Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 30.05.1997, Qupperneq 52
52 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AEG Uppþvottavélar Heimsins hljóölátustu á verði frá: 69.900,- ara _if^i BRÆÐURNIR (jfpORMSSQN Láqmúla 8 • Sími 533 2800 Umboðamenn: __________________________ Vesturland: Málningarþjónustan Akranesi, Kf. Borgfirðinga, Borgarnesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrímsson, Grundarfiröi. Ásubúð.Búðardal. Vestfirðlr: Geirseyrarbúöin.Patreksfirði. Rafverk.Bolungarvík. Straumur.ísafirði.Noröurland: Kf.Steingrímsfjaröar.Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabúö.Sauðárkróki. KEA byggingavörur, Lónsbakka, Akureyri.KEA.Dalvík.KEA, Siglufirði. KEA, Ólafsfirði. Kf. Pingeyinga, Húsavík.Urö, Raufarhöfn.Lónið, Þórshöfn. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnfirðinga, Vopnafirði.Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn. Suðurland: Mosfell, Hellu. Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavík. Rafborg, Grindavfk. • 43 db (re 1 pw) • Turbo þurrkun • HurSar bremsa • Sjólfvirk vatns- skömmtun • Vatnsöryggiskerfi Þýskt vörumerki þýskt hugvit þýsk framleiðsla 107 REYKJAVfK Sfmi 511 2200.: 7 , ^; AVango W* FATNAÐUR FYRIR ÚTIVI5TINA. I MIKIDÚRVALAF :VÖNDUÐUM FATNADI SEM HENTAR VIÐ ÍSLENSKAR ADSTÆDUR í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Fyrirspurn til gatnamálastj óra VALGERÐUR hringdi og vildi hún koma á framfæri fyrirspurn til gatnamála- stjóra um það hvort ekki sé hægt að þvo götur mið- borgarinnar eftir helgar, svipað og gert er erlendis. Einnig vill hún beina þeim tilmælum til kaupmanna hvort ekki sé hægt að nota bréfpoka undir sælgæti, bömin hendi þessum plast- pokum í götuna sem síðan séu f|úkandi um allt, en bréfpokarnir eyðist upp. Frímerkja- safnarar! VELVAKANDA barst eft- irfarandi bréf: „Halló. Ég er ungur frímerkjasafnari. Eg hef átt í erfiðleikum með _að fá notuð frímerki frá íslandi en ég er að safna þeim. Er einhver á íslandi sem gæti sent mér nokkur notuð frímerki? Það mundi gleðja mig mik- ið. Ef einhver vill verða við ósk minni þá sendi ég þakklæti mitt. Kærar kveðjur." Alan Gorton, 8409 N.E. 140th Court, Vancouver, Washington 98682, USA Þakkir fyrir góða tónlist ÉG ÆTLA að þakka sér- staklega fyrir sígildu tón- listarrásina: Klassík FM 106,8. Þar getum við hlustað á gömlu meistar- ana frá því snemma á morgnana og þar til seint á kvöldin. Það hafa fleiri aðilar byrjað með sígildar rásir en gefist upp. Ég veit að það er fjöldi fólks mjög þakklátur fyrir þessa tónlist og vil ég hér með koma á framfæri þakklæti fyrir. Það má einnig minn- ast á það að þar sem gróskan í tónlistarlífi ís- lendinga er mjög mikil þyrfti okkar sameiginlegi miðill, Sjónvarpið, að sinna þessum stóra hópi betur en gert er. Sérstaklega þar sem nú er farið að sjón- varpa í stereo. Ég hugsa að margir yrðu þakklátir fyrir að fá stöku sinnum góða tónleika á skjáinn. Sigríður. Ábending til Pósts og síma/SVR GUÐLAUG hringdi og vildi hún benda Pósti og síma/SVR á að á þátttöku- seðlum sem fylgja nýju símaskránni vantar pláss fyrir nafn og heimilisfang sendanda. Einnig er á sama seðli rangt heimilis- fang Bylgjunnar. Tapað/fundið Brúnn leðurhanski tapaðist BRÚNN leðurhanski tap- aðist annaðhvort við Fálkaborg á Fálkabakka eða við Krummahóla 2 mánudaginn 26. maí. Skil- vís finnandi hafi samband í síma 557-4721. Myndavél glataðist við Strandarkirkju STARFSMAÐUR Strand- arkirkju tapaði myndavél við kirkjuna á 2. hvíta- sunnu. I myndavélinni eru myndir af framkvæmdum við kirkjuna og eru þær viðkomandi ómetanlegar. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við myndavél- ina eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við staðarhaldara í síma 483-3880 eða í kirkjunni (sumarhús) í síma 483-3797. Kvenúr fannst KVENÚR fannst í miðbæ Reykjavíkur 19. maí. Uppl. í síma 557-7811. Hólabrekkuskóli - gleraugu töpuðust ELÍSABET tapaði gler- augunum. sínum í bekk 92. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 557-9852. Gullhálsmen tapaðist LÍTIÐ gullhálsmen, með demanti, tapaðist á göngu í Grasagarðinum á sumar- daginn fyrsta. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í síma 551-4733. Víkveiji skrifar... MEST lesna bók landsmanna er líklega símaskráin. Nú berast símnotendum tilkynningar um að þeir geti sótt sér nýjustu útgáfu af þessari þörfu bók á næsta pósthús. Víkveiji hefur ver- ið með heimilissíma og fékk sér auk þess handsíma (GSM) í fyrra. Einnig er maki Víkverja með hand- síma. Nú bar svo við að á heimili Víkvetja bárust þijár ávísanir á nýjar símaskrár, stílaðar á sitt hvert símanúmeranna þriggja. Víkveiji hefur skráð helstu símanúmer sem hann hringir í í minni handsímans og hefur því ekki þörf fyrir aukaeintak af síma- skránni. Víkveiji hringdi í þjón- ustudeild Pósts og sima hf. og spurði hvort hægt væri að afsala sér símaskrá gegn afslætti á af- notagjaldi. Viðmælanda Víkveija kom spurningin auðheyrilega á óvart og varð fyrst á að skella upp úr. Eftir að hafa ráðfært sig við einhvern samstarfsmann kom það svar að símaskráin væri ókeypis og fylgdi númerinu, hvort sem manni líkaði betur eða verr. Því vaknaði sú spurning hvers vegna Póstur og sími hf. gefur ekki viðskiptavinum sínum kost á því að sleppa því að fá símaskrá, gegn afslætti á afnotagjaldi? Þegar Víkveiji skráði farsímanúmer sitt var hann spurður hvort hann vildi njóta ýmissa þjónustuþátta fyrir- tækisins. Mætti ekki bæta við spurningu um hvort maður óski eftir símaskrá á þetta tiltekna núm- er? Ef ekki, væri þá ekki rétt að bjóða upp á sérstaka ferða-útgáfu af símaskránni, t.d. með axlarólum, fyrir handsímaeigendur! Ef til vill breytist þetta með aukinni sam- keppni í farsímaþjónustu! xxx VÍKVERJI vill vekja athygli á frábærri þjónustu fyrirtækis- ins Japanskra véla í Hafnarfirði, sem flytur m.a. inn notaðar sjálf- skiptingar í bíla frá Japan. I vetur keypti Víkveiji umræddan hlut með þriggja mánaða ábyrgð en skömmu áður en hún rann út var ljóst á stundum að sjálfskiptingin var að gefa sig. Eigandi fyrirtækis- ins var beðinn um að staðfesta það en varð einskis áskynja í reynslu- akstri. Hins vegar sagði hann að ef ástandið versnaði væri um að gera að hafa samband aftur og ef á þyrfti að halda yrði skipt um gír- kassa bíleiganda að kostnaðar- lausu. Hann áréttaði að ábyrgðin yrði áfram í gildi en baðst af- sökunar á því að hann gæti ekk- ert gert að svo stöddu því hann fengi ekki gírkassa fyrr en í lok maí. xxx FYRIR skömmu var sjálfskipt- ingin nánast hætt að standa undir nafni og haft var samband við fyrirtækið um hádegisbil. Eig- andinn sagðist eiga vél en vanda- málið væri að hann væri óvenju fáliðaður og ætti því erfitt með að fara í verkið. Skiljanlega væri vandi Víkveija mun meiri, því hann gæti örugglega ekki án bíls verið vinnunnar vegna, og því yrði þetta mál að hafa forgang. Það var sem við manninn mælt, bíllinn var sam- stundis tekinn inn á Bílaverkstæði Hafnarfjarðar og tilbúinn fyrir miðnætti. Notuð sjálfskipting eins og hér er til umræðu kostar tugi þús- unda króna en vélin og vinnan féllu undir ábyrgðina. Þegar eig- andi fyrirtækisins var spurður hvort hann væri ekki tryggður fyrir svona skakkaföllum sagði hann erfitt við að eiga. Vélarnar væru yfirfarnar hinu megin á hnettinum og ættu að vera í lagi en kæmi bilun strax í ljós við ísetn- ingu fengi hann tjónið bætt frá Japan. I umræddu tilfelli yrði hann að taka kostnaðinn á sig og við því væri ekkert að gera. Aðal- atriðið væri að viðskiptavinurinn væri ánægður. Og annað er ekki hægt í kjölfar slíkrar þjónustu. Þess ber að geta að þetta voru fyrstu viðskipti Víkveija við fyrir- tækið. xxx KÖTTURINN Sófus, sem býr í nágrenni KR-vallarins í vest- urbænum, vakti athygli vallar- gesta í leiknum gegn Skallagrími um síðustu helgi. Honum hafa lík- lega verið farnar að leiðast árang- urslitlar sóknarlotur „sinna manna“ snemma í síðari hálfleik þegar hann gekk hiklaust upp hægri kantinn væntanlega í þeim tilgangi að veita Hilmari Björns- syni aðstoð. Sófusi til mikillar undrunar var aðstoð hans afþökkuð og gekk maður undir manns hönd að hrekja hann af velli. I fyrstu brást Sófus illa við og hugðist færa sig aftar á völlinn en sá fljótlega að hann mátti ekki við margnum og tók stefnuna út af vellinum áður en dómarinn skarst í leikinn. Greini- legt var að hann hafði vitneskju um að ekki þýðir að deila við dóm- arann. í sínum svarta og hvíta pelsi sem móðir náttúra hafði gefið honum hraktist Sófus út af vellin- um en hugsar sér eflaust gott til glóðarinnar að fá að reyna fóta- mennt sína á næstu æfingu KR- liðsins. Víst er hins vegar að þessi óvænta heimsókn hafði góð áhrif á KR-liðið því það bætti við þrem- ur mörkum eftir heimsókn Sóf- usar og kæmi ekki á óvart að hann yrði gerður að lukkudýri liðs- ins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.