Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ört vaxandi verktakafyrirtæki óskar eftir að ráða byggingaverkfræðing eða byggingatækni- fræðing í 50% starf Starfiðfelst í umsjón og eftirliti meðfram- kvæmdum, kostnaðaruppgjöri framkvæmda, útboðsgerð og ýmsum verkefnum tengdum hönnun og tölvuvinnslu. Við leitum að áhugasömum einstaklingi með góða skipulags- og samstarfshæfileika. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknumskal skilaðtil afgreiðslu Mbl. fyrir 28. apríl merkt: "B - 687". Skólastjóri Laus ertil umsóknar staða skólastjóra við Gerðaskóla í Garði. Umsóknarfrestur ertil 10. maí 1997. Nánari upplýsingargefa núverandi skólastjóri Jón Ögmundsson í síma 422 7380 og formaður skólanefndar Jón Hjálmarsson í síma 422 7300. í Garði búa um 1.150 íbúar. Gerðaskóli er grunnskóli með 1,—10. bekk og er nemendafjöldi um 240. Skólanefnd Gerðaskóla. Framhaldsskólinn í Austur- Skaftafellssýslu Þori ég, vil ég, get ég! Nú er tækifærið að komast að og taka þátt í skapandi frumherjavinnu. Lausar eru stöður kennara vð skólann í ensku (1/1), dönsku (1/2), þýsku (1/2), raungreinum (1/1), stærðfræði (1/1), tölvufræði (1/2), sér- greinum sjávarútvegsbrautar (1/2), sérkennslu (1/2) og námsráðgjöf (1/2). Umsóknarfrestur til 2. maí. Upplýsingar í síma 478 1870 eða 478 1381. Skólameistari. ^AKRANESVEITA Byggingatækni- fræðingar Akranesveita óskar að ráða byggingatækni- fræðing til starfa á tæknideild veitunnar. Upplýsingar um starfið veitir forstöðumaður tækni- og framkvæmdasviðs veitunnar í síma 431 5213. Umsóknarfrestur er til 27. apríl nk. Umsóknirskulu berast á skrifstofu Akranes- veitu — tæknideild, Dalbraut 8, fyrir 27. apríl nk., merktar: „Starfsumsókn". Hjúkrunarforstjóri Staða hjúkrunarforstjóra við Heilsugæslustöð- ina Borgarnesi er laus til umsóknar. Staðan veitist frá og með 1. júlí 1997. Laun eru skv. kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Nánari upplýsingar veita Eva Eðvarsdóttir, framkvæmdastjóri í vs. 437 1400 og hs. 437 1560 og Hulda Karlsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri, í vs. 437 1400. Afleysingar Einnig vantar læknaritara til afleysinga í 3 mánuði í sumar svo og Ijósmóðir í 6 vikur. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri. Heilsugæslustöðin Borgarnesi. Það ert þú! Okkur vantar sölumann með reynslu af sölu á fasteignum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni og uppskera laun eftir árangri í starfi. Einnig vantarokkur ritara í hálfsdagsstarf til að sjá um skjalagerð, bókhald o.fl. Fasteignasalan er í eigin húsnæði, með góða starfsaðstöðu og státar af reyklausu umhverfi. Nánari upplýsingar veittar hjá Ráðningarþjón- ustunni. I J m RAÐNINGARÞJONUSTAN Jón Baldvinsson, Háaleitisbraut 58-60 Sírni 588 3309, fax 588 3659 Landgræðsla ríkisins óskar eftir að ráða unglinga til sumar- starfa í Gunnarsholti, Rangárvöllum. Um er að ræða 100% starfshlutfall í tvo til þrjá mánuði. Æskileg reynsla/þekking: Reynsla í meðferð dráttarvéla. Störf hefjast í byrjun maí. Laun samkvæmt kjarasamningum Verka- mannasambands Islands og Ríkissjóðs. Upplýsingarveitir Jóna María Eiríksdóttir í síma 487 5500. Vinsamlega sendið skriflega umsókn til Land- græðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella. Ollum umsóknum verður svarað. Vopnafjarðarskóli auglýsir Vopnafjarðarskóli ereinsetinn með um 135 nemendur í 1. til 10. bekk. Kennara vantar í nokkrar stöðurfyrir næsta skólaár. Kennslugreinar: Sérkennsla, raungreinar, tungumál, mynd- og handmennt, tónmennt, kennsla yngri barna og almenn kennsla. Flutningskostnaður og húsnæðishlunnindi eru í boði. Upplýsingargefurskólastjóri í síma 473 1256 (vs) eða 473 1108 (hs), og aðstoðarskólastjóri í síma 473 1556 (vs) eða 473 1345 (hs). Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjórar Stöður leikskólastjóra við neðangreinda leik- skóla eru lausartil umsóknar. Hlíðarborg við Eskihlíð. Sæborg við Starhaga. Umsóknarfrestur ertil 30. apríl nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson fram- kvæmdastjóri og Hildur Skarphéðinsdóttir deildarstjóri í síma 552 7277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 552 7277. Sjúkraliðar Vegna forfalla bráðvantar okkur sjúkraliða á vistdeild sem allra fyrst. Sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga og í föst störf. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 552 6222. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Gröfumenn Sæþór ehf. óskar að ráða gröfumann á dýpkunarskip. Upplýsingar í síma 587 1850. Verslunarstjóri í byggingavöruverslun Verslunarstjóra vantar í byggingavöruverslun KHB á Egilsstöðum. Leitað er að aðila með verslunar- eða rekstrarmenntun og reynslu eða þekkingu á byggingavörumarkaðnum. Umsóknarfrestur ertil 30. apríl nk. Upplýsingar gefur Gunnlaugur Aðalbjarnarson eða Ingi Már Aðalsteinsson í síma471 1200. Umsóknirsendisttil Kaupfélags Héraðsbúa, Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum. Hrafnagilsskóli Á næsta skólaári eru lausar kennarastöður við Hrafnagilsskóla. Meðal kennslugreina eru raungreinar, sérkennsla, heimilisfræði og smíðar auk aimennrar kennslu. Hrafnagilsskóli er í Eyjafjarðarsveit, 12 km sunnan Akureyrar. Skólinn er einsetinn heimanakstursskóli með u.þ.b. 170 nemendur í 1, —10. bekk. Undanfarin 2 ár hefur skólinn tekið þátt i AGNi, þróunarverkefni um aukin gæði náms, og áfram verður unnið að þróun starfs- og kennslu- hátta skólans. Við skólann er nýlegt íþróttahús og sundlaug og Tónlistarskóli Eyja- fjarðar starfar í nánum tengslum við Hrafnagilsskóla. Upplýsingar veita skólastjóri (símar463 1137 og 463 1230} og aðstoðarskólastjóri (símar 463 1137 og 463 1127). Umsóknarfrestur ertil 5. maí nk. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar auglýsir eftir kennurum í eftirtaldar greinar næsta vetur: Dönsku, samfélagsfræði, stuðn- ingskennslu, íþróttir, tónmennt, myndmennt, handmennt (saumar og smíðar), tölvukennslu og almenna kennslu í 1.—7. bekk. Umsóknarfrestur er til 4. maí. Skólinn er einsetinn með 140 nemendur í 1,— 10. bekk. Útvegað er ódýrt húsnæði og flutn- ipgsstyrkur greiddur. Áhugasamirfá allar nánari upplýsingar hjá skólastjóra í vs. 475 1224 eða hs. 475 1159. Grunnskólinn Hellu Grunnskólinn á Hellu er 160 nemenda skóli í friðsælu bæjarfélagi í 90 km fjarlægð frá Reykjavík. í skólann vantaráhugasama kenn- ara til starfa á næsta skólaári. Meðal kennslugreina: Raungreinar (í starfinu felst, auk kennslu, umsjón og uppbygging á kennslumiðstöð Suðurlands í eðlis- og efna- fræði), tölvukennsla og umsjón með tölvu- veri, íþróttir, smíðar og myndmennt, al- menn bekkjarkennsla. Nánari upplýsingar eru veittar hjá skólastjóra í síma 487 5441. Atvinna! Starfsmaður óskasttil sumarafleysingastarfa á meðferðarheimili fyrir unglinga úti á landi. Æskilegt er að viðkomandi sé vanur hesta- mennsku og útivist eða tamningamaður. Starfið, sem er krefjandi, er jafnframt gefandi fyrir þá, er áhuga hafa á uppeldismálum unglinga. Viðkomandi þarf að vera a.m.k. 25 ára og geta hafið starf sem fyrst (um framtíðarstarf gæti verið að ræða). Meðferðarheimilið Árbót, Aðaldal, sími 464 3577 - fax 464 3675. Símavarsla Óskum eftir starfskrafti til sumarafleysinga á Sendibílastöðina hf. í ca. 4 mánuði frá 15. maí til 10. september. Um 85% starf er að ræða. Vinnutími er breytilegur. Vaktir eru eftir- farandi: Kl. 7.30-13.00,10.00-17.00 og 13.00-19.00. Umsóknir skal senda til Sendibílastöðvarinnar fyrir 28. apríl nk. Engar upplýsingar veittar í síma. Sendibílastöðin hf., Borgartúni 21, 105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.