Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 24
24 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Fulltrúar menningarborga Evrópu árið 2000 funda í Reykjavík Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ákvörðun tekin um helstu sam- starfsverkefni FUNDUR fulltrúa menningarborga Evrópu árið 2000, sá fyrsti sem haldinn er í Reykjavík, hófst í gær og verður fram haldið í dag. Að sögn Þorgeirs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra verkefnisins „Reykja- vík — menningarborg Evrópu árið 2000“, verða helstu sameiginlegu verkefnin, sem unnið verður að á undirbúningstímanum, ákveðin end- anlega á fundinum, en þau munu hljóta styrki frá Evrópusambandinu. Þorgeir segir að sameiginleg verkefni og ýmsir aðrir samstarfs- möguleikar hafi jafnframt verið efst á baugi á fyrri fundum fulltrúa borg- anna níu, en þá sækja einnig fulltrú- ar Evrópusambandsins, sem tilnefnir menningarborgimar. Þær eru Avignon í Frakklandi, Bergen í Nor- egi, Bologna á Ítalíu, Brussel í Belg- íu, Helsinki í Finnlandi, Kraków í Póllandi, Prag í Tékklandi og Sant- iago de Compostela á Spáni, auk Reykjavíkur. Þegar hefur verið ákveðið að sam- starfsverkefnin verði á sviði fimm málaflokka. Þeir eru: Listir og menn- ingararfur, upplýsinga- og sam- skiptatækni sem tæki í menningu og listum, andinn (trúarbrögð og andleg málefni), náttúra og menning og borg og menning. Andlitjarðar Sem dæmi um verkefni sem þeg- ar er hafínn undirbúningur að innan þessara málaflokka nefnir Þorgeir sýningar sem bera vinnuheitin And- lit jarðar, sem Reykjavík og Sant- iago hafa forystu um; Andlit guð- anna, sem Kraków mun sjá um, og Sýndarveruleiki, sem Helsinki og Bologna munu annast. Gerir hann ráð fýrir að flestar borgirnar muni tengjast þessum verkefnum á einn eða annan hátt. Ennfremur segir Þorgeir að farið sé að leggja drög að smærri sam- starfsverkefnum, sem líkast til eigi eftir að verða fjölmörg. í því sam- hengi getur hann um verkefni, sem Reykjavík, Bergen og Santiago munu vinna saman að, og snýr að samskiptum sjómanna á Norður- Atlantshafí og sögulegum tengslum þeirra. Meðal annarra dagskrárliða fundarins eru, að sögn Þorgeirs, umræður um sameiginlega skrif- stofu menningarborganna í Brussel og umræður um alþjóðlega kynn- ingu á borgunum níu, auk þess sem lokaákvörðun verður tekin um notk- un á sameiginlegu merki sem hann- að hefur verið fyrir þær. Ljóðadag- skráí Norræna húsínu NÝLEGA kom út hjá bókaútgáfunni Urtu safn ljóða eftir fínnska skáldið Lars Huldén. Ljóðasafnið ber heitið Ekki algerlega einn og er í þýð- ingu Njarðar P. Njarðvík. Af því tilefni verður dagskrá í Norræna húsinu með Lars Huldén og Nirði P. Njarðvík mánu- daginn 2. júní kl. 18.00. Dagskráin hefst með því að Lisbet Ruth yfírbókavörður í Nor- ræna húsinu kynnir höfundinn og síðan lesa Lars Huldén og Njörður nokkur ljóð til skiptis. Lars Huldén er meðal virtustu ljóðskálda Finnlands og nýtur mik- illa vinsælda meðal lesenda, segir í kynningu. Jafnframt segir: „Skáld- skapur hans er í senn fræðilegur og alþýðlegur. í ljóðum hans birtist létt skop og kaldhæðni, en undirtónninn er alvarlegur." Lars Huldén var prófessor í nor- rænni málfræði við Háskólann I Helsingfors í aldarfjórðung. Hann er fyrstur Finna til að hljóta heiðurs- doktorsnafnbót við Háskóla íslands. Aðgangur að dagskránni er ókeypis. Morgunblaðið/Ásdls GUÐRÚN Birgisdóttir leikur á flautu fyrir leikskólabörnin í Gerðubergi. Böm bregða á leik í Gerðubergi MYNDLISTARSÝNING barna í leikskólun- um í Fella- og Ilólahverfi í Breiðholti var opnuð í menningarmiðstöðinni Gerðubergi í gær. Var mikið um dýrðir og efndu börnin meðal annars til skemmtidagskrár með leik og söng. Þá kom Guðrún Birgisdóttir flautu- leikari i heimsókn og kynnti börnunum hljóð- færi sitt. 552 börn eiga verk á sýningunni, en þau eru frá Fellaborg, Hólaborg, Hraunborg, Suðurborg, Völvuborg og Osp. Sýningunni lýkur 12. júní næstkomandi. Listdans- sýningin endurtekin USTDANSSKÓU íslands end- urtekur nemendasýningu sína sem haldin var laugardaginn 24. maí sl. Sýningin verður sunnu- daginn 1. júní kl. 14 í Þjóðleik- húsinu. Allir nemendur skólans taka þátt í sýningunni, um 70 manns. Dansar í klassískum og nútíma stíl verða á efnisskrá, samdir af kennurum skólans, m.a. David Greenall, Hany Hadaya og Mar- gréti Gísladóttur. í kynningu segir m.a. að þung- amiðja sýningarinnar sé upp- færsla á ballettinum „Les Sylphi- des“ eftir Rússann Fokine við tónlist Chopins. Þar dansa Guð- mundur Helgason, dansrari í ís- lenska dansflokknum, sem gest- ur en önnur aðalhlutverk eru dönsuð af nemendum í elstu flokkunum þeim Álfrúnu H. Öm- ólfsdóttur, Guðbjörgu Amalds, Kristínu Unu Friðjónsdóttur og Sonju Baldursdóttur. Aðeins verður þessi eina auka- sýning. Hildur Walt- ersdóttir opn- ar í Horninu HILDUR Waltersdóttir opnar málverkasýningu er nefnist „í mörg hom að líta“ á morgun, laugardag, kl. 17-19, í Galleríi Hominu, Hafnarstræti 15. Sýningin saman stendur af fjölda verka sem unnin em á sl. 12 mánuðum, segir í kynningu, og eru öll verkin unnin með olíu á striga. Þema sýningarinnar er sótt til Austur-Afríku, þar sem lista- konan bjó um tíma. Menning maasai-ættflokksins er áberandi í mörgum verkanna, sem sýna hluti í daglegu lífi og starfí þess fólk. Sýningin í Galleríi Hominu er íjjórða einkasýning Hildar eftir námslok 1994. Sýningin er opin alla daga kl. 11-23.30 og lýkur 18. júní. Allra síðustu sýningar á BarPar ALLRA síðustu sýningar á Bar- Par verða í kvöld, föstudag kl. 20.30 og 23.30. Sýningin verður á Leynibamum, Borgarleikhús- inu. Leikendur eru Saga Jóns- dóttir og Guðmundur Ölafsson. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir. „Línur og form í landslagi“ SIGURRÓS Stefánsdóttir, Sauð- árkróki, opnar sína fyrstu einka- sýningu sunnudaginn 1. júní, í ASH Galleríinu Lundi, Varma- hlíð, Skagafírði. Þar sýnir hún lokaverkefni sín úr málaradeild Myndlistarskólans á Akureyri, þaðan sem hún útskrifaðist nú í vor. Þema þeirra er „Línur og form í landslagi“. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-18 og stendur til 20. júní. Toril Malmo sýnir á Kaffi Krók TORIL Malmo Sveinsson opnar sýningu í Kaffi Krók á Sauðár- króki sunnudaginn 1. júní. Sýnd verða olíumálverk og vatnslita- myndir. Þetta er 8. einkasýning Toril Malmo. Sýningunni lýkur 14. júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.