Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Verðlag hefur hækkað minna í kjölfar samninga en búist var við Útlit fyrir meiri kaup- mátt í ár en spáð var HAGFRÆÐINGAR ASÍ og VSÍ segja að hækkanir á verðlagi síð- ustu mánuðina hafí verið minni en reiknað var með í forsendum kjara- samninga. Allt útlit sé því fyrir að kaupmáttur verði ívið meiri í ár en reiknað var með. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,2% í síðasta mánuði og hefur hækkað um 0,9% á síðustu þremur mánuðum, en það jafngijdir 3,2% verðbólgu á heilu ári. Á síðustu 12 mánuðum hefur vísitalan hækk- að um 1,8%. Hannes G. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri VSl, sagði að hag- fræðingar sem komu að gerð síð- ustu kjarasamninga hefðu reiknað með að vísitala neysluverðs myndi hækka um allt að 0,5% mánaðar- lega fyrst eftir að marssamning- amir voru gerðir, en minnka síðan þegar liði á árið. Hækkunin á fyrstu mánuðunum væri mun minni og gera mætti ráð fyrir að mánaðarleg hækkun á næstu mán- uðum yrði 0,1-0,2%. „Það má vera að það sé liðin tíð að verðlag sé beintengt kjarasamn- ingum eins og áður var þegar fyrir- tæki meira og minna endurskoð- uðu verð sitt og gjaldskrár í kjöl- far kjarasamninga. Það hefur gerst aftur og aftur að gömlu verðbólgu- módelin, sem tengja launabreyt- Vísitala neysluverðs í júm'1997 (ioo,8stig) 01 Maturog óáfengardrykkjarvörur(17,3%) 0113 Fiskur (0,7%) 0117 Grænmeti, kartöflur og fl. (1,3%) -6,8% 012 Drykkjarvörur (2,1 %) 02 Áfengi og tóbak (3,2%) 03 Föt og skór (6,5%) 04 Húsnæði, hiti og rafmagn (17,4%) 042 Reiknuö húsaleiga (8,2%) 05 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. (5,9%) 06 Heilsugæsla (3,1 %) -0,6% ■ Breyting □ +2,0% frá fyrri □+i,i% □ man- j+0,1/o *. 0+0,3% U01 0+0,5% □ +1,0% 1+0,1% 0+1,3% 061 Lyf og lækningavörur (1,1 %) 07 Ferðir og flutningar (15,7%) 073 Flutningar (2,0%) 08 Póstur og sími (1,3%) 09 Tómstundir og menning (14,0%) 10Menntun(1,0%) 11 Hótel, kafflhús og veitingastaðir (5,4%) 12 Aðrar vörur og þjónusta (9,3%) □3+1,4% □ +0,4% -0,5% 0 0+0,4% 10,0% 1+0,1% 0+0,4% Tölurísvigum vísatilvægis einstakra liða. VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,8%) (Mars 1997 = 100) [j +0,2% ingar við breytingar á vísitölu neysluverðs, hafa spáð of miklum breytingum," sagði Hannes og bætti við að segja mætti að verð- bólguhugsunarhátturinn væri á undanhaldi að þessu leyti. Hannes sagði að samningamenn hefðu vonast eftir að verðbólgan yrði 2-3% á árinu og færi yfir 3% þegar liði á árið og í upphafi næsta árs. Núna væri útlit fyrir þetta markmið, sem menn hefðu vonast eftir að ná, næðist og gott betur. Áhrif launahækkana á verðlag komin fram Ari Skúlason, framkvæmda- stjóri ASÍ, hefur sama mat á stöð- unni og Hannes og segir að verð- lagsbreytingarnar séu heldur minni en menn hefðu reiknað með. „Þetta er heldur lægra en reiknað var með og styrkir þá kaupmátt- arspá sem lá til grundvallar samn- ingunum. Ef tekið er mið af sög- unni ættu áhrif af launahækkunum á verðlag að vera komin fram. Þetta styrkir mann í þeirri trú að verðbólgan verði lítil á þessu ári.“ Ari sagðist telja að meginskýr- ingin á þessu væri sú að staða fyrirtækjanna væri það góð, eins og verkalýðshreyfingin hefði hald- ið fram, að þau gætu tekið á sig umtalsverðar launahækkanir. Samkeppni fyrirtækja hefði einnig veruleg áhrif. Fyrirtæki væru greinilega rög við að hækka með sama hætti og þau gerðu á árum áður. Áform ASÍ, BSRB og Neyt- endasamtakanna gætu hér hugs- anlega einnig skipt einhverju máli. Sex þúsund störf í boði hjá vinnumiðlun EES UM SEX þúsund störf eru í boði á vegum EURES, „European Employ- ment Services", samskiptanetsins, að sögn Klöru B. Gunnlaugsdóttur, Evróráðgjafa á íslandi. „Aðsóknin er mikil og greinileg þörf fýrir þjónustu af þessu tagi. Maður veit ekki hvort aukning er á því að fólk fari utan til að vinna en upplýsingar hér heima um atvinnumöguleika erlendis voru áður mjög takmarkaðar", sagði Klara. Hún segir að undanfarið hafi að minnsta kosti á bilinu 15-20 manns verið ráðnir til starfa erlendis fyrir tilverknað miðlunarinnar á mán- uði, en ekki sé vitað um nema hluta þeirra sem fái störf í gegnum vinnu- miðlun EES á íslandi. Vinnumiðlun EES var formlega opnuð í október 1996 og að sögn Evróráðgjafans hefur eftirspumin aukist jafnt og þétt. Vinnumiðlunin aðstoðar atvinnuleitendur við að finna störf erlendis og atvinnurek- endur við að fínna starfsfólk. Einnig eru veittar upplýsingar um atvinnu- möguleika, lífskjör og vinnuskilyrði hjá ríkjum innan Evrópska efnahags- svæðisins. íslenska skrifstofan er beinlínutengd við skrifstofu evrópsku vinnuþjónustunnar, EURES, sem á að auðvelda fólki að nýta sér fijálsan atvinnu- og búseturétt innan EES- svæðisins. Starfræktar eru sams kon- ar skrifstofur í öllum aðildarríkjum EES og veitir íslenski Evróráðgjafinn upplýsingar um þær. Að sögn Klöru fer atvinnutilboðum á EURES-netinu stöðugt fjölgandi þó atvinnuleysi sé enn svipað í þess- um löndum og verið hefur. Reynsla sé komin á þessa þjónustu og sífellt fleiri notfæri sér hana. Markmiðið sé að gera fólksflæðið milli landanna virkara og auðvelda fólki að fá ítar- legri og ábyrgari upplýsingar í heima- landinu. Klara segir flest störfin vera sér- hæfð og krefjist ákveðinna starfsrétt- inda. Um sé að ræða ýmiss konar iðnmenntun og háskólamenntun en mesta framboðið um þessar mundir sé á störfum í heilbrigðisgeiranum, fyrir hjúkrunarfræðinga og lækna, og fyrir fólk með sérþekkingu í tölvu- greinum. Um síðustu helgi keypti EES vinnumiðlunin auglýsingu í fyrsta sinn en að sögn Klöru hefur bækling- ur verið gefin út og kynningar verið sendar til vinnuveitenda. Hún sagði að fyrirspumir hefðu aukist í kjölfar auglýsingarinnar, flestar vom frá atvinnuleitendum en nokkrar nýjar fyrirspumir komu frá atvinnuveit- endum. Viðhald á götum borgarinnar Malbikað fyrir 160 millj. 160 MILLJÓNUM króna verður varið til viðhalds á slitlagi á götum borgar- innar á þessu sumri. Þetta er svipuð fjárhæð og í fyrra, að sögn Guð- bjarts Sigfússonar, yfirverkfræðings' hjá gatnamálastjóra. Guðbjartur segir að götumar komi frekar illa undan vetrinum og er að- alástæðan sú að ekki hefur verið nægjlega mikill snjór síðastliðinn vet- ur til að verja götumar. Áætlun um heildarframkvæmdir, þar með taldar nýlagnir, hefur ekki verið gefin út. Þó er Ijóst að lögð verða 19 þúsund t. af malbiki í við- haldsverkefni sem þelq'a alls 187 þús. fermetra. Þegar er búið að mal- bika hluta af Hringbrautinni en einn- ig er ráðgert að malbika Miklubraut frá Grensásvegi að Kringlumýrar- braut síðar í sumar. Þar fyrir utan er um ýmsa smærri spotta að ræða. GLEÐIBYLTINGIN W W WJ ^ Málfundafélagiö Stjarnan, sem stofnað var fyrr á árinu, | Jj | 0 hyggst virkja orku himinhvolfsins til að bylta stöðnuðu kerfi og hleypa meiri gleði í samfélag frjálsra manna. Fyrsta virka gleðistund okkar verður haldin föstudaginn þrettánda kl. 13.13. Þeir sem vilja vera með hafi samband við Árelíus Hólm, formann. it , ÆálftiHtlafélarjið S S1JABNAN Tómata- ræktin að ná hámarki BÚIST er við að framleiðsla ís- lenskra tómata nái hámarki innan skamms og verðið lækki sam- kvæmt því, en algengt verð er nú 280-290 kr. kílóið út úr búð. Framleiðsla á gúrkum náði há- marki í síðustu viku og fór kíló- verðið þá undir 100 kr. í fyrsta skipti í sumar. Áð sögn Kolbeins Ágústssonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna, hefur ylræktað græn- meti verið heldur seinna á ferðinni í vor vegna dimmviðris sem varð sérstaklega um páskana, og þann- ig hefur paprikuræktin gengið erf- iðlega og þá sértaklega ræktun á lituðum paprikum. Sagði Kolbeinn að íslenskar paprikur væru af þess- um sökum um 3 vikum seinna á ferðinni nú en síðasta sumar. Hvassviðri olli nýlega tjóni á útiræktuðu grænmeti líkt og í kart- öfluræktinni, en dæmi eru um að heilu akrarnir hafi fokið upp. Kol- beinn sagði að af þessum sökum yrði kínakál eitthvað seinna á ferð- inni í sumar en í fyrra og væntan- lega kæmi það ekki á markaðinn fyrr en upp úr næstu mánaðamót- um. -----» ♦ ----- Gömlu síma- skránni skilað í pappírsgáma SAMKVÆMT upplýsingum frá Pósti og síma og Sorpu mun vera hægt að koma gömlum símaskrám til endurvinnslu með því að skila þeim í pappírsgáma Endurvipnsl- unnar sem eru víðs vegar í höfuð- borginni og á landsbyggðinni. Einnig er hægt að skila þeim inn til afgreiðslustaða Pósts og síma en ákveðið var að auglýsa ekki sérstaklega viðtöku gömlu skránna nú þar sem nokkur vandkvæði munu vera á endurvinnslu. Að sögn Hrefnu Ingólfsdóttur, hjá Pósti og síma, kemur símaskrá- in nú út í 220 þúsund eintökum. „Fyrir nokkrum árum buðum við fólki að koma með skrána til endurvinnslu, því það var það sem okkur langaði til að gera, en þá rákum við okkur á þennan þrö- skuld að símaskráin er ekki mjög góður endurvinnslupappír,“ segir Hrefna. „Við lentum því í miklum kostnaði við að farga henni.“ Að sögn Rögnu Halldórsdóttur hjá Sorpu í Reykjavík eru það gulu síðurnar og þykkur pappír kápunnar sem gera símaskrána erfiða í endurvinnslu. Símaskráin sé engu að síður endurunnin komi hún í pappírsgámum til vinnslu- stöðva Sorpu. Hvað landsbyggðina varði sé það oft spurning hvort borgi sig að flytja pappírinn suður í vinnslu eða farga honum á staðn- um í þar til gerðum brennsluofn- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.