Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 31 LISTIR Virkar en valdalausar BÆKUR Kvcnnasaga KONUR OG KRISTSMENN Þættir úr kristnisögu íslands. Rit- stjóri: Inga Huld Hákonardóttir. Háskólaútgáfan 1996.331 bls. KIRKJAN hefur ávallt verið at- hvarf hins mesta afturhalds, það sannast best á viðhorfum hennar til kvenna sem bókin, Konur og krists- menn, fjallar um. Fyrsta og síðasta grein hennar kallast skemmtilega á að þessu leyti. Fyrsta greinin er eft- ir Helgu Kress, prófessor í bók- menntum, og fjallar um konur, kristni og kaiiaveldi í íslenskum fombókmenntum og sú síðasta er eftir séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur, fyrsta kvenprest íslendinga, og fjall- ar um kirkju og trúarlíf síðustu ára- tuga. Þótt þær fjalli um tvenna tíma hafa þær báðar sömu söguna að segja: Kirkjan er og hefur alltaf verið karlastofnun sem skeytir í engu um skoðanir, skáldskap, menn- ingu, þarfír eða vilja kvenna. Eins og margir aðrir höfundar bókarinnar benda þær báðar hins vegar á að konur hafi verið virkir þátttakendur í kristnihaldi þjóðarinnar í gegnum aidirnar, bara valdlausir þátttakend- ur. Auður Eir segir að þarna hafi kvennaguðfræðin hlutverki að gegna: „Kvennaguðfræðin á það erindi til kirkjunnar allrar að gagn- rýna valdakerfi hennar." Konur og kristsmenn inniheldur níu erindi sem flutt voru á ráð- stefnu sem ritstjórn hins viðamikla verks sem Alþingi hefur forgöngu um og hlotið hefur vinnuheitið Saga kristni á íslandi í 1000 ár stóð fyr- ir. í inngangi bókarinnar segir að stofnað hafi verið til ráðstefnunnar til þess að grafa upp gleymdan þátt kvenna í sögu kristninnar hér á landi en um það efni hafi nánast ekkert staðið í eldri kirkjusögum. Þessi ráðstefna var jafnframt fyrsta alíslenska ráðstefnan á sviði kvennasögu. í bókina skrifa fræðimenn af ýmsum sviðum; bókmenntafræði, sagnfræði, félagsfræði, guðfræði, textíl- og búningafræðum. Ritið er þvi margvíslegt að efni. Agnes S. Amórsdóttir, sagnfræð- ingur, fjallar um brúðarkaup, kven- nagiftingar og kanónískan rétt. Agnes segir að breytingar á stofnun hjónabanda með tilkomu kristinna hugmynda kunni að hafa veikt stöðu kvenna, þær hafí til að mynda misst hlutverk sitt .sem tengiliðir milli ætta. Ásdís Egilsdóttir, bókmennta- fræðingur, fjallar um kvendýrlinga ogkvenímynd trúarlegra bókmennta á íslandi. Ásdís segir að mikilvægi meydómsins geri sögur af helgum konum frábrugðnar sögum af helg- um mönnum; hinar grimmilegu písl- ir sem konurnar þurfa að þola bein- ast allar gegn kynferði þeirra sem þær gera ekki í sögunum af körlun- um. Andstæðingar meyjanna eru einhvers konar heiðnir sadistar. Elsa E. Guðjónsson, textíl- og búninga- fræðingur, flallar um kirkjuleg út- saumsverk íslenskra kvenna í ka- þólskum og lútherskum sið. Margrét Eggertsdóttir, bókmenntafræðing- ur, fjallar annars vegar um hvaða mynd er dregin upp af konum í trú- arlegum kveðskap á sautjándu og átjándu öld og hins vegar um ein- kenni trúarlegs kveðskapar eftir konur frá sama tíma. Forvitnilegt er að Margrét sýnir fram á að í kveðskap þessa tíma hafi guði oft- lega verið líkt við móður sem sé andstætt þeim hugmyndum sem mjög voru uppi á sautjándu öld um guð sem hinn réttláta en refsinga- sama föður. Dæmi um þessa kven- legu guðsímynd má meðal annars finna í kveðskap Hallgríms Péturs- sonar. Séra Gunnar Kristjánsson sýnir líka fram á að Jón Vídalín hafi ekki umfram allt haldið reiði- lestra yfir almúganum heldur einnig og þvert á móti haldið hlífískildi yfir honum. Guðrún Ása Grímsdótt- ir, handritasagnfræðingur, fjallar um íslensku prestskonuna á fýrri öldum og segir að hlutverk hennar hafi verið þríþætt: „að ala manni sínum böm eftir boðum Guðs og Lúthers, að vera hjástoð eiginmanns síns og meðhjálp í búskap, og í þriðja lagi að standa við hlið manns síns sem dyggðaspegill sóknarbarna hans.“ Margrét Jónsdóttir, félags- fræðingur, fjallar um stöðu og hlut- verk kvenna í þremur trúarhópum á íslandi, það er að segja Krossinum í Kópavogi, Ffladelfíu í Reykjavik og Hjálpræðishernum. Í ljós kemur að í öllum þessum söfnuðum eru konur í eins konar aukahlutverki, bæði í Krossinum og Fíladelfíu eru þær algerlega valdalausar og sætta sig við það en í Krossinum teljast konur hins vegar vera bænheitari en karlar vegna þess að þær eru með sítt hár. í Hjálpræðishemum er jafnrétti formlega tryggt en óánægja gerði samt vart við sig meðal kvenna þar með skipan mála. Síðastnefnda greinin kallast á við það sem Auður Eir talar um í áðurnefndri grein sinni um stöðu kvenna innan kirkjunnar í dag; konan er virkur þátttakandi í kristnihaldinu og kirkjunni nema þegar kemur að stjórnun hennar eða stefnumótun, þá hefur hún ekkert að segja. Eins og sjá má er víða drepið niður fæti í erindunum níu en það má kannski helst segja ritinu til hnjóðs að ákveðna heildarmynd skortir sem hefði mátt fá með því að semja ítarlegan inngang með yfirliti yfír þær hugmyndir sem fram koma í því. Að öðru leyti er bókin bæði upplýsandi og á köflum afar skemmtileg aflestrar, kannski vegna þess að hér er margt sem kemur á óvart og ýmislegt sem brýtur í bága við réttlætiskennd manns. Þröstur Helgason Einfarinn fær sitt fram gegn CNN Listahátíð í Singapore í SINGAPORE stendur um þessar mundir yfir asísk lista- hátið. Á hátíðinni er að þessu sinni lögð áhersla á dansa þar sem blandast saman austur- lensk og vestræn menning. Á myndinni sjást dansarar úr Sho- bana Jeyasingh danshópnum sýna verkið „Ástarsamband". Danshópurinn var stofnaður í London árið 1988 og hefur list- rænn stjórnandi hans, Shobana Jeyasingh, fengið fjölda verð- launa á Bretlandi fyrir frammi- stöðu sína. Listahátíðin stendur til 27. júní. BANDARÍSKI rithöfundurinn Thomas Pynchon hefur ávallt reynt að fara huldu höfði og litið á það sem rétt sinn að fá að vera ráðgáta í bókmenntaheiminum. Undanfarna daga hafa fjölmiðlar hins vegar verið á hælum hans og J.D. Salin- gers, sem einnig hefur látið lítið fyrir sér fara frá því að hann skrif- aði bókina „Bjargvætturinn í gras- inu“. Pynchon þótti vinna í það minnsta áfangasigur á föstudag þegar honum tókst að telja banda- rísku sjónvarpsfréttastofuna CNN á að fletta ekki ofan af sér. Tímaritið Esquire sendi mann út af örkinni til að hafa upp á Salin- ger, sem nú er 78 ára gamall, í Cornish í New Hampshire. Blaða- manninum varð ekki meira ágengt en svo að hann sá bifreið koma úr húsi, sem hann taldi vera í eigu höfundarins. „Bíllinn virtist æva- reiður,“ var það eina, sem blaða- maðurinn gat kreist úr penna sín- um. í felumfrá 1963 Pynchon hefur verið í felum frá því að bókin „V“ kom út árið 1963. Bókin er fremur tyrfin, _en þótti snilldarlegt byrjendaverk. I kjölfar- ið sigldi „Regnbogi þyngdarafls- ins“ (Gravity’s Rainbow) og er Pynchon talinn einn af mikilvæg- ustu rithöfundum Bandaríkja- manna frá lokum seinni heims- styijaldar. Sagan segir að hann hafi búið í Mexíkó þegar „V“ kom út, en fram að því hafi hann starfað hjá Boeing-flugvélaverksmiðjunum í Seattle við að skrifa leiðarvísa um tækniatriði. Þegar hann frétti að vikuritið Time hygðist ná viðtali við nýja bókmenntaundrið á hann að hafa hlaupið um borð í næstu rútu og iátið sig hverfa. Margir telja að á síðasta áratug hafi hann skrifað undir nafninu Wanda Tinasky og vegið úr laun- sátri að ýmsum þekktum rithöf- undum, þar á meðal Alice Walker. Það komst í tísku að halda því fram að Pynchon hefði sést hér og þar og þótti kveða svo rammt að því að minnti á hinar lífseigu gróusögur um að Elvis hefði sést á lífi. Því hefur meira að segja verið haldið fram að Pynchon og Salinger séu einn og sami maður- inn. Pynchon er enn harður á því að fara huldu höfði og þegar útgef- andi hans, Henry Holt, vildi setja mynd af honum á kápu nýjustu bókar hans, „Mason og Dixon“ neitaði hann alfarið. Þeirri bók hefur verið vel tekið og sagði í The New York Times að hún bæri snilld vitni. Hélt áfram að skrifa Öndvert við Salinger hefur Pynchon ekki hætt að skrifa, en honum er svo annt um einkalíf sitt að aðeins eru til skýrar myndir af honum frá því hann var í gagn- fræðaskóla á Long Island og í sjó- hernum árið 1955. Einnig er til nýleg mynd sem sýnir hann á gangi ásamt barnabarni sínu, en sú mynd sýnir aðeins baksvipinn á honum. Síðan tókst CNN að hafa uppi á honum fyrir rúmri viku á Man- hattan þar sem hann hefur að því er virðist búið um árabil. Pynchon brást skjótt við og hringdi í sjón- varpsstöðina: „Ég ætla að tala tæpitungulaust: Eg kýs að láta ekki mynda mig.“ David Bernkopf, háttsettur starfsmaður CNN, sagði að á sjón- varpsstöðinni hefði verið deilt um málið í þijá daga. „Þessi deila stóð lengur en nokkur önnur, sem hefur komið upp þau 17 ár, sem ég hef starfað hjá CNN,“ sagði hann. Málið endaði þannig að ákveðið var að sýna myndir af Pynchon á gangi í mannþröng í New York án þess að benda á hann. Pynchon, sem nú er gráhærður með hvítt skegg og gleraugu, hafði ekki sagt sitt síðasta orð: „Ég er þeirrar hyggju að orðið einfari sé lykilorð, sem blaðamenn hafi búið til, og merki að honum líkar ekki að tala við blaðamenn. Það er erf- itt fyrir blaðamenn að trúa því að einhver vilji ekki tala við þá.“ SKÁLDSAGA Guðbergs Bergs- sonar, Svanurinn, hefur hlotið góða dóma í enskum blöðum und- anfarið en hún kom nýlega út í enskri þýðingu Bernards Scudder hjá Mare’s Nest útgáfunni í Lond- on. Áður hefur verið sagt frá rit- dómi Times Literary Supplement í Morgunblaðinu en þar sagði að sagan væri „sérkennileg fremur en hryllileg eða leyndardómsfull." í Indipendent on Sunday segir að skáldsöguna einkenni frumleiki og yfirburðir í ljóðrænni sýn á dauð- ann. í þesari dæmisögu haldi sér- hver persóna einstaklingseinkennum sínum en í stúlkunni megi greina mynd hins kvenlega eðlis. í lokin tengi höfundur verkið þjóðsögunum „en lætur ekki í té neina einfalda skýringu, leyndardómurinn er allt.“ Gagnrýnandi The Mail on Sunday segir skáldsöguna vera Svanurínn fær góða dómaá Englandi „ljóðræna, súrrealíska og fyndna sögu um stúlku sem send sé í sum- ardvöld í sveit.“ Atburðurinn sem leiði stúlkuna inn í heim konunnar sé eilítið upphafinn en persónulýs- ingarnar og sýn í íslenskan veru- leika vegi þar á móti. Gagnrýnandi Times telur Svan- inn eitt tákn þeirrar nútímalegu og alþjóðlegu endurvakningar sem eigi sér stað í íslenskri menningu. í ritdóminum segir meðal annars: „Svanurinn byggir á fornri ís- lenskri sagnahefð. Stúlkan öðlast nýjan skilning á lífi sveitafólksins og hvernig einfaldari og náttúru- bundnari gildi skipti máli þegar varðveita þarf hefðir nútímasamfé- lags.“ Og að baki býr goðsagan um tröllvaxinn svan fjallavatn- anna. „Svanurinn er ekki einföld eða þægileg lesning heldur gríp- andi og flókin; ritverk sem tekur sér bólstað í huga þínum og neitar að hverfa þaðan.“ Svanurinn kom fyrst út hjá For- laginu árið 1991 og hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin. Hún kemur út á Spáni í þessum mánuði og í undirbúningi er útgáfa í fleiri lönd- um. Svanurinn hefur þegar komið út í Danmörku, Svíþjóð, Tékklandi og Frakklandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.