Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Ég þarf hjálp við Við þurfum öll hjálp við heima- Eg bý í röngu húsi... heimaverkefnin mín ... verkefnin okkar ... við sárbiðj- um öll einhvern að hlusta á okk- ur ... við erum öll örvæntingar- full. BREF ITL BLAÐSEMS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vangaveltur um kvótarugl Frá Gísla Steingrímssyni: LOKS ER komið að því að fiskifræð- ingar telja óhætt að auka þorskveið- ar töluvert. Ég hef verið að velta því fyrir mér, hvort enn eigi að gefa útgerðarmönnum þessa sameigin- legu viðbót af þjóðareign, til þess að braska með. Éf meiningin er að útdeila þessum verðmætum endur- gjaldslaust, hvernig væri að núver- andi og fyrrverandi sjómenn fengju úthlutað svo sem 1-5 tonnum á mann eftir úthaidsdögum hvers og eins. Þetta gæti verið eins konar „bónus" fyrir að hafa tekið þátt í kaupum á kvóta og eins fyrir að hafa tekið þátt í að veiða það afla- mark, sem miðað var við, þegar kvóta var úthlutað upphaflega til útgerðarmanna. I lauslegri saman- tekt hef ég verið við fiskveiðar 2400 daga. Segjum sem svo að úthlutað væri 1 kílói á úthaldsdag, þá ætti ég t.d. 2,4 tonn sem ég gæti selt, eða leigt út, því ég á engan bát. Auðvitað er eðlilegast að ríkið leigi út veiðileyfi og banni framsal milli útgerða. Ég get ekki stillt mig um að minnast á kvótabullið, sem orðið er algjört skrímsli og fáeinir aðilar eru að eignast alla sameiginlega fiskistofna þjóðarinnar. Maður las í skóla um böl danskrar einokunar, en nú er með leyfi stjórnvalda verið að koma á íslenskri einokun, þar sem græðgi og siðblinda ráða ríkjum og koikrabbarnir soga til sín auðlindir og eignir þjóðarinnar í nafni einka- væðingar. Mér varð óglatt, þegar Davíð Oddsson sagði í áramótaávarpi að fátækt væri ekki til á íslandi í dag, fátækt hefði bara verið til í gamla daga. Honum láðist hins vegar að geta þess að útflutningsverðmæti landsmanna hafa líklega tífaldast pr. mann síðast liðin 50-60 ár. Þjóð- artekjur, deilt niður á þær fáu hræð- ur sem hér búa, eru með þeim hæstu í heiminum, en verkamannalaun með þeim lægstu og matvæla- og orku- verð allt of hátt. Vegna annmarka á kvótareglunum, er verðmætum fyrir milljarða króna fleygt í sjóinn aftur (það hefði mátt kaupa margar björgunarþyrlur fyrir þann pening t.d.) Á netum er tveggja nátta fiski hent, á trolli undirmálsfiski og teg- undum þar sem aflamarki hefur ver- ið náð, og á frystitogurum stærsta fiskinum, sem ekki passar í flökun- arvélaranar (þessu síðastnefnda hef ég ekki orðið vitni að sjálfur). Dæmi um hroka útgarðarmanna, hef ég eftir háseta á síldarbáti, sem hafði beðið þijá mánuði eftir að fara á veiðar, þegar flestir bátar voru farn- ir af stað hringdi hann í útgerðar- manninn og spurði hvenær ætti að leggja í hann. Útgerðarmaðurinn sagði að hann væri búinn að leigja kvótann og færi ekki neitt. Það hefði nú verið lágmarkstillitssemi að láta væntanlega áhöfn vita. Fyrir nokkr- um árum fórst netabátur, allir kom- ust af. Flestir í áhöfninni höfðu ver- ið þarna um borð árum saman, allt upp í 20 ár. Eigandinn fékk fullar bætur fyrir bát og veiðarfæri, hætti útgerð, seldi kvótann, en áhöfnin stóð uppi bótalaus og atvinnulaus. GÍSLI STEINGRÍMSSON, Foldahrauni 40a, Vestm.eyjum. Hundaskítur, tyggjó og sígarettur! Frá Þorgrími Þráinssyni: MÖRGUM þykir hinn mesti óþrifn- aður af hundum og ekki síst skítnum sem þeir eiga til að láta eftir sig liggja á víðavangi án þess að eigend- ur þeirra amist nokkuð við því. Ný- legar rannsóknir sýna að það að umgangast hunda er hin besta slök- un og margir leita miklu fremur huggunar í faðmi gæludýra sinna en maka, með góðum árangri. Ekki veitir af sálarró í þeim hraða heimi sem við lifum í. Vissulega er hunda- skítur ekki beint augnayndi og hann á ekkert sérlega vel við á gangstétt- um þar sem fólk getur álpast til að stíga í hann algjörlega ómeðvitað. En er meiri óþrifnaður af hundaskít en sígarettustubbum eða tyggjó- klessum? Daglega sér maður fólk, sem ætti að hafa meiri dómgreind en hundar, henda sígarettustubbum út um bílglugga (þótt þeir hafi ösku- bakka við höndina) og ekki síður á götum úti. Á fjölförnum stöðum eru tyggjóklessur eins og freknur á gangstéttum en það er hrein und- antekning ef maður rekst á hunda- skít á víðavangi. Það er vitanlega engin tilviljun því hundaeigendur ganga yfirleitt með sorppoka í vas- anum og svo eyðist blessaður skít- urinn í náttúrunni á nokkrum mán- uðum. Tyggjóklessur tolla í mörg ár á götum úti en filter af sígarettu er töluvert langlífari. Náttúran er um 50 ár að eyða upp filter sem hefur verið kastað á frá sér. Það er engin tilviljun að t.d. í Singapúr eru þeir, sem verða uppvísir að því að spýta út úr sér tyggigúmmíi, sektað- ir. Mér er spurn, hverjir eru sóðar? Getur verið að það þurfi að tak- marka aðgang annarra en hunda að ákveðnum stöðum? ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON, Tunguvegi 12,108 Rvík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Þökk sé öllum þeim mörgu, sem á margvíslegan hátt glöddu mig á 85 ára afmœlinu mínu. Ennfremur þökkum við hjónin heillaóskir á hrúðkaupsafmœli okkar. Við biðjum ykkur öllum allrar Guðs blessunar. Þorkell G. Sigurbjörnsson Steinunn Pálsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.