Morgunblaðið - 20.04.1997, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.04.1997, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 B 17 vanalega í kaffi þann daginn til að ræða málin. Arafat hafði lýst yfir fordæmingu sinni á hryðjuverkinu og eitt af fyrstu verkum Benjamins Netanyahu var að loka Gaza-svæð- inu. Það verður að segjast eins og er, að það var miður skemmtileg tilhugsun að vera hugsanlega föst á Gaza. Ég reyndi að sannfæra sjálfa mig um að við Alex kæm- umst örugglega óhindrað út af svæðinu, en vissulega nagaði efinn mig. Bragð er að þá barnið finnur Eftir 10 daga dvöl hjá Abu-Sam- ara fjölskyldunni á Gaza, rann kveðjustundin upp. Það var mikið faðmast, kysst og grátið. Alex litli hafði greinilega orðið fyrir beinum áhrifum af ástandinu í landinu og státaði af hermannabúningi, leik- fangariffli og snoðklippingu. I þessari múnderingu komum_ við með hann gangandi að hliði ísra- elsmanna, sem gátu ekki annað en brosað og einn þeirra klappaði honum á kollinn. Afgreiðslan í hlið- inu var afar seinleg þennan daginn og varð það mér í raun til happs. Þar sem við biðum eftir að fá form- legt útgönguleyfi, sá ég glæsilegan dökkgrænan Audi aka hægt að inngönguhliðinu. Ég trúði vart rnínum eigin augum er ég sá Han- an Ashrawi sitja í aftursæti bíls- ins, en hún er ráðherra í ríkisstjórn Palestínumanna og opinber tals- maður þjóðarinnar. Bíllinn stað- næmdist við inngönguhliðið, hún gat ekki keyrt eftirlitslaus í gegn frekar en aðrir. Hún renndi niður bílrúðunni, brosti og veifaði okkur Alex. Ég gekk til hennar, átti við hana nokkur orð og tók í hönd hennar. Ég falaðist eftir mynda- töku, en hún sagðist því miður vera á mikilli hraðferð. Mér fannst þessi atburður setja viðeigandi endapunkt á ferðina til Gaza. Þrátt fyrir lokun Gaza-svæðisins var okkur heimilt að fara. Við not- uðum næstu tvo d_aga til þess að ferðast lítillega um ísrael. Alls stað- ar voru hermenn á ferli, hvort sem var á veitingahúsum eða strætó- skýlum. Ég sá þá einnig oft húkk- andi far úti á götu. Ég bauð þeim ekki far. Síðasta kvöldið okkar í ísrael þurftum við að fljúga innanlands til Tel Aviv, til að komast áleiðis til íslands. Það varð uppi fótur og fit á þeirri flugstöðinni er við mætt- um. Eftir að hafa skoðað vegabréf Bassams vandlega, var náð í yfir- mann öryggisgæslunnar sem spurði okkur gersamlega spjörunum úr. „f mínum augum eru hryðjuverk ekki raunhæf lausn á pólitískum vandamálum. Hryðjuverk eru yf- irleitt framin í þeim tilgangi að auglýsa ákveðinn málstað og beita þvingunum. Sumir einstakl- ingar láta glaðir lífið í þágu fóst- urjarðarinnar, eins og þegar sjálfsmorðsárásir eru framdar. Þessir menn hafa verið heila- þvegnir til að gera skítverkin fyr- ir aðra og þeim lofað eilífri sælu í himnaríki fyrir verk sitt. PLO var stofnað 1964 og þeir fordæma hryðjuverk og afneita öllum tengslum við róttæk samtök eins og Hamas. PLO var í raun palestinska ríkisstjórnin í útlegð og opinberir talsmenn þjóðarinn- ar. Þeir hafa í gegnum tíðina einnig haldið uppi aðstoð við fólk- ið í flóttamannabúðunum og styrkt palestinska námsmenn út um allan heim. Hamas samtökin voru aftur á móti ekki stofnuð fyrr en 1988 og eru þeir orðnir ny'ög öflugir. Talið er að um helm- ingur íbúa hér á Gaza teljist til samtakanna á einn eða annan hátt. Eins og þú hefur eflaust séð sjálf, ráða Hamas-menn lögum og lofum í islamska Háskólanum. PLO eru hins vegar mun frið- sælli samtök og hafa jafnvel stað- ið fyrir því að láta fangelsa félaga Hamas. Nýbyggingarnar stríðsyfirlýsing Ég er svartsýnn á að friðarferl- ið fái að þróast í rétta átt. Ný- byggingarnar í Austur-Jerúsalem eru hrein og klár stríðsyfirlýsing. ÍSLAMSKI háskólinn á Gaza-SVæðinU. Morgunblaðið/Hrund Hauksdðttir Dagstund í „Hamas- háskólanuma Spænski rannsóknarrétturinn endurfæddist í öllu sínu veldi. Það var farið yfir öll velsæmismörk. Farið var fram á að skoða allar ljós- myndir sem við höfðum tekið í ferð- inni og ég var á nálum um að þeir myndu finna myndirnar af Yassir Arafat og afa, sem ég hafði stung- ið inn í námsbækur mínar og hefði getað orsakað enn frekari tafir og útskýringar. Einnig var ég með u.þ.b. tíu póstkort með myndum frá Intifada, sem gefín voru út af PLO og ég fékk gefins á Gaza. Þetta fór fram hjá öryggisvörðunum sem leit- uðu grimmt í öllum farangri. Ég var orðin þreytt á þessum stöðugu efasemdum, leitum og yfirheyrsl- um. Ég gekk nokkur skref afsíðis og henti súkkulaðibréfi í ruslafötu, örlítið laumuleg á svip. Ég hugs- aði: „Ég gef þeim tvær mínútur til að tékka á þessu.“ Það liðu örfáar sekúndur, þá æddi einn vopnaður vörðurinn af stað og fór á kaf ofan í ruslatunnuna. Maður veit nefni- lega aldrei. Það er ekki auðvelt að vera á ferð um ísrael á þessum ófriðartím- um. Öryggisgæsla ísraelsmanna er að öllu jöfnu mjög öflug en um þessar mundir hefur hún aukist stórlega. Ég fann sterklega fyrir því, að það að vera á ferð með Palestínumanni er ekki heiglum hent og að móttökur jöðruðu við að vera fjandsamlegar. Eins er þetta andrúmsloft hreinlega smit- andi og er við biðum síðan á Ben Gurion flugvelli í Tel Aviv í 10 klukkutíma eftir að komast út úr landinu, var ég farin að standa sjálfa mig að því að bíða eftir sprengjuárás. Élugvöllurinn var sjálfur eins og tímasprengja. Ég horfði á son minn sofa svefni hinna réttlátu við hlið mér í biðsaln- um, í hermannagallanum með snoð- klippinguna. ísraelsmenn höfðu af- vopnað hann og troðið leikfanga- rifflinum ofan í ferðatösku við há- vær mótmæli þess litla. Mér varð hugsað til síðasta kvöldsins okkar í ísrael. En þá gistum við á hóteli við Rauða hafið og ég lá í rúmgóð- um sófa með námsbækurnar mínar, alls áhyggjulaus. Skömmu síðar þurfti ég að bregða mér á klósettið. Þá hafði Alex raðað upp borðum og stólum við hurð baðherbergisins, sat þar í herklæðum með riffilinn á bakinu og sagði grafalvarlegur: „Mamma, þú færð ekki að fara á klósettið nema þú sýnir mér vega- bréf.“ Ég held að þessi fleyga setning barnsins segi alla söguna: að bragð er að þá barnið finnur... Netanyahu brýtur bæði samninga og siðalögmál eins og ekkert væri. Hann lokar okkur inni á afmörk- uðum svæðum, leggur á okkur óbærilega skatta, tekur vinnuna af fólki og fleygir fólki í fangelsi án dóms og Iaga, eins og ég fékk sjálfur að kenna á er ég ætlaði að setjast að á Gaza eftir áratuga útlegð. A meðan spóka ísraels- menn sig á fínu veitingahúsunum sínum, geta veitt börnum sínum allt, eru með GSM símana út og suður, og njóta frelsis síns. Svona er pólitíkin. Stöðug hagsmuna- og valdabarátta, þar sem þeir sem minna mega sín verða ávallt und- ir.“ Það er orðið áliðið, hljótt er í húsinu og nóttin umlykur Gaza. Ég spyr hann lokaspurningarinn- ar rétt fyrir háttinn: „Þú varst virkur i pólitík hér áður og ég veit að þú og Arafat eruð kunn- ingjar. Ertu ennþá félagi í PLO?“ Afi brosir hlýlega til mín. „Nei, í dag er ég sáttur við að vera kominn aftur heim á Gaza og ætli ég verði ekki að láta mér það nægja. Mér endist varla aldur til að upplifa neinar stór- felldar breytingar. Ætli maður mýkist ekki bara með aldrin- um?!“ Hann hlær. „Ég nýt þess mest núna að vakna fyrir allar aldir á morgnana og fara út í garðinn minn, sem ég á og eng- inn getur lengur tekið frá mér. Þar hlúi ég að plöntunum mínum og jörðinni áður en ég mæti til vinnu.“ Við tökumst í hendur og bjóð- um hvort öðru góða nótt. PALESTÍNUMENN fóru að leggja sérstaklega ríka áherslu á menntun eftir að þeir urðu land- lausir. Mér hafði verið mjög ofarlega í huga að heimsækja háskóla á Gaza þegar ég færi þangað með Alex syni mínum að hitta ömmu hans og afa, sér- staklega þar sem ég er nemandi við Háskóla Islands um þessar mundir. Það var auðsótt mál og Ranya, föðursystir Alex, varð glöð við þeirri bón. A Gaza eru tveir háskólar; annar er „venju- legur“, en hinn er íslamskur. Ranya sagði mér feimnislega að hún gengi í þann íslamska og að henni líkaði það ekki vel. Aðspurð sagðist hún frekar vera í þessum háskóla þar sem hinn kenndi ekki verkfræði. Hún sagði mér einnig að skólinn væri mjög fastheldinn og strangur, bæði varðandi klæðaburð og íslömsk siðalögmál. Konur og menn væru sitt í hvorri bygging- unni og sæjust aldrei. Hún hristi höfuðið yfir þessu og sagði að í háskólanum í Líbýu hefði hún verið slæðulaus, í gallabuxum og umgengist stráka jafnt sem stelpur. Ég var ákaflega spennt að sjá skólann með berum aug- um; ekki hvað síst vegna þess að Islamski háskólinn á Gaza hefur m.a. verið hálfgert hreiður Hamas manna og miklar óeirðir átt sér stað þar. Stúdentapólitík um sjálfstæði þjóðar Háskólinn var stofnaður árið 1978. Hann hefur alla tíð verið mjög pólitískur og kosningar til stúdentaráðs verið endurspeglun á pólitíkinni á Gaza. An þess að gera lítið úr íslenskri stúdenta- pólitík, þá er grátbroslegt hversu baráttumál stúdenta eru ólík. Á Gaza snúast þau ekki um rétt námsmanna til að borða nestið sitt á bókasafninu, heldur eru það átök milli samtaka sem vilja mis- munandi leiðir við að endur- heimta sjálfstæði þjóðar sinnar og krefjast réttar til að lifalífi sínu með mannlegri reisn. Á tím- um Intifada voru stúdentar í miklu uppnámi og létu oftar en ekki til sín taka, hvort heldur sem var í opinberum yfirlýsingum eða blóðugum átökum götunnar. Hermenn Israela stormuðu margsinnis inn á skólalóð ísl- amska háskólans, dreifðu tára- gasi og börðu bæði kven- og karl- kyns námsmenn. Einnig hand- tóku þeir nokkrum sinnum for- ingja stúdentaráðsins. Skólanum var stundum lokað vikum saman og sömu sögu er reyndar að segja um barnaskólana. Hugmynda- fræðin að baki slikum lokunum er að kæfa niður óeirðir og er það öflugt kúgunartæki. Við Ranya lögðum gangandi af stað í skólann um hálf átta leytið á mánudagsmorgni þeim er getið er í upphafi þessarar greinar. Við þrömmuðum áfram í drullupollunum í u.þ.b. 20 mín- útur, en þá komum við að torgi sem iðaði af lífi. Gaza var greini- lega löngu vöknuð og við skellt- um okkur inn í næsta leigubíl. Bílstjórinn tók stöðugt upp far- þega á leiðinni, allt karlmenn, sem virtu okkur ekki viðlits í kuflunum okkar. Það varlíkt og við værum ekki í bílnum. I hvert sinn sem ég yfirgaf friðsælt heimilið þurfti ég að hylja höfuð mitt, þar sem Gaza-búar eru trú- ir hefðum og leggja áherslu á íslam. Fijálslyndi er hins vegar mun meira á Vesturbakkanum og hefur Gaza-svæðið afgerandi sérstöðu hvað þetta varðar. Vörður fylgist með klæðaburði Við inngang skólans stóð víga- legur vörður (karlmaður) sem hafði þann starfa að fylgjast með klæðaburði kvennanna sem flykktust inn í skólann. Ranya hvíslaði að mér: „Kuflinn þinn er of stuttur, það sést í ökklana. Þú verður að beygjaþig." „Hvað áttu við?“ spurði ég í forundran, „ég dreg þetta tjald á eftir mér yfir alla pollana!" Ég fór þó að ráðum hennar og er við gengum fram hjá verðinum, beygði ég mig í hnjánum undir kufiinum og fannst ég vera eins og Ragn- ar Reykás. Mig svimaði er ég kom inn á skólalóðina. Fleiri hundruð kufl- um klæddar konur með slæður um höfuðið þustu um svæðið. Það eina sem aðgreindi þær var mismunandi skéfatnaður, eða það litla sem sást í hann. Einnig skreyttu þær það örlitla sem sást af líkama þeirra (hendurn- ar) með gullskartgripum. Nokkrar þeirra voru í öllu svörtu, með svarta blæju fyrir andlitinu og með svarta hanska. Það sást aðeins í dökk augun. Þessar konur gengu mjög hnar- reistar, virtust stoltar og ánægð- ar með „útlit“ sitt. Ranya kynnti mig fyrir vinkonum sínum sem hópuðust í kringum mig bros- andi út að eyrum og heilsuðu með þéttingsföstu handabandi. Þeim fannst frábært að fá mig í skólann og spurningarnar dundu á mér: „Ertu múslimi?“ „Af hveiju ekki?“ „Hvað vitið þið á íslandi um okkur?" „Hvað finnst ykkur um ástandið?" Enska þeirra var mjög bágborin en við náðum þokkalegum sam- skiptum. „Hvernig finnst þér á Gaza?“ spurði ein þeirra og horfði beint í augu mér. „Mér líst bara vel á,“ svaraði ég, kurt- eisin uppmáluð. „Þú lýgur því,“ sagði hún alvarlega. „Þú kemur aldrei hingað aftur." Fyrsti tíminn var í verkfræði. Stelpurnar virtust mjög áhuga- samar, skrifuðu mikið og voru óhræddar við að spyrja kennar- ann eða gera athugasemdir. Næsti tími var tölvufræði. Það var augljóslega mikill utanbók- arlærdómur á ferðinni; kennar- inn las þeim fyrir með punktum og kommum og lét síðan eina þeirra lesa upphátt það sem skrifað hafði verið. Mér varð óneitanlega hugsað til kennar- anna í Háskóla Islands sem fara á fleygiferð yfir pensúmið og það er persónulegt mál hvers og eins að ná niður sínum glósum á sama hraða. Ég var orðin þreytt á hörðu trébekkjunum í þriðja tímanum og var því mjög fegin því að komið væri að hádegishléi. Á Ieiðinni út úr kennslustofunni í átt að kaffiteríunni fékk ein stelpnanna áminningu. Hún hafði misst 3 hár fram á ennið undan slæðunni. Mér fannst athyglisvert að sjá sumar konurnar með lítil börn með sér í skólanum. Það eru víst til leikskólar á Gaza, en sumir námsmanna kjósa heldur að taka börnin með sér i skólann. Eftir hádegi átti að halda teiti í tilefni þess að önnin var að hefjast. Ég var forvitin að kom- ast að í hveiju slík skemmtan væri fólgin. Sex svartklæddar stúlkur með skæruliðasjöl um höfuðið stormuðu upp á svið og öskruðu baráttusöngva Hamas- samtakanna. Mér krossbrá. Há- talarar voru staðsettir í öðrum hverjum blómapotti og skúma- skotum á skólalóðinni og engin undankomuleið fyrir mín ís- lensku eyru, sem voru með væga eyrnabólgu í þokkabót. Lætin stóðu yfir í 45 mínútur og þá bættist höfuðverkur ofan á eyrnabólguna. Stúlkunum var greinilega heitt í hamsi, en sum- ir áhorfenda hristu höfuðið. Ég var að ærast og orðin pirruð á kuflinum og slæðunni sem byrgði mér sýn að hluta til. Spennan og nýjungagirnin sem tengdist því að klæðast þessum fat.naði hvarf á nokkrum klukku- timum. Ég var sveitt, heft og svolítið reið. Ranya hallaði sér að mér og sagði: „Þú ættir að reyna þetta í 35 stiga hita.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.