Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SÝNISHORN af því sem á sýningunni er. Fuglahúsasýning í Glæsibæ Ráðstefna um „græna“ endurskoðun FÉLAG löggiltra endurskoðenda heldur ráðstefnu um umhverfis- endurskoðun undir yfirskriftinni: Hvers virði er græn endurskoðun? 23. apríl næstkomandi. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á vaxandi kröfum sem gerðar eru til fyrirtækja og stofnana í umhverfis- og meng- unarmálum. Ráðstefnan er haldin á Grand Hótel í Reykjavík og er öllum opin. Tveir sérfræðingar starfandi í Danmörku, Henning K. Nielsen, löggiltur endurskoðandi hjá BDO Scanrevision, og Páll M. Ríkharðs- son, umhverfisráðgjafi hjá Price Waterhouse, flytja erindi á ráð- stefnunni. Niels íjallar um ný dönsk lög um græna endurskoðun og hvernig þeim er framfylgt. Meðal annarra ræðumanna eru Rannveig Rist, forstjóri ÍSALs, og Þórhallur Jónasson, gæðatjóri SR- mjöls, sem ijalla um umhverfis- stefnu sinna fyrirtækja. Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri um- i hverfisráðuneytis, kynnir þær kröfur sem stjórnvöld gera til fyrir- tækja varðandi umhverfisvernd og Garðar Ingvarsson, framkvæmda- stjóri markaðsskrifstofu iðnaðar- ráðuneytisins og Landsvirkjunar, heldur erindi undir yfirskriftinni: Græn endurskoðun er viðvarandi verkefni. Ráðstefnustjóri er Tryggvi Jóns- son, löggiltur endurskoðandi og formaður FLE. FUGLAHÚSASÝNING verður haldin í dag, sunnudaginn 20. apríl kl. 14-17 í Glæsiblóminu, Glæsibæ, á vegum handverksfólks í Jónshúsi. í tilkynningu segir að á sýningunni megi finna fleira en hús því í Jónshúsi sé einnig að Erindi um fjöl- skylduþjónustu á móttöku- geðdeildum EYDIS Sveinbjarnardóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri á Barna- og unglingageðdeild og doktorsnemi við Kaþólska háskólann í Leuven, Belg- íu, flytur fyrirlesturinn Skipulögð fjölskylduþjónusta á móttökugeð- deildum mánudaginn 21. apríl á veg- um Málstofu í hjúkrunarfræði. Fyrir- finna aðrar trévörur í þeirri nýju, mjúku línu sem einkenni tískuna í dag. I tilefni af þessari sýningu verður Jónas Þór í Kjöti hf. með griliveislu og Kjörís og Bakarinn á horninu verða með kynningu á vörum sínum. lesturinn verður haldin kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríks- götu 34 og er öllum opinn. í erindinu verður fjallað um rann- sóknir í tengslum við aðstandendur geðsjúkra, líðan þeirra og þjónustu- störf. Skýrt verður í stuttu máli frá uppbyggingu framhaldsrannsóknar höfundar, þar sem leitað er svara við þeirri spurningu hvort skipulögð fjölskylduþjónusta í tengslum við útskrift einstaklinga af móttökugeð- deild hafi áhrif á vellíðan, heilsu, álag, viðhorf til lífsins og upplifaðan stuðning aðstandenda geðsjúkra. Átelur árás á blaðamann og ljósmyndara MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá stjórn Blaða- mannafélags íslands: „Stjórn Blaðamannafélagsins átelur harðlega þann atburð þegar ráðist var að blaðamanni og ljós- myndara DV þar sem þeir voru að störfum við Reykjavíkurhöfn. Hér er um alvarlegt mál að ræða, ekki síst vegna þess að í hlut átti opinber starfsmaður sem ætti að þekkja rétt- indi sín og skyldur og virða um leið réttindi og stöðu annarra starfs- stétta. Blaðamannafélagið lítur svo á að hér hafi \ erið um að ræða frek- lega árás á starfsrétt blaða- og fréttamanna og mun fylgja því fast eftir að réttarstaða fjölmiðlanna sé virt.“ Málþing um kirkju og lífsstefnu Á VEGUM safnaðaruppbyggingar- nefndar verður haldið málþing um fræðslu kirkjunnar og hvernig hún tengist æviferli einstaklinganna. Málþingið verður haldið mánudaginn 21. apríl í safnaðarheimili Áskirkju í Reykjavík og hefst kl. 17-23. Það er ætlað prestum, djáknum, starfsmönnum safnaða, fulltrúum sóknarnefnda, kennurum, fræðslu- aðilum og áhugafólki um kristni- dómsfræðsiu. Fyrirlesarar verða m.a. María Ágústsdóttir, Jóna Hrönn Bolladótt- ir, Málfríður Jóhannsdóttir, Matt- hildur Guðmundsdóttir, Halldór Reynisson, Hreiðar Örn Stefánsson, Pálm.i Matthíasson, Tómas Sveins- son og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Málþingið er opið öllum. Þátttöku- gjald er ekkert og skráning fer fram hjá Fræðsludeild kirkjunnar á Bisk- upsstofu. Myndakvöld um sjávarlíf í Suðurhöfum DR. KARL Gunnarsson, líffræðing- ur á Hafrannsóknarstofnun, sýnir myndskyggnur og íjallar um Sjáv- arlíf í Suðurhöfum mánudaginn 21. apríl næstkomandi kl. 20:30 í Odda, stofu 101. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sýndar verða myndir af gróðri og dýralífi á botni við strendur heitra landa. Komið verður við á Grænhöfðaeyjum, í Brasilíu og Flórida. Kóralrif, með fjölbreyttu lífríki, einkenna þau hafsvæði þar sem hitastig fer ekki niður fyrir 21 gráðu. Karl Gunnarsson hefur um árabil stundað rannsóknir á gróðri og dýra- lífi í sjónum umhverfis ísland. Karl er einnig mikil áhugamaður um köf- un og neðansjávar-myndatökur. Kaffihlaðborð á Búðarkletti VEITINGASTAÐURINN Búðar- klettur, sem staðsettur er í elsta húsi bæjarins, er verður 120 ára 18. júní í sumar, að Brákarbraut 13 í Borgarnesi, býður upp á kaffihlað- borð á sunnudögum. Veitingahúsið er opið alla daga frá kl. 11-23.30 nema um helgar en þá er opið til kl. 3. 5 M Á A U G L V S 1 ISI G A Orð lífsins, Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Ásmundur Magnússon predikar. Kennsla I kvöld kl. 20.00. Samkoma miövikudag. Allir hjartanlega velkomnirl "4 Skógræktar- félögin Skógræktarfélag Mosfellsbæjar Aðalfundur verður haldinn þriðj- udagin22. apríl kl. 20 í Harðar- bóli, félagsheimili hestamanna. Á dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf og erindi Aðalsteins Sig- urgeirssonar, Mógilsá, „Ræktun Alaskaaspar og sitkagrenis" og Ólafs Arnalds., RALA, „Jarð- vegsrof á íslandi". Allir velkomnir. Kristifl s a m f é I a j Kl. 16.30 Samkoma i Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði. Prédikun, Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Barnastarf meðan á samkomu stendur. Mánudagur: Bænastund kl. 20.00. Miðvikudagur: Samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. fíunhjólp Almenn samkoma í Þribúðum, Hverfisgötu 42, i dag kl. 16.00. Mikill og fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Barnagæsla. Ræðumenn Björg Lórusdóttir og Þórir Haraldsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Dagsferð 20. apríl kl. 10.30. Grímmannsfell í Mosfellssveit. Létt fjallganga fyrir alla. Verð 800\1.000. Helgarferðir 24.-27. apríl Kl. 20.00 Fimmvörðuháls, Katla, skíðaferð. Gist í Fimm- vörðuskála. Skíðaferð yfir á Mýrdalsjökul að Kötlu. Gist i Básum síðustu nóttina. Helgarferð 25.-27. apríl Kl. 20.00 Básar. Fjölbreytt ferð fyrir alla fjölskylduna. Göngu- ferðir og kvöldvaka. Helgarferð 26.-27. apríl Kl. 10.00 Lyngdalsheiði — Langjökull — Hveravellir. Lág- marks dekkjastærð 33" fyrir létta bíla, 35" fyrir þyngri. Undirbún- ingsfundur 24. apríl kl. 20.00, ganga þarf frá pöntun fyrir fund- inn. Árshátíð Útivistar Laugardaginn 26. apríl verður haldin árshátíð Útivistar í félags- heimilinu Seltjarnarnesi. Verð kr. 3.000. Miðar seldir á skrifstofu. Netslóð: http://www.centrum.is/utivis1 Slökunartímar ★ Langar þig í annars konar „leikfimi"? ★ Þarftu að slaka á? Hjá Sjálfefli er boðið upp á slök- unartíma tvisvar í viku, miðvd. og föstud. kl. 17:15. Nýr hópur byrjar miðvikudaginn 23. april. Leiðbeinandi: Kristín Þor- steinsdóttir. Gjald kr. 3.800 (5 vikur). Þessir tímar eru öllum opnir — markmiðið er að þátt- takendur læri að þekkja slökun- arástand og nýta sér það í dag- legu lífi. Uppl. og skráning í síma 554 1107 kl. 09:00-12:00. Hugleiðslukvöld Hugleiðslukvöld i kvöld - Kristín Þorsteinsdóttir leiðir. Aðg. kr. 350. Allir velkomnir. FRÁ SÖNGSMIDJUNNI OG TRANSCENDANCE INT.: Hver ert þú eiginlega? Langar þig að vita það? Tvö meiriháttar helgarnám- skeið, þar sem þið lærið á skemmtilegan hátt tækni sem gæti gjörbreytt lífi ykk- ar. Þið lærið að þekkja og elska rödd ykkar og líkama, í gegn um tónunartækni, hreyfingu og gleði. Fyrra námskeiðið verður haldið ■ húsakynnum Söng- smiðjunnar, en á seinna nám- skeiðinu verður dvalið í nátt- úruperlunni Nesvík, Kjalar- nesi. Þessi námskeið eru fyrir alla sem eru tilbúnirtil að gera breyt- ingu á lífi sinu á skemmtilegan hátt. Með þvi að sameina tónun- artækni og hreyfingu tengjumst við okkar innra sjálfi svo geysi- lega sterkt að kraftaverk gerast. Allt sem ykkur hefur dreymt um, s.s. hamingja, gleði, friður og góð heilsa getur orðið að veru- leika, þegar þið stígið skrefið til sjálfeflingar. Leitast verður við að skapa traust umhverfi, þar sem þið getið óhrædd upplifað ykkur á alveg nýjan hátt og gefið ykkar raunverulega sjálfi frelsi. Stjórnendur námskeiðisins verða: Esther Helga Guð- mundsdóttir, Uriel West og Steini Hafsteins. #1 25., 26. og 27. apríl #2 16., 17., 18. og 19. maí (hvítasunnuhelgin). Hafið samband við Esther Helgu i síma 561 5727 eða 561 2455. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Jesús Kristur er, var og kemur. Almenn samkoma og barna- stundir kl. 17. Upphafsorð: Jarla Reiersen. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir syngur einsöng. Ræðumaður Roland Werner. Matur á boðstólum og kristilegui bókamarkaður eftir samkomuna Hvernig væri að láta verða af þv að rifja upp gömul kynni eðc koma í fyrsta sinn með þvi aí mæta á samkomuna? Vertu velkominn. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Miðlarnir og huglæknarnir: Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifsdóttir, Hafsteinn Guð- björnsson, Kristín Karlsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Margrét Hafsteinsdóttir, María Sigurðar- dóttir og Þórunn Maggý Guð- mundsdóttir starfa hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Auk þess býður Bjarni Kristjáns- son upp á umbreytingarfundi fyrir hópa. Bæna- og þróunar- hringir sem Friðbjörg Óskars- dóttir leiðir eru vikulega á mánu- dögum og þriðjudögum. Velski miðillinn Colin Kingshot kemur til starfa 5. maí og um mánaðamót maí-júní er von á breska huglækninum Joan Reid. Upplýsingar og bókanir eru í síma 551 8130 milli kl. 10—12 og 14—16 og á skrifstofunni, Garða- stræti 8, virka daga. Einnig er tekið á móti fyrirbæn- um í sama síma. SRFÍ. KROSSINN Sunnudagur: Almenn sam- koma kl. 16.30. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þrídjudagur Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur Konunglegu her- sveitirnar kl. 18.00. Barnastarf fyrir 5—12 ára. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00, ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30, ræðumaður Sheila Fitzgerald. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng, barnagæsla fyrir börn und- ir grunnskólaaldri. Láttu sjá þig, þú ert innilega vel- kominn! Dagskrá vikunnar framund- an: Þriðjudagur: Samvera á vegum systrafélagsins kl. 20.30. Miðvikudagur: Lofgjörð, bæn og biblíulestur kl. 20.00. Föstudagur: Krakkaklúbburinn fellur niður. Unglingasamkoma kl. 20.30. FERÐAFÉLAG # ÍSIANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Afmælisferð á Reykjanes Sunnudagur 20. apríl kl. 13.00 Ferð í tilefni 70 ára afmælis F.í. og fyrstu ferðar Ferðafélagsins, sem farin var á Reykjanes 21. apríl árið 1929. Ekið verður um Hafnir, stansað við fiskasafnið, gefinn kostur á að skoða það, farið að Reykjanesvita, á Vala- hnúk o.fl. Afmælisverð: 1.000 kr. fyrir fullorðna, frítt f. 15 ára og yngri og hálft gjald fyrir 16—20 ára, en aðgangseyrir í fiskasafnið er ekki innifalinn (100 kr. fyrir börn og 200 kr. fyrir fullorðna). Brottför er frá BSI, austanmegin og Mörkinni 6, einnig er stansað við kirkjug. i Hafnarfirði. Kvöldvaka um Hornstrandir Þriðjudagur 22. apríl kl. 20.30 Samfelld dagskrá i myndum, tali og tónum, auk kaffiveitinga að lokinni dagskrá. Meðal atriða: 1. Bernskudagar á Búðum í Hlöðu- vík, 2. Um Indriða draug, 3. End- urminningar úr Hælavík, 4. Af Hallvarði Hallssyni, 5. Frásögn úr Gerplu. Bakgrunnur dagskrárinn- ar er myndasýning úr ferðum sl. sumar. Fjölmennið. V Frá Sálar- rannsóknar- félagi íslands Skrifstofan Garðastræti 8 verdur lokuð eftir hádegi mánudaginn 21. apríl vegna Jardarfarar Lilju Viktorsdóttur. srfI. KENNSLA Lífsskólinn Selma Júlíusdóttir, ilmolíufræðingur, iheldur námskeið í meðferð ilmolía og sogæðanuddi helgina 26. og 27. ^apríl. Vesturbergi 73,s. 557 7070. Vellíðunarnámskeið Lærðu að lesa úr skilaboðum lík- amans, skoðaðu streytuvaldana í lífi þínu og lærðu að skilja þá. Kynnstu einföldum aðferðum til að hlúa að líkamanum, öðlastu aukna meðvitund um samskipti þín við sjálfan þig og aðra. 22. april til 1. mai á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 20-22. Leiðbeinandi Áslaug Höskuldsdóttir. Nánari upplýsingar gefnar í síma 588 4200 kl. 13-19. JÓCASTÖÐIN HEIMSLfÓS Ármúla 15. DULSPEKI Skyggnilýsingafundur með þremur miðlum verður hald- inn sunnudaginn 20. apríl kl. 20.30 í húsi Dale Carnegie, Soga- vegi 69, gengið inn að neðan- verðu. Miðlarnir Skúli Lorenzson, Sigurður Geir Ólafsson og Bjarni Kristjánsson verða með sameig- inlega skyggnilýsingu og fleiri fá skilaboð. Húsið opnað kl. 20. Aðgangseyrir kr. 1.300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.