Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 2

Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Fiskiðjusamlag Húsavíkur kaupir Pétur Jónsson RE FRETTIR jfí*— PÉTUR Jónsson RE fær heimahöfn á Húsavík um miðjan ágúst næstkomandi. FISKIÐJUSAMLAG Húsavíkur hefur fest kaup á rækjuveiðiskip- inu Pétri Jónssyni RE 69 og var gengið frá samningi um kaupin milli Fiskiðjusamlagsins og Péturs Stefánssonar, eiganda skipsins, í gær. Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusamlagsins vildi í samtali við Morgunblaðið ekki gefa upp kaupverð skipsins en sagði það vera á bilinu 80-90% af tryggingamati þess sem er 963 milljónir króna. Enginn kvóti fylgir skipinu, en til stendur að færa yfír á það kvót- ann af togurunum Júlíusi Hafstein og Kolbeinsey sem Fiskiðjusamlag- ið á og hyggst selja til að fjár- magna kaupin á Pétri Jónssyni, en sá kvóti er samtals 4.500 þorsk- ígildi. Fiskiðj usamlagið endurfjármagnað frá grunni Skipið verður afhent nýjum eig- endum 16. ágúst næstkomandi, og um það leyti kemur til landsins nýtt skip sem verið er að smíða í Noregi fyrir Pétur Stefánsson, en það verður sjósett 20. júní næst- komandi. Fiskiðjusamlagið og Pétur Stefánsson hafa gert sam- komulag um kaup Fiskiðjusam- lagsins á rækju frá hinu nýja skipi næstu þrjú kvótaár, og með þeim samningi og kaupunum á Pétri Jónssyni RE verða um 8 þúsund tonn unnin árlega í rækjuverk- smiðju fyrirtækisins. Einar Svans- son sagði að Fiskiðjusamlag Húsa- víkur myndi fara í hlutafjáraukn- ingu og auk þess selja hlutabréf að verðmæti 160 milljónir króna sem eru í eigu félagsins til að fjár- magna kaupin á Pétri Jónssyni. „Skuldir félagsins munu því ekki aukast við þessa aðgerð. Þar að auki fáum við alveg nýja fjár- mögnun á félagið í formi væntan- legs stórs láns inn á Pétur Jóns- son, sem verður þá nánast eina lánið sem fyrirtækið verður með. Við munum endurfjármagna Fisk- iðjusamlagið með þessu í leiðinni alveg frá grunni, og þessi aðgerð mun breyta mjög verulega efna- hag félagsins,“ sagði hann. Getur dregið tvö troll samtímis Pétur Jónsson RE var smíðaður í Noregi og kom skipið til landsins í júlí 1994. Það er sérstaklega búið til vinnslu og frystingar á rækju og um borð eru þijár tog- vindur þannig að unnt er að draga tvö troll samtímis. Skipið er tæp- lega tvö þúsund tonn, 59 metrar á lengd og knúið liðlega fjögur þúsund hestafla vél. Frystigeta skipsins á sólarhring er 43 tonn og alls rúmast um 400 tonn af frystum afurðum um borð. Að jafn- aði eru 20 manns í áhöfn skipsins. ■ ■ | Morgunblaðið/Ásdís BÖRN klipptu á borðann þegar ný æfingalaug Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var tekin í notkun. Ný sundlaug í Æfingastöð Styrktarfélagsins 12 mánaða dómur fyrir lánveitingar til Emerald Air HÆSTIRÉTTUR þyngdi í gær um tvo mánuði dóm Héraðsdóms Reykja- víkur yfir fyrrverandi framkvæmda- stjóra Lífeyrissjóðs bænda fyrir að hafa lánað flugfélaginu Emeraid Air rúmar 97 milljónir króna af fé Lífeyr- issjóðs bænda án nokkurra ábyrgða eða trygginga og án þess að bera ákvörðun sína undir stjóm sjóðsins. Samkvæmt dómi Hæstaréttar skai maðurinn sæta fangelsi í 12 mánuði, en haldi hann almennt skilorð í 3 ár frá uppkvaðningu dómsins fellur refs- ing hans niður. Maðurinn var ákærður fyrir brot framin á árinu 1995 og gert að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé Lífeyrissjóðs bænda í stór- fellda hættu með lánveitingunum. Lífeyrissjóðurinn var stofnhluthafí í félaginu Activa sem stofnað var árið 1994 um þátttöku íslenskra aðila í Emerald Air Ltd. og lagði fram 10,8 milljónir í hlutafé. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins var kjörinn stjórnar- formaður Activa og jafnframt kjörinn í stjóm Emerald Air. í dómi Hæsta- réttar segir að ekki hafi komið fram að maðurinn hafí notið persónulegs ávinnings af broti sínu. Flugvél lenti í árekstri FLUGVÉL skemmdist nokkuð þeg- ar hún lenti í árekstri við tvær bif- reiðar skömmu eftir hádegi í gær á Reykjavíkurflugvelli. Málavextir voru þeir að fólksbif- reið var að draga flugvélina eftir flugbraut á Reykjavíkurflugvelli, þegar ökumaður bílsins þurfti að hemla snögglega. Sá sem stýrði flugvélinni náði hins vegar ekki að stöðva hana nægjanlega fljótt, með þeim afleiðingum að vængir flug- vélarinnar rákust í dráttarbilinn og aðra bifreið sem þar var nærri. Hæstiréttur Dæmdur fyrir að aka vélsleða í þéttbýli NÝ sundlaug var vígð f gær í Æfingastöð Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra í Reylyavík. Er hún stærri en sú sem fyrir var og sérstaklega hönnuð og byggð með þarfir skjólstæðinga félags- ins í huga. Heildarkostnaður við laugina er 60 miiyónir og komu 1,5 miHj- ónir frá hinu opinbera en hitt er fé sem félagið hefur aflað með árlegu happdrætti sínu og útgáfu tímarits auk gjafafjár. Komu gjaf- ir frá Asbjörgu Jónsdóttur á Akranesi, sem gaf húseign til minningar um mann sinn, Jón Bjarna Magnússon, frá hjónunum Sigurfyóð Olafsdóttur og Magnúsi Bjarnasyni og úr Minningarsjóði Kristínar Björnsdóttur. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra flutti ávarp við vigsluna, séra Halldór Gröndal blessaði laugina og börn úr hópi skjólstæðinga félagsins tóku fyrstu sundtökin. HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt mann, sem ók á snjósleða eftir göt- um á Egilsstöðum fyrir að hafa brotið umferðarlög og ekið torfæru- tæki í þéttbýli. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ekið á vélsleða án hlífðar- hjálms eftir tveimur götum á Egils- stöðum. Á þeirri leið ók hann yfir þjóðveg. Samkvæmt skýrslu ákærða fyrir héraðsdómi var hann að fara með vélsleðann í eftirlit á verkstæði en tækið var nýtt og hafði fengið skoðun nokkrum dög- um áður. Akærða var boðið að ljúka málinu með 4 þús. króna sekt sem hann hafnaði. í dómnum segir enn fremur að samkvæmt lögum sé bannað að meginstefnu að aka torfærutækjum og þar með vélsleðum á vegum sem ekki eru einkavegir. Jafnframt að ekki megi án sérstaks ieyfis land- eigenda eða umráðamanns lands, aka, stöðva eða leggja vélknúnu ökutæki utan vegar í þéttbýli á svæði sem ekki er ætlað fyrir um- ferð þeirra. Fram kemur að ein- göngu megi aka vélsleða yfir vegi eða eftir vegi skemmstu leið utan þéttbýlis. Jafnframt segir að ákærði hefði ekki haft heimild frá þar til bærum aðila að aka torfærutæki utan vega á Egilsstöðum. Var ákærði dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað að meðtöld- um saksóknaralaunum kr. 25 þús. í ríkissjóð og laun skipaðs vetjanda kr. 25 þús. Sendifulltrúi RKÍ enn í Afghanistan INGA Margrét Róbertsdóttir, sendifulltrúi Rauða kross íslands í Afghanistan, er enn í borg- inni Mazar-i- Sharif ásamt öðrum starfs- mönnum Al- þjóðaráðs Rauða kross- ins þar. Garðar Guðjónsson, kynningarfull- trúi RKÍ, segir að samkvæmt upplýsingum sem hann fékk frá höfuðstöðvunum í Genf um há- degi í gær ami ekkert að þeim. „Þau hlúa að særðum og sinna þeim störfum sem til er ætlast af þeim við aðstæður sem þess- ar,“ segir Garðar. Inga Margrét er sjúkraþjálfi og hefur frá því í desember si. unnið við að endur- hæfa fólk sem fengið hefur gervi- limi á gervilimaverkstæði Rauða krossins í borginni. Til stendur að hún snúi heim á leið á næstu dögum, þar sem henni er illmögulegt að starfa vegna ástandsins í landinu. Ekki er þó ijóst hvenær það verður, þar sem lendingarleyfi fyrir flug- vél Rauða krossins er enn ekki fengið. Dísarfellið Enn frekari sjópróf? SJÓPPRÓFUM vegna þess er tveir menn fórust með Dísarfell- inu suðaustur af landinu 9. mars sl. var fram haldið í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrradag. Teknar voru skýrslur af deildarstjóra skiparekstrardeild- ar Samskipa og öllum yfírmönn- um á Dísarfellinu; þ.e. báðum skipstjórum, öðrum stýrimanni og vélstjórum. Við lok þinghaldsins krafðist fulltrúi rannsóknarnefndar sjó- slysa að málinu yrði einungis frestað en þinghaldi ekki slitið. Að sögn Jóns Finnbjörnssonar, héraðsdómara, sem stjórnar sjó- prófunum, ræðst það í dag hvort um frekari sjópróf verður að ræða. Handteknir með stolnar ávísanir og bíl MAÐUR með stolið ávísanahefti í fórum sínum var handtekinn í fyrradag við verslun á Grensás- vegi eftir að hann reyndi að kaupa vörur þar. Eftir að hann var færður á lögreglustöð vísaði hann á annan aðila, sem einnig var handtekinn. Grunur var um að ökutæki sem mennirnir óku hefði verið stolið og einnig að þeir hefðu stolið fieiri ökutækjum. Þeir höfðu haft þann háttinn á að fara á bílasöiur og fá lánaðar bifreiðar til reynsluaksturs, en ekki skilað þeim á sama stað. Játning liggur fyrir. Vatnsskemmd- ir í Hrafnistu TALIÐ er að hálfrar milljónar kr. tjón hafi orðið á gólfi salar í Norðurbrún, vistheimili aldr- aðra á Hrafnistu, í fyrrinótt eft- ir að vatn lak þar inn nætur- langt. Talið er fullvíst að einhveijir óprúttnir aðilar hafi sett vatns- slöngu inn um gat sem lá að salnum og vatn lekið úr henni alia nóttina. Ekki er vitað hveij- ir voru að verki. Inga Margrét Róbertsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.