Morgunblaðið - 30.05.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 30.05.1997, Síða 20
20 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Franskir hægrimenn áhyggjufullir vegna þingkosninganna Leotard gagnrýnir „draumalið“ Chiracs Paris. Reuter. FRANSKIR hægrimenn virtust í gær hafa áhyggjur af gangi kosn- ingabaráttunnar eftir að Francois Leotard, leiðtogi eins af stjórnar- flokkunum, gagnrýndi þá ákvörðun Jacques Chirac forseta að reyna að snúa vörn í sókn með því að leiða saman gaullistann Philippe Seguin, sem þykir hallur undir ríkisforsjá, og fijálshyggjumanninn Alain Mad- elin. Með því að bjóða upp á þetta nýja „draumalið" er markmiðið að sætta andstæð sjónarmið innan stjórnarflokkanna og gert er ráð fyrir því að Seguin verði forsætisráð- herra og Madelin fjármálaráðherra haldi mið- og hægriflokkarnir velli í kosningunum. Alain Juppe, fráfarandi forsætis- ráðherra Frakklands, varaði við því í gær að vinstriflokkamir gætu borið sigurorð af mið- og hægriflokkunum í síðari umferð frönsku þingkosning- anna á sunnudag eftir að hafa unnið óvæntan sigur í fyrri umferðinni. Lionel Jospin, leiðtogi sósíalista, virtist á hinn bóginn bjartsýnni en áður á að vinstriflokkarnir kæmust til valda og ræddi einkum til hvaða aðgerða hann myndi grípa fyrst ef hann yrði næsti forsætisráðherra landsins. „Ruglingur og ringulreið" Juppe sagði í útvarpsviðtali að franskir kjósendur yrðu að gera sér grein fyrir hættunni á sigri vinstri- flokkanna. Hann bætti þó við að mjótt væri á munum og hægriflokk- arnir gætu einnig staðið uppi sem sigurvegarar. Hann neitaði því að óttinn við ósigur væri að buga mið- og hægriflokkana, sem höfðu 464 þingsæti af 577 þegar Jacques Chirac forseti ákvað að flýta kosn- ingunum. Jospin sagði í viðtali við daglaðið Le Monde að sigur vinstriflokkanna væri ekki enn í höfn en bætti við að kosningabarátta hægriflokkanna einkenndist af „ruglingi og ringul- reið“. Hann kvaðst ekki telja að hægriflokkarnir gætu snúið vörn í sókn eftir ósigurinn í fyrri umferð kosninganna. Jospin sagði í viðtali við dagblaðið Sud Ouest að ef hann kæmist til valda yrði mynduð stjórn, sem end- urspeglaði hin ýmsu sjónarmið innan bandalags sósíalista, kommúnista og græningja. Fyrsta verk sitt yrði að boða til viðræðna í næsta mánuði um styttingu vinnuvikunnar til að draga úr atvinnuleysinu og takmark- aðar launahækkanir til að auka kaupmátt launþega og blása lífi í efnahaginn. Síðan hygðist hann leggja fram fjárlagafrumvarp þar sem áhersla yrði lögð á baráttuna gegn atvinnuleysi, menntun og vís- indi. Þriðja verkefnið yrði að ræða við leiðtoga ríkja Evrópusambands- ins um skilyrði sem hann setur fyrir aðild Frakka að Efnahags- og mynt- bandalagi Evrópu, EMU. „Frjálslyndur lævirki og sósíalískt hrossakjöt" Juppe sagði að Seguin og Madelin myndu vinna vel saman þar sem þeir væru á sama máii í öllum höfuð- atriðum en Jospin lýsti þessu tvíeyki sem „furðulegum brandara“. Seguin er forseti þingsins, barð- ist áður gegn Maastricht-sáttmál- anum og auknum efnahagslegum samruna ESB-ríkjanna og vill að baráttan gegn atvinnuleysi gangi fyrir sparnaðaraðgerðum sem nauð- synlegar eru til að Frakkar geti gengið í EMU. Madelin, sem er fyrr- verandi fjármálaráðherra, er hins vegar fijálshyggjumaður og harður stuðningsmaður samruna ESB-ríkj- anna í efnahags- og peningamálum. Francois Leotard, fyrrverandi varnarmálaráðherra og leiðtogi eins af stjómarflokkunum, UDF, var lítt hrifinn af þessu tvíeyki og lýsti því sem böku þar sem blandað væri saman „fijálslyndum lævirkja og stórum skammti af sósíalísku hrossakjöti". „Slíkt er ekki boð- legt... við verðum að velja á milli þeirra. Við erum ef til vill í þessari stöðu nú vegna þess að við höfum ekki gert upp hug okkar síðustu tvö árin,“ bætti hann við. Frambyggj- ar krefjast skaðabóta UNGIR drengir úr hópi ástralskra frumbyggja, málaðir að hefðbundnum sið, hefja dans við opnun menningarseturs frumbyggja í Katherine Gorge, 300 km suður af borginni Darw- in. Fjöldi frumbyggja hefur far- ið í mál við ástralska ríkið og krafist skaðabóta vegna þess að þeir voru teknir nauðugir frá foreldrum sínum og aldir upp þjá fósturforeldrum. Var þessi stefna við lýði frá 1880 og fram á sjöunda áratuginn. Yfirmaður mannréttindaskrifstofu landsins hvatti í gær kirkjur og sveitarfé- lög til að stofna sjóði til að að- stoða frumbyggjana, töpuðu þeir málinu gagnvart hinu opin- bera. Reuter Stækkun ESB Þýski seðlabankinn gagnrýnir áform um endurmat gullbirgða Akvörðun- ar ekki að vænta í ár Búdapest. Reuter. ÓLÍKLEGT er að Evrópusambandið taki ákvörðun um það á þessu ári hvaða ríkjum skuli boðið til form- legra viðræðna um aðild að sam- bandinu. Þetta upplýsti háttsettur embættismaður framkvæmda- stjórnar ESB á alþjóðlegri ráðstefnu í Búdapest á þriðjudag. Framkvæmdastjómin stefnir að því að leggja ráðleggingar sínar um hvaða ríkjum skuli boðið til aðildar- viðræðna fyrir ráðherraráðið og Evrópuþingið um miðjan júlí næst- komandi, en gera má ráð fyrir að ferlið sem málið þarf að ganga í gegn um hjá þessum stofnunum áður en samkomulagi um endanlega ákvörðun er náð taki að minnsta kosti hálft ár. „Við þau ríki, sem ákveðið verður að hefja aðildarviðræður við, ættu viðræður að geta hafizt á fyrri árs- helmingi 1998,“ sagði Paolo Cla- rotti, ráðgjafi framkvæmdastjóm- arinnar um málefni ríkja Mið- og Austur-Evrópu, á ráðstefnu um al- þjóðavæðingu fjármagnsmarkaða í Búdapest. Clarotti sagði viðræðurnar sjálfar geta tekið a.m.k. tvö ár, og eftir að boð um aðild hefur verið sam- þykkt mun staðfesting aðildar nýrra aðildarríkja hjá þjóðþingum gömlu aðildarríkjanna og Evrópuþinginu teygja þetta ferli fram yfir árið 2002. „Ég tel því árið 2002 vera bjartsýnustu spá,“ sagði Clarotti. Telja endurmatið grafa undan styrk evrósins Bonn. Reuter, The Daily Telegraph. AUKIN óvissa ríkir á fjármála- mörkuðum í Evrópu um styrk hins nýja sameiginlega gjaldmiðils, evrósins, eftir að þýski seðlabank- inn, Bundesbank, gagnrýndi harð- lega áform Theos Waigel, fjármála- ráðherra.Þýskalands, um að endur- meta gullbirgðir bankans. Þannig hyggst Waigel létta undir með rík- issjóði til að eiga auðveldara með að uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í Efnahags- og myntbandalagi Evr- ópu, EMU. Sérfræðingar sögðu ekki ósenni- legt að annað hvort yrði gildistöku EMU frestað eða þá að aðildarríkin yrðu fleiri í upphafí og evróið veik- ara. Á gjaldeyrismörkuðum minnk- aði eftirspum eftir gjaldmiðlum ríkja Evrópusambandsins og dollar- inn styrktist. Pólitískt uppnám Þýsk stjömvöld hafa í umræðunni um EMU hampað þýska seðlabank- anum og bent á hann sem dæmi um sjálfstæðan seðlabanka, er taki ekki við fyrirmæli frá stjórnmála- mönnum. Örfáum mínútum eftir að seðlabankinn greindi frá því á mið- vikudag að hann væri andvígur áformum um endurmat gullbirgða og liti á slíkt sem atlögu við sjálf- stæði sitt, lýsti Kohl því yfir að endurmatið skyldi engu að síður fara fram. Stefna Kohl og Waigel að því að seðlabankinn endurgreiði EVRÓPA^ ríkinu 20 milljarða marka í kjölfar endurmatsins. Áform ríkisstjórnarinnar hafa valdið pólitísku uppnámi í Þýska- landi og svo virðist sem hugmyndir um endurmat gullforðans eigi litlu fylgi að fagna í Þýskalandi. Jafnað- armenn hafa þegar krafist þess að Theo Waigel segi af sér sem fjár- málaráðherra. „Hegðun stjórnar- innar ógnar því sem við þurfum mest á að halda, alþjóðlegum trú- verðugleika,“ sagði Rudolf Scharp- ing, leiðtogi jafnaðarmanna á þingi. Hið áhrifamikla síðdegisblað Bild sagði ríkisstjómina og seðlabank- ann stefna í harðan árekstur og óljóst væri hvaða afleiðingar það hefði. Hins vegar væri öruggt að einhver myndi hverfa sár af vett- vangi. Blaðið sagði að sú harka sem Þjóðveijar hefðu sýnt öðrum ESB- ríkjum til þessa þegar Maastricht- skilyrðin væru annars vegar, myndi nú koma þeim í koll. Dagblaðið Die Welt sagði í for- ystugrein að seðlabankinn yrði að andmæla hástöfum til að viðhalda trúverðugleika sínum á erlendum peningamörkuðum. Bankinn væri að reyna að líma saman postulínið er ríkisstjórnin hefði mölvað. EMU í hættu? Kohl hefur lagt ofurkapp á að Þýskaland uppfylli skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir þátt- töku í EMU, þannig að hægt verði að hrinda áformunum í framkvæmd árið 1999, líkt og ákveðið hefur verið. í skilyrðunum felst m.a. að fjárlagahalli megi ekki vera meiri en 3% af vergri landsframleiðslu og opinberar skuldir ekki meiri en 60%. Telja fréttaskýrendur að með deil- unni við seðlabankann hafi Kohl veikt stöðu sína verulega og auknar líkur séu á að hann muni bíða ósig- ur í kosningum á næsta ári. Breska blaðið The Daily Telegraph segir að varðandi almenningsálitið hefði það eina er hefði getað komið sér verr fyrir kanslarann, verið ásökun um kynferðislega misnotkun á börn- um. Slíkt sé mikilvægi sjálfstæði seðjabankans í hugum fólks. Áform þýsku stjómarinnar hafa jafnframt vakið upp spurningar í fjármálaheiminum um það, hvernig EMU verði framkvæmt. Túlka margir þetta sem vísbendingu um að Maastricht-skilyrðin verði ekki túlkuð þröngt og því gætu jafnvel gjaldmiðlar á borð við ítölsku lír- una, sem ekki er þekkt fyrir stöðug- leika, verið með frá upphafi. Að mati margra myndi þetta þýða að evróið væri dauðadæmt frá upphafi. Fylgni sögð milli mengunar og glæpa MENGAÐ vatn getur valdið heilaskemmdum sem breyta venjulegu fólki í ofbeldisfulla glæpamenn, samkvæmt grein sem tímaritið New Scientist birti í gær. Greinarhöfundur- inn, Roger Masters, við Dartmouth-háskóla í New Hampshire, bar saman töl- fræðilegar upplýsingar um glæpi frá bandarísku alríkis- lögreglunni FBI og upplýs- ingar umhverfisverndarstofn- unarinnar EPA um blý- og manganmengað vatn. Hann komst að þeirri niðurstöðu að skýr fylgni væri á milli meng- unarinnar og tíðni morða, al- varlegra líkamsárása og rána. Glæpatíðnin væri þrefalt meiri en meðaltalið í Bandaríkjunum á svæðum þar sem mengunin væri mest. „Mengunin er þar stór þáttur ásamt fátækt,“ sagði Masters. Blair sagður leita ráðgjaf- ar Thatcher BRESKA blaðið The Sunday Times hélt því fram um síð- ustu helgi að Thatcher baró- nessa og fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands hefði rætt við Tony Blair forsætisráð- herra á laun og veitt hon- um ráð um það hvernig hann ætti að spjara sig á annasömum og mikilvægum fundum, sem framundan eru á alþjóðlegum vettvangi. i blaðinu sagði að Blair hefði boðið Thatcher í Down- ing-stræti á fimmtudag í lið- inni viku. Embættismaður einn sagði að það væri sannarlega athyglisvert að stjóm Verka- mannaflokksins skyldi leita ráða hjá henni eftir að hafa verið aðeins þrjár vikur við völd, en í þau sjö ár, sem flokksbróðir hennar, John Major, sat í Downing-stræti hefði hún vart sést þar. Guðlastdóm- ur staðfestur EGYPSKUR dómstóll hefur hafnað beiðni rithöfundarins Alaa Hameds um að hnekkja dómi frá árinu 1992 vegna bókar sem þótti full af guð- lasti og klámi. Rithöfundinuin hafði verið gert að greiða sekt og öll eintök bókarinnar voru gerð upptæk. Dylan með váfumyglu BANDARÍSKRI rokktónlist- armaðurinn Bob Dylan hefur frestað Evrópuferð sinni vegna hjartasýkingar. Hann var lagð- ur inn á sjúkrahús í New York um síðustu helgi með mikla verki fyrir bijósti. Er Dylan með váfumyglu; sýkingu í goll- urshúsi og vefjum umhverfís hjartað, sem veldur bólgu og getur verið lífshættuleg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.