Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 46

Morgunblaðið - 29.05.1997, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ SKÓLASLIT _ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson STUDENTSEFNIN tuttugu. Fremsta röð frá vinstri: Arnbjörg Helga, Kristín Dröfn, Harpa, Anna Fríða, Sig- rún Arna, EIín,_ Rúna, Sæunn Sigríður og María. Miðröð frá vinstri: Kristján Þór, Hilmar, Anna Karen, Hrefna Silvía, Asgeir Guðbjartur og Atli Freyr. Aftasta röð frá vinstri: Bjarki, Jónas Bergmann, Kristinn, Bjarni Heiðar og Olafur Sölvi. MÆÐGURNAR Kristín Dröfn Einarsdóttir og Anna Karen Kristjáns- dóttir, brautskráðust frá Framhaldsskóla Vestfjarða á laugardag. Kristín Dröfn hlaut næsthæstu meðaleinkunn af mála- og samfélags- braut, 7,5, og móðirin fékk hæstu meðaleinkunn af hagfræðibraut, 7,7. TVEIR bæjarfulltrúar voru á meðal nýstúdenta frá Framhaldsskóla Vestfjarða og mun slíkt vera einsdæmi a.m.k. þegar um er að ræða stúd- enta frá dagskóla. Hér eru þeir vinirnir Kristinn Hermannsson (t.v.) og Hilmar Magnússon, en hann var „Dux schoale" með meðaleinkunnina 8,1. STÚDENTSEFNIN sem brautskráðust frá Menntaskólanum á Isafirði fyrir tuttugu árum ásamt skólameist- arahjónunum, Bryndísi Schram og Jóni Baldvin Hannibalssyni. Hópurinn var sá síðasti sem þau hjón braut- skráðu frá skólanum og sá eini sem Bryndís hefur brautskráð, en hún gegndi starfi skólameistara um eins árs skeið í fajrveru bónda síns. Á myndinni er einnig Anna Karen Kristjánsdóttir. Framhaldsskóla Vestfjarða slitið í fímmta skipti Tuttugu stúdentar brautskráðir Ísafírði. Morgunbiaðið. Framhaldsskóla Vestfjarða var slitið í fimmta skipti á laugardag. Tuttugu stúdentsefni voru braut- skráð frá skólanum að þessu sinni, ellefu stúlkur og níu piltar. Þá fengu tíu vélaverðir skírteini sín og tveir fengu skírteini fyrii- að hafa lokið 2. stigi vélstjórnarnáms. Fimm nemendur luku tveggja ára verslunarprófi af viðskiptabraut og fékk hæstu meðaleinkun þar Friðrik Einarsson, eða 8,5. Af sjúkraliðabraut, brautskráðust fimm nemendur með sjúkraliða- próf. Hæstar einkunnir þar fengu þær Sigríður Ragna Jóhannsdótt- ir, 8,7 og Pálína Elíasdóttir, sem var með 8,2 í meðaleinkunn. Tveir iðnnemar með skólapróf í vélsmíði brautskráðust frá skól- anum og einn nemandi með al- mennt meistarapróf. Af stúdents- efnunum tuttugu, luku fjórir námi af hagfræðibraut. Hæstu einkunn af hagfræðibraut hlaut Anna Karen Kristjánsdóttir, eða 7,7. Af mála- og samfélagsbraut komu sjö stúdentsefni. Af þeim hlaut hæstu einkunn Hilmar Magnússon, eða 8,1, og var hann „Dux schoale“ þetta árið. Hilmar og Kristinn Hermannsson, sem einnig lauk prófi á mála- og sam- félagsbraut, pru bæjarfulltrúar Funklistans í Isafjarðarbæ, Næst- hæstu einkunn af mála- og samfé- lagsbraut hlaut Kristín Dröfn Ein- arsdóttir, 7,5, en þess má geta að hún er dóttir Önnu Karenar Krist- jánsdóttir, sem hlaut hæstu með- aleinkun af hagfræðibraut. Af Skólaslit Fj ölbrautaskóla Suðurnesja Góður námsárangur sunddrottning’ar Keflavík. Morgnnblaðið. -f VORONN Fjölbrautaskóla Suður- nesja var slitið við hátíðlega athöfn í sal skólans, laugardaginn 24. maí, að viðstöddu fjölmenni að vanda. Að þessu sinni voru 65 nemendur brautskráðir. Stúdentar voru íjöl- mennastir, samtals 42, af iðnbraut voru 11, úr grunndeild 4, af tveggja ára braut 4, tveir vélstjórar og tveir sjúkraliðar. Eftir að Ólafur Jón Arnbjömsson skólameistari hafði afhent nemend- um brautskráningarskírteini af- henti Elísabet Karlsdóttir sviðs- stjóri verðlaun fyrir góðan námsár- 'f.mgur. Þar má nefna frábæran námsárangur Eydísar Konráðsdótt- ur sem er þekktari sem afreksmað- ur í sundi. Eydís hlaut 6 viðurkenn- ingar: Fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi, fyrir frammistöðu í ensku, fyrir góðan árangur í stærð- fræði og raungreinum og fyrir góða frammistöðu í íslensku. Þrándur V Sigurjón Ólafsson hlaut 4 viður- Morgunblaðið/Bjöm Blöndal NEMENDUR á vorönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja ásamt Ólafi Jóni Arnbjörnssyni skólameistara sem er lengst til vinstri og Oddnýju Ilarðardóttur aðstoðarskólameistara sem er lengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.