Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Nú skulu aftur hljóma ljóð og sögur á Dyngjuvegi 8 Morgunblaðið/Arnaldur INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og Ingibjörg Har- aldsdóttir, formaður Rithöfundasambands íslands, rituðu undir samning um afnot Rithöfundasambandsins af húsi Gunnars Gunnarssonar skálds á Dyngjuvegi 8. HÚS Gunnars Gunnarssonar skálds á Dyngjuvegi 8 í Reykjavík hefur verið afhent Rithöfundasambandi Islands tíl afnota um óákveðinn tíma en á þriðjudag undirrituðu Ingibjörg Haraldsdóttir, formaður Rithöf- undasambandsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, samning þar að lútandi en Reykja- víkurborg er eigandi hússins. I hús- inu verða skrifstofur Rithöfunda- sambandsins, aðstaða til félags- starfs, funda- og upplestrarhalds, bókasafn meðal annars með verkum Gunnars og gestaíbúð í kjallaranum sem útbúin verður síðar. Ingibjörg Sólrún sagði að húsið væri afhent Rithöfundasambandinu til afnota til að heiðra og halda nafni skáldsins á lofti og kvaðst hún vona að húsið reyndist sam- bandinu bæði hús og sigursælt hús. Ingibjörg rifjaði upp tengsl Gunnars og Rithöfundasambands- ins en hann var einn af frumkvöðl- um að stofnun þess 1974 og fyrsti meðlimur þess. Sagði Ingibjörg að nú þætti sambandinu og meðlimum þess sem það væri komið heim. „Nú skulu aftur hljóma ljóð og sögur á Dyngjuvegi 8.“ Það var að frumkvæði Bandalags íslenskra listamanna og Rithöf- undasambandsins að Reykjavíkur- borg festi kaup á húsi Gunnars Gunnarssonar árið 1991 en kaup- verð nam 23 milljónum króna. Síðan hefur húsið ásamt húsnæði á Engja- teigi 19 verið nýtt sem listamanna- íbúð sem menningarmálanefnd hef- ur úthlutað erlendum og íslenskum listamönnum búsettum erlendis dvalartíma í. Nýting þess hefur þó ekki verið mikil og sakir stærðar hentar það ekki vel til þessara nota. Rithöfundasambandið mun ekki greiða leigu fyrir húsið en standa sjálft undir öllum daglegum rekstri þess. Húsið á Dyngjuvegi 8 á sér merkilega sögu. Annars vegar var þar síðasti bústaður hjónanna Gunnars Gunnarssonar og Frans- isku konu hans en þau fluttu til Reykjavíkur eftir að hafa ánafnað íslenska ríkinu jörð og hús á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Hins veg- ar er húsið merkur áfangi í sögu byggingarlistar á íslandi. Það var teiknað og byggt á árunum 1950 tii 1952. Arkitekt var Hannes Kr. Davíðsson sem þá var tiltöiulega nýkominn frá námi og bar nýja strauma til landsins. 21 hlaut verðlaun af Gjöf Jóns Sigurðssonar EFTIRTALIN rit hafa hlotið verð- laun af Gjöf Jóns Sigurðssonar 1995-1996: 1. The Settlement of Iceland; Crítical Approach. Granastaðir and the Ecological Heritage, eftir Bjarna F. Einarsson, kr. 250.000. 2. Á mörkum hins byggingarsam- þykkta heims. Braggabyggð í Reykjavík 1940 til 1970 eftir Egg- ert Þ. Bernharðsson, kr. 250.000. 3. Heildarútgáfa íslendingasagna á ensku í nýrri samstæðri þýð- ingu. Bókaútgáfan Leifur Eiríks- son, kr. 400.000. 4. Ethics and Actions in Thirteenth-century Ice- land eftir Guðrúnu Nordal, kr. 250.000. 5. The Archaeology of Iceland from the Earliest Settle- ment until c. 1500, eftir Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur, kr. 200.000. 6. Saga landsmóta UMFÍ1909-1990 eftir Viðar Hreinsson, kr. 200.000. 7. The Saga of Njáls Saga eftir Jón Karl Helgason, kr. 250.000. 8. / Babýlon við Eyrarsund. í fé- lagsskap íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn 1893-1993 eftir Margréti Jónasdóttur, _ kr. 200.000. 9. Manntal á íslandi 1910, I Skaftafellssýslur. Ætt- fræðifélagið gefur út, kr. 200.000. 10. Upphaf ástríðu. Mótunarár Árna Magnússonar, eftir Má Jóns- son, kr. 150.000 (hluti ritsins). 11. Hegemonic Politics and Accumul- ation Strategies in Iceland 1944- 1990, eftir ívar Jónsson, kr. 250.000. 12. Konrad Maurer: Is- landsreiser 1858. - Ferðabók Konrads Maurers. Ferðafélag Is- lands gefur út, kr. 400.000. 13. Hugarfar og hagvöxtur, eftir Stef- án Ólafsson, kr. 200.000. 14. ís- lensk leiklist II, eftir Svein Einars- son, kr. 200.000. 15. Benedikt á Auðnum. - íslenskur endur- reisnarmaður eftir Svein Skorra Höskuldsson, kr. 200.000. 16. Jón Sigurðsson - A Concise Biograp- hy/Jón Sigurðsson. - En kortfatt- et biografi eftir Hallgrím Sveins- son, kr. 250.000. 17. The Christ- ianisation oflceland. Priest, Power and Social Changes 1000-1300, eftir Orra Vésteinsson, kr. 250.000. 18. La Matiere du Nord, eftir Torfa H. Tulinius, kr. 250.000. 19. Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens, eftir Inga Sigurðsson, kr. 200.000. 20. Mar- íukver, útg. Ásdís Egilsdóttir, Gunnar Harðarson og Svanhildur Óskarsdóttir, _kr. 200.000. 21. Sið- breytingin á íslandi, Vilborg Auð- ur Isleifsdóttir, kr. 250.000. FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 27 Merki Vatnsveitu Reykjavíkur Vatnsveita Reykjavíkur hefur ákveðið að efna til opinnar samkeppni um merki Vatnsveitunnar og er öllum heimil þátttaka. Samkeppnin er haldin í samráði við Félag íslenskra teiknara, F.Í.T. og samkvæmt keppnisreglum þess. Verklýsing og hlutverk: 1. Merkið skal vera stílhreint og minna táknrænt á hlutverk Vatnsveitu Reykjavíkur sem matvæla- og vatnsöflunar- fyrirtæki. Vatnsveitan sér um öflun og dreifingu á hreinu og tæru vatni til iðnaðar og manneldis. 2. Heimilt er að notast við allt að fjóra liti við hönnun merkisins en jafnframt skal það geta staðið í einum lit án þess að tapa stíl eða táknrænni merkingu. Tillögum skal skilað í arkar stærð DIN A4 (21,0x29,7 sm). Merkið skal véra í tveimur stærðum sem næst 15 sm og 2 sm í þvermál, bæði I litum og í svörtu. 3. Tillögur má setja í póst eða koma til Vatnsveitunnar merktu: Merki Vatnsveitu Reykjavíkur Eirhöfði 11 112 Reykjavík Hver tillaga skal merkt dulnefni: Nafn höfundar ásamt heimilisfangi og símanúmeri skal fylgja í ógagnsæju umslagi merktu dulnefninu. Skilafrestur er til 25. júlí 1997. 4. Skipuð hefur verið fimm manna dómnefnd: Jóna Gróa Sigurðardóttir, stjórn veitustofnana, Gunnar Gissurarson, stjórn veitustofnana, Gísli B. Björnsson, teiknari F.Í.T., Gréta Guðmundsdóttir, teiknari F.Í.T. og Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, teiknari F.Í.T. Dómnefndin velur þær tillögur sem hljóta verðlaun. Henni er heimilt að hafna öllum tillögum ef þátttaka og gæði þeirra merkja sem send verða í keppnina teljast vera ófull- nægjandi. Trúnaðarmaður dómnefndar er Kolbeinn Bjarnason og veitir hann nánari upplýsingar í síma 569 7051. 5. Þegar endanlegt val á merkjum liggur fyrir verða viðkomandi umslög opnuð, vinningshöfum tilkynnt úrslit og verðlaun afhent í Gvendarbrunnahúsi 23. ágúst 1997 á „Degi vatnsins”, þar sem öll þau merki sem berast í samkeppnina verða til sýnis. 6. Veitt verða þrenn verðlaun, 1. verðlaun kr. 400.000 2. verðlaun kr. 150.000 3. verðlaun kr. 50.000 ásamt eðlilegri þóknun til vinningshafa fyrir endanlegan frágang þess merkis sem notað verður. 7. Vatnsveita Reykjavíkur áskilur sér ótímabundinn og ótakmarkaðan notkunar- og ráðstöfunarrétt á því merki sem verður valið án þess að aukagreiðsla komi til umfram það sem getið er í 6. lið. Vatnsveita Reykjavíkur. Það verður að vera fallegt fyrir brúðhjónin Habitat í Kringlunni er verslun full af fallegum húsgögnum og smávörum. Skoöaðu gjafakortin og gjafalistann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.