Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.1997, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Alfreð Þorsteinssyni borgarfulltrúa svarað VEGNA anna við þinglokin gafst mér ekki tími til þess að svara Alfreð Þor- steinssyni borgarfull- trúa strax þegar hann sendi mér tóninn á síð- um Morgunblaðsins. Tilefnið var grein sem ég skrifaði 30. apríl sl. þar sem ég velti því fyrir mér hvort Reykjavíkurborg væri að bregðast skyldum sínum sem höfuðborg, m.a. með kröfugerð á hendur Landsvirlq'un. Þeirri spumingu svar- aði borgarfulltrúinn ekki. Valdi þess í stað þá leið að fara með staðlausa stafí og gera mig að sérstökum andstæðingi Nesjavallavirkjunar. Borgarfulltrú- inn telur mig fara með rangt mál en nefnir samt engin dæmi þess og leiðréttir ekkert. Lengst gengur þessi borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins þegar hann segir höfuð- borgina greiða „landsbyggðar- skatt“ með því að borgin fái ekki arð af „eign“ sinni í Landsvirkjun. Framganga borgarfulltrúans á rit- vellinum markast auðvitað öll af því að samviskan er slæm. Hann veit að í Landsvirkjun hefur skapast mikil eign í skjóli einokunar við orkuvinnslu og raf- orkusölu. Eignarhlutar í Landsvirkjun eru not- aðir sem grundvöllur til arðgreiðslu en eru að litlu leyti orðnir til vegna eigendafram- laga; hann veit að full- trúar borgarinnar not- uðu einstaka stöðu sína í samningum um breytt skipulag Lands- virkjunar og um kaup Landsvirkjunar á orku frá Nesjavallavirkjun til hagsbóta fyrir borg- ina; hann veit að borgarsjóður á mikið undir því að fá arð af orku- sölu Landsvirkjunar og geta skatt- lagt orkufyrirtæki borgarinnar í þágu borgarsjóðs; hann veit að sér- staða borgarinnar og yfirburðir eru miklir á öllum sviðum og því telur hann sig geta talað af háum stalli til okkar þingmanna. Það eykur ekki veg núverandi stjómenda höfuðborgarinnar. Það styrkir ekki Framsóknarflokkinn. Litlir kjördæmaþingmenn Borgarfulltrúinn kvartar undan því að þingmenn Reykjavíkur gæti ekki hagsmuna borgarinnar heldur landsins alls. Það kann vel að vera. Ég verð þess ekki var að hagsmun- ir borgarinnar hafi verið fyrir borð bornir, öðru nær. Dæmi um það mætti mörg nefna en ég læt eitt nægja. Þegar samið var um yfir- færslu grunnskólans var samið um sérstaka meðgjöf til stærri sveitar- félaga vegna framkvæmda við ein- setningu grunnskólans. Öllum var ljóst sem að því máli komu að þetta var sérstök dúsa úr ríkissjóði til borgarinnar. Þessi framlög skapa borginni núna möguleika til þess að hraða uppbyggingu grunn- skólanna. Ég tel það ekki sann- gjarnt að gera lítið úr þætti þing- manna Reykjavíkur vegna þeirrar aðgerðar og raunar ekki heldur félagsmálaráðherra sem um þessar mundir er sérstakur áhugamaður um málefni borgarinnar. Á móti Nesjavallavirkjun Borgarfulltrúinn segir undirrit- aðan hafa verið á móti því í stjóm Landsvirkjunar að Reykvíkingar virlq'uðu á Nesjavöllum. Það er rangt. Andstaða mín snerist um samninginn og orkuverðið, sem mun enn auka sérstöðu borgarinnar á sviði orkumála í skjóli Landsvirkj- unar. Hitaveita Reykjavíkur mun selja orku frá Nesjavöllum á hag- stæðu verði til Landsvirkjunar og tekur enga áhættu sem seljandi gagnvart sveifiukenndum markaði stóriðjunnar. Hitaveitan og Raf- magnsveita Reykjavíkur hafa því allt á þurru og selja orku inn á hagkvæmasta dreifíkerfi landsins sem nær einungis til mesta þéttbýl- Grein borgarfulltrúans styrkir þá kenningu, segir Sturla Böðvars- son, að valdhafar höf- uðborgar ógni hagsmun- um landsbyggðarinnar. isins og selur raforku með sérstöku álagi sem rennur í borgarsjóð en er ekki hluti af kostnaðarverði ork- unnar. I skjóli hins lága orkuverðs er borgarsjóðsálagið sett og það greiða allir húeigendur í borginni sem nýta raforku og jarðvarma. Með því er t.d. ríkissjóður sem á og rekur fy'ölda húseigna í höfuð- borginni skattlagður sérstaklega Sturla Böðvarsson með borgarsjóðsálaginu sem orku- fyrirtækin og þar með notendur eru látin greiða í borgarsjóð. Þannig er sérstaða borgarinnar á þessu sviði. Tvískinnungur vegna Andakílsárvirkjunar Borgarfulltrúinn heldur áfram skáldverki sínu um afstöðu mína til Nesjavallavirkjunar og tengir rekstri Andakílsárvirkjunar og raf- orkusölu til Akraness. Undrast borgarfulltrúinn afstöðu mína til Nesjavallasamningsins og bendir á Andakílsárvirkjun til samanburð- ar. Langt er nú seilst í vandræðum borgarfulltrúans. í þessum kafla jafnar borgarfulltrúinn því saman að Akranessveita eigi og reki Andakílsárvirkjun og að Hitaveita Reykjavíkur fái að gera vildar- samning um orkusölu til Lands- virkjunar. Allir sjá að um ósam- bærilega hluti er að ræða. Akra- nessveita kaupir orku til dreifingar af Landsvirkjun á fullu .verði svo sem aðrar dreifiveitur í landinu, en nýtur ekki kjara á borð við það sem Reykjavíkurveiturnar munu njóta vegna orkusölu til Lands- virkjunar frá Nesjavallavirkjun. Ég efast um að hagnaður eigenda Andakílsárvirkjunar geti nokkru sinni orðið líkur því sem borgin hagnast á samningunum um eig- endaframlög og arðgreiðslur frá Landsvirkjun. Forsendur þess arðs eru „froðufærslur" sem verða að eign í bókhaldi Landsvirkjunar og þar með grundvöllur álitlegrar arð- greiðslu þegar fram líða stundir. Nema arðgreiðslumar verði tak- markaðar og víki fyrir lækkun orkuverðsins til almennings, eins og var lofað þegar lögunum um Landsvirkjun var breytt. „Það er góður kraftur í honurn og hann er snöggur. Það er þœgilegt að sitja undir stýri og auðvelt að ná í allt - það hefur greinilega verið hugsað um það hvemig hlutunum erfyrir komið. Svo er gott útsýni úr honum. Mérfinnst Balenoinn bara skemmtilegur bíll oggott að keyr’annl“ $ SUZUKI SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSAhf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Fáanlegur m. sjálfsk. Fáanlegur m. sjálfsk. Lýsing nýs eiganda á þvi af hverju honum finnst gott að keyra Baleno fólksbíl Fáanlegur m. ABS og sjálfskiptingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.