Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 23

Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 23 ERLENT Dóttir Fidels Castro birtir endurminningar sínar Gat aldrei kallað Fidel pabba Alina Fernandez, dóttir einræðisherrans Fidels Castro, kveðst hafa veríð vanrækt í æsku og sakar föður sinn um að hafa stórskaðað kúbönsku þjóðina. Malaga. Morgunblaðið. HÚN kýs enn að bera nafn mannsins sem hún taldi að væri faðir sinn, allt þar til hún var tíu ára gömul þegar móðir hennar upplýsti hana um að hún væri dóttir hins almáttuga Fidels Castro, einræðisherra kommúnista- stjórnarinnar á Kúbu. Þá tók hún þessum tíð- indum fagnandi, 25 árum síðar flúði hún þessa „paradís" sem faðir hennar hafði skapað eftir að hafa gerst einn helsti gagnrýnandi hans. Nú hefur hún ritað endurminningar sínar, sem komu út á dögunum og nefnist bókin „Alina. Endurminningar hinnar uppreisnargjörnu dóttur Fidels Castro“. (Á spænsku „Alina. Memorias de la hija rebelde de Fidel Castro“.) Alina Fernandez hefur búið í Bandaríkjunum frá því hún flúði frá Kúbu árið 1993. Síðustu mánuðina hefur hún hins vegar haldið sig í Barcelona á Spáni þar sem hún hefur unnið að ritun endurminninga sinna. Þetta er fremur bitur og vansæl kona, ef marka má viðtal við hana sem birtist í helgartímariti dagblaðsins E1 País og því fer fjarri að hún hafi sætt sig við stjórnarfar og framgöngu föður síns, sem nú fyllir hóp lífseigari einræðisherra. Hin vanrækta dóttir Guðs Móðir Alinu, Nati Revuelta, var gift læknin- um Orlando Fernandez þegar hún kynntist Castro árið 1953. Fernandez fór úr landi er Alina var aðeins fjögurra ára en það var ekki fyrr en sex árum síðar sem móðir hennar skýrði henni frá því að hinn skeggjaði leiðtogi byltingarinnar á Kúbu væri faðir hennar. „Eg varð mjög glöð. Það var sem ég væri dóttir Guðs,“ segir Alina í fyrrnefndu viðtali. Hún kveðst hafa verið öldungis vanrækt í æsku. Móðir hennar hafi verið algjörlega blind í dýrkun sinni á Castro, líkt og aðrir Kúbanir á þessum árum. Munurinn sé hins vegar sá að móðir hennar hafi enn ekki séð í gegnum blekkingarvefinn sem umlyki allt þjóðfélagið þar. Hún segist aldrei hafa getað leitað til föð- ur síns enda sé hann ekki fær um að elska eða opinbera tilfinningar sínar. „Ég tel að Fidel sé ófær um að elska, í hans tilfelli er frekar um að ræða stolt og þörfina fyrir að ráða. Ég get ekki sagt að hann hafi sýnt mér ástúð.“ Naut ekki forréttinda Hún segist aldrei hafa getað kallað föður sinn „pabba“. „Aldrei. Ég hef aldrei kallað Fidel pabba. Ég gat það ekki, hann hafði komið of illa fram við allof marga.“ Alina kveðst ekki hafa notið beinna forrétt- inda af neinum toga á Kúbu þótt alþýða manna þar hafi almennt litið svo á að sú hlyti að vera raunin. Hún hafi aldrei haft lífverði eða notið þjónustu bílstjóra. Hins vegar hafi líf hennar breyst mjög eftir að opinberað hafi verið að hún væri dóttir einræðisherrans. Viðmót ai- mennings hafí breyst og sú reynsla hafí verið miður geðsleg; menn hafi ýmist gerst smeðju- legir eða sýnt henni fyrirlitningu. Margir hafi reynt að nýta sér hana til að koma persónuleg- um erindum eða beiðnum til Castros. Þegar hún hafði náð þroska og gert sér ljóst að faðir hennar var æðsti ráðamaður raunveru- legrar einræðisstjórnar reis hún upp gegn honum. Hún tók að gagnrýna stjórnarhætti hans, einkum í samtölum við erlenda blaða- menn. Faðir hennar virðist hafa ákveðið að líða henni þetta en flestir sem hún talaði töldu hana geggjaða. „Ég var eina manneskjan á Kúbu sem mátti opinbera skoðanir mínar.“ Kaldlyndur og valdasjúkur Sögur þær sem hún hefur að segja af föður sínum bregða hins vegar upp mynd af manni, sem virðist öldungis gagntekinn af valdafíkn og virðingarleysi fyrir öðrum. Þá benda frá- sagnir hennar til þess að Castro sé maður fremur kaldlyndur. „Móðir þín hefur einn galla, hún er of góð,“ sagði hann einhveiju sinni. „Vertu aldrei góð við nokkurn karlmann," bætti hann við. Þegar Alina hugðist kvænast öðru sinni leist föður hennar ekki á þann ráðahag vegna þess að eiginmaðurinn tilvonandi var lögreglumað- ur. „En hann er í lögregluliði þínu,“ sagði hún. „Já en hann er líka nauðgari og enginn breyt- ir sjálfum sér svo að heitið geti,“ bætti faðirinn við og sagði dóttur sinni sögu máli sínu til stuðn- ings. „Maður einn hugðist vinna gegn mér, honum mistókst og við sendum hann í fangels- ið. Á meðan hann sat inni, sá ég um fjölskyldu hans, börnin hans. En þetta þjónaði engum tilgangi því þegar honum var sleppt úr fang- elsi hélt hann áfram þar sem frá var horfið.“ „Hóf hann á ný að beijast gegn þér?“ spurði dóttirin. „Nei en við náðum honum þegar hann reyndi að flýja land,“ var svarið. Heilli kynslóð fórnað Dóttir Castros kveðst aldrei hafa liðið vel í heimalandi sínu. Heilli kynslóð Kúbana hafi verið fómað á altari byltingarinnar. Síðustu 40 árin hafi þar vaxið úr grasi kynslóð sem ekki þekki neitt annað en „tilbúna alsælu“ byltingarandans, „geggjaðar framleiðsluáætl- anir“ og sjálfboðavinnu. Alina segist hafa gerst andstæðingur föður síns af pólitískum ástæðum en ekki sökum þess að hann hafí vanrækt hana. Castro hafi skaðað kúbönsku þjóðina og ekki verði séð að byltingin eða stjóm hans hafi getið af sér neitt það sem talist geti jákvætt. „Ég tel að það sé Digital Press ALINA Fernandez, landflótta dóttir Fidels Castro, talar á blaðamannafundi í New York. skylda stjórnvalda að gæta hagsmuna fólksins í landinu. Og það hefur hann ekki gert.“ Hamslaus innræting í viðtalinu bregður hún upp athyglisverðri mynd af hugmyndaheimi þeim sem einkennir lífið á Kúbu og þeirri innrætingu sem þar fer fram. Það sem komið hafi henni einna mest á óvart eftir að hún flúði ríki föður síns hafi verið að uppgötva að menn í Bandaríkjunum væru ekki stöðugt að hugsa um Kúbu og hvernig klekkja mætti á stjórninni þar. Kúban- ir telji Kúbu nafla alheimsins. „Á Kúbu lifðum við í þessari trú. Við sættum stöðugri innræt- ingu í þá veru að Bandaríkjamenn hefðu að- eins áhuga á Kúbu og að öll heimsbyggðin fylgdist af athygli með þessari baráttu okkar." Hún segir reynslu sína allt aðra. Hún hafi hitt fólk í Bandaríkjunum sem hafi ekki haft hugmynd um tilveru kúbönsku þjóðarinnar, aðrir hafi einkum haft óljósar hugmyndir um Che Guevara, byltingarleiðtogann fræga, og enn aðrir hafi einkum viljað kynna sér ættar- tengsl Che og Castros, talið að þeir hafi verið frændur. SIÓAMNMJ SJUÁi J sjómanna- og fjölskylduhátið i Grindavik daganna 29. maí -1. júni 1997 o Fimmtudaginn 29. mai. Kl. 17.00 Opnun málverkasýningar Gunnars Þorleifssonar í Menningarmiðstöðinni. Kl. 20.00 Knattspyrna: ÍBV-Grindavík. (Kvennó) Víkurbraut 21. Kl. 21.30 Víkingar bregða á leik við íþróttahúsið. Harmónikuleikur við varðeld. Flugeldasýning. <> Föstudagurinn 30. maí. Höfnin. Kl. 15.00 Opnun markaðstjalds og sprell leiktækja. Kl. 17.00 Línuskautahlaup. <> Menningarmiðstöð Kl. 15.00-20.00 Málverkasýning. 0 íþróttahúsið Kl. 15.00-20.00 Opnun sýningar á veiðarfærum frá nemendum á Sjávarútvegsbraut í Fjölbrautaskóia Suðurnesja og skipslíkönum eftir Hlyn og Hafþór Helgasyni. Kl. 17.30 Víðavangshlaup. <J> Laugardagurinn 31. maí. Höfnin Kl. 13.00 Lendir þyrla frá Varnarliðinu. Kl. 14.00 Skemmtisigling. Opnun markaðstjalds og sprell leiktækja t.d. risarennibraut, geimsnerill, Puma-braut, hoppkastali, boxkastali, sleggjukast, go-kart braut og fleira. Björgunarsveitin Þorbjörn verður á ferðinni á björgunarsveitarbílnum. Hestaleiga og hestvagnaferðir. Kl. 16.00 Kappróður. O Menningarmiðstöð Kl. 15.00-20.00 Málverkasýning í Menningarmiðstöð. íþróttahús Kl. 15.00-20.00 Sýning veiðarfæra og skipslíkana. Kl. 18.00-20.00 Götukarfa við Festi. <J> Sunnudagurinn 1. júní. Sjómannadagur. Kl. 13.00 Sjómannamessa. Skrúðganga verður farin frá kirkjunni eftir messu að minnisvarða um drukknaða og týnda menn, þar sem lagður verður blómsveigur. Kl. 14.00 Hátíðarhöld við höfnina. Blásarasveit Grindavíkur leikur undir stjórn Siguróla Geirssonar. Ávarp sjómanna. Heiðrun aldraðra. Viðurkenning vegna björgunarafreks. Verðlaunaafhending, flekahlaup, björgunargallasund, koddaslagur, kararóður, hjólreiðar. Björgunarsveitarbíllinn verður á ferðinni. Hestaleiga og hestvagnaferðir. Kl. 14.00-20.00 Markaðstjald og sprell leiktæki. Sýning í íþróttahúsi og Menningarmiðstöð. Kl. 15.00-18.00 Félagsheimilið Festi. Sjómannakaffi á vegum Kvenfélags Grindavíkur. Kl. 20.00-03.00 Félagsheimilið Festi, hátíðardansleikur. Öll dagskrá utandyra er háð veðri. Sjómannadagsráð. Útvarp Grindavík verður i gangi alla helgina. Markaðstjald og sprell leiktæki verða opin meðan dagskrá er i gangi. Ókeypis er I öll leiktæki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.