Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTÓNLIST SJÁLFSTÆÐ Ani DiFranco. MEÐ MERKUSTU tón- listarmönnum Banda- ríkjanna síðustu ár er söngkonan og lagasmið- urinn Ani DiFranco. Orðstír hennar barst hingað til lands þegar lagið Outta Me, Onto You varð vinsælt og á nýrri breiðskífu hennar, Dilate, er grúi góðra laga. Ani DiFranco semur öll sín lög og texta, stýrir upptökum og velur sér aðstoðarmenn, hljóð- blandar plötuna og hann- ar umslag, aukinheldur sem hún gefur plöturnar út sjálf. Hún segist snemma hafa komist að því að ekkert vit sé í að semja við aðra, því þeir hafi það eitt að leiðarljósi að græða á listsköpun hennar. Ani DiFranco byrjaði að troða upp sem bam I takt við tímann FAAR hljómsveitir hafa notið eins mikillar vel- gengni og breska dans- _ sveitin Depeche Mode. I liðinni viku kom út tólfta breiðskífa sveitarinnai', Ultra, en fyrir árí hefði enginn spáð þvi að hún ætti eftir að gefa út aðra skífu, hvað þá halda áfram. T'vepeche Mode vai'ð til JLJfyrir tæpum sautján árum, stofnuð af þeim Vince Clarke, Andy Fletcher, Martin Gore og Dave Ga- .. : han. Eftir erfiðleika, MaHhlasson manna- breytingar og annað kíf tók Martin Gore við stjómvel- ínum og stýrði fleyinu af slíkri kúnst að Depeche Mode varð að einni helstu hljómsveit síðasta áratugar vestan hafs. Undanfarin ár LÍFSEIGIR Depeche Mode þrenningin. hafa þó ekki verið eins gjöful, ekki síst fyrir það að hneigðir Gores hafa gert texta sveitarinnar og tón- list æ myrkari, aukinheldur sem rokkstjömulífið var nánast búið að gera útaf við söngvara sveitarinnar, Dave Gahan. Reyndar hafa svakalegar sögur af heróín- fíkn Gahans, villimanns- legi'i hegðun hans og lausn frá áþjáinni svo tröllríðið tónlistarblöðum að platan nýja hefur nánast gleymst. Virðist hún þó ætla að njóta ekki minni vinsælda en fyrri skífur. Aðal Martins Gores sem lagasmiðs hefui- verið hve naskur hann er á tíðarand- ann. Þannig féll sveitin í kramið hjá þunglyndum unnendum síðrómantíkur fyrri hluta níunda áratug- arins, en seinni hlutann orti hann fyrir lífsfirrta og í lokin velti hann fyrir sér allskyns afbrigðilegheitum lífsnautnasþreytti-a uppa. Reyndai- hafa sumir haldið því fram að lög Gores haii verið samin ekki bara með söngvar- ann Dave Gahan í huga held- ur líka fíkniefna- þrælinn og nautna- segginn. Er mál manna að Gore hafi enn og aft- ur tekist að færa hljóðaheim Depeche Mode í takt við tímann, eins og heyra má á síðustu smáskíf- unni af plötunni, : sem sver sig í ætt við seinni tíma triphop. Eins og getið er hefur sukk og svínarí Gahans verið heisti ft-éttamatur fjölmiðlaþá Depeche Mode hefur borið á góma undan- i'arið og lá við að félagar hans slitu samvistir við hann þegar vinna hófst við þarsíðustu skífu. Þeir höfðu þá ekki barið hann augum i á annað ár og við- brigðin urðu svo mikil að heimildir herma að sveitin hafi hætt í nokkra daga. Eftir japl, jaml og fuður tóku menn upp þráðinn, hljóðrituðu breiðskifu og héldu ; alræmda tónleika- ferð. Á henni gerðist sitt- hvað eftirminnilegt; Fletcher var lagður inn vegna ofþreytu og þung- lyndis, á blaðamannafundi komst Gore að því að hann væri flogaveikur og Gahan sökk til botns í fíknafen. Haft er til marks um sukk- samt líferni Depeehe Mode á þessum tíma að upphit- unarsveít þeín'a, Primal Scream, sem þótti gott að totta pyttluna, hneykslað- ist í bindindi eftir fyrstu tónleikana. Ferðinni ferlegu lauk sumarið 1994 og eftir það má segja að Depeche Mode hafi verið afskrifuð, ef ekki í orði þá á borði. Það var ekki fyrr en Gahan reyndi að svipta sig lífi að hann náði áttum og tókst að komast á réttan kjöl að minnsta kosti um sinn. Gore hafði samið af kappi á meðan og úr varð að þeir félagar ákváðu að taka upp þráðinn og heyra má á Ultra. Þó Depeche Mode sé komin af stað að nýju, hyggjast liðsmenn ekki leggjast í tónleikahald. Gore segist hvað eftir ann- að hafa afskrifað sveitina á síðustu árum, reyndar hafa átt von á að hana þryti ör- endi hvað eftir annað sfð- ustu tíu ár, og ekki rétt að storka Örlögunum. FRAMTfDARSVEIT Breska rokksveitin Mansun. Varphænur og sveitaprestar í BRESKUM poppblöð- um undanfarið hefur mikið verið látið með Gus Gus-flokkinn, meira reyndar en dæmi eru um íslenska sveit síðan Sykurmolaniir gáfu upp öndina. I nýj- ustu heftum popprit- anna Q, Vox og Select og í síðasta tölublaði vikuritsins New Musical Express eru dómar um breiðskífu Gus Gus og nánast allir mjög já- kvæðir. Reyndar virðist eini neikvæði dómurinn á því byggður að svo mikið hafi sveitinni ver- ið hampað að tími sé til kominn að koma henni niður á jörðina. Glöggir hafa líka tekið eftir að aðrir íslenskir listamenn koma við sögu í plötu- dómum þessara blaða, því þar er getið breið- skífu Ragnhildar Gísla- dóttur og sveitar henn- ar sem Jakob Magnús- son skipar meðal ann- arra. Platan er gefin út undir nafninu Ragga and the Jack Magic Orchestra og fær lof- samlega dóma, meðal annars fýrir „sérís- lenska geggjun", eins og komist er að orði í einu blaðanna. og á þeim tíma hafi hann ekki haft áhyggjur af því hvað fólki kynni að finnast um texta sem fjölluðu um varp- hænur og sveitapresta. „Þó ekki sé að sjá á yfirborðinu eru textamir innihaldsríkir og djúphugsaðir," segir hann og bætir við að menn verði að legga vel við hlustimar til að ná inntakinu. og átján ára var hún í þá mund að semja við lítið útgáfufyrirtæki. Þá seg- ist hún hafa lesið samn- inginn vandlega yfir og áttað sig á því að hann var alls ekki sanngjarn í garð listamannsins; „ég áttaði mig á því að ég átti að selja mig fyrir smá- aura þar til ég væri orðin nógu mikil stjama til að ná almenni- legum samningi. Mér fannst því eins gott að stofna útgáfu sjálf og gerði það.“ Fyrsta platan seldist nóg til að borga útgáfuna og vel það og smám saman vann Ani DiFranco sér orð í há- skólum vestan hafs og náði nægri hylli til að það borgaði sig fyrir hana að fara í tónleikferðir á milli skóla, fyrst í smásölum, BRIT-poppið hefur sung- ið sitt síðasta og í þess stað komið fjölmargar stefnur aðrar. Sumar ný- stárlegar og aðrar af- leiddar, eins og má til að mynda heyra á skífu Mansun, sem er bjartasta vonin austur í Bretlandi um þessar mundir. Mansun er kvartett írá Chester, sem þykir ekki fínt í Bretlandi. Þrátt fyrir auvirðilegan uppmna hefur sveitin slegið rækilega í gegn þar í landi, ekki síst fyrir tvær afbragðs smáskífur, sem meðal annars hafa notið hylli hér heima. Tónlistin en smám saman urðu staðirnir stærri og plöt- umar fóra að mokast út. Ani DiFranco gefur enn sjálf út sínar plötur vest- an hafs, á útgáfuréttinn að allri sinni tónlist og segist kunna því vel; ekki standi til að semja við eitthvert stórfyrir- tæki. Þegar kom að átt- undu breiðskífunni, áð- umefndri Dilate, gerði hún aftur á móti dreif- ingarsamning við bresku útgáfuna Cooking Vinyl, sem er meðal fárra al- gjörlega óháðra fyrir- tækja í Bretlandi og það- an berst platan hingað til lands um Hljómalind. er kröftugt gítarpopp, með glam-rokkkeim og bragðmeiri fyrir vikið. Breiðskífa sveitarinn- ar, Attack of The Gray Lantern, þykir um margt vel heppnuð og hefur fengið góða dóma hvarvetna. Ekki heyr- ist á þeirri plötu að frumraun er á ferðinni, enda hefur sveitin leik- ið á 200 tónleikum á ári síðustu ár, meðal ann- ars til að læra almenni- lega á hljóðfærin að eigin sögn. Forsprakki Mansun er gítarleikarinn og söngvarinn Paul Dra- per, sem semur öll lög og texta, en þeir þykja sérkennilegir um margt og afar breskir. Draper segist hafa samið drjúgan hluta textanna sem barn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.