sem vísindin gátu gert. í sumum tilfellum gat þetta einfalda líkan skýrt flug skor- eftir Sverri Ólafsson dýra nokkuð vel. Fleiri voru þó til- fellin þar sem upplyftikrafturinn sem líkanið sagði fyrir um dugði ekki til að halda skordýrinu á lofti. í slíkum tilfellum gerðu vísinda- menn einfaldlega ráð fyrir uppdrifi sem þeir töldu að orsakaðist af flók- inni hreyfingu vængjanna, án þess að geta skýrt fyrirbærið frekar. Arið 1973 bætti Weis-Fogh líkan þetta með framsetningu svokallaðs „slá-skellu“ líkans sem tókst að skýra flug nokkurra skordýra með allmikilli nákvæmni. í þessu líkani slá skordýrin vængjunum saman fyrir ofan líkamann. Seinni aðgrein- ing vængjanna og niðursláttur þeirra leiða til aukinnar upplyfting- ar skordýranna og betra flugs. Þetta líkan var framför á sínum tíma en engu að síður voru flestir þættir skordýraflugs enn án sann- færandi skýringar. Frekari framfarir byggðust á auknum skilningi á myndun og hreyfingu vindhvirfla um og út frá vængjum skordýranna. Vísinda- mennirnir í Cambridge þróuðu nýst- árlega og nákvæma tækni til að ljósmynda hreyfingu loftsins í kjöl- far fljúgandi skordýra. Þeir notuð- ust við svarmfiðrildi og tóku mynd- ir af reykmettuðu lofti sem hreyfð- ist yfir vængi skordýranna þegar þau börðust um í tilbúnum vindgus- um. Út frá þessum niðurstöðum reyndu þeir að þróa líkan af flugi svarmfiðrilda í kyrrstæðu lofti. Við- fangsefnið var hins vegar svo erfitt að þeim tókst ekki varpa frekara ljósi á smáatriði loftflæðisins um- hverfis vængi skordýranna. Þeir gripu því til þess ráðs að hanna raunverulegt líkan sem var tíu sinn- um stærra en vængir svarmfiðrild- isins og hreyfðist með einungis ein- um hundraðasta af venjulegri flugt- íðni þeirra. Niðurstöðurnar voru mjög áhugaverðar og eru taldar stórt skref fram á við í skilningi lífeðlisfræðinga á flugi skordýra. Til þess að ná flugi þarf vængja- slátturinn að mynda niður á við loftstreymi sem lyftir skordýrinu upp á við. Við slíkan vængjaslátt myndast straumhvirflar umhverfis loftstrókinn sem ferðast niður á við. Myndirnar sem vísindamenn- • irnir tóku sýna að við niðurslátt vængjanna myndast einnig straum- hvirflar við fremri brún vængjanna. Þeir ferðast út með fremri brún vængjanna eftir gormlaga línum sem stækka eftir því sem utar dreg- ur. Eftir að gormlaga hvirfillinn nær vængendanum ferðast hann út og aftur í stórum boga sem lok- f ast aftan við skordýrið. Það var þetta gormlaga vindflæði út með vængjunum sem kom vísindamönn- unum mest að óvart. Þeir telja að það sé tilvist þess sem skýrir stöð- ugleika og langlífi vindhvirflanna og því upplyftinguna sem skordýrin fá og ekki er skýranleg með hefð- bundinni loftaflsfræði. Margt er enn óljóst um smáatriði skordýraflugs, en þessar merkilegu niðurstöður hafa varpað nýju ljósi á fýrirbærið og myndað undirstöðu fyrir frekari rannsóknir á þessu flókna fyrirbæri.x Þú kemst i góð efni hjá okkur! ■:!?, „OUT OFAFRICA '* 01 Þtí stemt þctu ekki! H / w * jr • ý Splunkunýtt! „Lagos“ offwhite 790,-/m. „Sudan“ offwhite 790,-/m. „Kenya“ 4 litir (röndótt) 890,-/m. „Niza“ 4 litir (rósótt) 990,-/m. r-f Mt I i i; Tilbúnir kappar' í metratali. '^Znýtt'« Breidd 50 sm. Verð pr. metra aöeins: Indversk bómuHarvara Mjög vönduð indversk bómullarvara [ hátískulitum, allt í stíl. Metravara br.150 sm 590,- Dúkar 90x90 sm 590,- Dúkar 140x140 sm 1.290,- Dúkar 140x180 sm 1.490,- Pottaleppar 150,- Pottaleppar tvöfaldir 399,- Ofnhanskar 299,- Diskamottur gróft ofnar 299,- 4 stk 990,- Löberar gróft ofnir 399,- Púðaborð með pffu 590,- m. Glæsileg stofugardínu- og áklæðisefni gegnumofin, breidd 140 sm. 55% bómull, 45% polyester, straufrítt. Þú færð þau ekki betri. I! V (I Verð frá í.290,-/m. '. N Ifl \ * iiii vl) ;. I \ Virðuleg gamaldags, gegnumofin, þykk stofugardínuefni sem einnig má nota sem áklæði. Einlit og mynstruð í stíl, breidd 140 sm. 50% polyester og 50% bómull.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.