Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FLUGSTÖÐIN í Vestmannaeyjum sem ráðgert er að endurbæta og stækka á næstunni. Endurbætur gerðar á Flugstöðinni í Eyjum Vestmannaeyjum - Unnið er að hönnun endurbóta og stækkunar á flugstöðinni í Vestmannaeyjum. Árni Johnsen, alþingismaður og flugráðsmaður, segir að þörf hafí verið orðin á að gera endurbætur á flugstöðinni þar sem brýnt viðhald liggur fyrir og eins vegna þess mikla fjölda sem fer um flugvöllinn á ári, þar sem flugstöðin í núverandi mynd annaði engan veginn þeim fjölda. Hefði framkvæmdin verið samþykkt í flugráði og staðfest í samgöngu- nefnd Alþingis. Árni sagði að Þorgeir Pálsson, flugmálastjóri, Haukur Hauksson, varaflugmálastjóri, Jóhann Jónsson, framkvæmdastjóri flugvalla, og Bjami Snæbjömsson, arkitekt, hefðu verið á ferð í Eyjum fyrir skömmu til að skoða flugstöðina og leggja línur varðandi endurbætum- ar. Ámi sagði að endurbæturnar felist aðallega í því að lagfæra það sem þarfnaðist viðhalds og eins verði reynt að aðgreina svæði fyrir komu- og brottfararfarþega. Hann sagði að í Vestmannaeyjum væri það talsverð sérstaða hversu margir tækju á móti og fylgdu til brottfarar hveijum farþega sem um völlinn færi, þannig að reikna mætti með að umferð um flugstöðina væri þrefaldur farþega- fjöldi um flugvöllinn. Árni sagði að samráð hefði verið haft við talsmenn Flugleiða, ís- landsflugs og Flugfélags Vest- mannaeyja um hvernig best yrði staðið að breytingunum. Arkitekt- inn væri nú að vinna úr þeim línum sem gefnar hefðu verið og trúlega yrði niðurstaðan bæði breyting á innra skipulagi og stækkun flug- stöðvarinnar. Árni sagði að fleiri framkvæmdir væru einnig á döfinni við Vest- mannaeyjaflugvöll því ákveðið hefði verið að auka tækjabúnað vallarins enn frekar og setja upp ný ljós á völlinn sem gæfu öflugri lýsingu en þau ljós sem fyrir væru. Ljós sett á Bakkaflugvöll Vestmannaeyjum - Unnið er að uppsetningu ljósabúnaðar á báðar flugbrautir Bakkaflugvallar og er reiknað með að verkinu ljúki á næstu tveirnur til þremur vikum. Að sögn Árna Johnsen, alþingis- manns, sem sæti á í flugráði gjör- breytir ljósabúnaðurinn nýtingu vallarins. Bakkaflugvöllur er í dag sjötti fjölfamasti flugvöllur landsins í inn- anlandsflugi, en 15.000 til 20.000 farþegar fara um hann á ári. Árni sagði að mest umferð hefði verið um hann yfir sumartímann enda hefði til þessa ekki verið hægt að lenda á vellinum í skammdeginu eftir að birtu tekur að bregða. Með uppsetningu Ijósabúnaðarins yrði breyting á þessu sem örugglega myndi þýða enn frekari umferð um völlinn. Ljósabúnaðurinn sem verið er að setja á Bakkaflugvöll kemur af flug- vellinum á Hornafirði en þar hafa verið sett ný ljós vegna nýrra krafna varðandi flugvöllinn þar. Ljósin voru síðan yfirfarin og gerð upp áður en uppsetning þeirra hófst á Bakka. Bakkaflugvöllur er í umsjá flug- málastjórnar og þar er umsjónar- maður vallar í hlutastarfi árið um kring. Tvær brautir eru á Bakka- flugvelli, austur-vesturbraut sem er 1100 metrar og norður-suðurbraut sem er um 700 metrar. Flugskýli hefur verið reist við flugvöllinn og radíóhús verður byggt utan um tækjabúnað þann sem nú kemur á völlinn. Árni sagði að flug milli Bakka og Vestmannaeyja yrði sífell vin- sælli kostur hjá þeim sem ferðuðust milli lands og Eyja. Vegur niður að Bakkaflugvelli hefði ekki verið nógu góður til þessa en vonir stæðu til að það breyttist fljótlega. Nú þegar væri búið að setja slitlag á helming vegarins og unnið væri að því að fá fjármagn til að stytta þann spotta sem eftir væri og að leggja slitlag. Með breytingu á veginum myndi leiðin niður að vellinum styttast um einn kílómetra og sagðist Árni gera sér vonir um að ráðist yrði í þær framkvæmdir fljótlega. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson UNNIÐ að lagningu Ijósabúnaðar á Bakkaflugvelli. Góð gjöf Hornafirði - Endurlífgunarbún- aður var gefinn til sundlaugar- innar á Höfn af 11 félagasamtök- um, Björgunarfélagi Hornafjarð- ar, Kvenfélagasambandi Austur- Skaftafellssýslu, Kvenfélögunum i Oræfum, Suðursveit, Mýrum, Nesjum og á Höfn, Kiwanis- klúbbnum Ósi, Lionsklúbbunum á Höfn og Slysavarnadeildinni Framtíðinni. Búnaðurinn er Weinmann endurlifgunarbúnaður með súr- efni, Ferno Dura bakborð fyrir sundlaugar og NecLoc hálskrag- ar. Með þessari höfðinglegu gjöf fylgdi sú ósk um að tæki þessi komi að sem bestum notum ef slys ber að höndum og einnig við þjálfun og kennslu í endurlífgun og sjúkrameðhöndlun. Morgunblaðið/Sigrun Svembjomsdóttir GEFENDUR búnaðarins auk Magnúsar Jakobssonar starfsmann sundlaugarinnar og Onnu Sigurðar- dóttur bæjarstjóra og Hauks Þorvaldssonar æskulýðs- og íþróttafulltrúa Hafnar. Besta aðal- einkunn gefin Egilsstöðum - Héraðsprent á Eg- ilsstöðum útskrifaði í fyrsta skipti tvo prentsveina. Það er jafnframt í fyrsta sinn sem slíkir sveinar útskrifast úr prentsmiðju á Austur- landi. Sveinarnir eru Valur Einarsson og Gunnhildur Ingvarsdóttir en hún rekur Héraðsprent ásamt manni sínum, Þráni Skarphéðins- syni. Valur og Gunnhildur fengu bæði 9,1 í aðaleinkunn en það er hæsta meðaleinkunn sem gefín hefur verið í þessari grein frá upp- hafi. Það var Rafn Arnason, for- maður prófnefndar, sem afhenti þeim prófskírteinin. Morgunblaðið/Albert Kemp KRAKKARNIR á Ieikskólanum Kærabæ sungu og léku á árshátíðinni. Árshátíð Leikskólans Kærabæjar Fáskrúðsfirði - Árshátíð Leikskól- ans Kærabæjar á Fáskrúðsfirði var haldin í félagsheimilinu Skrúð laugardaginn 24. maí sl. A árshátíðinni sungu börnin og fóru í ýmsa leiki. Einnig voru til sýnis myndir eftir börnin og var það jafnframt sölusýning. Húsfyll- ir var og var boðið upp á kaffi og vöfflur til styrktar starfsemi skólans. Krökkunum sem nú eru að kveðja skólann voru afhent við- urkenningarskjöl af forstöðukon- unni Hallveigu Ingimarsdóttur. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir GUNNHILDUR Ingvarsdóttir og Valur Einarsson, nýútskrifaðir prentsveinar, ásamt Rafni Árnasyni, formanni prófnefndar. ( t L í t C t t c L c 4 C; 4 < i \i i i fi \ i i i (( i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.