Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 B 9 I Lögfrœðingur Óskum eftir að ráða lögfræðing til starfa á skrifstofu okkar. Starfið felur einkum í sér ýmis verkefni á sviði skattaréttar auk margvíslegra annarra lögfræðilegra verkefna fyrir viðskiptavini okkar. Leitað er að sjálfstæðum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa á sviði skatta- og félagaréttar. Menntun eða reynsla á því sviði er æskileg en þó ekki skilyrði Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast sendar til Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. - Deloitte & Touche fyrir 30. apríl 1997. Með allar umsóknir og fyrirspurnir verður farið með sem trúnaðar- mál. Öllum umsóknum verður svarað. Endurskoðun Sig. Stefánsson hf. Deloitte & Touche Ármúla 40 Pósthólf 8736 128 Reykjavík Sími 588 2020 Fax 588 2022 Deloitte & Touche /i Vilt þú starfa við lifandi skóla? Laugarbakkaskóli í Miðfirði í V-Húnavatnssýslu auglýsir eftir kennurum. Skólinn erstaðsetturvið hringveginn u.þ.b. mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar, sam- göngur eru því góðar. Skólinn er vel búinn og aðstaða öll til fyrir- myndar. Við skólann hefur verið rekið metnað- arfullt starf, þróunarverkefni tíð og áhugasamt fólk við störf. Við leitum að kennurum í 3-4 stöður. Helstu kennslugreinar: Almenn kennsla, íþróttir, sérkennsla, hannyrð- ir, heimilisfræði, smíðar, myndmennt og danska. Til greina koma einnig aðrar kennslugreinar með uppstokkun á störfum þeirra sem fyrir eru. í boði er áhugaverð störf, góð vinnuaðstaða, gott samfélag, lág húsaleiga og ein ódýrasta hitaveita landsins. Nánari upplýsingar veitir Jóhann Albertsson, skólastjóri, í síma 451 2901 eða heima í síma 451 2985. Umsóknarfrestur er til 5. maí 1997. Laugabakkaskóli. Súðavíkurhreppur Grunnskólinn í Súðavík Kennarar - umsjónarmaður heimavistar Kennarar óskasttil starfa næsta skólaár, um er að ræða almenna bekkjarkennslu í 1.-10. bekk. Helstu kennslugreinar eru íþróttir, stærð- fræði, íslenska, enska, raungreinar, tónmennt og umsjón meðfélagsstarfi. Einnig vantar starfsmann til að annast heimavistfyrir nem- endur úr dreifbýli hreppsins. Gert er ráö fyrir að u.þ.b. 40 nemendur verði í skólanum á næsta ári. Kennt verður í fjórum bekkjardeildum. Leikskólinn og grunnskól- inn starfa undir sama þaki og er öll aðstaða og búnaður samnýttur. M.a. er vinnuaðstaða mjög góð, fullkominn tölvubúnaður, nýtt og rúmgott húsnæði og íþróttahús. Skólarnir vinna í sameiningu að þróunarstarfi sem nefnt er „Heildstæður skóli". Markmið þess er að skapa samfellu í skólastarfi frá upphafi leikskóla til loka grunn- skóla. I Súðavík er gott mannlíf og stutt er til ísafjarðar. Samgöngur eru góðar, flogið er tvisvar á dag til Reykjavíkur og stutt er til næstu byggöarlaga, t.d. er 15 mín. aksturtil ísafjarðar. Hafir þú áhuga á að taka þátt í skemmtilegu skólastarfi og um leið uppbyggingarstarfi í Súðavík, hafðu þá samband og kynntu þér hvað um er að ræða. Umsóknarfrestur ertil 1. maí. Upplýsingargefurskólastjóri ívs. 456 4924 eða hs. 456 4961 eða sveitarstjóri í vs. 456 4912. Ágúst Kr. Björnsson sveitarstjóri Vanur járniðnaðarmaður Vantar vanan járniðnaðarmann til starfa við plötuvinnslu fyi'irtækisins. í plötuvinnslunni er unninn stærsti hluti af allri niðurefnun og beygingu á plötum fyrir Marel. Unnið er ein- göngu með ryðfrítt stál. í plötuvinnslunni eru fullkomnustu vélar sem völ er á. Má þar nefna sax, tölvustýrðan fjöllokk og tölvustýrðar beygjuvélar. Verið er að leita að samviskusömum, jákvæð- um og röskum starfsmanni til að takast á við krefjandi verkefni. Um er að ræða bjartan og hreinlegan vinnustað þar sem þegar starfa fimm manns. Marel er framsækið og vaxandi fyrirtæki sem framleiðir tæki og lausn- ir fyrir matvælaiðnaðinn. Rúmlega 80% af framleiðslunni fertil útflutn- ings. Áframleiðslusviði starfa um 100 starfsmenn, þar af er helmingur við smíðar. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Marel hf. Umsóknarfrestur rennur út mánudag- inn 28. apríl nk. Dalbær heimili aldraðra Hjúkrunarfræðingar Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í stöðu aðstoðar- deildarstjóra sem fyrst. Um er að ræða 60— 100%stöðu. Einnig vantar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. Hjúkrunarfræðingarsinna bakvöktum heima fyrir. Á Dalbæ er bæði dvalar- og hjúkrunardeild auk þess dagvist og umfangsmikið félagsstarf. Húsnæði í boði. Á Dalvík eru tveir leikskólar og öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf. Launakjör eru samkvæmt samningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og fjármálaráðu- neytisins. Hafir þú áhuga á fjölbreyttu og skemmti- legu starfi hafdu þá samband við hjúkrun- arforstjóra eða forstöðumann í símum 466 1378 og 466 1379. LeiJi-ar í leijííiimyiicí j Hljóísetnihg ehf. fcý'Sur á. JiáMsííei^ í la.lsething-u leiííllimyíl<ía. NáMskertih er-a margjiíett og hehta jafnt fcyrjeh<í-am Setn. lehgra Jiomii-aln. Jíehharar er-a m.a. Sig-arlS-ar Sigurjónsson, örn Árjiason og JaJjofc >ór ^iharssoh. Sjtrkhihg fer fram 21.- 25. aprí] í SÍMa. 552 <j<j¥f. Hl/ÓðSETNÍNG Ekf. Sóltúni 24 / 1051 Reykjavík / Sími f»£2 PP44 Matreiðslumaður óskareftirvinnu á landsbyggðinni. Mikil reynsla. Er reglusamur og hæfileikaríkur. Upplýsingar í síma 552 6085 á daginn. Fræðslumiðstöð Reyfqavíkur Skólastjóri/ aðstoðarskólastjóri Eftirtaldarstöðureru lausartil afleysinga í eitt ár. Grandaskóli/aðstoðarskólastjóri. Grandaskóli, með 490 nemendur í 1.-7. bekk. Upplýsingargefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 561 1400. Ölduselsskóli/skólastjóri. Ölduselsskóli, með 515 nemendur í 1.-10. bekk. Upplýsingar um starfið gefa skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í síma 557 5522. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 5. maí og ber að skila umsóknum til Ingunnar Gísla- dóttur, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem einnig veitir upplýsingar um þær. Laun skv. kjarasamningum. Spennandi starf hjá skemmtilegu fyrirtæki OZ hf. leitarað starfsmanni til að þjónusta og vinna við upplýsingakerfi fyrirtækisins. Starfið felst meðal annars í gerð Lotus Notes gagnagrunna og notkun Intemetsins til að tengja skrifstofur fyrirtækisins og viðskiptavini milli heimsálfa. Viðkomandi þarf að hafa mikla skipulagshæfileika, geta unnið sjálfstætt og hafa reynslu og/eða menntun á sviði tölvunarfræði, kerfisfræði eða upplýsingatækni. OZ hf. er fyrirtæki f örum vexti og starfa nú u.þ.b. 70 manns hjá fyrirtækinu í Reykjavik og San Fransisco. Umsóknir sendist til OZ hf. Snorrabraut 54, Reykjavík merktar „Upplýsingakerfi". Nánari upplýsingar veita Tómas Gíslason og Birgir Rafn Þráinsson. SNORRABRAUT 54 • S: 535 0000 • WWW.OZ.COM Hitaveita Suðurnesja Pípuiagningameistarar, vélfræðingar, vélvirkjar o.fl. Verkstjóri Hitaveita Sudurnesja óskar eftir að ráða verkstjóra til starfa í vatnsdeild fyrirtækisins. Starfssvid: Sjá um almenna verkstjórn í vatnsdeild fyrirtækisins, en til hennar heyrir m.a. rekstur húskerfa (mæla, hemla o.s.frv.), aðveituæða, brunna, dælustöðva, miðlunar- geyma o.s.frv. Umsækjendur þurfa að hafa haldgóða menntun svo sem á sviði pípulagna, vélfræði eða vélvirkjunar. Góð tungumálakunnátta, og þá sérstaklega í ensku, er nauðsynleg. Starfið krefst mikilla samskipta við fólk, bæði innan og utan fyrirtækisins, og gerir miklar kröfurtil hæfni og lipurðarí mannlegum sam- skiptum, auk stjórnunarhæfileika. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingarfást hjá starfsmannastjóra á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, og skulu umsóknir berast þangað eigi síðar en 25. apríl 1997. Hitaveita Suðurnesja. New Jersy Aðstoð óskast við heimilisstörf hjá 3ja manna fjölskyldu í New Jersy frá 1. ágúst í eitt ár. Má ekki reykja. Bílpróf skilyrði. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 1. maí, merktar: „NJ — 63"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.