Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýir björgunarbátar Sly savarnarfélags íslands stóðust prófið á heimleiðinni F engii eld- skírnina í haugasjó og 9 vindstigum Morgunblaðið/Hannes S. Pétursson Á FULLU stími við Þórshöfn í Færeyjum en þar var viðkoma á leiðinni milli Þýskalands og íslands. TVEIR nýir björgunarbátar Slysa- vamafélags íslands, sem komu til landsins fyrir nokkm, hlutu eldskírn sína á leiðinni þegar þeir lentu i stórviðri við Skotland á leið sinni til Færeyja. Segir Páll Ægir Péturs- son, deildarstjóri björgunardeildar SVFÍ, að í 8 til 9 vindstigum og haugasjó hafi þó verið ákveðið að sigla áfram. „Við vorum í haugasjó og miklu roki enda hafði skoska strandgæsl- an sent út stormaðvörun," sagði Páll Ægir Pétursson í samtali við Morgunblaðið. „Við vorum í stöð- ugu sambandi við Tilkynninga- skylduna gegnum bresku strand- gæsluna og ég mat ástandið þannig að við gætum haldið áfram. En það gekk mikið á og þýski vélstjórinn sem var með okkur sagðist aldrei hafa lent í jafn slæmu veðri í jafn langan tíma þau átta ár sem hann var á bátnum og það voru þreyttir menn sem náðu til Þórshafnar eftir 33 tíma ferð í þessu stórviðri," sagði Páll Ægir ennfremur. Fjórir menn voru í áhöfn hvors báts á heimsiglingunni og sagði Páll þá hafa reynst sérlega vel. Annar báturinn lagðist á hliðina í einu ólaginu en rétti sig strax við og sagði Páll að sjóhæfni bátanna hefði sannað sig vel á heimleiðinni. Björgunarbátarnir tveir voru keyptir af þýska sjóbjörgunarfélag- inu sem annast hliðstæða starfsemi og SVFÍ og fengust þeir á góðu verði. Þeir voru smíðaðir árið 1969 úr áli, eru 19 metra langir, búnir 830 hestafla aðalvél og 300 hest- afla aukavél sem tengja má á skrúf- una í neyðartilvikum, kompás og sjálfstýringu, svefnplássi fyrir þrjá í koju auk bekks, eldhúsi og góðri Morgunblaðið/Helga Bára Karlsdóttir GUNNAR Friðriksson siglir inn sundin á Skutulsfirði í fylgd björgunarbáta við Djúpið. hreinlætisaðstöðu. Þeir eru einnig búnir dótturbáti sem einnig er úr áli en þeir koma sér vel við ýmis bj örgun arverkef ni. Margs konar tækjabúnaður er í bátunum en ýmsum siglingatækjum og öðrum búnaði verður bætt í þá. Páll Ægir segir þá mjög vel með farna enda hafi þýski vélstjórinn sífellt verið að sttjúka af og snyrta, bæði bátinn sjálfan og vélina og öll umgengni beri mikilli snyrti- mennsku vitni. Var Páll skipstjóri á bátnum sem fór til ísafjarðar en Arngrímur Jónsson á þeim sem fór til Siglufjarðar en fjögurra manna áhöfn var á hvorum báti. Björgunarbátar í hverjum fjórðungi „Kaupin á þessum bátum eru lið- ur í þeirri stefnu SVFÍ að hafa einn stóran björgunarbát í hveijum landsíjórðungi," segir Páll. „Kom- inn er bátur til Sandgerðis og Norð- fjarðar auk bátsins í Reykjavík,. þessir tveir fóru til ísafjarðar og Siglufjarðar og næsti bátur, sem kemur til landsins í lok júlí, verður sendur á Rif og í lok nóvember kemur bátur sem hefur heimahöfn á Norðausturlandi. Slysavamafé- lagið hefur í áraraðir átt gott og mikið samstarf við þýska björgun- arfélagið TGzRS og hollenska fé- lagið KNRM og eru þrír bátanna frá Hollandi." Páll segir að þegar félagið hafi leitað fyrir sér með kaup á hentug- um bátum til nota hér hafi strax verið borið niður hjá Þjóðveijunum en þeir þá ekki átt báta, verið bún- ir að ráðstafa þeim til Kínveija. Af því varð hins vegar ekki og á liðnu hausti fór Páll út við þriðja mann til að skoða tvo báta og reyna og voru kaupin afráðin í framhaldi af því enda fengust þeir á hag- stæðu verði. Þá höfðu einnig verið ákveðin kaup á þremur bátum frá Hollandi. Er einn þeirra þegar kom- inn, sá sem fór til Neskaupstaðar en hinir væntanlegir eins og getið hefur verið. Forseti SVFÍ og fulltrúi þýska björgunarfélagsins skrifuðu undir samning um kaupin á bátunum þegar þeir voru afhentir í Þýska- landi 16. maí sl. og voru þýsku fánarnir dregnir niður og þeim ís- lensku flaggað í þeirra stað. Var síðan haldið rakleiðis af stað og höfð viðkoma hjá Hamish McDon- ald í Stonehaven í Skotlandi sem rekur björgunarskóla sem slysa- varnamenn hafa haft mikil sam- skipti við. Höfðinglegar móttökur Síðan lá leiðin áfram og á öðrum degi hvítasunnu lentu þeir í óveðr- inu, sem áður er nefnt, á sigling- unni norður með Skotlandi og fram- hjá Orkneyjum og ná til Færeyja aðfararnótt 20. maí eftir 33 tíma svefnlausa ferð. „Við vorum nánast orðnir úrvinda þegar við komum til Þórshafnar og fengum móttökur eins og við værum þjóðhöfðingar hjá vinum okkar Færeyingum. Þeir buðu okkur upp á mat og síðan beint í svefn,“ sagði Páll Ægir en eftir það var ferðin tíðindalaus. Fyrst var komið við í Sandgerði, síðan í Reykjavík og sigldu björgun- arbátar og fjöldi annarra báta á móti nýju bátunum. Tóku fyrrver- andi og núverandi forystumenn SVFÍ á móti þeim við komuna til Reykjavíkur. Bæði á ísafirði og Siglufírði sigldu björgunarbátar á móti og sagði Páll hafa verið staðið sérlega vel að öllum undirbúningi og mót- tökum á báðum stöðum. Á Isafirði annaðist Magnús Ólafs Hansson undirbúning, m.a. samkeppni um nafn á bátinn sem nefndur var Gunnar Friðriksson en dótturbátur- inn var nefndur Stefán Eggertsson. Báturinn sem fór til Siglufjarðar fékk nafnið Sigurvin og litli bátur- inn Gústi. Voru bátarnir komnir til heimahafnar 30. maí. Fjögurra til fimm manna áhöfn Sérstakar deildir hafa ver- ið/verða stofnaðar kringum rekstur þessara nýju báta en á þeim verður fjögurra til fímm manna áhöfn. Segir Páll hugmyndina að SVFI greiði kostnað við tryggingar báta og áhafna og laun eins umsjónar- manns sem beri alla ábyrgð á rekstri þeirra og viðhaldi. Þurfi hann ekki endilega að vera einn úr áhöfn. Annað fjármagn til rekstrar- ins verði að koma með eigin fjáröfl- un deildanna og nefnir Páll Ægir í því sambandi að nota mætti bát- ana í ýmis þjónustuverkefni fyrir flotann, skjótast á miðin með vara- hluti eða vegna áhafnaskipta en báturinn í Sandgerði sem tekinn var í gagnið árið 1993 hefur einmitt mikið verið notaður í því skyni. Ætlunin er að halda sérstök nám- skeið fyrir stjórnendur bátanna þar sem kennd verða helstu atriði varð- andi leit og björgun, siglingafræði, fjarskipti og meðferð bátanna og síðan sérstök áhafnanámskeið. Bát- arnir verða bæði mannaðir félögum deildanna og að einhveiju leyti nýj- um mönnum. Verður m.a. leitað til reyndra skipstjórnarmanna og reynt að fá þá til að vera með í áhöfn. Flengjast um á mótorhjólum með smásendingar Morgunblaðið/Ásdís FRÁ fyrsta starfsdegi „Mótorsendils". Frá hægri standa starfs- mennirnir Guðmundur Þórarinsson og Sólveig Edda Vilhjálms- dóttir. Annar eigandi fyrirtækisins, Marsibil J. Sæmundsdóttir, stendur á milli Sólveigar og Páls Pálssonar frá Múrkem, en hjól- in sem sendlarnir nota eru þaðan. „MÓTORSENDILL" er nafnið á nýju fyrirtæki í Reykjavík sem stofnað hefur verið til að skapa atvinnulausu fólki á aldrinum 16-19 ára atvinnu. Fyrirtækið mun sérhæfa sig í smásendinga- þjónustu á skellinöðrum og er reiknað með því að fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar geti nýtt sér þjónustuna. Fyrirtækið er í eigu Sæmundar Þ. Sigurðs- sonar og Marsibilar J. Sæmunds- dóttur en Guðmundur Þórarins- son, betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni, er þriðji að- standandinn að fyrirtækinu. Guðmundur hefur lengi starf- að sem umsjónarmaður Mótor- smiðjunnar sem er félagsmiðstöð, rekin af ÍTR og Félagsmálastofn- un Reykjavíkur. Smiðjan er fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára sem af einhverjum ástæðum hafa misst fótanna og ná ekki að að- lagast samfélaginu. Þjónustan þekkt frá útlöndum Að sögn Guðmundar er sendla- þjónusta á skellinöðrum vel þekkt í stórborgum víða um heim en hugmyndin að fyrirtækinu á samt að einhverju leyti rætur sínar að rekja til Mótorsmiðjunnar þar sem reynslan hefur sýnt að þegar þeir unglingar sem stundað hafa smiðjuna ná 16 ára aldri bíður þeirra oft ekkert annað en gatan, þar sem stjórnvöld líti svo á að á árabilinu 16 til 18 ára séu ungl- ingarnir færir um að sjá um sig sjálfir. „Lífið vefst mjög fyrir ungling- um i dag án þess að þeir eigi endilega við einhver hegðunar- vandamál að stríða. Margir ungl- ingar þurfa á aðstoð og stuðningi að halda við að koma sér út í líf- ið. Það eru margir unglingar sem vita ekki hvort þeir eiga að fara í nám eða hvað þeir eiga eigin- lega að gera og atvinnutilboð fyrir þennan aldurshóp eru ekki mörg,“ segir Guðmundur sem segir að fyrirtækið sé fyrst og fremst hugsað sem atvinnuúr- ræði fyrir þennan hóp. Unglingarnir sem starfa munu hjá „Mótorsendli" verða ekki ein- göngu krakkar sem misst hafa fótfestuna í lífinu heldur eiga margir þeirra ekki við stærri vandamál að etja en það að þá vantar vinnu og að sögn Guð- mundar munu starfsmenn vera valdir með tilliti til þess hve lengi þeir hafi verið skráðir á atvinnu- miðlunarskrá. Alls verða starfs- menn 12-24 talsins til að byija með en fyrirtækið á nú þegar 12 skellinöðrur og fær fleiri eftir helgi. Ekki ógnun við greiðabíla „Við erum engin ógnun á þess- um markaði. Ég held að fólk skipti frekar við fyrirtæki eins og okkur heldur en að panta greiðabíl undir eitt umslag, menn hafa frekar verið að skjótast með þetta sjálfir. Ef fólk þarf að sendast á tvo staði eða fleiri er mjög hagstætt að skipta við okk- ur,“ segir Guðmundur en ekki er hægt að senda stærri sendingar en sem nemur þokkalegum skó- kassa með sendlunum. Guðmundur segist vona að fyr- irtækið sé komið til að vera og kvíðir ekki vetrinum. „Við verð- um bara að sjá hve veðurguðirnir verða hliðhollir okkur í vetur. Ef veðrið verður að gera okkur lífið leitt þá er spurning hvort við finnum okkur ekki bara eitt- hvað annað til dundurs. Hér er mjög frjótt og hugmyndaríkt fólk. Við verðum með einhverja bíla til að bjarga okkur ef við verðum með einhverja fasta við- skiptavini svo þjónustan detti ekki alveg niður í verstu veðr- um,“ segir Guðmundur. Rekstur „Mótorsendils" hófst á mánudag og var að sögn Guð- mundar nóg að gera fyrsta dag- inn og mikið um fyrirspurnir. Opið verður til að byrja með frá 9-18 en lengur ef markaður er fyrir hendi. Fyrirtækið er til liúsa að Kleppsvegi 35, í gamla Sunda- nesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.