Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1997 51 TILK YNNINGAR Lindir III, Núpalind 14-16 Tillaga að breyttu deiliskipulagi Tillaga að breyttu deiliskipulagi á reit nr. 2 í Lindum III, nánar tiltekið Núpalind 14—16 aug- lýsist hér með skv. grein 4.4.1. í skipulagsreglu- gerð nr. 318/1985. Reiturinn afmarkast af Fífuhvammsvegi, Linda- vegi, Núpalind, skólalóð og göngustígasvæði milli Núpalindar og Galtalindar 17—19. Eftir að deiliskipulag Lindahverfis (Lindir II—III) var samþykkt voru unnir skipulagsskilmálar fyrir hverfið og var þá samþykktur svokallaður deiliskipulagsrammi fyrir íbúðarhúsin við Núpa- lind sem var nokkuð breytturfrá auglýstu deili- skipulagi. Meginbreytingin féllst í breyttri skip- an húsa og lóðarmarka en íbúðarfjöldi var hinn sami. í þeirri breytingu sem nú er auglýst, felst að lóðarmörk, staðsetning byggingarreitar og bílastæða, er eins og í samþykktum deiliskipu- lagsramma skipulagsskilmálafrá 18.04.1996, en byggingin er hinsvegar 5 hæðir séð frá Núpalind í stað 4 og fjöldi íbúða 24 í stað 20. Tillagan, ásamt greinargerð og skýringar- myndum, verður til sýnis á bæjarskipulagi Kópavogs, Fannborg 2,4. hæð, frá kl. 9.00—15.00 alla virka daga frá 12. júní til 11. júlí 1997. Kynning á 132 kV Nesjavallalínu Hafin er hjá Skipulagi ríkisins athugun á frum- mati á umhverfisáhrifum fyrirhugaðrar Nesja- vallalínu 1 frá Nesjavöllum að Mosfellsdal. Skýrsla um línuna liggurframmi til kynningar frá 30. maí til 4. júlí 1997. í dag, fimmtudaginn 12. júní, kl. 20.30 verð- ur kynningarfundur í Hlégarði í Mosfellsbæ, þar sem farið verður yfir einstaka þætti máls- ins. Þar gefst almenningi í Mosfellsbæ kostur á að kynna sér línulögnina og koma með fyrir- spurnir. Laugardaginn 14. júní kl. 14—17 verður opið hús í Nesbúð, þar sem íbúum Grafningshrepps og öðrum gefst færi á að kynna sér gögn um línuna og ræða við fulltrúa framkvæmdaaðila og Skipulags ríkisins. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR Félagsmálaráðuneytið Félagsmálaráðherra boðar til opins fundar um nýja framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar í jarfnréttismálum. Fundurinn verður haldinn á Kornhlöðuloftinu, Bankastræti 2, fimmtudaginn 12. júní kl. 20.30. Dagskrá fundarins: Ávarp, Páll Pétursson, félagsmálaráðherra. Ávarp, Elín R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs. Tilgangur og markmið jafnréttisáætlana, Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Skrif- stofu jafnréttismála. Jafnrétti á 21. öldinni, sr. Bragi Skúlason, sjúkrahúsprestur. Getur ríkisvaldið tryggt jafnrétti? Linda Blöndal, kvennafulltrúi Stúdentaráðs HÍ. Almennar umræður. Fundarstjóri: Sigríður Lillý Baldursdóttir, skrifstofustjóri félagmálaráðuneytinu. Allir velkomnir. Frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur: Fjórða skógargangan um Græna trefilinn hefst við Maríuhella í Vífilsstaðahlíð kl. 20.30 í kvöld. Rúta ferfrá Mörkinni 6 kl. 20.00 og til baka að göngu lokinni en einnig er hægt að leggja bíl- um í Vífilsstaðahlíð. KENNSLA HÁSKÓLIMN Aakureyfii Háskólinn á Akureyri Auglýsing um innritun nýnema Heilbrigðisdeild: Kennaradeild: Rekstrardeild: Sjávarútvegsdeild: Hjúkrunarfræði Iðjuþjálfun Grunnskólakennaranám Leikskólakennaranám Rekstrarfræði Iðnrekstrarfræði Framhaldsnám í gæðastjórnun Sjávarútvegsfsræði Matvælaframleiðsla Umsóknarfrestur nýnema framlengdur til 25. júní nk. Ákveðið hefur verið að kennsla í iðjuþjálf- un hefjist við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri á þessu hausti. Umsóknarfrest- ur er til 25. júní nk. og er einnig heimilt að sækja um annað nám til þess tíma. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af próf- skírteinum. Með umsókn skal fylgja 25% skrá- setningargjalds, kr. 6.000 sem er óafturkræft fyrir þá nemendur sem veitt er skólavist. Skilyrði fyrir innritun í háskólann er stúdents- próf eða annað nám sem stjórn háskólans met- ur jafngilt. í framhaldsnám í gæðastjórnun gilda þó sérstök inntökuskilyrði um B.Sc. gráðu í rekstrarfræði eða annað nám sem stjórn há- skólans metur jafngilt. Áfyrsta ári í heilbrigðis- deild er gert ráð fyrir að fjöldatakmörkunum verði beitt. Þannig verði fjöldi þeirra 1. árs nema sem fá að halda áfram nami í vormisseri 1998 takmarkaðurviðtöluna 30 í hjúkrunar- fræði og 15 í iðjuþjálfun. Áfyrsta ári leikskóla- brautar í kennaradeild verðurfjöldi innritaðra nemenda takmarkaður við 40. Með umsóknum um leikskólakennaranám þurfa auk afrits af prófskírteinum að fylgja upplýsingar um starfsferil og með- mæli tveggja aðila. Umsóknarfrestur um húsnæði á vegum Félags- stofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní nk. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veittar á skrifstofu háskólans, Sólborg, 600 Akureyri, sími 463 0900, frá kl. 8.00-16.00. Upplýsingar um húsnæði á vegum Félags- stofnunar stúdenta á Akureyri veitir Jónas Steingrímsson í síma 894 0787 og 463 0968. Háskólinn á Akureyri. Kennarar, foreldrar! Oft var þörf en nú er nauðsyn Hvers vegna fellur fjórða hvert barn á íslandi á grunnskólaprófum? Hvers vegna kunna börnin okkar ekki að reikna? Hvers vegna hrakar málkenndinni? Hvað ertil ráða? Þessum spurningum og mörgum fleiri svarar bók Helgu Sigurjónsdóttur Þjóð í hættu — hvert stefnir í skólamálum? Hún er tímabær sem aldrei fyrr. Takið bókina með í sumarleyfið. Bókin fæst í flestum bókaverslunum á höfuð- borgarsvæðinu og hjá útgefanda: Bókaútgáfu Helgu Sigurjónsdóttur, Hrauntungu 97, 200 Kópavogi. Símar 554 2337 og 554 1687. Geymið auglýsinguna. ATVIIMIMUHUSIMÆOI 200—250 fm húsnæði Traust fyrirtæki, sem vinnur að kynningarmál- um, vantar 200—250 fm húsnæði. íbúðarhúsnæði kemurtil greina. Upplýsingar sendisttil afgreiðslu Mbl. fyrir 23. júní, merktar: „Næði — 1236". Stokkseyri — iðnaðarhúsnæði Höfum á skrá gott 400 fm iðnaðarhúsnæði á Stokkseyri, sem hefur verið mikið gert upp. Hentar fyrir alla starfsemi. Góðar innkeyrsludyr og hátt til lofts. Verð 4.3 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignasölu Lögmanna Suðurlandi. Atvinnuhúsnæði til leigu Til leigu skrifstofu-, verslunar- og lagerhús- næði af öllum gerðum og stærðum víðsvegar í borginni. Upplýsingar veitir Karl í síma 892 0160 HUSIMÆÐI OSKAST Fiskvinnsla Óskum aðtaka á leigu á SV-svæðinu 150—200 m2 fyrir hreinlegan fiskiðnað. Æskilegt væri að kælir og/eða frystir væru í húsnæðinu. Tilboð sendist á fax 421 2299. SMÁAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF pj iVaTI =3 H.illvpigarstig 1 • simi 561 4330 Dagsferdir Sunnudaginn 15.júni. Reykjavegurinn 4. áfangi í þessari skemmtilegu göngusyrpu Útivistar og Ferða- félags íslands. Gengið verður fré Lambfelli til Bláfjalla. Brottför frs BSi kl. 10.30. Þriðjudaginn 17. júní Leggjabrjótur Gengið um Botnsdal um Leggja- brjót að Svartagili í Þingvalla sveit. Brottförfrá BSÍ kl. 10.30. Jónsmessuferðir 20.-22 júní. Fimmvörðuháls, Sólstöðuganga. 20.-22 júnf. Snæfellsnes, Sói- stöðuganga. Boðið verður uppá sólstöðugöngu á Snæfells- jökul og hinsvegar verður farið um helstu staði undir jökli. Ferð sem hentar öllum. 20- 22. júní. Ferð í Bása. Hornstrandaferð 21- 28. júní. Aðalvík. Laus sæti í fyrstu Hornstrandaferð Útivist- ar í sumar. KROSSINN Það verða blessaðar samkomur i kvöld og næstu kvöld með Michael Carriere frá USA. Samkomurnar hefjast kl. 20.30 og allir eru velkomnir. V* Skógræktar- félögin Skógræktarfélag Neskaupstadar Aðalfundur verður haldinn á Kirkjumel fimmtudagin 12. jún kl. 20.30. Auk venjulegra aðal fundarstarfa koma Þór Þorfinns- son, skógarvörður og Rúnar ísleifsson, umdæmisstjóri Skóg- ræktar ríkisins til skrafs og ráða- gerða. Að venju kaffiveitingar. Allir velkomnir. Hjalpræóis- herinn Kirkjustræti 2 í kvöld kl. 20.30. Lofgjörðarsamkoma í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.