Morgunblaðið - 30.05.1997, Side 24
24 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fulltrúar menningarborga Evrópu árið 2000 funda í Reykjavík
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Ákvörðun tekin
um helstu sam-
starfsverkefni
FUNDUR fulltrúa menningarborga
Evrópu árið 2000, sá fyrsti sem
haldinn er í Reykjavík, hófst í gær
og verður fram haldið í dag. Að
sögn Þorgeirs Ólafssonar, fram-
kvæmdastjóra verkefnisins „Reykja-
vík — menningarborg Evrópu árið
2000“, verða helstu sameiginlegu
verkefnin, sem unnið verður að á
undirbúningstímanum, ákveðin end-
anlega á fundinum, en þau munu
hljóta styrki frá Evrópusambandinu.
Þorgeir segir að sameiginleg
verkefni og ýmsir aðrir samstarfs-
möguleikar hafi jafnframt verið efst
á baugi á fyrri fundum fulltrúa borg-
anna níu, en þá sækja einnig fulltrú-
ar Evrópusambandsins, sem tilnefnir
menningarborgimar. Þær eru
Avignon í Frakklandi, Bergen í Nor-
egi, Bologna á Ítalíu, Brussel í Belg-
íu, Helsinki í Finnlandi, Kraków í
Póllandi, Prag í Tékklandi og Sant-
iago de Compostela á Spáni, auk
Reykjavíkur.
Þegar hefur verið ákveðið að sam-
starfsverkefnin verði á sviði fimm
málaflokka. Þeir eru: Listir og menn-
ingararfur, upplýsinga- og sam-
skiptatækni sem tæki í menningu
og listum, andinn (trúarbrögð og
andleg málefni), náttúra og menning
og borg og menning.
Andlitjarðar
Sem dæmi um verkefni sem þeg-
ar er hafínn undirbúningur að innan
þessara málaflokka nefnir Þorgeir
sýningar sem bera vinnuheitin And-
lit jarðar, sem Reykjavík og Sant-
iago hafa forystu um; Andlit guð-
anna, sem Kraków mun sjá um, og
Sýndarveruleiki, sem Helsinki og
Bologna munu annast. Gerir hann
ráð fýrir að flestar borgirnar muni
tengjast þessum verkefnum á einn
eða annan hátt.
Ennfremur segir Þorgeir að farið
sé að leggja drög að smærri sam-
starfsverkefnum, sem líkast til eigi
eftir að verða fjölmörg. í því sam-
hengi getur hann um verkefni, sem
Reykjavík, Bergen og Santiago
munu vinna saman að, og snýr að
samskiptum sjómanna á Norður-
Atlantshafí og sögulegum tengslum
þeirra.
Meðal annarra dagskrárliða
fundarins eru, að sögn Þorgeirs,
umræður um sameiginlega skrif-
stofu menningarborganna í Brussel
og umræður um alþjóðlega kynn-
ingu á borgunum níu, auk þess sem
lokaákvörðun verður tekin um notk-
un á sameiginlegu merki sem hann-
að hefur verið fyrir þær.
Ljóðadag-
skráí
Norræna
húsínu
NÝLEGA kom út hjá bókaútgáfunni
Urtu safn ljóða eftir fínnska skáldið
Lars Huldén. Ljóðasafnið ber heitið
Ekki algerlega
einn og er í þýð-
ingu Njarðar P.
Njarðvík.
Af því tilefni
verður dagskrá í
Norræna húsinu
með Lars Huldén
og Nirði P.
Njarðvík mánu-
daginn 2. júní kl.
18.00.
Dagskráin
hefst með því að
Lisbet Ruth yfírbókavörður í Nor-
ræna húsinu kynnir höfundinn og
síðan lesa Lars Huldén og Njörður
nokkur ljóð til skiptis.
Lars Huldén er meðal virtustu
ljóðskálda Finnlands og nýtur mik-
illa vinsælda meðal lesenda, segir í
kynningu. Jafnframt segir: „Skáld-
skapur hans er í senn fræðilegur og
alþýðlegur. í ljóðum hans birtist létt
skop og kaldhæðni, en undirtónninn
er alvarlegur."
Lars Huldén var prófessor í nor-
rænni málfræði við Háskólann I
Helsingfors í aldarfjórðung. Hann
er fyrstur Finna til að hljóta heiðurs-
doktorsnafnbót við Háskóla íslands.
Aðgangur að dagskránni er
ókeypis.
Morgunblaðið/Ásdls
GUÐRÚN Birgisdóttir leikur á flautu fyrir leikskólabörnin í Gerðubergi.
Böm bregða á leik
í Gerðubergi
MYNDLISTARSÝNING barna í leikskólun-
um í Fella- og Ilólahverfi í Breiðholti var
opnuð í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í
gær. Var mikið um dýrðir og efndu börnin
meðal annars til skemmtidagskrár með leik
og söng. Þá kom Guðrún Birgisdóttir flautu-
leikari i heimsókn og kynnti börnunum hljóð-
færi sitt.
552 börn eiga verk á sýningunni, en þau
eru frá Fellaborg, Hólaborg, Hraunborg,
Suðurborg, Völvuborg og Osp. Sýningunni
lýkur 12. júní næstkomandi.
Listdans-
sýningin
endurtekin
USTDANSSKÓU íslands end-
urtekur nemendasýningu sína
sem haldin var laugardaginn 24.
maí sl. Sýningin verður sunnu-
daginn 1. júní kl. 14 í Þjóðleik-
húsinu.
Allir nemendur skólans taka
þátt í sýningunni, um 70 manns.
Dansar í klassískum og nútíma
stíl verða á efnisskrá, samdir af
kennurum skólans, m.a. David
Greenall, Hany Hadaya og Mar-
gréti Gísladóttur.
í kynningu segir m.a. að þung-
amiðja sýningarinnar sé upp-
færsla á ballettinum „Les Sylphi-
des“ eftir Rússann Fokine við
tónlist Chopins. Þar dansa Guð-
mundur Helgason, dansrari í ís-
lenska dansflokknum, sem gest-
ur en önnur aðalhlutverk eru
dönsuð af nemendum í elstu
flokkunum þeim Álfrúnu H. Öm-
ólfsdóttur, Guðbjörgu Amalds,
Kristínu Unu Friðjónsdóttur og
Sonju Baldursdóttur.
Aðeins verður þessi eina auka-
sýning.
Hildur Walt-
ersdóttir opn-
ar í Horninu
HILDUR Waltersdóttir opnar
málverkasýningu er nefnist „í
mörg hom að líta“ á morgun,
laugardag, kl. 17-19, í Galleríi
Hominu, Hafnarstræti 15.
Sýningin saman stendur af
fjölda verka sem unnin em á sl.
12 mánuðum, segir í kynningu,
og eru öll verkin unnin með olíu
á striga.
Þema sýningarinnar er sótt til
Austur-Afríku, þar sem lista-
konan bjó um tíma. Menning
maasai-ættflokksins er áberandi
í mörgum verkanna, sem sýna
hluti í daglegu lífi og starfí þess
fólk.
Sýningin í Galleríi Hominu er
íjjórða einkasýning Hildar eftir
námslok 1994. Sýningin er opin
alla daga kl. 11-23.30 og lýkur
18. júní.
Allra síðustu
sýningar á
BarPar
ALLRA síðustu sýningar á Bar-
Par verða í kvöld, föstudag kl.
20.30 og 23.30. Sýningin verður
á Leynibamum, Borgarleikhús-
inu. Leikendur eru Saga Jóns-
dóttir og Guðmundur Ölafsson.
Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir.
„Línur og form
í landslagi“
SIGURRÓS Stefánsdóttir, Sauð-
árkróki, opnar sína fyrstu einka-
sýningu sunnudaginn 1. júní, í
ASH Galleríinu Lundi, Varma-
hlíð, Skagafírði. Þar sýnir hún
lokaverkefni sín úr málaradeild
Myndlistarskólans á Akureyri,
þaðan sem hún útskrifaðist nú í
vor. Þema þeirra er „Línur og
form í landslagi“. Sýningin er
opin alla daga frá kl. 10-18 og
stendur til 20. júní.
Toril Malmo
sýnir á Kaffi
Krók
TORIL Malmo Sveinsson opnar
sýningu í Kaffi Krók á Sauðár-
króki sunnudaginn 1. júní. Sýnd
verða olíumálverk og vatnslita-
myndir. Þetta er 8. einkasýning
Toril Malmo.
Sýningunni lýkur 14. júní.