Morgunblaðið - 30.05.1997, Síða 37

Morgunblaðið - 30.05.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ _________AÐSEIMDAR GREIWAR_______ „Við reykjum sko ekki þennan óþverra Opið bréf til heilbrigðisráðherra aðildarríkja Evrópusambandsins TILGANGUR okkar með bréfi þessu er þríþættur: 1. Að lýsa yfir áköfum stuðningi við alþjóðlegt bandalag heilbrigðis- samtaka í baráttunni gegn tóbaks- auglýsingum innan ES. 2. Að skora á ykkur að taka á tóbaki eins og öðrum markaðsvör- um; láta það sæta prófunum og rísa með niðurstöður þeirra að vopni til varnar heilsu þeirra 340 milljóna manna sem búa í ríkjum ES. 3. Að mæla með því að þið útveg- ið nauðsynlegt fjármagn til að fræða aðalmarkhóp tóbaksauglýsenda - börnin ykkar - um þann óheyrilega kostnað og þau lífshættulegu heilsu- spjöll sem tóbaksneysla hefur í för með sér. Árlega deyja um 400.000 Banda- ríkjamenn af völdum sjúkdóma sem rekja má til beinna tóbaksreykinga og um 60.000 manns af völdum sjúk- dóma sem rekja má til óbeinna reyk- inga. Þetta þýðir einfaldlega að tveir einstaklingar í Bandaríkjunum láta lífið af völdum tóbaksreykinga á hverri mínútu. Annar okkar, Wayne McLaren „Marlboro-maðurinn", hefur nú bar- ist fyrir lífi sínu sl. eitt og hálft ár. Tekið var úr honum illkynja æxli en við það missti hann annað lungað og rifbein og helmingur barkans lamaðist. Hann missti málið um stund en skurðaðgerð á barkanum hefur nú gert honum kleift að tala á ný. Eftir skurðaðgerðina fór að bera á skertri sjón og heyrn og jafn- vægisskynið brenglaðist. Sú öfluga lyfja- og geislameðferð, sem hann þarf að ganga í gegnum, dregur enn meira úr kröftum hans. Læknar hafa ekki hikað við að kenna tóbaks- reykingum alfarið um það hvernig komið er fyrir honum. Hann berst nú fyrir lífi sínu í einum tilgangi; að miðla staðreyndum um hversu reykingar hafi eitrað líf sitt, í eigin- legri merkingu þeirra orða, og helg- ar líf sitt því að forða öðrum frá þeirri angist sem því fylgir að tak- ast á við krabbamein eins og hann verður nú að gera. Hinn okkar, David Goerlitz fyrr- um „Winstonmaðurinn", kom aug- lýsingaheiminum í Bandaríkjunum í Eftirfarandi bréf sem er stílað á heilbrigðis- ráðherra Evrópusam- bandsríkjanna er frá tveimur fyrrverandi „andlitum“ helstu tób- aksframleiðenda heims, David B. Goerlitz (áður „Winston- maðurinn“) og Wayne McLaren (áður Marlboro-maðurinn). Bréfið er þýtt af Þorgrími Þráinssyni framkvæmdastjóra Tóbaksvarnanefndar. uppnám þegar hann tilkynnti árið 1990 að hann væri hættur að reykja og tók að fordæma auglýsingar tób- aksfyrirtækjanna samkvæmt eigin reynslu og væna þau um lygar. Hann vann hjá Winston tóbaksfyrir- tækinu í rúm sex ár, frá 1982 til 1988, en þann tíma var andlit hans alþekkt á sjónvarpsskjánum í Bandaríkjunum í umfangsmikilli auglýsingaherferð sem kom Winston upp í annað sæti meðal mest seldu sígaretta í heiminum. Hlutverk hans var að leika „harðskeytta hermann- inn“; ímynd hins kjarkaða og hrausta sonar þjóðarinnar. Hann kom fram í 42 mismunandi auglýs- ingum, miklu fleiri en nokkur annar einstaklingur hafði gert í tóbaksaug- lýsingum. Áhugi hans á starfinu fór hinsvegar dvínandi og sannfæring hans um það að tóbaksneysla væri skaðlaus varð smátt og smátt að engu þegar hann gerði sér æ betur grein fyrir hinum raunverulega til- gangi tóbaksframleiðenda. Það atvik sem e.t.v. sagði honum mest um þetta átti sér stað þegar hann var við myndatöku uppi á fjalli og aug- lýsingastjórar R.J. Reynolds gerðu gys að honum fyrir að þurfa að nota súrefnisgrímu. Þegar hann spurði þá hvort þeir reyktu ekki líka svöruðu þeir: „Nei, við reykjum sko ekki þennan óþverra, við seljum hann bara. Við látum unglingana, fátæklingana, negrana og heimsk- ingjana um að reykja." Þá rann það upp fyrir honum að þrennt af þessu hafði átt við hann þegar hann byij- aði 13 ára gamall að reykja: hann var ungur, fátækur og heimskur. Þá var hann aðeins skotspónn tób- akssölumanna og nú var hann verk- færi auglýsenda til að gera aðra unglinga háða reykingum. Tímann þarna á milli varð hann sjálfur að gjalda dýru verði á heilsu sinni: Þijá- tíu og tveggja ára að aldri fékk hann slag sem olli því að hann missti bragðskynið og tilfinninguna í tveimur fingrum, vinstra læri og vinstra helmingi andlitsins. Síðastliðin þijú ár hefur hann haldið fyrirlestra í kirkjum, skólum og sýningarsölum, hvar sem tæki- færi hefur gefist þar sem hann flett- ir ofan af raunverulegum tilgangi tóbaksauglýsinga. Á þessum tíma hefur hann náð til 500.000 barna og fullorðinna víða um heim með boðskap sínum. Við höfum sameinað krafta okkar í þeirri von að þið notið tækifærið, sem tilvist Evrópusambandsins gef- ur, til þess að ráðast þegar í stað eftir öllum mögulegum leiðum gegn útbreiðslu tóbaksávanans, einkan- lega á vettvangi tóbaksauglýsinga. Við erum fúsir til að koma til Evr- ópu til að segja frá reynslu okkar ef það gæt.i orðið til að sannfæra ykkur um þá miklu ógn sem stafar af tóbaksframleiðendum og ban- vænni framleiðslu þeirra. (Innskot þýðanda: McLaren lést í júlí 1992. Goerlitz berst enn fyrir lifi sínu). Höfundar eru Goerlitz - áður Winston-maðurinn ogMcLaren - áður Marlboromaðurinn. Breyting á heimsóknartíma sængurkvennadeilda FÆÐING barns er stórkostlegur áfangi í lífi hverrar fjölskyldu. Tíminn fyrst eftir fæð- inguna er tími aðlögun- ar barnsins, foreldra þess og systkina, tími þeirra til að kynnast hvert öðru. Æskilegt er að nýfædda barnið myndi sem fyrst tengsl við nánustu fjölskyldu sína og því mikilvægt að gera fjölskyldunni fært að sameinast sem fyrst eftir fæðinguna. Á sama tíma þarf móðirin að hvílast eftir fæðinguna og læra að um í þjóðfélaginu. Feður hafa óskað eft- ir meiri tíma með ný- fæddu barni sínu og fjölskyidunni og Al- þjóða heilbrigðismála- stofnunin (WHO) hefur beint þeim tilmælum til þeirra er annast sæng- urkonur og nýbura að auka aðgengni feðra að nýfæddu barni sínu og konu. Starfsemi Kvennadeildar Landsp- ítalans er helguð umönnun, meðferð og annarri þjónustu við Guðrúii Björg konur og fjölskyldur Sveinbjörnsdóttir þeirra. Því hefur verið ákveðið að breyta heimsóknartímum gefa barni sínu bijóst. Bijóstagjöf er mikilvæg móður og barni, en það tekur tíma fyrir móður og barn að finna hvað hentar best. Bijóstagjöf er til að næra barnið en ekki síður til að efla tengslin við barnið og veita því ástúð. Heimsóknir margra utanaðkom- andi aðila eru þreytandi, raska aðlög- un móður og bams, hafa oft neikvæð áhrif á bijóstagjöf og auka einnig smithættu af algengum veirusýking- á sængurkvennadeildum Landspítal- ans f.o.m. 1. júní 1997. Heimsóknar- tíminn verður lengri eða frá kl. 14.00-21.00. Hann er eingöngu ætlaður föður barnsins, systkinum þess, ömmum og öfum. Nýfædda barnið dvelur þá með fjölskyldu sinni á sængurkvennastofunni. Sérstök gát skal höfð við umönnun nýburans sem er viðkvæmur fyrir sýkingum fyrstu dagana. Æskilegt er að fjöl- Fæðing barns er stór- kostlegur áfangi í lífí hverrar ij'ölskyldu. Guðrún Björg Sigur- björnsdóttir fjallar hér um heimsóknir á sængurkvennadeild. skyldan taki tillit til sængurkonu og nýburans eftir fæðingu, þannig að ekki séu fleiri en 4 heimsóknargest- ir í einu hjá hverri konu og lengd heimsókna stillt í hóf. Mælst er til þess að aðrir ættingj- ar, vinir og kunningjar gefi fjölskyld- unni tækifæri til að aðlagast breytt- um fjölskylduhögum í ró og næði. Nýfædda barnið er komið til að vera. Nægur tími er því til að heimsækja fjölskylduna þegar heim er komið og æskilegt að skipuleggja heim- sóknina í samráði við fjölskylduna. Höfundur er yfirijósmóðir Kvennadeildar Landspítalans. FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 37 STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN N Mikið úrval af herramokkasíum Ath. Extra breiðir Tegund: A.M. 61113 Verð: 6.995,- Stærðir: 40-46 Litur: Svartir og vínrauðir PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR STEINAR WAAGE . STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN •/ SKÓVERSLUN ^ SÍMl 551 8519 SÍMI 568 9212 C óðkort Athugið! Takmarkað VORTILBOÐ ‘Mari&a niTÍÁ fiffíÍGr'i -M ,\ *■ . ÍÍWHw 119.900 ■■■ ■■■ ■■ ■■ 'Kr r - /[•. rt jr r r- f (*“ , • • /. • r rr • r • r L.ir.mivri'ír nyjir i'.ií'ir NOKIA 1611 26.990 BT. Tölvur Grensásvegi 3 -108 Reykjavík ;á.r,:(íir.r.rr.affrr;r. mínrwr'; rfritmarfti t'újTtrjr r:vr:j r r [ : , Sími: 5885900 fax: 5885905 Onið uirka dagafrá 10-18 BH. 70-90 B,C Buxur. 38-44 lympi Laugaveg 26 sími 551 3300 Kringlunni 8-12 sími 553 3600 « '.Ifiuniiili

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.