Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Leikhópurinn Voff frumsýnir Af hveiju ég? Blákaldar staðreyndir um vímuefnaneyslu LEIKHÓPURINN Voff, sem sam- anstendur af unglingum úr Gagn- fræðaskólanum á Akureyri, frum- sýnir leikritið Af hveiju ég? eftir Aðalstein Bergdal í Dynheimum í kvöld, föstudagskvöld, 30. maí kl. 20.30. Aðalsteinn er einnig leik- stjóri og hannar leikmynd. Leikritið varð til vegna tilmæla íþrótta- og tómstundaráðs um að koma umræðu um vímuefnamál inn í leiklistarkennslu og má segja að með þessu leikriti, sem og sýningu á neðri hæð Dynheima, sé stigið fyrsta skrefið að vímuefnalausum skólum á Akureyri árið 2000, en að því markmiði er stefnt. Nöturleg saga „Þetta er heldur nöturleg saga, blákaldar staðreyndir um afleiðing- ar vímuefnaneyslu sem ég byggi á fjölmörgum viðtölum sem ég hef átt við fyrrverandi og núverandi neytendur vímuefna," segir Aðal- steinn, en bætir við að ekki sé um neina ítroðslu að ræða. Leikritið gerist á sunnudagskvöldi til mánu- dagsmorguns, sagan gerist á keramikvinnustofu og segir frá ungu fólki sem ánetjast hefur fíkni- efnum. „Þetta er þrælerfitt verkefni fyrir krakkana, það gengur mikið á og heilmikið um sterkar tilfinning- ar, það gerir miklar kröfur til þeirra en þau standa sig ótrúlega vel,“ segir Aðalsteinn um leikhópinn. I honum eru Jóhannes Gabríel Rios Kristjánsson, Árni Már Val- mundarson, Birgir Stefánsson, Kartín Björk Sævarsdóttir, Hildi- gunnur Magnúsdóttir, Katla Þor- steinsdóttir, Anna Gunndís Guð- mundsdóttir og Kristín Sigurðar- dóttir en sýningarstjóri er Guðrún íris Úlvarsdóttir. Sýnt í grunnskólunum í haust Leikritið verður sem fyrr segir frumsýnt í kvöld, en einnig verða sýningar á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Einungis verða þessar þijár sýningar í bili, en ætlunin að sýna verkið í öllum grunnskólum bæjarins í haust. Þá er einnig gert ráð fyrir að fara með það víðar, jafnvel um allan fjórðunginn og í raun segir Aðalsteinn að hægt sé að fá sýninguna hvert sem er. Ung- mennafélag íslands hefur þannig falast eftir því að leikritið verði sýnt á landsmóti í Borgarnesi í sum- ar. Morgunblaðið/Benjamín ÞORSTEINN og Pálmi setja niður kartöflur við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit. Vorverkin ganga vel í Eyjafjarðarsveit * Aburðardreifingin leikur einn KFUM og K félagar kveðja Björgvin KVEÐJUSAMKOMA fyrir Björg- vin Jörgensson, stofnanda KFUM og K á Akureyri, verður í félags- heimili KFUM og K í Sunnuhlíð næstkomandi sunnudag. Björgvin er að flytja til Skaga- strandar í byijun næsta mánaðar. Hann hóf að undirbúa stofnun KFUM á Akureyri í desember 1946 og var stofnfundurinn haldinn 5 árum síðar, 1. desember árið 1951. Félagar í KFUM og K eru hvattir til að mæta og taka þátt í kveðju- samkomunni. Helgi Hróbjartsson kristniboði verður aðalræðumaður á samkom- unni, sem og einnig á kristniboðs- samkomum í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld, en þá verða haldnar samkomur kl. 20.30. Ráðning skólasljóra við sameinaðan barna- og gagnfræðaskóla Meirihluti mælir með Karli Erlendssyni MEIRIHLUTI skólanefndar Ak- ureyrar mælir með því að Karl Erlendsson skólastjóri Þela- merkurskóla verði ráðinn skóla- stjóri við skóla sem verður til við sameiningu Barnaskóla Ak- ureyrar og Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar. Tveir umsækjendur voru um stöðuna. Jón Ingi Cæsarsson skóla- nefndarmaður skilaði bókun þar sem segir að það verkefni að sameina tvo skóla á Brekkunni geri miklar kröfur til hæfni og verkstjórnarhæfileika hins nýja skólastjóra og það sé sitt mat að hvorugur umsækjenda stand- Fjölskyldudag- skrá á sjó- mannadaginn VIÐAMIKIL hátíðarhöld verða á Akureyri í tengslum við sjó- mannadaginn og verður lögð áhersla á að gera dagskrána skemmtilega bæði fyrir börn og fullprðna. Á laugardag verður róðrar- keppni á Pollinum og hefst hún kl. 13 við hús Slysavarnafélags- ins við Strandgötu. Pylsuveisla verður á svæðinu í boði Pizza 67 og þá verður boðið upp á skemmtisiglingu fyrir börn í Sæfara. Knattspyrnumót sjó- manna verður í íþróttahúsi KA og hefst það kl. 16. Golfmót sjó- manna verður á Jaðarsvelli kl. 19. Götuleikhús verður á ferð- inni. Hátíðarguðsþjónustur verða í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju kl. 11 á sjómannadaginn. Heiðr- anir og athöfn við minnisvarða sjómanna við Glerárkirkju verður að lokinni messu. Hátíðarhöld dagsins hefjast kl. 13.30 á svæðinu við Odd- eyrarbryggju. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður og for- ist þær kröfur sem gerðar séu. Lagði Jón Ingi til að leitað yrði til núverandi skólastjóra um að stjórna sameiningarferlinu næsta skólaár og staðan auglýst fyrir skólaárið 1998-1999. í sameiginlegri umsögn kenn- araráða skólanna kemur einnig fram sú skoðun að hvorugur umsækjenda hafi ekki nægilega sterkar forsendur til að glíma við þetta erfiða verkefni. Á fundi skólanefndar var ein- róma samþykkt að ráða Þorgerði Guðlaugsdóttur aðstoðarskóla- stjóra við Giljaskóla. maður sjávarútvegsnefndar Al- þingis, flytur hátíðarræðu. Magnús Scheving bregður á leik með börnunum, keppt verður um Smugubikarinn, Götuleikhús Akureyrar skemmtir og þyrla Landhelgisgæslunnar sýnir björgun. Sjómannadansleikur verður í íþróttahöllinni um kvöldið, Gísli Rúnar Jónsson stjómar samkom- unni, Skari Skrípó verður á staðnum og Snörurnar taka létta kántrýsveiflu. Hljómsveitin Pap- ar leikur í aðalsal og PKK í kaf- fiteríu á efri hæð. Djassað í Deiglunni LOKAPUNKTUR djassnám- skeiðs Sumarháskólans á Akur- eyri verður í kvöld, föstudags- kvöldið, 30. maí þegar haldnir verða tónleikar í Deiglunni í Grófargili. Á tónleikunum koma fram nemendur djassnámskeiðs Sum- arháskólans en því stjórnaði Sig- urður Flosason saxófónleikari. Nemendurnir kynna afrakstur námskeiðsins á tónleikunum sem hefjast kl. 21 og er aðgangur ókeypis. Eyjafjarðarsveit. Morgnnblaðið. EYFIRSKIR bændur hafa stundað vorverkin af krafti síð- astliðna viku þegar hlýnaði verulega í veðri eftir alllangan kuldakafla. Áburðardreifing á tún stend- ur nú sem hæst og nokkrir hafa þegar lokið því verki, t.d. Ytra-Laugalandsbændur sem báru á 75 hektara á aðeins tveimur dögum. Með notkun stórsekkja sem taka 600 kíló er áburðardreifingin leikur einn miðað við gömlu aðferðina þegar rogast þurfti með tólf 50 kílóa pokka til að fá sama skammt í dreifarann. Enn eru þó nokkrir bændur sem taka áburðinn í litlum pokum sem nú eru orðnir 40 kíló hver. Nokkrir eru byrjaðir að setja niður kartöflur og er það á svipuðum tíma og í meðalári. Grafarbændur, Þorsteinn Ingólfsson og Pálmi Þorsteinsson létu ekki sitt eftir liggja í blíðunni um helgina og komu útsæðinu niður. Þorsteinn sagði að þetta væri erfið búgrein, verð á kartöflum til bænda væri afar lágt vegna undirboða og offramleiðslu og samstaða kartöflubænda væri ekki mikil. „Þetta er gerlegt þar sem þetta er aukabúgrein hjá mér,“ sagði Þorsteinn en hann býr einnig með kýr og kindur. IHi iSÍliífSPll .. i jj, 1 n n lílli IPé gf ; < ijliaii ■ ■wi IIOTEL KEA 19 4 4 460 2000 NETFANG SIMANUMER NÚMERIN HAFA NÚ PEGAR VERIÐ TEKIN í NOTKUN Hótel Ólafsfjörður Sæunn Axels ehf. kaupir ÓiafsfjiirOui', Morgunblaðið. GENGIÐ var í gær frá samning- um á kaupum Sæunnar Axels ehf. á Hótel Ólafsfirði í Ólafs- firði og var skrifað undir samn- ing þess efnis milli fyrirtækisins og Skeljungs sem var eigandi hótelsins. Með þessum kaupum er lokið löngum óvissukafla um stöðu hótelmála í Ólafsfirði. Bjartsýn á framhaldið „Við munum reka hótelið á eigin vegum, en olíusalan verður rekin á vegum Skeljungs þannig að það verður eins og áður. Mér fannst ekki hægt að horfa upp á þennan ónýtta möguleika sem hótelið er, einhver varð að taka af skarið. Ég er ekki í vafa um að reksturinn á hótelinu getur gengið, öðruvísi værum við ekki að fara út í þetta,“ sagði Sæunn Axelsdóttir framkvæmdastjóri. Sæunn sagði að hótelið og söluskálinn yrði opnað sem allra fyrst og sagðist hún líta björtum augum á framhaldið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.