Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 19

Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ URVERINU FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 19 Nýtt mat á stöðu ýmissa hvalastofna SJÖUNDI fundur NAMMCO, Norð- ur-Atlantshafssjávarspendýraráðs- ins, stendur nú yfir á Hotel Föroyar í Þórshöfn. Sitja hann fulltrúar frá Færeyjum, Grænlandi, íslandi og Noregi auk áheyrnarfulltrúa frá Kanada, Danmörk, Japan og Rúss- landi og fulltrúa ýmissa alþjóðlegra samtaka. Einn megintilgangur NAMMCO er að stuðla að verndun, skynsam- legri nýtingu og rannsóknum á sjáv- Síldveiðar Norðmanna ganga hægt Osló. Morgunblaðið. NORÐMENN hafa enn ekki náð að veiða helming síldar- kvóta síns á þessu ári. Slæmt veðurfar hefur valdið því að afli þeirra er aðeins orðinn 310.000 tonn og því standa eftir um 540.000 tonn. Gert er ráð fyrir að það veiðist ekki fyrr en með haustinu. Norsku síldarverksmiðjurnar eiga í erf- iðleikum með að taka á móti miklu af síld í einu til manneld- is og því er ljóst að töluverður hluti fer til bræðslu. arspendýrum í Norður-Atlantshafi. Fyrir fundinn nú verður lögð skýrsla vísindanefndar ráðsins en veiði- stjórnunamefndin, sem gerir tillögur um vemdun, nýtingu og vísindalegar rannsóknir, mun skila sínu áliti beint til ráðsins. Halvard P. Johansen, formaður NAMMCO, setti fundinn en einnig ávarpaði John Petersen, sjávarút- vegsráðherra í Færeyjum, fundar- menn að loknum þriðja ársfundi sjávarútvegsráðherra ríkjanna við Norður-Atlantshaf. Var sá fundur einnig haldinn í Þórshöfn og sjávar- útvegsráðherrar NAMMCO-ríkjanna verða því viðstaddir setningu NAMMCO-fundarins. Fjallað um grindhvalinn Eitt aðalmál fundarins er skýrsla vísindanefndarinnar um nýtt mat á stöðu ýmissa hvalastofna í Norður- Atlantshafi. Þar er meðal annars fjallað um grindhvalinn og áhrif veiða Færeyinga á stöðu stofnsins; um áhrif hrefnu og sels á stöðu ýmissa mikilvægra fiskstofna og um þann þátt, sem selurinn á í út- breiðslu hringorms í fiski. Meðal þess, sem er á dagskrá veiðistjórnunarnefndarinnar, eru áætlanir um að NAMMCO-ríkin skiptist á eftirlitsmönnum sín í milli. Ákvörðun um fisk- aflann í næstu viku ÁKVÖRÐUNAR sjávarútvegsráð- herra um leyfilegan afla helztu fisktegunda á íslandsmiðum næsta fiskveiðiár er að vænta i næstu viku. Ráðherrann mun funda með helztu hagsmunaaðilum áður en sú ákvörðun verður tekin. Ljóst er að leyfilegt þorskaflamark verður 218.000 tonn eins og lagt er til af Hafrannsóknastofnun, enda er það í samræmi við ákvörðun stjórn- valda frá því fyrir tveimur árum, að aldrei verði veitt meira úr þorsk- stofninum en 25% af meðalstærð veiðistofns hverju sinni. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra segir að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar byggist einfaldlega á ákvörðun stjórnvalda um aflaregluna svoköll- uðu og því verði leyfilegur þorskk- vóti eins og áður segir 218.000 tonn. Að öðru leyti segir Þorsteinn að slík aflaregla gildi ekki um aðrar fisktegundir, en hann muni að öll- um líkindum fara í meginatriðum að tillögum Hafrannsóknastofnun- ar um hámarksafla. Morgunblaðið/Þorsteinn Kristjánsson NÚ ER farið að síga á seinni hluta síldveiðanna. Huginn VE á því, eins og önnur skip aðeins eftir eina veiðiferð. Síldveiðar takmarkaðar við eina veiðiferð á skip SÍLDVEIÐAR íslenzku skipanna úr norsk-íslenzka stofninum gengu illa síðasta sólarhringinn en í gær var aflinn kominn rúmlega 180.000 tonn. Leyfilegur heildar- afli er 233.000 tonn. Alls hefur 51 skip landað síld nú í maí og er Júpíter ÞH aflahæstur. Sjávar- útvegsráðuneytið hefur nú gefið út reglugerð þess efnis að veiðarn- ar verði takmarkaðar við eina veiðiferð á skip eftir mánaðamótin. Samkvæmt reglugerðinni falla leyfi þeirra síldarbáta, sem landað hafa síld á yfirstandandi vertíð, niður þegar við næstu löndun eftir 31. maí næstkomandi. Leyfi þeirra báta, sem ekki hafa landað síld á þessari vertíð, falla niður frá og með 1. júní. Með reglugerðinni er Um 50.000 tonn óveidd af leyfileg- um heildarafla stefnt að því að hvert skip, sem farið hefur til síldveiða á vertíð- inni, geti farið eina veiðiferð eftir sjómannadag, sem er næsta sunnudag. Þær upplýsingar, sem liggja fyrir um afla og burðargetu síldarflotans, benda til þess að mjög fari nærri því, að leyfilegur heildarafli íslands náist með einni veiðiferð þeirra skipa, sem tekið hafa þátt í veiðunum til þessa. Upphaflega sóttu rúmlega 92 skip um leyfi til síldveiðanna og fengu flest leyfi. Aðeins 51 skip hefur nýtt sér leyfið og því ljóst að 40 skip af þeim, sem sóttu um, munu ekki nýta sér þessa veiði. 6 verksmiðjur með meira en 10.000 tonn Sex fiskimjölsverksmiðjur höfðu um miðja vikuna tekið á móti meiru en 10.000 tonnum af sfld. SR-Mjöl á Seyðisfirði hefur tekið á móti langmestu, um 33.000 tonnum, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði með rúm 20.000, Síldarvinnslan í Nes- kaupstað með 19.600, Hraðfrysti- hús Eskifjarðar er með tæp 19.000 tonn, Hraðfrystistöð Þórshafnar með 12.300 tonn tæp og SR-Mjöl Raufarhöfn með tæp 12.000 tonn. NÓATÚN til hamingju með Sjómannadaginn! NOATUN Verslanir Nóatúns eru opnar tll kl. 21, öll kvöld. NÓATÚN117 • ROFABÆ 39 • LAUGAVEG1116 • HAMRABORG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. ÞVERHOLT! 6, MOS. • JL-HÚSIVESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.