Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ f I I I i 1 1 I j 1 I 1 i I í I ( í i i i < í I ( ( ( ( FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 51 BREF TIL BLAÐSINS TIZJ30Ð Qjósmyudastofa Éfunnars úugimarssonar Suðurveri, sími 553 4852 Um kerfisvillur Frá Birni Péturssyni: ALLA getur það hent að lenda í greiðsluvandræðum, svo t.d. af- borganir af lánum dragist. Við- brögð skuldareigenda geta verið misjöfn, allt frá því að sýna samúð og skilning til harkalegra inn- heimtuaðgerða. Verst er þó við að eiga þegar tölvur eru látnar sjá um málin, við þær er ekki hægt að ræða og aðgerðir þeirra hlíta aðeins skipunum sem forritarar leggja þeim til. En stundum koma fram kerfisvillur þegar farið er að nýta forritunina og eru afleiðing mann- legra mistaka forritara eða þess sem óskaði kerfisbreytinganna. Þá er komið að viðkomandi ráðamönn- um, hvernig þeir bregðast við. Sumir vilja þegja málið í hel og framkvæma kerfisleiðréttingu hljóðalaust en aðrir biðjast afsök- unar og láta „kerfið" leiðrétta mi- stök sem gerð voru. Undirritaður lenti í skrítnum við- skiptum sem rekja má til kerfismis- taka. Lánagreiðsla sem tafðist vegna uppákomandi aðstæðna fékk alvarlegar afleiðingar. í stuttu máli: Afborgun var greidd 5. maí með tilheyrandi dráttarvöxtum. Nokkr- um dögum seinna kom viðbótar- krafa kr. 450, sem greidd var 15. maí ásamt dráttarvöxtum kr. 2, eða alls kr. 452. Sú krafa bar með sér að innágreiðsla hafði átt sér stað en tilkynninga- og greiðslugjald hafði hækkað um kr. 450. Enn barst viðbótarkrafa kr. 154 og bar með sér viðurkenningu á hækkaðri innborgun, en jafnframt að tilkynn- ingar- og greiðslugjald hafði hækk- að um kr. 150. Ekki náðist að greiða þessa kröfu þegar LOKAAÐVÖRUN barst dags. 20. maí 1997 með kröfu um kr. 559 ásamt hótun um að verði ekki skuldin greidd eða um hana samið innan tiltekins tíma þá verði kraf- ist uppboðs á veðinu í samræmi við 5. gr. laga nr. 88 frá 1991 um aukatekjur ríkissjóðs. En nú hitnaði mér í hamsi, og ég ákvað að fara á skrifstofu Tryggingastofnunar ríkisins sem er minn skuldareigandi. Eg gat ómögulega sætt mig við að í hvert skipti sem ég vildi bæta fyrir þá synd mína að geta ekki staðið í skilum á gjalddaga, þá kæmi ný krafa eða hótun um aðgöngu að veðinu. Ég tók mér frí frá vinnu, ók á Laugaveginn, greiddi minn 50 kall í stöðumæli og arkaði til gjaldkera og óskaði skýringa. Mér var bent á að tala við afgreiðslu og þar tók á móti mér starfsmaður sem sá strax hvað um var að vera. Starfsmaðurinn skýrði mér frá því að þetta væru mistök þeirra vegna breytinga á tölvukerfi, og ég var ljúfmannlega beðinn afsökunar á þessu og sagt að mál mitt yrði leiðrétt. En mér var þá hugsað til þeirra sem kynnu að vera í sömu sporum og ég, því spurði ég hvort send yrði út leiðrétting til ann- arra, og jafnframt hvort greiðsla mín 15. maí hefði þá ekki verið ranglega innheimt. Starfsmaður- inn taldi að ekki væri hægt að senda út leiðréttingar því þau vissu ekki hverjir hefðu fengið svona bréf, en taldi að greiðsla mín yrði þó leiðrétt og spurt var hvort ekki mætti draga hana þá frá næstu afborgun. Vegna þessarar ljúfu og prúðu framkomu starfsmannsins, féllst ég að að Tryggingastofnunin mætti halda greiðslunni til næstu afborgunar (en gleymdi auðvitað að spyija um vaxtakjörin því af reynslunni veit ég um nákvæmni þeirra!). Því þakkaði ég fyrir mig og fór út rórri í skapi kl.9.15 þann 23.maí sl. En eftirá að hyggja,- munu aðr- ir þeir sem fengið hafa svona sírukkanir fá leiðréttingu mála sinna. Mun stofnunin af eigin hvöt- um leitast við að leiðrétta mál þeirra sem fara í banka eða spari- sjóð og greiða sírukkanir, eða verð- ur fólk að leita sérstaklega eftir leiðréttingu mála sinna. Verður málið afgreitt í kyrrþey, eða óskað opinberlega afsökunar og fólki boð- in leiðrétting? Hveijir bera svo ábyrgð á „kerfismistökum" forrit- arar eða þeir sem óska eftir breyt- ingunum? Flestum er það sárt að geta ekki staðið við greiðsluloforð og skyldur og ég bið afsökunar á vangetu minni í þessu tilfelli sem um ræðir. En því ber ég þetta á torg að það kunna að vera fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á þessum kerfis- mistökum og eiga rétt á lagfæringu mála sinna. BJÖRN PÉTURSSON, Reykjavíkurvegi 40, Hafnarfirði. Frá Þorsteini Guðjónssyni: „SÁ SEM kemur færandi hendi, á jafnan eitthvað handa flestum," sagði þýskt skáld forðum, og þó ekki nákvæmlega svona, því að hann orti á þýskri tungu, því máli, sem næst kemst íslenskunni um skýrleik og hnitmiðun. En sam- bandið milli tungumála er þannig, að það sem er sagt með þessum orðum á einu verður stundum að orða öðruvísi á hinu. En þetta vil ég nú taka fram um hina íslensku heimspeki kennda við Níal (Njál), að hún hefur að segja mönnum er margt og mikið, en fyrst skal þó ævinlega spurt um sanngildið. Við getum gengið að því vísu að í þeim fræðum er ekk- ert fullyrt nema það sem hægt er að standa við, eða hefur verið sann- prófað. Þegar ég sagði lærdóms- manni einum fyrir mörgum árum, að Pyþagóras hefði sagt lífið vera komið frá stjörnunum, þá svaraði maðurinn: „Þetta getur ekki verið rétt, því að ekki stendur það svona í mínum skrám. Allar heimildir hafa fýrir löngu verið grandskoðaðar í leit að Pýþagórasar-ummælum." En þegar ég komst síðar í bókina Filosofúmena, sá ég, að íslenski heimspekingurinn hafði fullkom- lega haft rétt fyrir sér. Menn ætla að heimspeki Pýþagó- rasar hafi farið að breiðast út frá honum um 550 f.Kr. og sé hann því góðum tímaspöl á undan Hera- klítosi, sem sagður er hafa kennt um 500 f.Kr. Hvað hafa heimspeki- fræðingarnir vitað um h'fskenningu fyrirsagnir keim af því: „frá líflausu til lifandi," segja þær. En trúmenn- irnir hafa haldið, að sköpunarleiðin lægi frá hinum æðsta veruleika nið- ur í djúpið og dimmuna. Það sem íslensk heimspeki hefur fram yfír, er meðal annars að hún gerir hlut trúmannanna betri en áður hefur verið. Heildaryfirlitið er hér. Menn skilja að jarðarefnin hafa ekki ein sér getað búið til manninn. Ef hann átti að verða til, varð að koma „leiðbeining að ofan“ - magnan frá fyrirmynd. Lífið er komið frá stjörnunum og þangað frá enn öðrum stjörnum, og svo koll af kolli, því að óendanleg er leiðin til framfara og fulikomnunar í alheimi efnisins. ÞORSTEINN GUÐJÓNSSON, Rauðalæk 14, Reykjavík. Uppruni lífsins Heraklítosar? Að því er virðist ekki neitt. Hvað segir hann þá sjálfur? „Lífið er neisti frá efni stjarnanna.“ Þegar ég las ritgerð Þorsteins Þor- steinssonar lífefnafræðings um uppruna lífsins, í bókinni „Samstill- ing lífs og efnis í alheimi“ (1996), sá ég að hann gerir ráð fyrir því að lífið nærist af orku sem berst frá einni stjörnu til annarrar. En í ótal fræðibókum um þetta efni, kemur fram undrun og aðdáun yfir hinni fyrstu kviknun. „Próteinin gátu ekki orðið til án kjarnasýrunn- ar; kjarnasýran ekki án próteinanna og hvaðan kom þá hvorttveggja?" segja þeir og undrast. Hvers vegna er ég að segja frá þessu? Það er af því að ráðstefnum um líf í alheimi, höldnum af „topp- mönnum í toppgreinum" fer nú sí- fellt fjölgandi. Ein verður í Trieste, Ítalíu í september, og kennir sig við „exobiology" í stað „astrobio- logy“ en það breytir engu. - í stað þess að lengja málið með eigin út- skýringum, set ég hér dagskrá ráð- stefnunnar, sem eins vel mætti nefna stefnuskrá hennar: „1. Frá líflausu til lifandi efnis: hið jarðneska dæmi (um þá þró- un).// 2. Orkumiðlun í efnafræði- legri þróun.// 3. Elstu þróunarstig erfðafræðilegrar vitneskju.// 4. Stjörnulíffræði í Jarðar-grennd (earth orbit).// 5. Stjörnulíffræði á Mars.// 6. Stjörnulíffræði á hala- stjörnum og smástirnum.// 7. Stjörnulíffræði á Titan (tungl Sat- úrnusar, geysistórt).// 8. Leitin að plánetum utan sólhverfis.// 9. Leit- in að vitsmunum utan jarðar". Þetta ætla þeir að tala um suður í Trieste í haust. Það hefur lengi verið aðferð vísindanna, að byggja sem mest upp frá hinu smáa og nærtæka, í átt til hinna stóru heilda - og það þótt heildirnar séu oft miklu meira en samsafnið eitt. Margir hafa til dæmis verið mjög sannfærðir um að orsakirnar til þess, að hér náði að koma fram líf, hafi verið eiginleikar efnisins og annað ekki, og bera ofanritaðar Clint Eastwood Gene Hackman Ed Harris - / f: " ' . - ^VV ; 7! ~~~■ .... i ... •/. ABSOLUTE POWER FRUMSYND f DAGI CASTI.r ROCJ^ HASKOLABIO Blab allra landsmanna! JttorðxvnMíiíúfc - kjarni málsins! ■7 ■t
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.