Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 39

Morgunblaðið - 30.05.1997, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 39 SKÓLASLIT Aðsókn í háskólanámið á Hvanneyri fer vaxandi Grund. Morgunblaðið. LAUGARDAGINN 24. maí var bú- vísindadeild Bændaskólans á Hvan- neyri slitið að viðstöddum fyrrv. skólastjóra, Guðmundi Jónssyni, sem nú 95 ára gamall fagnar 50 ára afmæli þessa óskabarns síns. Hann var einn af aðalhvatamönnum þess að búvísindadeildin tók til starfa við Bændaskólann 1947. Magnús B. Jónsson skólastjóri flutti skólslitaræðu og sagði m.a.: „Ég býð ykkur öll velkomin að vera viðstödd brautskráningu búfræði- kandidata frá búvísindadeild á Hvanneyri. Með þessari braut- skráningu búfræðikandídata í dag lýkur hefðbundnu skólastarfí þessa skólaárs, sem er hið 108. í sögu skólans. Sérstaklega vil ég bjóða velkominn hingað í dag Guðmund Jónsson fyrrverandi skólastjóra Bændaskólans en á vordögum fyrir hálfri öld var hann í samvinnu við þáverandi landbúnaðarráðherra Bjarna Ásgeirsson að vinna að því að koma á fyrsta vísi að háskóla- menntun fyrir leiðbeinendur á ís- lenskum landbúnaði. Sú starfsemi hófst síðan í byijun október árið 1947 þegar fyrstu nemendur sett- ust til náms í framhaldsdeildinni á Hvanneyri. Nú 50 árum síðar erum við að brautskrá 25. nemendahóp- inn og eru þá brautskráðir kandí- datar héðan 207 að tölu. Þó nem- endur í heild séu lítið fleiri en und- anfarin ár er gleðilegt að aðsókn í háskólanámið fer vaxandi og með meiri fjölbreytni er iíklegt að að- sóknin muni enn vaxa. I þeim 24 nemendahópum sem þegar eru út- skrifaðir frá Hvanneyri eru 198 kandídatar. í dag brautskráist 25. nemendahópurinn og 200. búfræði- kandídatinn." Bestum árangri á kandídatsprófi náðu: 1. Daði Már Kristófersson, 8,6, 2. Amþrúður Heimisdóttir, 7,7 og 3. Jómnn Svavarsdóttir, 7,5. „Prófskírteini þetta er vitnisburð- ur um það að þið hafið lokið kandí- datsprófi í búfræði frá búvísinda- deild á Hvanneyri og megið bera titilinn búfræðikandídat sem sam- svarar hinu alþjóðlega fræðiheiti Bachelor of science." Þá fóru fram verðlaunaafhend- ingar: Besta árangri á kandídats- prófí náði Daði Már Kristófersson, 8,6. Verðlaun afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson f.h. Félags búfræði- kandídata. Besta aðalritgerð á kandídatsprófi: Daði M. Kristófers- son 9,0 og Einar Edvaid Einarsson 9,0. Verðlaun veitti Þorsteinn Tóm- asson f.h. Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins. Besta árangri í hagfræðigreinum náði Daði M. Kristófersson, 8,7. Verðlaun afhenti Jónas Bjarnason fyrir Hagþjónustu landbúnaðarins. Besta árangri í bútæknigreinum náði Daði M. Kristófersson, 9,0. Verðlaun afhenti Magnús B. Jónsson f.h. Stofnlána- deildar landbúnaðarins. Besta ár- angri í búfjárræktar- og jarðrækt- argreinum náði Daði M. Kristófers- son, 8,5. Verðlaun afhenti Sigur- Morgnnblaðið/Davíð Pétursson ÚTSKRIFTARHÓPUR búvísindadeildar Bændaskólans á Hvanneyri. geir Þorgeirsson f.h. Bændasam- taka íslarids. í lokaorðum skólastjóra til bú- fræðikandídata sagði m.a.: „Þið munið að sjálfsögðu verða að tak- ast á við skammsýni samferðafólks- ins sem með skammtíma hagsmuni i sinni vill líta framhjá þeirri lykil- staðreynd að án landbúnaðar sem fullnægt getur fmmþörfum fæðu- framleiðslunnar mun ekkert samfé- lag geta staðist til lengdar." / i Verkmenntaskóli Austurlands Stúdentar útskrif- aðir á eigin vegum Neskaupstað. Morgunblaðið. VERKMENNTASKOLA Austur- lands í Neskaupstað var slitið laugardaginn 24. maí sl. Að þessu sinni voru útskrifaðir 21 nem- andi, níu stúdentar, 10 iðnnemar og tveir sjúkraliðar. Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn útskrif- ar stúdenta á eigin vegum en hingað til hefur það verið gert með fulltingi Menntaskólans á Egilsstöðum. í máli skólameistara, Helgu M. Steinson, við útskriftina kom fram að auka á samstarf framhaldsskólans í Austur- landskjördæmi og stefnt er að því að ráðinn verði verkefnis- stjóri til að sinna auknu samstarfi skólanna. Þá kom fram að bætt aðstaða með til- komu hins nýja verkkennsluhúss skólans mun auðvelda honum að bjóða upp á mun meira verk- menntanám en hingað til hefur verið hægt. Fram kom að Albert Einarsson sem verið hefur skólameistari Verkmenntaskólans í 10 ár en í leyfi sl. tvö ár mun láta af störf- um í haust. Um 170 nemendur stunda nám við skólann og skiptast þeir svo að um 60% voru við bóknám en 40% við verknám. Morgunblaðið/Davíð Pétursson SÍÐUSTU útskriftarnemar frá Reykholti. í Reykholti. Svo var það að menntamálaráðherra fól FVA að annast skólastarf í Reykholti í til- raunaskyni til tveggja ára sumarið 1995 og er nú síðara ári þeirrar tilraunar að ljúka. Haustið 1995 hóf 61 nemandi nám og luku 46 haustprófum og 27 vorprófum. Haustið 1996 hófu 35 nemendur nám og nú eru 20 nemendur að kveðja skólann.*1 Þá gat hún þess, að tveir nem- endur hefðu skarað fram úr hvað varðaði framfarir og frábæran námsárangur, en það væru þau Héðinn Birgir Ásbjömsson og Haf- dís María Kristinsdóttir. Margir tóku til máls við skóla- slitin og í máli allra var söknuður, en jafnframt bjartsýni á að finna mætti höfuðbóli Snorra nýjan starfsvettvang. V 'i FRABÆRT URVAL FALLEGAR PLÖNTVR FJÓLUR, STJÚPUR, KORNBLÓM, NELLIKKUR, PELARGÓNÍUR, MORGUNFRÚ, LOBELÍA, FAGURFIFILL, LJÓNSMUNNI, TÓBAKSHORN, O.FL. O.FL. STJUPUR KR. 45- PELARGONIA KR. 330- TOBAKSHORN KR. 280- HENGITOBA KSHORN KR. 280- EINNIG : BLOMSTRANDI RUNNAR, RÓSARUNNAR, GARÐTRÉ, SKÓGARPLÖNTUR, ÁBURÐUR, MOLD, O.FL. PLONTUSALAN I FOSSVOGI Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-18. Sími 564 1777 Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.