Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.05.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIIMIMINGAR FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1997 43 SIGRIÐUR KRISTIN KOLBEINSDÓTTIR + Sigríður Kristín Kolbeinsdóttir var fædd í Æðey við Isafjarðardjúp hinn 10. ágúst 1900. Hún lést á Dvalarheimil- inu Vinahlíð i Reykjavík hinn 20. maí síðasliðinn. Foreldrar hennar voru Kolbeinn El- íasson, sjómaður i Ögri, f. 1855, d. 1936, og Guðmund- ína Matthíasdóttir, verkakona, f. 23. september 1875, d. 20. maí 1967. Systkini Sigríðar voru Rannveig, f. 15. október 1905, d. 31. maí 1951, og Bjarni, f. 28. ágúst 1907, d._9. júní 1981; Bjarni hét eftir bróður þeirra sem dó mjög ungur. Hálfsystur Sigríðar, samfeðra, voru: Dag- björt, f. 24. júní 1878, d. 20. febrúar 1959, og Sigurlína, f. 25. júní 1889, d. 20. júní 1970. Hinn 16. desember 1922 gift- ist Sigríður Jóni Sigfússyni, bakara í Alþýðubrauðgerðinni, f. 27. júlí 1891, d. 3. júlí 1944. Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson, sjómaður í ReyHjavík, og kona hans, Sigríður Jóns- dóttir. Börn Sigríðar og Jóns eru: 1) Halldóra, f. 2. janúar 1924, fyrrv. skrifstofumaður, og á hún þijú börn, þar af eitt fósturbarn, en þau eru: Jóna, f. 1944; hennar barn er Halldór Óskar, f. 1968. Sigurður, f. 1946; hans börn eru Einar Skúli, f. 1969, Hrannar Már, f. 1974, og Sindri, f. 1990. Gústaf, f. 1949; hans börn eru Ólafur Þorkell, f. 1973, Jón Símon, f. 1974, og Gústaf Agnar, f. 1981. 2) Stefanía, f. 4. maí 1926, fyrrv. iðn- verkakona; hennar barn er Jóna. 3) Grétar, f. 4. maí, 1928, fyrrv. sjómað- ur. Barnabarna- barnabörn Sigríðar eru þrjú. Sigríður Kol- beinsdóttir ólst upp við ísafjarð- ardjúp. Hún var í Heyrnleys- ingjaskólanum í Reykjavík árin 1909-1916. Að því loknu var hún vinnukona á Seyðisfirði og síðar í Reykjavík. Sigríður kynntist manni sinum í Heyrnleysingja- skólanum og frá því að þau gift- ust hefur hún búið í Reykjavík. Hún var húsmóðir allt sitt líf, en eftir að maður hennar lést hélt hún heimili með tveimur bömum sinum, Grétari og Stef- aníu, þar til fyrir fáum árum er hún flutti í Vinahlíð, dvalar- heimili aldraðra heymleysingja i Öskjuhlíð. Um langt árabil var heimili Sigríðar eins og sam- komustaður heymleysingja, þar sem þeir áttu ævinlega i hús að venda og hittust þar til skrafs og ráðagerða og ýmiss konar fagnaða. Útför Sigríðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma mín. Hér er ég og þú ert þar. En þú ert líka hér. Og kannski er ég líka þar. Nú þegar þú ert farin úr þess- um heimi að lokinni langri dvöl og þó við höfum lengi vitað hvert stefndi, þá er ég samt sorgmæddur og viðkvæmur. Það er vegna þín að ég finn til svo sterkra tilfinn- inga sem snúast um lífið, um kær- leikann, um ástina, um ljósið í líf- inu, um það sem gefur lífinu gildi og vísar handan við lífið eins og það sýnist vera. „Á kærleikur sér einhver mörk,“ spurði vinur minn mig um árið þegar ég talaði við hann um ást mína á þér og það sem þú hefur gefið mér í þessu lífi og tengdi það við söguna hans Kjartans Árnasonar, Draumur þinn rætist tvisvar, sérstaklega endalok sögunnar. Elsku amma mín. Hvernig fæ ég tjáð þér og þakkað þér? Hvem- ig fæ ég tjáð þér mína ást, minn kærleika, mitt þakklæti? Þakklæti mitt til þín fyrir að hafa verið til og gefið mér ljósið í lífinu? Gefið mér þína skilyrðislausu blíðu, þinn tíma, þína orku, þinn kærleika? Ég veit það ekki. Síðustu vikurnar þegar ég vissi að þú varst að deyja fann ég svo sterkt fyrir þér, fyrir lífí þínu og hvernig það var samof- ið lífi mínu — samleið okkar í hálfa öld. Þú ert hér í mér, í hjarta mínu, svo stór, svo hlý, svo gefandi — sú yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Ég minnist liðinna stunda. Ég minnist þess að koma til þín þegar ég var lítill og það var eins og að koma á ólýsanlegan sælureit, í paradís. Engar kröfur, ekkert óþol, bara þú með þinn góðvilja og ég — þar fékk ég að vera ég og líða vel eins og ég var. Það var eitthvað alveg óviðjafnan- legt, hreint ótrúlegt. Ég gleymi aldrei sumrinu sem við Gústi gist- um hjá þér þegar mamma og Jóna voru á Búðum, það var unaðslegt. Ég man stundum þegar ég vakn- aði á nóttunni, ég man kyrrðina, þessa djúpu sterku kyrrð. Og þögn- ina. Ég man nærveru þína, hlýjuna og mildina. Og ekki síst man ég andardrátt þinn í nóttinni, já, and- ardráttinn þinn, amma — lífið þitt, amma. Þetta líf, þessi friðsæli and- ardráttur, er í mér, hann lifír með mér og það gerir mig svo glaðan, svo stoltan einhvem veginn, svo fullan af ást. Ást til þín, ást til mín, ást til allra, ást til lífsins. Svo, hvernig fæ ég endurgoldið þér, elsku amma mín? Ég veit það ekki, en samt veit ég það, af því að ég veit að kærleikurinn er eilíf- ur, kærleikurinn er hinn æðsti máttur. Þú ert kærleikur, amma. Og ég er kærleikur. Það er ekkert annað, í raun og vera. Þakka þér fyrir að hafa sýnt mér það. Ég elska þig. Sigurður. Látin er í hárri elli Sigríður Kolbeinsdóttir sem áður bjó í Sól- heimum 23 hér í borg. Sigríður lést í Vinahlíð, dvalarheimili aldr- aðra heyrnarlausra, þar sem hún eyddi síðustu æviáranum með öldruðum vinum sínum frá fyrri árum. Með Sigríði er góð kona gengin sem gott er að minnast að leiðar- lokum. Eftir að Sigríður varð ekkja hélt hún heimili með bömum sínum í tugi ára og þar áttum við hjónin margar ánægjustundir sem við deildum með þeim. Á heimili henn- ar var oft gestkvæmt. Þar var skipst á skoðunum og feiknin öll af sögum vora sagðar yfir ijúk- andi kaffi og tertum sem komu nýbakaðar úr ofni húsfreyjunnar. Það gat því dregist í tíma að síð- ustu gestirnir yfirgæfu samkvæm- ið. Þrátt fyrir háan aldur var hún vel em en sjónin var farin að dapr- ast. Hún þurfti því að vera mjög nálægt viðmælanda svo hún fengi séð stafina í fingramálinu. Þegar Sigríður fyllti áttunda áratuginn átti ég viðtal við hana um lífshlaup hennar en hún var þá ein eftirlifandi af þeim fáu sem gátu sagt frá nemendum og kenn- uram Málleysingjaskólans eins og skóli heyrnarlausra hét á önd- verðri öldinni. í viðtalinu spurði ég Sigríði hvað henni þætti eftir- minnilegast frá þessum árum. „Það var tvennt,“ sagði hún. „í fyrsta lagi var „glápið“ á okkur, þegar við töluðum saman, en því virtist aldrei ætla að linna og í öðra lagi voru það mistök skólans að láta okkur ganga með einkennishúfur sem auðkenndu okkur frá öðru fólki.“ Þegar skólaveru Sigríðar lauk fór hún fyrir tilstilli Margrétar Rasmus, skólastýru, til fóstursyst- ur sinnar, Stefaníu Amardóttur, og var þar vinnukona, en hún bjó þá á Seyðisfirði. Þar var hún í nokkum tíma eða þar til hún kom aftur suður til Reykjavíkur. Sigríð- ur giftist svo skólafélaga og æsku- vini sínum, Jóni Sigfússyni, og var brúðkaup þeirra 16. desember 1922. Jón var ættaður frá Suðumesj- um. Foreldrar hans voru Sigfús Jónsson frá Vatnsnesi og Sigríður Jónsdóttir, og var hann elstur fimm barna þeirra hjóna. Hann lærði bakaraiðn hjá kunnum bakara hér í bæ, sem hét H.J. Hansen og var fyrstur heymarlausra til að ljúka prófí í þeirri grein hér á landi. Sigríður og Jón voru lánsöm því þau fengu litla kjallaraíbúð leigða á Þórsgötu 20 og Jón hafði trygga atvinnu sem þótti gott á þessum áram. Launin voru lítil en þau voru hamingjusöm og lifðu spart til að geta eignast heimili. Svo komu blessuð bömin, fyrst Halldóra, sem er ein heyrandi í fiölskyldunni, síð- an Grétar og Stefanía. Öll vora systkinin harðdugleg. Eðlilega mæddi mikið á Halldóra sem þurfti oft á tíðum og frá bamsaldri að vera tengiliður fjölskyldunnar við umheiminn. Jón starfaði eftir bak- aranámið alla tíð hjá Alþýðubrauð- gerðinni og var hann góður starfs- maður og trúr vinnuveitenda sín- um. Hann lést 3. júlí 1942. Sigríður átti mörg ár með börn- um sínum eftir að Jón lést og einn- ig nutum við vinir hennar þess að vera samvistum við þessa merku konu. Að leiðarlokum þökkum við samfylgdina sem aldrei bar skugga á. Blessuð sé minning hennar. Hervör og Guðmundur. Okkur hjá Félagi heyrnarlausra langar að minnast Sigríðar Kristín- ar Kolbeinsdóttur með fáeinum orðum. Sigríður fæddist heyrandi en missti heymina þegar hún var fjögurra ára. Frá unga aldri gekk hún í Heyrnleysingjaskólann. Hún giftist heyrnarlausum manni, Jóni Kristni Sigfússyni og eignaðist með honum þijú börn, þau Hall- dóra, Stefaníu og Grétar. Stefanía og Grétar era einnig heymarlaus. Vegna þess hversu margir heymarlausir voru á heimilinu varð heimilið fljótt mjög vinsælt meðal heymarlausra og stóð það alltaf öllum opið sem þangað vildu leita. Sigríður varð fljótlega þekkt undir nafninu Amma í hinum heyrnar- lausa heimi. Sú nafngift tengist ekki síst öllum þeim hlýleika sem stafaði frá henni öllum stundum. Við minnumst hennar með sökn- uði og virðingu og þakklæti fyrir allt það sem hún gerði fyrir heyrn- arlausa. Fólk á öllum aldri sótti í að heimsækja hana og heimili hennar var fyrsti vísir að Félags- heimili heyrnarlausra. Sérstaka lykt af pönnukökubakstri, kaffi og sæigæti lagði frá heimilinu og allir fengu eitthvað við sitt hæfi, matar- kyns og tilfinningalega hlýju. Kæra amma, hafðu þökk fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur og gert fyrir samfélag heyrnar- lausra. Félag heyrnarlausra vottar börnum Sigríðar og öðrum að- standendum sína dýpstu samúð. Elsku Amma með hvita hárið, svuntuna góðu, hlýju og heitar tilfinningar. Þúsund þakkir fýrir allt og allt. Hvíl í friði. Fyrir hönd Félags heyrnar- lausra. Anna Jóna Lárusdóttir. + BÓAS ARNBJÖRN EMILSSON, Reynivöllum 6, Selfossi, lést miðvikudaginn 28. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Sigríður Kristjánsdóttir ingi Bóasson, Emil Bóasson, Guðrún V. Bóasdóttir, Guðlaug E. Bóasdóttir, Einar Bergmundur Arnbjörnsson. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÓSKAR STEFÁNSSON, Sléttuvegi 11, lést á bráðadeild Landspítalans miðvikudaginn 28. maí. Ingibjörg Ósk Óskarsdóttir, Hörður Smári Hákonarson, Stefán Agnar Óskarsson, Ása Jónsdóttir, Guðný Ósk Óskarsdóttir, Anton Sigfússon, Pétur Ævar Óskarsson, Unnur Sigurkarlsdóttir, barnabörn, barnabarnaböm og aðrir vandamenn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir og afi, VALDIMAR JÓHANNESSON bóndi I Helguhvammi, lést að kvöldi mánudagsins 26. maí. Guðrún Bjarnadóttir, börn og barnabörn. + HREINN ERLENDSSON sagnfræðingur frá Dalsmynni, til heimllis í Heiðmörk 2, Selfossi, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju laugar daginn 31. maí kl. 14.00. Jarðsett verður að Torfastöðum. Erlendur Gfslason, Eyvindur Erlendsson, Sjöfn Halldórsdóttir, Öm Erlendsson, Gfgja Friðgeirsdóttir, Sigrún Erlendsdóttir, Einar Þorbjörnsson, Edda R. Erlendsdóttir, Ágúst Jónsson. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA GISSURARDÓTTIR, sfðast til heimitis á Sólvöllum, Eyrarbakka, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 31. maí kl. 13.30. Björn Jensen, Guðrún Á. Halldórsdóttir, Gissur Jensen, Hansína Á. Stefánsdóttir, Jóhanna Jensen, Svavar Bjarnhéðinsson, bamabörn og barnabamaböm. Kærar þakkir fyrir auðsýndan hlýhug við and- lát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RÓSU GUÐNADÓTTUR, Kirkjuvegi 11, Kefiavík. Guðbjörn Guðmundsson, Guðný Guðbjörnsdóttir, Gfsli Pálsson, Guðmundur Guðbjörnsson, Guðveíg Sigurðardóttir, Björn Herbert Guðbjömsson, Ingunn Ósk Ingvarsdóttir, Róbert Þór Guðbjörnsson, Guðbjörg Irmý Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.