Morgunblaðið - 20.04.1997, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 20. APRÍL 1997 B 3
stjórna því hverjir fara út og inn
af svæðinu.
30 ára útlegð
Við stóðum þarna og biðum
spennt eftir að hitta afa, sem ætlaði
að sækja okkur. Hann hafði ætíð
verið búsettur á Gaza en sem ungur
maður fór hann til Egyptalands með
fjölskyldu sína og nam verkfræði
við háskólann í Kairó. Er hann hugð-
ist snúa aftur heim að námi loknu,
var sex daga stríðinu nýlokið og fjöl-
skyldunni var meinaður aðgangur
að föðurlandi sínu og öllum eigum.
Kamal Abu-Samra (afa) tókst að fá
vinnu og landvistarleyfi í Líbýu og
þar starfaði hann m.a. sem formað-
ur palestínskra verkfræðinga. Hann
var virkur í pólitík á sínum yngri
árum, var meðlimur í Frelsishreyf-
ingu Palestínumanna (PLO) og er
málkunnugur Yassir Arafat. Eftir
að Gaza-svæðið fékk sjálfstjóm,
ákvað ijölskyldan að flytja heim aft-
ur eftir 30 ára útlegð. Það gekk
ekki snurðulaust fyrir sig og héldu
ísraelar Kamal i fangelsi í nokkrar
vikur eftir heimkomuna. Þeir vom
að kanna „feril“ hans. í mars síðast-
liðnum var einmitt liðið ár frá því
að Abu-Samra flölskyldan hafði
komið sér upp heimili á nýjan leik
á fóstuijörðinni.
Afi tók fagnandi á móti okkur
eftir að við höfðum loks þreytt inn-
gönguprófið í hinum þrem gullnu
hliðum og fengið grænt ljós. Hann
faðmaði Alex að sér, uppnuminn
yfir að sjá barnabarn sitt í fyrsta
sinn og hrærður yfir endurfundum-
um við son sinn, sem hann hefur
ekki hitt í 7 ár.
Við ókum af stað og ég drakk í
mig það sem fyrir augu bar. Vegirn-
ir voru holóttir malarvegir, eins og
íslenskir sveitavegir gerast verstir.
Ulfaldar og asnar héngu letilega
við vegarkantinn og einu sýnilegu
heimilin voru niðurníddir kofar, sem
virtust vera eins konar sveitabæir.
Þegar við komum inn í Gazaborg
voru flestar göturnar malbikaðar
og umhverfið tók á sig einhvers
konar borgarbrag. Umferðin var
mjög hávær og ruglingsleg, bílstjór-
arnir á ævafornum bílum þeyttu
flauturnar grimmt og gangandi
vegfarendur notuðu götuna líkt og
hún væri gangstétt. Asnar dragandi
heimasmíðaðar kerrur fullar af fólki
og grænmeti voru á hveiju strái.
Þeir voru barðir áfram með svipum.
Ég sá mér til skelfingar að allar
konur huldu höfuð sitt með slæðu.
Húsin voru mjög hrörleg og um-
hverfið allt mjög óhreint. Rusla-
haugar lágu víðs vegar úti á götu
og asnaskíturinn var alls staðar.
Feðgarnir töluðu hratt og ákaft á
arabisku, sólin skein heit á bílrúð-
urnar, arabísk tónlistin dundi úr
útvarpstækinu og blessaður bíl-
stjórinn keðjureykti. Ég var komin
með menningarhöfuðverk.
Höfðinglegat' móttökur
Ég var fegin er við nálguðumst
húsið sem yrði heimili okkar næstu
10 daga. Ég var spennt. Hvernig
myndi amma taka mér? Ég var að
koma sem fráskilin kona inn á hefð-
bundið palestínskt heimili á Gaza,
með barnabarn þeirra í fanginu og
skilin að skiptum við son þeirra.
En kvíði minn reyndist ástæðulaus
með öllu. Mér var tekið eins og
þjóðhöfðingja og Alex varð sam-
stundis augasteinn afa síns og
ömmu. Þar sem ég hafði búið mig
undir það versta, var það mér mik-
ill léttir er ég komst að raun um
að fjölskyldan býr í stóru og fallegu
húsi, sem þau hófu að byggja fyrir
nokkrum mánuðum og er ekki full-
klárað. Það er búið öllum helstu
nútímaþægindum og mér til
ómældrar gleði var baðherbergið
búið bæði sturtu og venjulegu kló-
setti! Ég sendi Allah stutta þakkar-
bæn í huganum.
Án síma, en með
gervihnattadisk
Sími var þó ekki í húsinu og mér
skilst að sá gripur sé jafnan ekki
hluti daglegs lífs fólksins á Gaza.
Aftur á móti var heljarinnar gervi-
hnattadiskur á þaki hússins og
gerði okkur kleift að ná frjölda sjón-
varpsstöðva. Mér fannst mjög þægi-
legt að hafa CNN-stöðina við hend-
ina; mér fannst hún vera mitt eina
tengi við umheiminn. Það var jafn-
framt undarleg tilfinning að sitja á
gólfinu á palestínsku heimili á
Gaza-svæðinu, drekka rótsterkt
arabískt kaffi og horfa á heims-
fréttirnar á CNN. Þrátt fyrir allt,
þá vorum við með heiminn inni í
stofu.
Ég var fljót að aðlagast heimilis-
lífinu. Við byijuðum daginn á því
að fara út í garð og tína ilmandi
appelsínur af tijánum, sem við
kreistum svo ferskan safann úr.
Við sátum síðan úti í sólinni með
morgunverðinn og horfðum heilluð
á appelsínur, greipaldin, sítrónur
og ólífur sem prýddu trén. Getur
morgunninn hafist á betri hátt?
Alex hljóp og lék sér á risastórri
lóðinni allan liðlangan daginn, frjáls
og uppnuminn af ævintýrum nátt-
úrunnar; gróðrinum, kaðlarólunni
sem hékk á milli tijánna og flæk-
ingsköttunum sem komu stundum
og betluðu mat.
Það var ávallt mjög mikið að
gera hjá ömmu, sem töfraði fram
þijá stórar máltíðir á dag. Það var
lagt á „borð“ á gólfinu eins og tíðk-
ast hjá aröbum, þ.e.a.s. dúkur var
breiddur á stofugólfið og kræsing-
unum raðað á hann. Hnífapör eru
ekki notuð og fljótlega urðum við
Alex leikin við að borða sitjandi á
gólfinu og bjarga okkur með guðs-
göfflunum og heimabakaða píta-
brauðinu, sem notað er til að veiða
upp sósur, hrísgijón og kjöt. Á
milli máltíða var stöðugt borið í
okkur kaffi, te, hnetur og ávextir.
Ákveðin landamæri
milli karla og kvenna
Þegar leið á daginn hófst gesta-
gangurinn, en ættingjar, vinir og
nágrannar vildu ólmir hitta okkur
og daglega þrömmuðu 8-10 konur
í kuflum og með slæður inn í húsið
og settust á gólfið í stofunni. Flest-
ar voru þær með börnin sín með
sér sem sátu grafkyrr og hljóð við
hlið mæðra sinna. Þau störðu stór-
eyg á Alex hlaupa óheftan um allt
húsið, með Batman, Bósa ljósár og
önnur vestræn leikföng á lofti. Á
meðan á þessu stóð sátu eiginmenn
kvennanna við bálköst langt úti á
lóðinni, svældu sígarettur í gríð og
erg og ræddu pólitík. Mig dauðlang-
aði að sitja við eldinn hjá körlunum
og spjalla við þá, en í þeim efnum
eru mjög ákveðin landamæri milli
karla og kvenna.
Sinn er siður í landi hveiju og
sem gestur bar mér að taka tillit
til þess. Ég varð því að halda mig
við saumaklúbbsstemmninguna hjá
konunum. Þær töluðu mikið og
mauluðu hnetur og af því litla sem
ég skil í arabísku, varð mér ljóst
að meginumræðuefni þeirra voru
barneignir. Þær hristu hausinn
hlæjandi yfir því að ég ætti bara
eitt barn. Þær áttu þetta á bilinu
4-7 börn hver og virtist sem barna-
fjöldi hverrar konu bæri vott um
hversu merkileg hún væri.
Fyrsta kvöldið mitt á Gaza bað
ég Ranyu að leyfa mér að prófa
að fara í kufl og slæðu. Hún er
21 árs verkfræðinemi og eina dótt-
irin. Hún hló og skríkti, dró mig
inn í herbergið sitt og klæddi mig
í alla múnderinguna. Síðan gekk
ég feimnislega inn í stofu í kvenna-
gerið og vakti þetta uppátæki mitt
mikla kátínu. Ámma lét senda eft-
ir Bassam sem sat úti hjá karl-
mönnunum, með þau skilaboð að
hann ætti að koma og heilsa upp
á frænkur mínar. Það gerði hann.
Hann heilsaði einni í einu og tók
í höndina á mér án þess að þekkja
mig. Hann horfði meira að segja í
augu mér og muldraði kveðju á
arabísku. Það varð allt vitlaust í
hlátri. En mér fannst þetta hálf
dapurt, því þetta atvik staðfesti
hversu faldar konurnar eru og eiga
engan kost á að persónugera útlit
sitt.
Eftir að gestirnir fóru um 10 leyt-
ið um kvöldið og voru búnir að
kyssa okkur í bak og fyrir, var ró-
leg samverustund hjá flölskyldunni.
Þá var kvöldmáltíðin snædd og
mikið spjallað saman. Okkur tókst
ótrúlega vel að tjá okkur með hjálp
heimatilbúins táknmáls, viðeigandi
andlitssvipbrigða og handahreyf-
inga.
Á heimilinu klæddist ég mínum
gallabuxum, reykti mínar sígarett-
ur og var að mörgu leyti eins og
heima hjá mér. Sömu sögu er að
segja um Alex sem naut athyglinn-
ar í botn og nýtti sér elskulegheitin
til hins ýtrasta, eins og sniðugir
fimm ára strákar gera. Afabróðir
hans rekur verslun í næsta húsi og
var eiginlega þessi hefðbundni
kaupmaður á horninu. Þar sat gamli
maðurinn berfættur, með bál í
gryfju á gólfinu og seldi allt frá
eyrnapinnum og matvöru upp í leik-
föng og slæður. Alex tók ástfóstri
við þennan gamla og sérkennilega
frænda sinn, sem var ávallt með
skæruliðasjal Palestínumanna um
höfuðið og í „síðum gráum kjól“,
eins og barnið orðaði það. Að mati
Alex höfðu þó þessar fimm búðar-
ferðir hans á dag einn stóran galla
og hann var sá að aldrei þurfti að
borga í búðinni hans frænda. Hon-
um fannst ekkert spennandi að fara
út í búð án þess að greiða fyrir
vöruna. Siðfræðin vafðist líka fyrir
honum. „Mamma“, sagði hann al-
varlegur á svip, „er þetta ekki það
sama og að stela?“
Á þessum hluta Gaza ríkti ró og
friður. Ég sofnaði við mun friðsælla
umhverfi en á heimili mínu í
Reykjavík. Fréttirnar færa okkur
aðeins frásagnir af dauðsföllum,
blóðugum bardögum og eymd á
Gaza. En mér leið líkt og ég væri
í Paradís, á þessu heimili og í allra
nánasta umhverfí. Ég sofnaði á
kvöldin við daufan bjölluhljóm asn-
anna sem barst frá götunni, fjarri
Lettur o
i_______
þœgilegur
10 númera skammvalsminni
72 klst. rafhlaða í biðstöðu
innbyggt loftnet
Endurval
PÓ8TUR OQ SlMI HF
Söludeild Ármúla 27, sími 550 7800
http://www.simi.is/simabunadur/simabunadur/
Söludeild Kringlunni, sími 550 6690 • Þjónustumiðstöðin í Kirkjustræti, sími 800 7000
og á póst- og símstöðvum um land allt.
Þráðlaus Telia Handy
heimilissími á frábœru verði.
> „Öko-System" sparar allt aS 20% sápu
Taumagn: 5 kg
VindingarhraSi: 800 snúningar á mín,
meS hægum byrjunarhraða.
- Hitastillir: Sér rofi, kalt -95’
Þvottakerfi: Öll hugsanleg
ásamt sparnaðarkerfi
Ullarkerfi: Venjulegt mikiS vatnsmagn,
hægur snúningur á tromlu
• 1 /2 hnappur: Minnkar vatnsnotkun
þegar lítið er þvegiS
> Vafnsnotkun: 98 lítrar
> Orkunotkun: 2,2 kwst
I tilefni
•tSA** ...bjóðumvið
BFotnmn Ormnai / aunmat
þvottavél
á sérstöku almælisverði
Þýskt vörumerki
þýskt hugvlt
hýsk framleiðsla
Eitt verö kr:
57000,
j= Þriggja Ara
s Abyrgð á öllum
| AEG
I ÞVOTTAVÉLUM
| Umboösmenn:
Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð.Búðardal.
Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin.Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík.Straumur.ísafirði.Noröurland: Kf.Steingrímsfjarðar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga.
Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúð.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA, Dalvík. KEA, Siglufirði. KEA, ólafsfirði. Kf. Þingeyinga,
Húsavik.Urð, Raufarhöfn.Lóniö, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guömundsson, Egilsstööum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstaö.
Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK.Djúpavogi. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu.Ratnagnsverkstæði KR, Hvolsvelli. Árvirkinn, Selfossi. Rás,
Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavík.