Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 10

Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR íbúar Seljahverfis segja tengibraut úr Fífuhvammi inn á Jaðarsel vera skipulagsmistök Aðalskipu- lagið var harðlega gagnrýnt Morgunblaðið/Golli FULLT var út úr dyrum á borgarafundi í Seljahverfi á miðvikudagskvöldið. íbúar í Seljahverfi hafa ítrekað lýst áhyggjum sínum af aukinni um- ferð sem stendurtil að beina um hverfið sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016. Pétur Blöndal sat borgarafund þar sem sinnuleysi yfirvalda var mótmælt. HÖRÐ gagnrýni á aðalskipulag Reykjavíkur kom fram á borgara- fundi íbúa í Seljahverfi sem haldinn var síðastliðið miðvikudagskvöld. Samþykkt var einróma á fund- inum að skora á borgarstjórn og Borgarskipulag Reykjavíkur að fella tengibraut úr Fífuhvamms- hverfi í Kópavogi inn á Jaðarsel í Seljahverfi út af aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016. Jafnframt ítrekaði fundurinn mót- mæli gegn staðsetningu Amames- vegar vestan í Vatnsendahvarfí við jaðar Seljahverfis. Skorað var á yfír- völd að fella þessa stofnbraut út af aðalskipulagi Reykjavíkur og leita raunhæfra leiða til að leggja hana austan Vatnsendahvarfs. Ástandið svartara en áður Ólafur Dýrmundsson gerði grein fyrir aðdraganda málsins í fram- sögu. Sagði hann að allt frá árinu 1982 hefði fyrirhugaðri legu Arn- arnesvegar á vinsælu útivistarsvæði við jaðar Seljahverfis ítrekað verið mótmælt. Hefðu m.a. undirskrifta- listar með 3 þúsund nöfnum verið afhentir borgarstjóra í mótmæla- skyni í apríl 1984. Því hefði það valdið sér vonbrigð- um að í aðalskipulagi Reykjavíkur 1996 til 2016 væri þessi gamli draugur enn að gera vart við sig. Nýr draugur hefði svo bæst í hóp- inn. Breyta ætti Jaðarseli úr safn- götu í tengibraut sem þýddi verulega aukna umferð. Ljóst væri að umferð- arþungi um Jaðarsel væri þegar svo mikill að mörgum þætti nóg um, enda hefðu verið lagðar þar þijár hraðahindranir. Ólafur sagði það óviðunandi að tengibraut um Jaðarsel yrði lögð á undan Arnarnesvegi enda væri fyr- irséð að af því skapaðist geigvæn- lega mikilll umferðarþungi. Tengi- brautin þyrfti þá að anna allri um- ferð sem annars færi um Arnarnes- veg. Það væri mikil umferð, enda um stofnbraut að ræða. „Skipulagsmistök og umhverf- isplága" voru orðin sem hann við- hafði um Arnarnesveg. Stóðu þau á gömlum glærum sem hann dró upp úr farteskinu frá mótmæla- fundi árið 1984. „Ástandið var svart þá,“ sagði hann þungur á manninn. „En nú er það svartara. Við eigum einnig von á að Jaðarsel verði gert að tengibraut.“ Kostnaði komið á Reykvíkinga Magnús Bjamason tók undir með Ólafi og sagði að Arnarnesvegur yrði að rísa á undan tengibraut- inni, þess vegna væri óviðunandi að tengibrautin væri inni á borgar- skipulagi. Hann sagði Kópavogsbúa vera að koma kostnaði við gatna- gerð yfir á Reykvíkinga með því að tengja aðalumferðaræðar yfir í mitt íbúðarhverfi í Reykjavík. Skor- aði hann á borgarfulltrúa að standa betur vörð um hagsmuni Reykvík- inga. „Eg flutti í Seljahverfí með fjöl- skyldu minni fyrir ári vegna þess að það er gott og rólegt hverfi,“ sagði Haukur Þór Haraldsson. Hann sagðist hafa þungar áhyggjur af því að Jaðarsel yrði gert að tengi- braut með aukinni slysahættu sem sonur hans að fara yfir götuna á hveijum degi í skólann. „Sama gild- ir um áttatíu önnur börn sem eiga heima fyrir ofan Jaðarsel," sagði hann. Þorsteinn Tómasson bar fram þá fyrirspum hvað orðið hefði um þá tillögu að Arnarnesvegur lægi aust- an Vatnsendahvarfs. Hann sagði að íbúar Seljahverfis viðurkenndu að þörf væri á tengingu til þess að svæðið yrði ein skipulagsleg heild, en fyrst þyrfti að leysa vandamálið með Amarnesveg. Skipulag ennþá í mótun Margrét Sæmundsdóttir úr Skipulagsnefnd Reykjavíkur sagði ánægjulegt hversu málefnalegar umræðurnar á fundinum væm. í máli hennar kom fram að ekki yrði af lagningu tengibrautar milli Fífu- hvammsvegar og Jaðarsels nema Arnarnesvegur yrði lagður fyrst. Þannig að ekki yrði um eins mikla umferðaraukningu að ræða um Jað- arsel og margir fundarmanna óttuð- ust. Einnig sagði Margrét að komið hefði til umræðu í viðræðum borg- arstjóra og bæjarstjóra Kópavogs að færa Arnarnesveg austur fyrir Vatnsendahvarf. Skipulag í Kópa- vogi á þessu svæði væri í mótun um þessar mundir og verið væri að endurmeta legu Arnarnesvegar og Fífuhvammsvegar austan Reykja- nesbrautar og hvemig þeir tengjast saman. Einnig væri unnið að mótun deiliskipulags íbúa á þessu svæði. „Skipulagsaðilar í báðum sveitarfé- iögum munu halda áfram samvinnu um lausn þessa máls,“ sagði hún. Hlynntur tengibrautum Stefán Hermannsson, borgar- verkfræðingur, sagðist vera ein- dregið þeirrar skoðunar að tengi- brautir, á borð við þá sem leggja ætti úr Fífuhvammshverfi í Jaðar- sel, ættu að liggja milli hverfa, ekki aðeins stofnbrautir. „Annað er ólánlegt skipulag," sagði hann og bætti við að ekki mætti vera múr á milli Kópavogs og Reykjavík- ur. Stefán ítrekaði að ekki kæmi til greina að tengibrautin yrði lögð fyrr en Arnarnesvegur væri kominn í gagnið. Hann sagði að ef farið yrði að þeirri kröfu að leggja Arnar- nesveg austan Vatnsendahvarfs kæmi sú skrýtna niðurstaða að umferðarþungi um Jaðarsel yrði meiri en ella. „Ólafur á því e.t.v. eftir að skipta um skoðun eftir nokkur ár,“ sagði hann. Fótboltavelli ofaukið? Jónína Bjartmarz sagði Amar- nesveg ógnun við lífsgæði Joeirra sem byggju í Seljahverfi. I máli hennar kom fram að íbúar í Klyfja- seli hefðu sóst eftir því að fá byggð- an fótboltavöll austan Jaðarsels, vegna þess hve hættulegt það væri fyrir krakka að fara alltaf yfir þessa umferðargötu. Fótboltavöllur hefði fengist samþykktur hjá borgar- skipulagi, en nú sæi hún ekki betur en að Amarnesvegur ætti að liggja þvert yfir hann. Tók Stefán Her- mannsson, borgarverkfræðingur, undir að honum virtist dálítið þröngt um fótboltavöllinn á skipu- laginu. Sólveig Siguijónsdóttir sagðist vera stolt af því að búa í Selja- hverfí, þessu friðsæla og barnvæna hverfi. Ekki mætti eyðileggja það fyrir íbúunum. „Við viljum hjálpa borgarstjórninni til þess að ekki verði annað Miklubrautarslys," sagði hún og kvartaði undan því að henni virtust öll svör sem fengj- ust frá borgaryfirvöldum vera alltof loðin. Magnús Bjarnason tók loks aftur til máls og þakkaði fulltrúum borg- aryfirvalda góð viðbrögð. „En hvers vegna, ef allt er svona gott, em báðir þessir vegir inni á borgar- skipulagi," spurði hann. Fleiri tóku til máls á fundinum, þ.á m. borgar- fulltrúar bæði R-listans og Sjálf- stæðisflokksins. Að lokum var kjör- in starfsnefnd á fundinum til þess að fylgjast með framgangi þessara mála fyrir hönd íbúa Seljahverfis. í henni eiga sæti Ólafur Dýrmunds- son, Jónína Heiða Bjartmarz, Magnús Bjarnason og Haukur Þór Haraldsson. Ármúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 Hafnarfjörður Melabraut 19 (Suðurbrautarmegin) Gott og bjart ca 550 fm iðnaðarhúsnæði með góðri skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu. Möguleiki að skipta húsnæðinu í smærri einingar. Langtímaleiga kemur til greina. Til afhendingar strax. Niðurstaða fund- arins liðsauki fyrir borgarsljórn „ÉG lít á niðurstöðu þessa fundar sem liðsauka, sem við fáum í borgarstjórn, við tillögu okkar um að ofanbyggðarvegur verði flutt- ur austur fyrir Vatnsendahvarf," sagði Guðrún Ágústsdóttir, borg- arfulltrúi, í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Við höfum verið í viðræðum við bæði Kópavog og Vegagerð ríkisins um þann flutning. Þar lægi Arnamesvegurinn miklu bet- ur í landi, yrði betri tenging og að flestu leyti mun æskilegri leið.“ Guðrún segir að þessar viðræð- ur séu í gangi og muni halda áfram samhliða viðræðum við fulltrúa íbúa í samráðshópnum sem skipaður hafi verið í gær. „Við getum einnig hugsanlega látið Jaðarselið vera brotna línu á aðalskipulaginu, sem hefði þá þýðingu að það yrði ekki gert að tengibraut á skipulagstímabil- inu,“ sagði hún. „Þetta er vilji borgarinnar; við erum að vinna að málinu og vonandi næst nið- urstaða í samræmi við það.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.