Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ HEKLA Rafvirki Óskum eftir að ráða drífandi og duglegan rafvirkja til starfa á raftækjaverkstæði HEKLU. Starfið felst í viðgerðum og þjónustu á heimilistækjum s.s. GE, Hotpoint, Kenwood auk annarra tilfallandi starfa á verkstæði. Við leitum að ungum og áhugasömum aðila, sem áhuga hefur á að vaxa í starfi. Ahersla er lögð á vandvirkni, snyrtimennsku og þægilegt viðmót. Enskukunnátta er nauðsynleg vegna mögulegra námskeiða erlendis. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars n.k. Ráðning verður sem allra fyrst. Vinsamlega athugið að fyrirspurnum vegna ofangreinds starfs verður eingöngu svarað hjá STRA, nánari upplýsingar veitir Guðrún Hjörleifsdóttir, ráðningarfulltrúi. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kI.10-16, en viðtalstímar eru frá kl.10-13. stráI'gallup STARFSRÁÐNINGAR Mörkinni 3,108 Reykjavík Síini: 588 3031, bréfsíini: 588 3044 BHSi- Guðný Harðardóttir strax Hagkaup Eiðistorgi óskar eftir að ráða vanan matreiðslumann til starfa. Æskitegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum eða í síma 561 2000. Hagkaup Grafarvogi óskar eftir að ráða kjötiðnaóarmann eða mann vanan vinnu vió kjötborð og afgreiðslu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Nánari upplýsingar veitir verslunarstjóri á staðnum eða í síma 567 6760. HAGKAUP HF var stofnað árið 1959 í gamalli hlöðu við Miklatorg. HAGKAUP hefur frá upphafi verið brautryðjandi i verslunarháttum á íslandi og um árabil haftforystu um fjölmargar nýjungar til hagsbóta jyrir neytendur. í dag rekurfélagið 10 matvöru- og sérvöruverslanir i Reykjavik, Njarðvík, Garðabæ og á Akureyri. Starfsmenn félagsins eru um 1200 og hefur HAGKAUP leitast við að ráða hæfa starfsmenn og gefa þeim kost á að þroskast og dafna í starfi. Helsta markmið HAGKAUPS er að bjóða neytendum góða þjónustu og góðar vörur á góðu verði. HAGKAUP Bænda- samtökin Bændasamtök íslands óska eftir að ráða starfsmann. Starfssvið: Vera stjórn og framkvæmdastjóra til aðstoðar og ráðgjafar um hagræn málefni, kjaramál og rekstur í landbúnaði. Annast hagfræðilega útreikninga. Hafa samskipti við innlend og erlend hagsmunasamtök og stofnanir, einkum um kjara- og viðskiptamál. Annast ýmis önnur verkefni og útreikninga fyrir framkvæmdastjóra. Menntun: Háskólapróf í hagfræði, viðskiptafræði eða rekstrarfræði. Æskilegt er að við- komandi hafi þekkingu á landbúnaðar- málefnum. Starfið gerir kröfur um ögun og sjálf- stæði í vinnubrögðum. Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Bændasamtökin 178"fyrir 26. apríl n.k. Hagvangur hf Skeífan 19 108Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang: hagvang@tir.skyrr.is Veffang: http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARÞIÚNUSTA Rétt þekking á réttum tíma -fyrír rétt fyrírtæki IÐNSTÝRINGAR F0RRITUN AKUREYRI Traust verkfræðistofa á Akureyri óskar eftir að ráða rafmagnsverkfræðing, rafmagnstækni- fræðing eða tölvunarfræðing. Starfssvið • Uppsetning og forritun á skjástýrikerfum og nettengingum PC og PLC véla. Samskiptaforritun við iðntölvur o.fl. • Æskileg reynsla af Windows NT, DDE og forritun í C/C++. í boði er áhugavert starf og laun eru samkomuiag. Hægt er að bíða eftir rétturrí aðila. Með umsóknir og fyrirspurnir verður farið sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veita Jón Birgir Guðmundsson eða Torfi Markússon hjá Ráðgarði I síma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs fyrir 29. apríl n.k. RÁÐGARÐURhf SIjCRNUNAROGREKSIRARRteGlfCX1 Furugertl 8 108 Reykjaelk Stml 533 1800 Faxt 933 1808 Notfang: rgmldlunNtroknot.lt HolmasfAa: http://orww.troknot.lo/radgardur Sjóntækjafræðingur óskast PROFIlXWlPTIK GLERAUGNAMIÐSTÖÐIN Laugavegi 24, sími 552 0800. Hornafjörður Fræðslu- og menningarsvið Lausar stöður við Grunnskóla Hornafjarðar Eftirfarandi stöðurvið Grunnskóla Hornafjarð- ar eru lausar til umsóknar: Mýraskóli Skólastjóra og kennara vantar við Mýraskóla í Hornafirði. Mýraskóli er lítill samkennsluskóli á Mýrurn, u.þ.b. 30 km frá þéttbýliskjarnanum á Höfn. í Mýraskóla ferfram kennsla barna í 1.—7. bekk. Húsnæði skólastjóra er í nýlegu einbýlishúsi steinsnarfrá skólahúsnæðinu. Nesjaskóli Staða skólastjóra Nesjaskóla er laustil um- sóknar. Kennara vantar til almennrar kennslu og sér- kennslu. í Nesjaskóla ferfram kennsla í 1.—3. bekk. Hafnarskóli Staöa handmenntakennara. í Hafnarskóla fer fram kennsla í 4.-7. bekk. Heppuskóli Almenn kennsla. í Heppuskóla fer fram kennsla í 8.—10. bekk. Nánari upplýsingar veitir Hallur Magnússon í síma 478 1500 og Stefán Ólafsson í síma 478 1348. Hornafirði, 18. apríl 1997. Bæjarstjóri Hornafjarðar. Stuðlar — meðferðarstöð fyrir unglinga — Dagskrárstjóri — húsvörður Meginverkefni dagskrárstjóra er dagleg verk- stjórn á meðferðardeild fyrir unglinga. Dag- skrárstjóri samræmir störf hópstjóra og ráð- gjafa og skipuleggur meðferðardagskrá. Við erum að leita að einstaklingi með BA/BS próf, eða frekari menntun, á félags-, sálar-, heilbrigðis- eða uppeldissviði, með reynslu af starfi með unglingum eða öðru meðferðar- starfi. Góð skipulagsgáfa og lipurð í mannleg- um samskiptum eru mikilvægir eiginleikar. Starf hefst 1. júlí nk. Verkefni húsvarðareru einkum almenn hús- varsla, umsjón og eftirlit með munum stofnun- arinnar, umsjón með bifreiðum og viðhaldi þeirra, akstur og útréttingar, auk ýmissa ann- arra verkefna sem til falla í daglegri starfsemi. Við erum að leita að laghentum og fjöihæfum einstaklingi með iðnmenntun eða aðra sam- bærilega hæfni og reynslu. Hæfni og lipurð í mannlegum samskiptum eru og mikilvægir eiginleikar. Starf hefst 1. júlí nk. Laun skv. launakerfi ríkisins. Nánari upplýsingar veitirforstöðumaður í síma 567 8055. Umsóknir beristtil Stuðla, Fossaleyni 17,112 Reykjavík, fyrir 6. maí nk. Forstöðumaður. Matsveinar! Matsveinn óskast nú þegar að veitinga- og staðskyndistað á landsbyggðinni. Umsóknir með upplýsingum um nafn , síma og fyrri störf berist afgreiðslu Mbl merkt: „P - 676" fyrir 26. apríl nk. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum svarað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.