Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 26
26 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ELSTI og reyndasti hluti Barnakórs Grensáskirkju, Kammerkórinn. Kammerkór Grensás- kirkju syngur í Páfagarði Vortón- leikar Víkinga SÖNGSVEITIN Víkingar heldur tónleika á morgun, laugardag kl. 16, í samkomu- húsinu í Sandgerði. Á efnisskrá eru m.a. lög eftir Sigfús Halldórsson, Eirík Bjarnason og Bellman. Einnig koma fram söngvarar úr söng- deild Tónlistarskólans í Sand- gerði og syngja einsöng og dúetta. Stjómandi Söngsveit- arinnar er Einar Öm Einars- son og undirleikari á harmon- ikku er Ásgeir Gunnarsson. KAMMERKÓR Grensáskirkju heldur til Italíu mánudaginn 2. júní nk. og munu syngja við messu í Péturskirkjunni í Róm, á tónleikum í St. Agnesarkirkj- unni og á tónleikum hjá FAO, matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Kammerkór Grensáskirkju er hluti Bamakórs Grensás- kirkju sem telur 130 börn á aldrinum 6-17 ára. í Kammer- kórnum eru 42 börn á aldrin- um_ 14-17 ára. Á efnisskrá kórsins er tón- list af ýmsu tagi; kirkjutónlist, íslensk tónlist, þjóðlög, negra- sálmar og lög úr söngleikjum. Tónlistina flytur kórinn ýmist með eða án undirleiks. Söngur kórsins hefur verið hljóðritað- ur og gefinn út á hjóðsnældu. Píanóleikari í ferðinni er Helga L. Finnbogadóttir. Lokatónleikar í Grensáskirkju Lokatónleikar Kammer- kórsins verða í Grensáskirkju á Sjómannadaginn kl. 17. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Tveir kórar á Kirkjulistahátíð KIRKJULISTAHÁTÍÐ lýkur nú um helgina. í kvöld kl. 20 eru tónleikar Voces spontane con flauto, með þeim Comelia Giese, Karin Schneid- er-Rie6ner, Gottfried Zawichowski og Manuelu Wiesler. Á morgun, laugardag kl. 10, flytur Friedhelm Mennekes fyrirlestur í Norræna húsinu um „Tryptíkur" (altaris- myndir í þremur hlutum), nýja list í gömlum kirkjum. Tónleikar Dómkórsins og Skóla- kórs Kársness í Hallgrímskirkju er síðasta atriðið á Kirkjulistahátíð á sunnudag. Á tónieikunum syngur Dómkór- inn tónverk frá ýmsum tímum, allt frá Orlando di Lasso til Knut Nystedt. Einnig syngur kórinn verk eftir íslenska höfunda. Skólakór Kársness syngur m.a. Stabat Mater eftir Pergolesi. Einsöng syngja Jó- hanna S. Halldórsdóttir og Magnea Tómasdóttir söngkonur, en þær eru VERK Ríkeyjar í Ráðhúsi Reykjavíkur. báðar fyrrverandi kórfélagar. Að auki syngur kórinn verk eftir Mend- elssohn, Grieg o.fl. Kórarnir hafa áður haldið tón- leika saman og hafa kórstjórarnir með sér gott samstarf. Þórunn Bjömsdóttir stjórnandi Skólakórs Kársness syngur í Dómkórnum og Marteinn H. Friðriksson, stjómandi Dómkórsins, leikur undir söng Skólakórsins á orgel. Dómkórinn er að fara í tónleika- ferð tii Ungverjalands, þar sem hann syngur á barokkhátíð í Eger, í Búda- pest og víðar. I ferðinni syngur kór- inn sömu efnisskrá og á tónleikun- um í Hallgrímskirkju. Skólakór Kársness er einnig á leið til Kanada, þar sem kórinn kemur m.a. fram á Northem Encounters í Toronto. Tónleikarnir á Kirkjulistahátíð verða haldnir í Hallgrímskirkju sunnudaginn 1. júní og hefjast þeir kl. 17. Ríkey í Ráðhúsinu RÍKEY Ingimundardóttir opnar 37. einkasýningu sína í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun, laugardag, kl. 15-18. Aðalinnihald þessarar sýningar eru brenndar leirlágmyndir sem lýsa Reykjavík og ýmsum frægum persónum, einnig verða þar skúlp- túrar og málverk. Sýningin stendur til 9. júní. HVENÆR HÓFST NÚTÍMINN Á ÍSLANDI? Frteðimenn skiptast á skoðunum á íslenska söguþinginu, fóstudaginn 30. mai kL 9:00 í Hátíðarsal Háskóla íslands. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Föstudagur 30. maí, kl. 9:00-12:00 9:00-9:10 Guðmundur Hálfdanarson dósent: „Inngangur og kynning.“ 9:10-9:20 Heimir Þorleifsson sagnfræðingur: „Sagan og nútíminn." 9:20-9:30 Guðrún Ólafsdóttir dósent: „Sveit og borg - byggðaþróun.“ 9:30-9:40 Stefán Ólafsson prófessor: „Lífskjör og velferðarríkið.“ 9:40-9:50 Sigr/ður Dúna Kristmundsdóttir dósent: „Móðir, kona, meyja - og nútíminn.“ 9:50-10:00 Sigurður Líndal prófessor: „Innreið nútímans í íslenska lagagerð." 10:00-10:15 Kaffihlé. 10:15-10:25 Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor: „Rannsóknir og vísindi.“ 10:25-10:35 Jón Torfi Jónasson prófessor: „Upphaf nútímamenntakerfis á íslandi.“ 10:35-10:45 Auður Ólafsdóttir listfræðingur: „Nútíminn og íslensk listsköpun.“ 10:45-10:55 Svanur Kristjánsson prófessor: „Upphaf íslenskra nútímastjórnmála.” 10:55-11:05 Magnús S. Magnússon hagsögufræðingur: „Innreið nútímans í íslenskri ernahagssögu.“ 11:05-11:15 Kaffihlé. 11:15-12:00 Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjórar : Guðmundur Hálfdanarson dósent og Þorsteinn Þórhallsson sagnfræðingur V Deo dicamus gratias í HEILD var söngur Drengjakórs Laugarneskirkju góður að mati gagnrýnanda. roNLisr Laugarneskirkja KÓRSÖNGUR DRENGJAKÓR LAUGARNESKIRKJU undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar flutti íslensk og eriend kórverk. Pianóleikari var Ástríður Haraldsdóttir og raddþjálfari Björk Jónsdóttir. Miðvikudagurinn 28. maí, 1997. DRENGJAKÓR Laugarneskirkju hélt vortónleika sína sl. miðviku- dagskvöld. Kórinn skipa þrír hópar, þ.e. drengjakórinn, sem er megin- kórinn, þá Schola Cantomm, undir- búningsdeild og eldri deild, en þar í hópi eru þeir herramenn, sem formlega em hættir í kórnum og skiptast í tenor- og bassaraddir. Sú venja þekkist erlendis frá, að eldri nemendur drengjakóra syngi með í verkum fyrir blandaða kóra, eins og gert var í seinni hluta efnisskrár. Tónleikarnir hófust með því að meginkórinn og undirbúningsdeild- in sungu þijú íslensk þjóðlög, Gefðu að móðurmálið mitt, Lysthúskvæði og Sofðu unga ástin mín og söng kórinn þessi lög af þokka. Megin- kórinn söng síðan nokkur lög og þá komu fram nokkrir einsöngvar- ar, Borgþór Sveinn Eyþórsson í lagi Ahlfors, Ef þig langar að syngja, Magnús Sigurbjörnsson í Fylgd eft- ir Sigursvein D. Kristinsson og Jón Emil Guðmundsson og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson er sungu tvísöng í Ave Maria, eftir Gabriel Faure. Söngur kórs og einsöngvara var fallega mótaður. Tónstaða og nákvæmni í fram- burði texta og tónmótunar er mikið og flókið vandamál, sem útheimtir markvissa þjálfun, unna á löngum tíma. Tónstaða kórsins var í heild nokkuð góð og framburður sérlega skýr. í nokkrum lögum gætti þess óróleika, sem oft kemur fram er flytjendur gerast andstuttir og á sér oft stað undir álagi. Nauðsyn- legt er að þjálfa kórinn í að syngja „hægt“, þ.e. að flýta ekki. Þessi óróleiki olli því að oft vantaði upp á að söngurinn næði því að vera sérlega góður og átti söngstjórinn nokkurn þátt í því með mjög óróleg- um og á köflum allt of hröðum taktslætti. Þetta kom að nokkru fram í keðjusöngnum Jubilate Deo eftir Schutz. Ljúfur ómur eftir Bortniansky var fallega sunginn af kórnum og Einari Njálssyni. Tveir dúettar voru ágætlega fluttir, Trip it in a ring, eftir Purcell, sunginn af bræðrunum Sölva Rúnari og Daða Rúnari Péturssonum og Mai- glöckchen und die Blumelain, eftir Mendelssohn, sem Hjalti Magnús- son og Hrafn Davíðsson sungu sér- lega fallega. Drottin Guð af himn- um háum, eftir Mozart og Exultav- it eftir Burkhart voru vel flutt af drengjakórnum. Eldri nemendur komu svo til við- bótar við flutning síðustu fjögurra verkanna og á efnisskránni var Ave Verum, eftir Elgar, Rex virtutis, eftir meistara Jóhannes Pétur-Lúð- víksson frá Palestrína, Sjá, þann hinn mikla flokk, eftir Grieg og Deo dicamus gratias, eftir nemanda J.S. Bachs, Gottfried August Homilius, er starfaði í Dresden frá 1742. Eins og fyrr segir er tónstaðan á köflum nokkuð góð og sömuleiðis framburður en eins fýrr var sagt, var nokkur óróleiki er einkenndi sönginn í heild. Tónmyndun kórsins er á mjúku nótunum og gat stund- um að heyra hinn gullna hljóm drengjaraddanna, sem áttu einnig til töluverða „dýnamik". í heild var söngur kórsins góður og sérstak- lega fallegur í lögunum eftir Elgar. Bortniansky, Mozart og síðasta lag- inu, eftir Homilius, en texti lagsins, Deo dicanus gratias, var yftrskrift tónleikanna. Jón Ásgeirsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.