Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 17

Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 17 Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jarðarberja- uppskera á Flúðum Syðra-Langholti - Þessa dagana er verið að týna voruppskeru af jarðarbeijum í Silfurtúni á Flúðum. Þar hófst tilraun með jarðarberjaræktun á sl. ári í 1500 fm gróðurhúsi. Er það í fyrsta sinn sem jarðarber eru ræktuð í slíkum mæli hérlendis. Hér er húsfreyjan Marit Anny Einarsson við uppskerustörf í gróðurhúsi sínu. I ! Shellskáli stækkaður Morgunblaðið/Liney Sigurðardóttir SKÁTAFLOKKURINN Ljósálfar og foringi þeirra, Eva María Hilmarsdóttir, á tröppum veitingastofunnar Hafnar- barsins, eftir pizzuveislu. Egilsstöðum - Framkvæmdum við stækkun Shellskálans Skógarnest- is á Egilsstöðum er lokið og er nú öll aðstaða stærri, rýmri og bjartari. Það eru hjónin Berglind F. Steingrímsdóttir og Gestur Kr. Gestsson sem reka staðinn. | Breytingin felur í sér bæði betri aðstöðu fyrir viðskiptavini og * starfsfólk skálans. Leiktæki sett upp fyrir börnin Jafnhliða þessari breytingu verða sett upp leiktæki fyrir börn á grasflöt við hlið skálans. í byijun júní munu þau bjóða upp á íslensk- | an heimilismat í hádeginu. Skálinn | rúmar nú um 70 manns í sæti og er þá í fyrsta sinn hægt að taka * á móti stærri hópum með lang- ferðabílum. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir BERGLIND F. Steingrímsdóttir og Gestur Kr. Gestsson reka Shellskálann Skógamesti á Egilsstöðum. Skátar kveðja veturinn Þórshöfn - Skátastarf hefur verið nokkuð líflegt hér á Þórshöfn undanfarin ár og nú á dögunum kom einn flokkurinn saman og gerði sér glaðan dag í pizzuveislu á veitingastofunni Hafnarbarnum eftir vetrarstarfið. Það vom Ljósálfar, undir stjórn foringja síns, Evu Maríu Hilmars- dóttur, sem kvöddu þarna vetrar- starfið á skemmtilegan hátt. Ný- liðinn vetur var að nokkm leyti sérstakur hvað varðar skátastarf- ið en nokkrir nemendur elstu bekkja grunnskólans hafa haldið utan um skátastarfið í vetur, þar sem aðaldriffjöður skátastarfsins, íþróttafulltrúinn Stefán Már Guð- mundsson, settist á skólabekk suð- ur á landi. Ekki kom þó til greina að svæfa skátastarfið því með duglegum krökkum og tækninni er ýmislegt hægt að gera. Að sögn Stefáns Más hafa hann og Eva María Hilmarsdóttir verið í tölvusamskiptum á netinu í vet- ur og hann því tekið þátt í starf- inu heima á óbeinan hátt að nokkru leyti. Ágætlega hefur tek- ist til í vetur og eldri skátarnir, s.s. Eva María og fleiri 10. bekk- ingar, hafa sýnt dugnað og ábyrgðartilfinningu gagnvart yngri skátum. Skátastarf er bæði þroskandi og gefandi, ekki síst fyrir börn og unglinga og nú eru góðir skátar að vaxa úr grasi hér á Þórshöfn. > I » I I _ pylsur Pylsca m/rsekjusalati Pylsa m/kartöflusalati Pylsa m/lauksalati Frönsk pylsa -þorir þú að prófa? SHELLSTÖÐVARNAR VIÐ VESTURLANDSVEG 00 SUDURFELL www.shell.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.